Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 Forsætisráðherra Svíþjóðar, GöranPersson, er orðinn þreyttur á klám-væðingu samfélagsins eins og fleiri.Hann lét þau orð falla á fundi félags kvenna í sænska Jafnaðarmannaflokknum í síðasta mánuði að til greina kæmi að setja lög sem takmörkuðu myndbirtingar af fáklædd- um konum. Í kjölfarið hefur spunnist heilmikil umræða um prent- og tjáningarfrelsi í Sví- þjóð. Sænsk samtök blaðamanna, embætti fjöl- miðlaumboðsmanns og blaðamenn og ritstjór- ar einstakra fjölmiðla hafa rokið upp til handa og fóta eftir þessi um- mæli forsætisráðherrans og gagnrýnt hann fyrir að vilja takmarka prent- og tjáningarfrelsið og koma á ritskoðun. Fjölmiðlaumboðsmaðurinn, Olle Stenholm, þ.e. sá sem almenningur getur leitað til með kvartanir eða spurningar varðandi fjölmiðla, telur að forsætisráðherrann hafi verið að hugsa upphátt, eins og Persson hefur stund- um verið gagnrýndur fyrir, og Stenholm von- ar og er reyndar sannfærður um að ekkert komi út úr þeim hugsunum, eins og hann lýsir í grein í Svenska Dagbladet. Hann finnur til með þeim sem fær það verk- efni sem forsætisráðherrann boðar: að rann- saka málin og undirbúa lagasetningu. „Ég horfði á Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva og þar er hægt að segja að langt hafi verið gengið í að bera kvenmannslíkama. Á að draga sænska ríkissjónvarpið til ábyrgðar?“ spyr Stenholm. Þetta eru réttmætar vangaveltur og spurn- ingar en það eru vangaveltur forsætisráð- herrans líka: „Við höfum séð aukna áherslu á kynlíf á opinberum vettvangi. Hvar sem við förum í nútímasamfélagi sjást auglýsingar byggðar á markaðssetningu sem nýtir konur og líkama kvenna.“ Persson hvetur til sjálfs- ritskoðunar fjölmiðla og betri dómgreindar, boðar undirbúningstíma en líka mögulega lagasetningu. Það er frekar vonlaus hugmynd að ætla að stöðva klámvæðingu með lagasetningu. En af hverju er það aðför gegn tjáningarfrelsi að taka kannski það skref að banna kvöldblöð- unum með lögum að birta myndir af fáklædd- um konum? Það er ekki flókinn lagatexti eða langur, heldur möguleiki sem getur bundið enda á þessa tilteknu birtingarmynd nið- urlægingar kvenna. Margir eru orðnir þreyttir á þessu tali um frelsi til að gera hitt og þetta og að maður hafi líka frelsi til að hafna. Vissulega hefur maður frelsi til að hafna ýmsu en ekki öllu. Maður bíður eftir strætó við hliðina á risaspjöldum með myndum af fáklæddum konum með frygðarsvip … að auglýsa súkkulaði eða eitt- hvað álíka. Mann langar kannski að kaupa Ex- pressen eða Aftonbladet af og til en maður hefur ekki frelsi til að kaupa það án myndanna umræddu sem útgefendurnir vilja hafa frelsi til að prenta. Já, fleiri en Göran Persson eru þreyttir á klámvæðingu og fleiri en hann vilja gera eitthvað til að stöðva hana, spurningin er bara hvað er hægt að gera. Dálkahöfundurinn Rolf van den Brink er eins og að því er virðist allir fjölmiðlamenn í Svíþjóð á móti lagasetningu. Í því skyni að vekja auglýsendur til vitundar um hlutverk sitt leggur hann til að embætti auglýsinga- umboðsmanns verði stofnað og þangað geti neytendur leitað vegna ósæmilegra auglýs- inga, þar sem siðanefndir hafi reynst bitlaus- ar. Hann bendir á að auglýsendur gætu tekið sig saman í andlitinu og samtök þeirra staðið fyrir fræðslu og fundum um innihald auglýs- inga og staðið fyrir könnunum á því hvað al- menningi finnst um auglýsingar. Vissulega eiga auglýsendur rétt á að aug- lýsa vöru sína í lýðræðisþjóðfélagi og á grund- velli stjórnarskrárbundins prent- og tjáning- arfrelsis, hvort sem er í Svíþjóð eða á Íslandi. En það er nú allt í lagi að þeir sem koma að ferlinu og þeir sem auglýsingunum er beint að tali aðeins saman. Smekkleysi er ekki hægt að stöðva með lagasetningu, segir Lena K. Samuelsson, rit- stjóri eins virtasta dagblaðs í Svíþjóð, Svenska Dagbladet, sem aldrei sýnir smekk- leysi. Að mati SvD er sjálfsagt að verja tján- ingarfrelsið sem grundvallarreglu og að ólík- ar, gagnstæðar og mismunandi skoðanir séu tjáðar í fjölmiðlum. „Það þýðir ekki að okkur líki allt sem stendur í öllum blöðum og sent er út á öllum sjónvarpsstöðvum. Allt of oft er rætt um Fjölmiðlana með stóru F-i eins og þeir séu allir ein stofnun. Í rauninni er hver fjölmiðill á ábyrgð hvers útgefanda og hver fjölmiðill verður að finna sinn farveg.“ Undanfarið ár hefur staðið yfir opinbert verkefni á vegum sænska viðskiptaráðuneyt- isins undir nafninu Flicka (Stelpa). Staðið hef- ur verið fyrir fundum um alla Svíþjóð, vefsíðu haldið úti og fjölmiðlar gagnrýndir og er verk- efnið vissulega liður í baráttu gegn klámvæð- ingunni. Flicka hefur nú verið gagnrýnd af sumum fyrir aðför að tjáningarfrelsinu vegna þess að í nafni verkefnisins hafa fjölmiðlum verið send bréf þar sem forsvarsmenn eru beðnir að svara opinberlega af hverju þeir sýni ákveðna þætti, birti ákveðnar auglýs- ingar eða greinar, allt efni sem auðvelt er að halda fram að sé niðurlægjandi fyrir konur. En nei, tjáningarfrelsið verður að vernda. Tjáningarfrelsið ’Það er frekar vonlaus hugmynd að ætla að stöðvaklámvæðingu með lagasetningu. En af hverju er það aðför gegn tjáningarfrelsi að taka kannski það skref að banna kvöldblöðunum með lögum að birta myndir af fáklæddum konum? ‘ Fjölmiðlar Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com ! Hversvegna hikar maður stundum við að kvarta? Góða skapið er kannski enn til staðar, en nöturleg tilfinn- ingin seytlar inn; maður hefur verið beittur óréttlæti. Stemmningin er farin – og gremjan tekur við. Í umferðinni, í verslunum og við- skiptum, í vinnunni, á heimilinu – órétt- lætið á sér víða stað. Maður þolir það upp að vissu marki, en pirringurinn eykst innra með manni – og síðan hvað? Springur maður? Líklega. En það má líka kvarta. Og þá þarf maður að kunna það – og kunna það vel. „Kvartaðu eins fljótt og mögulegt er“, er regla númer eitt. Því að þá er atburð- urinn hvað skýrast- ur, vitni eru til stað- ar og staðreyndir liggja nokkuð ljósar fyrir. Það er mjög mikilvægt að vera ávallt viðbúinn, en vissulega er það þjálfunaratriði. En það má vera að óréttlætið blasi ekki við strax í upphafi. Hvenær kemur það fram, hvernig uppgötvast það? Óréttlæti er afstætt. Því er bráðnauð- synlegt að leggja vafaatriðin vel á minn- ið – og nota þau síðar. Einnig er æski- legt að safna saman öllum upplýsingum, er tengjast viðfangsefninu – kvittunum, ljósmyndum, stöðumælasektum, vitnum. Svo er upplagt að kasta einhverju öðru í pottinn. Stundum vantar einungis lítinn dropa til að fylla mælinn, rétt herslumuninn. Þá getur pínulítið smá- atriði vegið þungt til að ýta málinu í gegn. Dæmi um slíkt er t.d. „Auk þess fékk ég engin hnífapör“ eða „Svo er saltbauk- urinn tómur.“ Setningin „Get ég fengið að tala við yfirmanninn þinn?“ er töfraþula, gulls í gildi. Fyrir alla muni vill undirmaðurinn ekki ónáða yfirmanninn. Regla númer tvö er: „Ekki æpa, ekki beita dónaskap og ekki setja hnefann í borðið.“ Kaldhæðni er góð, en rudda- skapur ekki. Það á aldrei að þurfa að brýna raustina. Rökfestan er fyrir öllu. Sími er nauðsynlegt verkfæri í kvört- unarstarfsemi, en hann er ekki endilega það besta. Tölvupóstur og hefðbundnar bréfaskriftir eru skilvísustu tækin. Hér kemur dæmi um vel heppnaða kvörtunarherferð, þar sem ég fann áþreifanlegan mun á símakvörtun og kvörtun bréfleiðis. Fyrir nokkrum árum var ég fenginn til að skemmta á uppákomu í nágranna- sveitafélagi suður með sjó. Þetta var ein- hvers konar kosningahátíð fyrir ónefnd- an stjórnmálaflokk, sem fer yfirleitt talsvert í taugarnar á mér. En þannig er nú lífið. Allt gekk eins og í sögu, ég gerði mitt, allir voru glaðir – og ég fékk greitt fyrir með innistæðulausri ávísun. Enda voru kosningarnar afstaðnar og engin ástæða til að standa við eitt eða neitt. Ég hringdi í þann sem hafði hringt í mig og hann benti mér á að hafa sam- band við gjaldkerann, sem benti á fram- kvæmdastjórann, sem benti síðan á þann sem hafði hringt í mig. Alltaf var ég kurteis og lét mig hafa þetta nokkrum sinnum. Þá fór mér að leiðast þófið. Það var kominn tími til að færa sig upp á næsta svið. Regla númer þrjú: „Ef þú ert byrjað- ur, ekki hætta.“ Ég setti saman lesendabréf. Í bréfinu rakti ég raunir mínar og nafngreindi fyrrnefndan stjórnmálaflokk. Ég reyndi að hafa bréfið stutt, læsilegt og í léttari kantinum. Síðan sendi ég fyrrnefndum forkólfum bréfið í tölvupósti – ásamt vangaveltum um að senda það í Velvak- anda um... tjah, miðja næstu viku. Skemmst er frá að segja, að ég þurfti aldrei að senda það. Ég sé samt eftir því, þetta var ágætis lesendabréf. Skipulögð kvörtunarstarfsemi er mjög árangursrík – og gefandi fyrir líkama og sál. Öll erum við meðvirk – upp að vissu marki. Við viljum halda friðinn, sýna sveigjanleika og samhygð. En lærum að þekkja hvar mörkin liggja. Stöndum á rétti okkar. Látum ekki troða okkur um tær. Kvörtum! Kanntu að kvarta? Eftir Óskar Jónasson oj@internet.is Stundum þegar ég geng niður Laugaveginn, aldrei upp hann, á ég í vandræðummeð sjálfan mig. Til dæmis á þann hátt að mér finnst ég sjá ljóðskáldið Jón fráPálmholti tilsýndar og hugsa: Nú þarna er Jón. Þannig er þetta enn þótt ég viti að hann er dáinn. Engu að síður sé ég ekki betur en maðurinn sem kemur á móti mér sé Jón frá Pálmholti. Það er ekki fyrr en ég ætla að heilsa að ég sé að þetta er ókunnugur maður. Í önnur skipti finnst mér ég sjá hann sitja á bekknum hjá versluninni Bónus. Ef þetta er að morgni dags hugsa ég: Klukkan er ekki orðin ellefu og Jón að bíða eftir að opni. Ef þetta gerist eftir hádegið hugsa ég: Jón er bara að hvíla sig og bíða eftir sólskini. Í undirmeðvitundinni hlýt ég að sakna Jóns frá Pálmholti, kannski er hann tákn ein- hvers, eða mér finnst hann vera sjálfsagður hlutur sem er ekki stöðugt fyrir augum manns heldur rekur maður augun í hann stöku sinnum til að gleðjast og verða ekki leiður á honum. [...] Sama er að segja um Nínu Björk Árnadóttur, skáldkonu, ég er í vandræðum og þarf að gæta þess að spyrja ekki fólkið hennar: Hvað er að frétta af Nínu? Eða: Hvað er að frétta af henni mömmu þinni? Sjálfum finnst mér spurningin eðlileg. Nína hlýtur að vera að yrkja þótt hún sé dá- in. Það væri líkt henni að yrkja í dauðanum. Ég þarf líka að vara mig á að sjá ekki sömu ofsjónir, verða ekki fyrir augnaglöpum ef um lifandi menn er að ræða. Ég loka stundum augunum á göngu til að valda ekki dauða þeirra með vitleysunni í hausnum á mér eða verða ekki fyrir því sem ég kalla fyrirfram söknuð. Ef þeir skyldu deyja vegna ofsjóna minna, þá yrði það mín sök, og fyrir bragðið hef ég átt fyrirfram söknuðinn skilið og að hann skuli koma fram sem sektarkennd. Guðbergur Bergsson www.jpv.is Ofsjónir, glöp og minningar Morgunblaðið /RAX Sól og sumar. I Þjóðerniskennd er veigamikill þáttur ísjálfsímynd bæði einstaklinga og sam- félaga. Í grein sinni um Sambandsslit Nor- egs og Svíþjóðar árið 1905 skýrir Einar Hreinsson frá því hvernig þjóðerniskennd, eða þjóðernishyggja, þróaðist með ólíkum hætti meðal Norðmanna og Svía, en hann telur að ef til vill megi enn merkja afleiðingar þeirra þróunar í þjóðfélagsgerð þessara þjóða: „Þrátt fyrir að þjóðernishyggjunni yxi fiskur um hrygg á tímum sambandrík- isins þá voru vaxtarskeið hennar mjög ólík í Svíþjóð og Noregi,“ segir hann. “ Í Noregi var þjóðernishyggjan tengd baráttu vinstri manna, fyrst fyrir auknum lýðréttindum en síðar fyrir sjálfstæði. Í Svíþjóð var þjóð- ernishyggjan aftur á móti tengd hægri flokkunum og hugmyndum þeirra um að upphefja Svíþjóð, ekki síst innan sambands- ríkisins. Þjóðernishyggjan í Svíþjóð var vopn hægrimanna gegn Norðmönnum en um leið gegn þingræði og lýðræði. Ef til vill kristallast hugmyndirnar um sambandsríkið enn í þjóðsöngvum þjóðanna. Á meðan Norðmenn elska sitt land (Ja vi elsker dette landet) hljómar drottnun Svía í orðunum „jag vill leva, jag vill dö í Norden““. II Þjóðernishyggja Íslendinga er ákaflegaáberandi í viðhorfi þeirra til landsins – sjálfrar náttúrunnar og myndbirtingar hennar sem hins hreina, tæra kjarna þjóðar- sálarinnar. Goðsagnir um náttúruna og myndmál henni tengt eru svo stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar að fæstir velta því nokkru sinni fyrir sér hvert rekja má þau viðhorf er þær lýsa. Þau Ólafur Páll Jónsson og Æsa Sigurjónsdóttir velta fyrir sér af- stöðu samtímans til náttúrunnar eins og hún birtist í heimspeki og listum í gegnum tíðina í grein í Lesbók í dag, og spyrja jafnframt hvort ekki sé kominn tími til að skilgreina viðeigandi samhengi fyrir skilning á náttúr- unni sem slíkri. Þau benda á að við sjáum „ekki eðli hlutanna vegna þess að við erum blinduð af tilganginum sem þeim er ætlað að þjóna“. En jafnframt „skortir okkur uppeldi – fagurfræðilegt uppeldi – sem gerir okkur næm á eðli hlutanna frekar en einberan til- gang þeirra“. III Ef jafnvel náttúran hefur orðið nytja-hyggju og markaðslögmálum að bráð er ljóst að aðrir þættir tilvistarinnar, ekki síst þeir er tilheyra borgarmenningunni, hafa orðið það svo um munar. Slóvenski heimspekingurinn Zizek greinir þau öfl sem mynda undirölduna í nýjustu Stjörnustíðs- myndinni og kemst að þeirri niðurstöðu að „kapítalisminn [stilli] okkur upp andspænis þeirri staðreynd að orsök þrældóms okkar er ekki hinn hlutlægi veruleiki sem slíkur (sem er heldur ekki til) heldur er orsakar- innar að leita í löngunum okkar, græðgi okkar í efnislega hluti og ofuráherslu okkar á þá. Af þessu leiðir að okkur ber að snúa baki ivð löngunum okkar og taka upp við- horf hins innri friðar...“, segir Zizek. Neðanmáls

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.