Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005
Það var skemmtilegt að labba sér niður áTjörn í kvöldsólinni til þess að fara í bíóum síðustu helgi. Ekki stökkva upp í bílog aka eftir stofnbrautum, út að bæjar-
mörkum, inn á bílastæði eða upp að verslunar-
miðstöðvum og hraða sér þaðan inn í kvikmynda-
hús til þess að fara að sjá tiltekna mynd í bíó. Í
nýliðinni viku var nefnilega hægt að ganga sem
leið liggur í hjarta miðbæjarins og sneiða hjá
gæsaskít til þess að komast að
menningarhúsi við norðvestur-
enda Tjarnarinnar sem heitir
Tjarnarbíó. Húsið var byggt
sem ísgeymsluhús árið 1913, en
árið 1941 lét Háskóli Íslands breyta því í kvik-
myndahús og starfrækti þar menningarlegt bíó
allt þar til að Háskólabíó var reist. Í þessu gamla
bíóhúsi kom heimilda- og stuttmyndahátíðin
Reykjavík Shorts & Docs sér upp bækistöð í síð-
ustu viku, með útskoti í litlum bíósal við Hellu-
sund.
Þó svo að nokkuð kalt hafi verið í salnum í
Tjarnarbíói, sætin hörð, óafturhallanleg og án
fótskemla eða gosdrykkjahaldara, og sýningar-
græjur ekki upp á marga fiska er stemningin sem
felst í því að ganga inn í gamalt bíóhús í hjarta
miðbæjarins, vitandi að nú fái maður tækifæri að
sjá eitthvað nýtt, öðruvísi jafnvel sjaldgæft í bíó,
það sem mestu skiptir. Dagskráin á umræddri há-
tíð samanstóð af áhugaverðum kvikmyndum sem
rekast illa í stórum dreifingarkerfum, þær eru
til þess að sjá tiltekna sýningu, heldur bara til
þess að láta koma sér á óvart, sjá eitthvað fram-
sækið og forvitnilegt úr samtímakvikmyndagerð,
eitthvað annað en það sem stóru dreifikerfin skila
okkur í almennu kvikmyndahúsin.
Gömul, uppgerð listabíó eða bíótek eru glæsi-
legar skrautfjaðrir í miðbæjum menningarborga
víða um heim. Það er eitthvað við þessa staði sem
hreinlega laðar fólk að, jafnvel þótt sætin séu ekki
bólstruð, afturhallanleg eða með fótskemlum.
Ekki væri amalegt að sjá annað hinna tveggja
gömlu kvikmyndahúsa í miðbæ Reykjavíkur sem
hafa hvað mesta sögu og sál, þ.e. Tjarnarbíó eða
Gamla bíó verða að líflegri menningarmiðstöð fyr-
ir kvikmyndagerðarlist samtímans. Það yrði kær-
komin viðbót við þá sýningarstarfsemi á verkum
úr kvikmyndasögunni sem starfrækt er í nýlega
uppgerðu Bæjarbíói í Hafnarfirði. Sams konar
menningarathvarf fyrir kvikmyndalistina ætti að
vera til staðar í Reykjavík, þó svo það þyrfti auð-
vitað að marka sér aðra stefnu en safnabíóið í
Hafnarfirði.
ýmist of stuttar, of lítillátar, og róttækar eða ein-
faldlega ekki í hópi þeirra útvöldu kvikmynda sem
komast inn í hringiðu alþjóðlegrar dreifingar á ári
hverju. Og jafnvel þótt þær hljóti heimsþekktar
viðurkenningar líkt og Allt í þessu landi (í fram-
leiðslu Sigurjóns Sighvatssonar) sem tilnefnd var
til Óskarsverðlauna, og eða Slavek the Shit (í leik-
stjórn Gríms Hákonarsonar), sem valin var til
keppni á Cannes-kvikmyndahátíðina í ár, gerir sú
staðreynd að þær eru ekki í „fullri lengd“, þ.e. eru
stuttmyndir, það að verkum að þær verða aldrei
teknar til reglulegra sýninga í kvikmyndahúsi.
Það er eins með kvikmyndalistina og aðrar list-
greinar, að sumum röddum þarf að hlúa sérstak-
lega að eigi þær að fá að heyrast.
Það vantar tilfinnanlega kvikmyndamenningar-
legt athvarf í anda þess sem skapaðist þessa helgi
í kringum Shorts & Docs hátíðina í miðbæ
Reykjavíkur allt árið um kring. Það er að segja
kvikmyndahús sem maður getur sótt á sams kon-
ar forsendum og maður sækir áhugavert og lif-
andi myndlistargallerí eða samtímalistasafn. Ekki
Bíótek í Reykjavík
’Það er eins með kvikmyndalistina og aðrar listgreinar, aðsumum röddum þarf að hlúa sérstaklega að eigi þær að fá
að heyrast. ‘
Sjónarhorn
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
U
mtalsverðra breytinga hefur
orðið vart í bandarískri has-
armyndagerð undanfarin ár.
Hasarhetjur sem komnar eru
af besta aldri láta reyndar
ennþá hnefana tala og er það
þá jafnan gert samkvæmt „fyrst kýlir þú, svo
kýli ég, bara fastar“-lögmálinu sem ráðið hefur
fjandsamlegum samskiptum karlmanna í Holly-
wood myndum um áratugaskeið, og átti sinn
meistara í þunglamalegri fígúru Johns Wayne.
En á einhverjum óljósum tímapunkti á tíunda
áratugnum fór áhorfendum Gibson/Stallone/
Willis-hasarmynda að þykja hasarinn dálítið
hastur, skrykkjóttur,
gamaldags og hægfara.
Orðið „hasar“ er hér
notað sem hugtak sem lýs-
ir samskiptum, og samskiptaörðugleikum, aðal-
persóna og illmenna í myndum þar sem sið-
ferðileg og pólitísk álitamál eru jafnan útkljáð
með vopnaskaki, bílaeltingarleikjum og slags-
málum. Bandarískrar kvikmyndir hafa borið
höfuð og herðar yfir myndir annarra þjóða á
þessu sviði, en eins og fram kemur hér að neð-
an er yfirburðastöðu þeirra í faginu ógnað nú
um stundir.
Lætin margfaldast
Heimshlutinn sem er í samkeppni við Holly-
wood á hasarsviðinu er kínverska borgin Hong
Kong en kvikmyndir frá þessu fjarlæga borg-
ríki hafa haft allnokkur áhrif á skilning vest-
rænna kvikmyndaáhugamanna á góðum „has-
ar“. Nafnið sem jafnan er tengt við þessa
umbreytingu er John Woo – höfundur sígildra
mynda á borð við Killer (Morðinginn) og Hard-
boiled (Harðsoðinn) – sem í kjölfarið flutti til
Bandaríkjanna og hefur þar getið sér gott orð
sem helsti erindreki Hong Kong-hasar-
vitundarinnar í Hollywood.
Breytingarnar sem þessi vitund hefur í för
með sér taka hins vegar varla til eðlis hasarsins
sem slíks, frekar er um að ræða breytingu á
magninu, og því hvernig hasarinn er fram-
reiddur. Lætin í Hong Kong-myndum hafa
margfaldast að umfangi samanborið við þær
bandarísku; óteljandi aukapersónur eru sendar
á vit feðranna í framrás myndarinnar og er það
jafnan gert með skapandi og útsjónarsömum
hætti. Þá hafa Hong Kong-myndirnar ekki
áhyggjur af endalokum frásagnarinnar líkt og
þær bandarísku – frásögnin er reyndar alls ekki
í fyrirrúmi hér – þess í stað er gælt við þau
ólíku andartök sem morðaldan eða slagsmála-
syrpan samastendur af; þau eru kvikmynduð á
allt að því erótískan hátt. Í nær- og hægmynd
daðrar myndavélin við líkamshluta (sem ekki
alltaf eru samfastir öðrum líkamshlutum) og hin
ýmsu sjónrænu minnismerki sem tengjast vopn-
um og limaburði sögupersónanna. Markmiðið er
margar hverjar óviðjafnanlegar, og ólíklegt er
að nokkur eigi eftir að leika afrek hans eftir.
Nýleg kvikmynd frá Hong Kong heldur anda
Jackie Chan á lofti, og vitnar jafnframt til
mynda Johns Woo, en það er Kung Fu Hustle
eftir Stephen Chow. Hún er öðrum þræði
teiknimynd en hinum grínópera um austrænar
bardagahefðir. Inn á milli er einhverju sem lík-
ist söguþræði lætt að, en hann lýsir þroskasögu
góðhjartaðs smákrimma sem hefur bælt bar-
dagahæfileika sína, en leysir þá að lokum úr
viðjum í þjónustu hins góða.
Farsælasta mynd sögunnar
í austurlöndum fjær
Söguþráðurinn er þó ekki það sem máli skiptir
og myndin tekur sjálfa sig langt í frá alvarlega.
Að því leytinu á hún ýmislegt sameiginlegt með
tvíleik Quentins Tarantino um hvernig Billi var
drepinn. En þar sem Tarantino er kaldhæðinn
er Chow gaman- og uppfinningasamur. Jafnvel
dálítið sakleysislegur og meinlaus. En Kung Fu
Hustle hefur sig á loft í krafti ótrúlegs
ímyndunarafls hvað útfærslu slagsmálaatriða
varðar, og blandar á skemmtilegan hátt þeirri
vír- og tölvutækni sem nútímakvikmyndafram-
leiðsla hefur upp á að bjóða við gamalgrónar
austrænar hasarmyndahefðir. Þetta er víst vin-
sælasta mynd allra tíma í sínum heimshluta og
tekur kappið sem lagt er í dreifingu hennar í
Bandaríkjunum mið af þeirri staðreynd, og það
hefur borið árangur.
Myndin hefur orðið vinsæl í vesturheimi og
hafa helstu fjölmiðlar landsins, líkt og New
York Times, fjallað um hana á lofsamlegum nót-
um og lærðir pistlar birst í fagritum á borð við
Film Comment. Sem er eins og það á að vera.
Myndir sem þessar blása nýju lífi í tegund sem
alltof oft fellur í gryfju fyrirframgefinna leið-
inda.
ekki að ljúka sögunni heldur það, eins og John
Lennon sagði um rokkið, að vera hérna núna.
Andi Jackie Chan
Forveri Woo var reyndar kínverska kvikmynda-
stjarnan og vígaíþróttasérfræðingurinn Jackie
Chan, sem í mynd eftir mynd sýndi okkur, vest-
rænum áhorfendum, hvað hasar í raun þýðir.
Og við uppgötvuðum að hasar væri ekki að sjá
fimmtugar Hollywood-stjörnur staulast um
myndrammann í þykjustuleik undir hröðum
klippingum sem notaðar væru til að dulbúa
klaufaskapinn. Kvikmyndir Jackie Chan eru
Meiri hasar
Yfirburðastöðu Bandaríkjamanna á sviði hasar-
myndagerðar er nú ógnað sem aldrei fyrr. Nú er
ekki lengur litið til Hollywood þegar svala skal
hasarþörfinni heldur til annarrar bíóborgar –
Hong Kong.
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Bardagalist Hver sagði að hasarnum væru takmörk sett? Eitt af óteljandi bardagaatriðum í Kung Fu Hustle.
Breski leikarinn Ian McShane,sem leikur eiganda hóruhúss í
vestraþáttunum Deadwood, hefur
fengið hlutverk í
nýjustu mynd
Woodys Allen.
Hann bætist í
leikarahópinn
sem Scarlett
Johansson leiðir
en hún er að fara
að gera aðra
mynd sína með
Allen. Hún lék
síðustu mynd
hans, Match Point, sem frumsýnd
var á Kvikmyndahátíð í Cannes í
maí.
Allen, sem
aldrei hefur gefið
fjárfesti leyfi til
að lesa handrit, tók Match Point upp
í Englandi til að mæta kröfum
breskra framleiðenda myndarinnar.
Hann var svo ánægður með útkom-
una og reynsluna að hann skrifaði
næstu mynd með England í huga.
Ferill McShane gekk í endurnýj-
un lífdaga með hlutverki hans í Sexy
Beast og jukust vinsældir hans enn
með hlutverkinu í Deadwood.
Aðeins tveimur vikum áður entökur áttu að hefjast á þriðju
X-Men myndinni þá hætti breski
leikstjórinn Matthew Vaughn
skyndilega við að gera myndina.
Hann er því annar leikstjórinn sem
hættir við en Bryan Singer, leik-
stjóri tveggja fyrstu myndanna, af-
réð frekar að gera Súperman snýr
aftur.
Þykir þessi ákvörðun Vaughn
nokkuð sérstök því litið var á þetta
sem stóra tækifærið fyrir hann til að
hasla sér völl í Hollywood, en hann
hafði vakið athygli fyrir fyrsta leik-
stjórnarverkefni sitt, Layer Cake,
sem nú er sýnd í bíó hér á landi.
Eina skýringin sem Vaughn gaf
fyrir þessari stóru ákvörðun var að
hann hefði áttað sig á því að hann
gæti ekki verið svo lengi fjarri eigin-
konu sinni og börnum sem búa í
Lundúnum, en þess má geta að um-
rædd eiginkona er engin önnur en
fyrirsætan þýska Claudia Schiffer.
Til stóð að hann þyrfti að vera í að
minnsta kosti ár í Los Angeles og
Vancouver við tökur á myndinni,
nokkuð sem hann gat ekki hugsað
sér að leggja á fjölskylduna.
Framleiðendur myndarinnar
segja að myndin verði samt á áætlun
og verði frumsýnd 26. maí 2006.
Tökur á nýjustu myndinni um tík-ina Lassie hófust í maí en þær
fara fram á Írlandi og eyjunni Mön.
Leikstjóri er Charles Sturridge
(Fairytale, Shackleton) en myndin
er framleidd af
Element Films
(The Magdalene
Sisters). Myndin
er byggð á sígildu
bókinni Lassie
Come Home sem
var gefin út árið
1938. Helstu leik-
arar eru Peter
O’Toole (Arabíu-
Lawrence, Good-
bye Mr. Chips),
Samantha Morton (Minority Re-
port), John Lynch og Jemma Red-
grave.
Myndin gerist í seinni heimsstyrj-
öldinni í Jórvíkurskíri og fjallar um
Carraclough-fjölskylduna sem þarf
að selja hundinn Lassie þar sem fjöl-
skyldan er í miklum þrengingum.
Lassie er flutt alla leið til Skotlands
en er ákveðin í að leita uppi fyrri
eigendur sína. Við tekur heljarinnar
ferðalag. Þættir og bíómyndir um
Lassie hafa verið sýndar í yfir 50
löndum. Myndin verður frumsýnd í
Sambíóunum síðar á árinu.
Erlend
tónlist
Ian McShane
Hjónin Vaughn og Schiffer og börnin þeirra.
Peter O’Toole í fræg-
asta hlutverki sínu.