Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 5 höfðu raunverulega séð það, þar sem það er á afskekktum stað í Salta vatninu í Utah. Verk- ið var fyrst og fremst til í hugum fólks, eins og horfin eyja sem lifir áfram í texta, ljósmynd- um, og kvikmynd sem Smithson gerði af byggingu þess. Goðsögnin um verkið magn- aðist þegar því „skaut upp“ aftur árið 2002, og sannaðist að Smithson hafði fullkomlega tek- ist ætlunarverk sitt, verkið er orðið hluti af líf- ríki vatnsins. Markmið Smithsons og margra af hans kynslóð var að komast út úr spennitreyju fagurfræðilegra upplifana og fást við landið hrátt. Hvernig var hægt að gera náttúruna snertanlega, gera land að list í bókstaflegri merkingu, þannig að mörk listar og náttúru nánast þurrkuðust út? Aðferðirnar voru margs konar. Sumir fengust við náttúrulega náttúru, og hófu jarðfræðilegt samtal við jarð- efnin eins og Michel Heizer, bjuggu til nátt- úru eins og Robert Morris (Gufuvél, 1974), eða gerðu verk sem afhjúpa samfélagsleg tengsl menningar og náttúru. án vatns er ekki hægt að skapa list án vatns er ekki hægt að skynja list án vatns er ekki hægt hugsa um list eða vatn orti Ólafur Lárusson myndlistarmaður í skrá sýningarinnar H2O sem runnin var frá Galerie SÚM árið 1974 þar sem bent var á að skynjunin á vatninu er skilyrt sögunni og þjóðfélaginu í senn. Þegar þýski listamaðurinn Hans Haacke safnaði rusli á afmarkaðri strandlengju á Spáni (Beach Pollution, 1970), eða hreinsaði mengað vatn (Rhine Water Purification Plant, 1972) í Krefeld, þá var tilgangurinn m.a. að af- hjúpa menningarlega, pólitíska og efnahags- lega valdbeitingu á umhverfinu. Hann, ásamt brautryðjendunum Joseph Beuys, Agnes De- nes, og Alan Sonfist, nálguðust náttúruna frá vistfræðilegu sjónarhorni og opnuðu leiðir að siðferðilegri umhverfislist. Dæmi má taka af gróðurverkefni Sonfists, TimeLandscape (1996) í Manhattan, sem var tilraun til að endurskapa það vistríki sem var á staðnum áður en Evrópubúar komu til Ameríku, og TreeMountain – A Living Time Capsule, gríðarlegt umhverfisverk Agnes Denes í Finnlandi sem hófst árið 1992, þegar finnska ríkisstjórnin gerði verkefnið að framlagi sínu til jarðarinnar á umhverfisráðstefnu í Rio de Janeiro. Allir þessir listamenn sneru sér beint að náttúrunni, umhverfinu, sem raunverulegu, opnu listrými, utan klafa liststofnana – og markaða. Hvort tilraunin tókst er önnur saga. Hins vegar opnuðu þeir dyr að nýrri listrænni nálgun og endurnýjuðu frá grunni almennar hugmyndir um listsköpun. Náttúran er því ekki lengur hlutlaus um- gjörð hins fagra og góða heldur virkur þátt- takandi í hinu fagra lífi. En á sama tíma hefur náttúran einnig minnt á sig með neikvæðari hætti í formi auðlindaþurrðar, mengunar og margvíslegra hamfara sem oft virðast vera af- sprengi nútímalegra lifnaðarhátta. Þá minnir náttúran á að mannlegu lífi eru settar marg- víslegar skorður. Í því samhengi hefur oft verið kallað á lista- menn og þeir fengnir til að breiða yfir örin; breyta útbrunnum námum í almenningsgarð og yfirgefnum ruslahaugum í leiksvæði fyrir börn. Náttúra og manngert umhverfi Það er einkenni á náttúru að hún er sjálf- stæð gagnvart mannlegum löngunum, hyggjuviti og athöfnum í þeim skilningi að eðli hennar og tilurð ráðast aldrei af þessum mannlegu þáttum. Á hinn bóginn er því þver- öfugt farið með það manngerða umhverfi sem við þekkjum best. Tilurð þess er beinlínis af- sprengi gilda, hyggjuvits og athafna manna. Samkvæmt þessum skilningi á náttúru og hinu manngerða umhverfi, hefur umhverfið ekkert sjálfstætt gildi eða verðmæti. Náttúr- an og hið manngerða umhverfi birtast þannig sem algerar andstæður – hið fullkomlega sjálfstæða eða hið fullkomlega ósjálfstæða. Þessar andstæður renna svo saman í mann- gerðri náttúru, hvort sem hún birtist sem spí- rall í Salta vatningu í Utha eða í skrúðgörðum nýaldar. Hin manngerð náttúra hefur ætíð skipað mikilvægan sess í vestrænni siðmenningu. Locus amoenus var unaðsreiturinn, þar sem menn leituðu einveru og hvíldar á afviknum stað í görðum eða torgum. Franski garðurinn sem náði fullkomnun hjá garðarkitektinum Le Notre (1613–1700) í Versölum var staður til íhugunar jafnt sem til listrænnar nautnar, þar sem hægt var að njóta ímyndaðs samruna lista og náttúru í flatarmálsfræðilegu um- hverfi fagurlega tilklipptra runna og göngu- stíga, á meðan höggmyndirnar túlkuðu eilífa hringrás náttúrunnar í goðsögulegum meta- fórum. Þannig er verðmæti borgarumhverfisins, og annarra sköpunarverka mannsins, fyrst og fremst bundið gagnsemi, rétt eins og verð- mæti verkfæris er bundið því að það má nota til að leysa tiltekið verk af hendi. Gagnsemi umhverfis getur að vísu verið margvísleg, bæði efnahagsleg, menningarleg og siðferði- leg, en forsendur slíkra verðmæta eru á end- anum mannlegir hagsmunir. Við getum sagt að hið manngerða umhverfi hafi einungis tækisgildi. Þegar við lítum á eitthvað sem náttúru, þá lítum við ekki á það sem sköpunarverk mannsins og verðmæti þess er ekki bundið gagnsemi á neinn hátt. Í raun má segja að um leið og við metum náttúrulega hluti í ljósi þess gagns sem við getum haft af þeim, þá hættum við að líta á hlutina sem náttúru og lítum á þá sem einbert umhverfi. Ef náttúran er yfirleitt uppspretta verðmæta, þá er hún sjálfstæð uppspretta. Bresku listamennirnir Richard Long og Hamish Fulton sneru sér beint að náttúrunni, í bókstaflegri merkingu, einmitt með þessu hugarfari, að náttúran sé sjálfstæð upp- spretta verðmæta. Verk þeirra eru bundin at- höfn og ferli, gönguferðum og hugleiðingum, í anda frægustu fjallgöngu sögunnar, göngu ítalska skáldsins Francesco Petrarca á fjallið Ventoux árið 1336. Ferð sem í vestrænni hug- myndasögu hefur orðið upphafstákn húman- ismans og fagurfræðilegrar náttúrunautnar. Fulton og Long eru hvorki að slá eign sinni á landið, né merkja sér það, eins og landkönn- uðir fyrri alda, heldur miðla þeir persónulegri, fagurfræðilegri reynslu sem allir einlægir göngumenn þekkja. Báðir skrifa texta og taka ljósmyndir til að skrásetja ferlið og yfirfæra þannig hverfula fagurfræðilega upplifun yfir í hefðbundið listform, ekki ósvipað og breskur ferðamaður fyrri alda með vatnslitablokkir sínar og minniskompur. Þótt náttúran sé þannig uppspretta fagur- fræðilegra gilda er hún einnig margvíslega gagnleg fyrir mannlegt líf. Íslenskar heiðar, sem sumar hverjar eru dæmi um lítt snortna náttúru, eru kannski jafnframt beitarlönd, útivistarsvæði, veiðilendur og þáttur í sjálfs- mynd Íslendinga sem þjóðar. Í slíkum tilvik- um er náttúran gagnleg. En sá sem lítur á slíkar heiðar fyrst og fremst sem beitarland, útivistarsvæði eða veiðilendur, hann sér ekki náttúruna. Hann lítur á svæðið sömu augum og hann lítur á borgarumhverfi – umhverfi sem er til orðið fyrst og fremst til að þjóna mannlegum hagsmunum. En nú mætti spyrja: Er eitthvað athugavert við það að líta á nátt- úru, t.d. íslenskar heiðar, sömu augum og við lítum hið manngerða umhverfi? Sá sem stað- næmist við tækisgildi heiðanna lætur verð- mæti þeirra sem náttúru lönd og leið. Slík af- staða gerir náttúrunni rangt til með tvennum hætti. Í fyrra lagi felur hún í sér vanmat á því sem fyrir augu ber, rétt eins og maður van- metur aðra manneskju þegar maður lítur á hana einungis í ljósi þeirra hlutverka sem hún hefur en horfir framhjá því að viðkomandi er líka sjálfstæð persóna. Í seinna lagi gerir maður sjálfum sér rangt til; maður ofmetur eigin stöðu í sköpunarverkinu. Sá sem sér allt undir sjónarhorni eigin hagsmuna, hann lítur á sjálfan sig sem meistara sköpunarverksins – hann segir „verðmæti og gildi eru mín upp- finning“, og um leið sér hann líka að verðmæti og gildi eru jafn brothætt og takmörkuð og hans eigin tilvera. Og slík tilvera getur ekki endað annars staðar en í öngstræti siðferði- legrar sjálfdæmishyggju – í siðferðilegri tóm- hyggju. Náttúran í ríki markmiða Sú sýn á náttúruna sem hér hefur verið lýst dregur dám af siðfræði Kants, en hornsteinn þeirrar siðfræði var að aldrei mætti koma fram við aðrar manneskjur sem einbert tæki heldur bæri ævinlega að virða þær sem sjálf- stæð markmið – sem manneskjur. Kant orðaði þetta m.a. með eftirfarandi hætti: „Breyttu þannig að þú komir aldrei fram við manneðlið, hvort sem það er í persónu þíns sjálfs eða persónu allra annarra, einungis sem tæki heldur ávallt um leið sem markmið.“1 Kant sagði að við skyldum aldrei koma fram við manneðlið sem einbert tæki. Það sama viljum við segja um náttúruna. Það þýðir þó ekki að allt sem Kant sagði um manneðlið – um persónur – eigi að óbreyttu við um náttúr- una. Stundum er réttlætanlegt að koma fram við náttúrulega hluti sem tæki. Kjarninn í því viðhorfi til náttúrunnar sem við höldu fram varðar ekki beint breytni manna gagnvart náttúrunni heldur sýn manna á náttúruna. Kant spurði: Hverjar eru forsendur siðferði- legrar breytni? Við spyrjum tveggja spurn- inga: Hvers konar gildi hefur náttúran? Og hvernig er hægt að koma auga á gildi hennar? Og við svörum: Náttúran hefur gildi sem er sjálfstætt gagnvart mannlegum hagsmunum. Og eina leiðin til að koma auga á gildi náttúr- unnar sem náttúru er að sjá hana óháða mannlegum hagsmunum. Til að sjá náttúruna verðum við að líta á hana á svipaðan hátt og við lítum á persónur. Gildi náttúrunnar er þannig, í vissum skilningi, aftengt mannlegum hagsmunum, það ræðst ekki af mannlegum hagsmunum í sama skilningi og verðmæti manneskju ræðst ekki af þeirri gagnsemi sem hafa má af henni. Skilningur og blinda Við skiljum það sem fyrir augu ber, hvort heldur það er gangverk náttúrunnar eða at- hafnir annarra manna, með því að setja það í ákveðið samhengi. Við skiljum athafnir ann- arra með því að setja þær í samhengi við skoð- anir og langanir þeirra og almennt gildismat. En hvernig skiljum við náttúruna? Hvað er viðeigandi samhengi fyrir skilning á nátt- úrunni? Náttúran verður ekki skilin með því að fella hana, eða hluta hennar, inn í það gangverk sem við virkjum í náttúrunni til að ná mark- miðum okkar. Við getum ekki skilið náttúruna sem náttúru með því að skoða hana undir sjónarhorni gagnseminnar. Til að skilja hana verðum við í raun að gefa frá okkur þá hug- mynd að hún gagnist okkur. Þó er ekki þar með sagt að náttúran muni ekki gagnast okk- ur á margvíslegan hátt, og líklega höfum því meira gagn af náttúrunni sem við skiljum hana betur. Slík gagnsemi getur hins vegar aldrei orðið annað en aukaafurð af skilnings- leitinni. Sá sem einungis sér náttúruna undir sjónarhorni eigin hagsmuna verður sleginn náttúrublindu. Slíkur maður mun aldrei öðlast skilning á náttúrunni sem náttúru – hann mun aldrei sjá neina náttúru. Það eina sem hann kemur auga á hvert sem hann lítur er einbert umhverfi. Nú kynni einhver að spyrja hvort náttúru- blinda sé ekki óumflýjanlegt hlutskipti þeirra sem búa alla sína ævi í borgarumhverfi þar sem allt er ofurselt hugviti og athafnasemi mannsins. Er ekki einkenni á gjöfulu borg- arumhverfi að þar hefur náttúran vikið fyrir menningunni? Þessari spurningu svörum við neitandi. Borgarumhverfið einkennist vissu- lega af hugvitssemi mannsins, en það er um- hverfi sem er, þrátt fyrir allt, fullt af náttúru. Ferli náttúrunnar eru stöðugt að verki í borgarumhverfinu, ekki síður en upp til fjalla. Stundum birtast þessi ferli okkur í úldnandi sorpi, stundum í hrörnun bygginga, stundum í gróðri sem vex upp með gangstéttarbrún. En við sjáum þessa hluti ekki sem afurð nátt- úrulegra ferla, heldur fremur sem hrörnun borgarumhverfisins. Hvernig getur fólk sem býr í borg alla sína ævi nálgast náttúruna þegar hún birtist því fyrst og fremst sem hrörnun? Hvernig getur fólk lært að sjá og skilja náttúruna í borgar- umhverfinu? Er náttúrublindan ekki óumflýj- anlegt hlutskipti þeirra sem alast upp við steypu og malbik? Vandinn er í raun tvíþætt- ur. Í fyrra lagi sá að við sjáum ekki eðli hlut- anna vegna þess að við erum blinduð af til- ganginum sem þeim er ætlað að þjóna. Í seinna lagi skortir okkur uppeldi – fagur- fræðilegt uppeldi – sem gerir okkur næm á eðli hlutanna frekar en einberan tilgang þeirra. Og það er ekki síst hér sem verk lista- manna, sem hafa beint sjónum sínum að nátt- úrunni og jafnvel unnið með sjálfa náttúruna í listsköpun sinni, og fræðileg greining á hug- tökum eins og ‘fegurð’, ‘virðing’ og ‘réttmæti’, mætast.  1 Immanuel Kant, Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, Guðmundur H. Frímannsson þýddi, Hið ís- lenzka bókmenntafélag 2003, 429 (bls. 153). Æsa er listfræðingur og Ólafur heimspekingur. Der Wanderer Finnski ljósmyndarinn Elina Brotherus sviðsetur myndir sínar í lokuðum heimi þar sem manneskjan hefur snúið baki við mannheimum og fegurðin ríkir ein. Í syrpunni Der Wanderer (alls fimm myndir) notar hún rómantíska náttúruheimspeki þýska málarans Caspar David Friedrich (1774–1840) sem forskrift að nostalgískri hugleiðingu um þrá nútímamannsins eftir týndri heild. Myndin á forsíðu Lesbókarinnar er úr sömu syrpu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.