Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005
R
íkjasamband Noregs og
Svíþjóðar má rekja allt
aftur til Napóleonsstyrj-
aldanna við upphaf 19.
aldar. Svíar, undir stjórn
konungsins Gústafs
Adolfs IV sáu á eftir aust-
urhluta ríkisins, sem nú er
Finnland, í hendur Rússa árið 1809. Þessi ósigur
kostaði Gústaf hásætið en í hans stað völdu Sví-
ar sem krónprins einn helsta herforingja
Napóleons, hinn franska Jean-Baptiste Berna-
dotte. Undir forystu hans töldu Svíar sig geta
náð aftur Finnlandi úr höndum Rússa, en þess í
stað gekk Bernadotte í bandalag við Rússa gegn
sínum fyrri herra. Danir höfðu aftur á móti, eftir
árásir Breta á Kaupmanna-
höfn gengið í lið með
Frökkum og tilheyrðu þar
með þeim sem biðu lægri hlut í styrjöldinni.
Þetta gerði það að verkum að meðan á Napóle-
onsstyrjöldunum stóð var skorið á samband
Noregs við frændríkið Danmörku og einveld-
isstjórn konungs í Kaupmannahöfn. Landinu
var því stýrt á styrjaldartímanum af landsstjórn
sem sat í Kristjaníu, undir leiðsögn Kristjáns
Friðriks, frænda Friðriks VI konungs dansk-
norska ríkisins. Kristján Friðrik erfði síðar kon-
ungstign Friðriks frænda síns í Danmörku.
Með Kielarfriðnum 1814 var dönsku krúnunni
gert að afsala sér Noregi til frambúðar. Heima-
menn í Noregi gripu þetta óvænta tækifæri feg-
ins hendi, lýstu yfir stofnun norska kon-
ungdæmisins, völdu Kristján Friðrik sem
konung. Þessi yfirlýsing Norðmanna frá 17. maí
1814, sem yfirleitt er kennd við Eiðavelli, var á
margan hátt einstök í sinni röð. Með henni fékk
Noregur þingbundna konungsstjórn, fremur út-
breiddan kosningarétt og frjálslyndustu stjórn-
arskrá sem þekktist í Evrópu um þessar mund-
ir. Þessi saga er á margan hátt ótrúleg og
sagnfræðingar eru ekki á einu máli um hvernig
á því stóð að Norðmenn sameinuðust svona
skyndilega í þjóðernissinnaðri ofsakæti á Eiða-
völlum. Lengi vel litu þeir svo á að sjálfstæðisyf-
irlýsing Norðmanna væri eðlileg pólitísk þróun
ríkis sem staðið hefði höllum fæti í ríkjasam-
bandi við Dani, ekki ósvipað og Íslendingar
hugsa oft þegar rætt er um sambandsslit þeirra
við hina fornu herraþjóð. Á síðari árum hafa
sagnfræðingar í auknum mæli dregið þessa
„náttúrulegu“ skýringu í efa. Í þessum deilum
ber ef til vill hæst greinaskrif norska prófess-
orsins Östein Ryans um heilsteypta þjóðernis-
kennd Norðmanna sem hefur verið kröftuglega
mótmælt af sænsk-norska prófessornum Har-
ald Gustafsson sem telur hæpið að hægt sé að
nota hugtök eins og „þjóð“ og „þjóðerni“ um þá
sem bjuggu innan landamæra þess sem við köll-
um Noreg í dag.
Skammvinn sæla
En sæla Norðmanna og hins nýstofnaða kon-
ungsríkis var skammvinn. Stóri bróðir Svíþjóð,
undir forystu Bernadottes, þóttist eiga harma
að hefna og leitaði landvinninga til að bæta fyrir
missinn af Finnlandi og ef til vill landssvæða
Svía á meginlandi Evrópu, í Pommern og Wism-
ar. Í byrjun nóvember var veislan úti. Með því
að leggja undir sig Noreg tryggðu Svíar sig enn-
fremur í vestri gegn hugsanlegri innrás Dana og
gátu byggt upp öfluga vörn gegn Rússum. Með
fullu samþykki ráðamanna Evrópu og í krafti
hervalds þvinguðu Svíar Norðmenn til að ganga
í helmingafélag. Mótmæli Norðmanna báru þó
nokkurn árangur. Hið nýja ríkjasamband fól í
sér að ríkin lutu bæði stjórn Svíakonungs og
höfðu sameiginlega utanríkisstefnu, en Norð-
menn héldu fullkomnu innra sjálfstæði og sinni
ástkæru stjórnarskrá. Hún átti á komandi árum
eftir að verða eitt helsta öfundarefni annarra
Evrópuþjóða og var undirrót „Skandinavism-
ans“ sem skók bæði Svíþjóð og Danmörku í leit
þessara ríkja eftir frjálslyndara stjórnarfari.
Ríkjasamband Noregs og Svíþjóðar var fram
undir lok 19. aldar í fullu samræmi við þann
hugsunarhátt sem ríkti í Evrópu um og eftir
miðbik aldarinnar. Óbreytt ástand voru kjörorð
Noreg. Í heimsókn sinni til Stokkhólms viðraði
Vilhjálmur hugmyndir um þýska innrás í Suður-
Noreg en lofaði þó ekki hernaðarstuðningi við
innrás Svía. Viðbrögðin við hernaðarbrölti kon-
ungs voru hörð, ekki aðeins í Noregi heldur
einnig í Svíþjóð. Meðal annars var leiðtogi
sósíaldemókrata handtekinn eftir mótmæli sín í
ræðu þann 1. maí og dæmdur til þriggja mánaða
fangelsis, sem síðar var breytt í 500 króna sekt.
Í Noregi samþykkti stórþingið umsvifalítið
aukin fjárlög til hers og flota, meðal annars til
kaupa á fjórum nýjum herskipum. Því næst var
fánamálið tekið upp einu sinni enn og þar með
gat konungur ekki lengur synjað ósk Norð-
sem hér eru til umræðu. Samhliða ofantöldum
breytingum fór stéttapólitík að láta á sér kræla
og varð áhrifarík, einkum og sér í lagi í Noregi.
Á meðan þjóðernisstefnan gekk í eina sæng með
norskum vinstriöflum varð hún handbendi
íhaldssamra hægriafla í Svíþjóð sem vildu það
helst að grannþjóðin Noregur yrði pískuð til
hlýðni með öllum tiltækum ráðum.
Þessir efnahagslegu og pólitísku þættir sem
eru nefndir hér að ofan tengjast báðir þeim
ásteytingarsteini sem kom af stað keðjuverk-
uninni sem lauk með fullum sambandsslitum
sumarið 1905. Deilumálið er oft nefnt konsúlata-
vandamálið og snerist um það hvort Svíþjóð og
Noregur ættu að hafa sameiginlega utanríkis-
þjónustu eða ekki. Ríkjasambandið státaði af
sameiginlegu merki, samsettu úr þjóðfánum
beggja ríkja og var það staðsett efst í hægra
horni hvors þjóðfána. Þetta opinbera tákn var
Norðmönnum mikill þyrnir í augum og var það
oft uppnefnt „síldarsalatið“. Undir þessum fána
voru svo sendiráð og konsúlöt sambandsríkisins
rekin undir dyggri stjórn utanríkisráðuneytis-
ins í Stokkhólmi. Þeir sem þurftu á þjónustu
konsúlatanna að halda, og reyndar stór hluti
starfsmanna þeirra, voru aftur á móti Norð-
menn, enda gat þjóðin nú státað af þriðja
stærsta fraktskipaflota heims um miðja 19. öld.
Konsúlatadeilan varð helsti ásteytingarsteinn
ríkjasambandsins næstu fimmtán árin og á
henni var ekki fundin lausn fyrr en samband
ríkjanna liði undir lok.
Undirbúningur að innrás í Noreg
Í sambandssáttmála konungsríkisins Noregs og
Svíþjóðar frá 1815 var skýrt kveðið á um það að
öll utanríkismál skyldu alfarið vera í höndum
Svía. Vissulega var því svo farið að flestir starfs-
menn utanríkisþjónustunnar voru af norsku
bergi brotnir, af þeirri einföldu ástæðu að um-
svif Norðmanna voru mun meiri en Svía um ger-
valla veröld. En æðsta stjórn utanríkismála fór
fram í Stokkhólmi. Það var því eins og köld
vatnsgusa í andlit konungs og sænsku ríkis-
stjórnarinnar þegar norska stórþingið tók sig til
árið 1891 og samþykkti fjárveitingu og laga-
breytingar þess efnis að hér eftir skyldu norsk
utanríkisþjónusta og utanríkismál vera norsk
innanbúðarmál og Svíum óviðkomandi. Hins
vegar neitaði Óskar II, konungur Svíþjóðar og
Noregs, að samþykkja lögin. Í norsku stjórn-
arskrána voru bundin ákvæði í ætt við 26. grein
hinnar íslensku stjórnarskrár þess tíma, um að
konungur mætti fresta gildistöku laga tvisvar
sinnum en síðan ekki söguna meir. Stórþingið
svaraði með því að samþykkja sömu lög ári síðar
en enn neitaði konungur að skrifa undir. Stjórn-
in sagði því af sér og konungur myndaði um-
svifalítið minnihlutastjórn sem beið hroðalegan
ósigur í næstu kosningum og ný vinstristjórn
komst til valda. Næsta skref norsku stjórnar-
innar var eins og köld vatnsgusa í andlit Svía. Á
fjárlögum voru laun konungs og Gústafs krón-
prins skorin niður um nær helming, stjórnar-
kreppa ríkti í landinu og Óskar konungur sneri
hið bráðasta heim til Svíþjóðar, án þess að hafa
tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Noregi.
Þegar til Stokkhólms var komið, kallaði kon-
ungur saman leyndarráð ríkisþingsins í fyrsta
sinn síðan á dögum Krímstríðsins 1856. Dyggi-
lega studdur af félaga sínum, Vilhjálmi Þýska-
landskeisara, hóf Óskar undirbúning að innrás í
dagsins og því er heldur engum vafa undirorpið
að Svíar og Norðmenn áttu miklu meira sameig-
inlegt, en til að mynda íbúar þess svæðis sem í
dag er kallað Frakkland. En hér má heldur ekki
gleyma að 19. öldin var mikið mótunarskeið fyr-
ir ríkisvald í Evrópu. Iðnbyltingin breiddist út
um álfuna eins og eldur í sinu og valddreifing
varð helsta ógnun þeirrar stefnu sem valdhafar
Evrópu höfðu mótað á Vínarfundinum 1815. Til
viðbótar lágu hugmyndir um stéttaskiptingu og
kynhlutverk á teikniborðinu, auk þess sem kon-
ungsvald og hugmyndir í ætt við einveldi áttu sí-
fellt erfiðara uppdráttar.
En þrátt fyrir að innbyrðis stjórnarhættir
væru verulega ólíkir dafnaði sambandsríki Nor-
egs og Svíþjóðar lengst af án stórra vandkvæða.
Í Noregi var þingbundin konungsstjórn og
kosningaréttur karlmanna varð almennur 1890.
Í Svíþjóð var lýðræðisþróunin mun skemmra á
veg komin; ríkisþingið var stéttskipt og þar áttu
fulltrúa aðall, klerkar, bændur og borgarar,
hver hópur með eitt atkvæði. Tveggja deilda
ríkisþingi var vissulega komið á fót á áttunda
áratugnum en almennur kosningaréttur karla
var ekki viðurkenndur fyrr en árið 1907. Í
Stokkhólmi sátu konungur og ríkisstjórn, sem
var eingöngu skipuð sænskum fulltrúum, en
hafði til áheyrnarfulltrúa norsku þjóðarinnar
sem bar titil forsætisráðherra. Í Noregi sat aft-
ur á móti lengst af sænskur ríkisstjóri, sem var
Norðmönnum, og ekki síst norsku ríkisstjórn-
inni þyrnir í augum. Ríkisstjórarembættið var
vissulega miklu eldra en sambandsríki Noregs
og Svíþjóðar en í því kristallaðist að mati
margra Norðmanna staða Noregs innan ríkja-
sambandsins, sem hinn lægra setti aðili, sem
hjálenda, ef notast á við séríslenska skilgrein-
ingu á stöðu einstakra þjóða innan ríkjasam-
bands. Fór svo að eftir miðbik aldarinnar var
embættið óskipað og í upphafi níunda áratug-
arins var það lagt niður. Um svipað leyti hófst
þingræði til vegs og virðingar í Noregi og þaðan
í frá var landinu stýrt af ríkisráði, eða ríkis-
stjórn, undir forystu forsætisráðherra. Þrátt
fyrir að skipunarvald ríkisstjórnar væri enn í
höndum Svíakonungs varð ríkisstjórnin að njóta
stuðnings meirihluta á stórþinginu sem tak-
markaði mjög útnefningarmöguleika konungs.
Sambúðin fer kólnandi
Þegar líða tók að lokum 19. aldar fór heldur að
draga til tíðinda í sambandi Noregs og Svíþjóð-
ar og sambúð landanna fór kólnandi. Fyrir
þessu má finna tvennar orsakir. Annars vegar
var þjóðernisstefnan á mikilli uppleið í Evrópu
og hugmyndir um sjálfstjórn þjóða áttu upp á
pallborðið. Hins vegar hafði atvinnulíf innan
Noregs og Svíþjóðar þróast mjög í tvær áttir
með aukinni iðnvæðingu Evrópu. Á meðan
sænskt samfélag þróaðist í átt til aukinnar iðn-
væðingar, málmiðnaður blómstraði, vefnaðar-
iðnaði óx ásmegin og pappírs- og trjávinnslu óx
fiskur um hrygg lá beinast við að Norðmenn
nýttu sér kunnáttu sína til siglinga og verslunar.
Í lok 19. aldar var norski kaupskipaflotinn orð-
inn sá þriðji stærsti í Evrópu, fiskveiðar
blómstruðu og utanríkisviðskipti sænsk-norska
ríkisins voru meira eða minna rekin frá hinum
norska hluta ríkisins. Samtímis tóku sænsk
stjórnvöld að aðhyllast haftastefnu í efnahags-
málum og sögðu meðal annars upp, árið 1895,
samningum þeim sem í raun höfðu gert sam-
bandsríkið að einu fríverslunarsambandi. Þar
með var fótunum í raun kippt undan öllum efna-
hagslegum rökum fyrir því að halda ríkjasam-
bandinu gangandi. En þessi ákvörðun sænskra
stjórnvalda hafði mun meiri áhrif en bara á
efnahagssviðinu. Fram til þessa hafði til að
mynda norski stjórnmálaflokkurinn „Venstre“,
ekki haft sambandsslit á stefnuskrá sinni. Þing-
ræði, almennur kosningaréttur og endurvakn-
ing norskrar menningar (sem skyldi hreinþvo af
dönskum áhrifum) voru helstu baráttumál
flokksins sem og jafnrétti Svíþjóðar og Noregs
innan sambandsríkisins.
Hér má ekki gleyma að þessi umbylting at-
vinnulífsins sem átti sér stað í kjölfar iðnbylt-
ingarinnar gerbreytti stjórnmálum þeirra landa
Sambandsslit Noregs
Í ár eru liðin 100 ár frá sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar. Þann 7. júní 1905 var norska stór-
þingið kallað saman til neyðarfundar í Kristjaníu, eins og Osló kallaðist þá. Forsætisráðherra
Noregs, Christian Michelsen, sagði af sér fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, með fullu samþykki
þingsins sem sendi frá sér eftirfarandi orðsendingu: „Þar sem ríkisstjórnin hefur sagt af sér og
hans hátign konungurinn hefur lýst því yfir að hann geti ekki myndað ríkisstjórn … er því
hérmeð lýst yfir að ríkjasamband vort við Svíþjóð er leyst upp, vegna þess að konungurinn hefur
verið leystur frá stöðu sinni sem konungur Noregs“. Þar með batt Noregur enda á ríkjasamband
sitt og Svíþjóðar, „með einni aukasetningu“ eins og þessum atburði hefur stundum verið lýst. At-
burðarásinni var þar með ekki lokið. Allt sumarið 1905 og langt fram eftir hausti voru samskipti
þessara tveggja frændríkja á suðupunkti, herir beggja vígvæddust og stóðu um tíma gráir fyrir
járnum með hundrað metra millibili á landamærum ríkjanna, samtímis sem þýski flotinn viðraði
sig í Eystrasaltinu og Bretar pússuðu rykið af flotakortum yfir Noregshaf. En sem betur fer kom
ekki til átaka, ekki síst vegna þrýstings stórveldanna og ýmissa hagsmunahópa bæði í Noregi og í
Svíþjóð, þar sem verkalýðsstéttinni var um þessar mundir að vaxa fiskur um hrygg.
Eftir Einar Hreinsson
greebo@simnet.is
Óskar II Konungur Svía og Norðmanna frá 1871 hafði mikið dálæti á Noregi, talaði góð norsku en
hafði skömm á frelsishugmyndum þeirra. Á þessari norsku skopteikningu sést hann skrifa bréf árið
1905, röntgengeislar afhjúpa innri mann konungs, með því að sýna „tre kronor“, skjaldarmerki Svía.
Myndin á veggnum sýnir hvernig Norðmenn litu á „hjálparhönd“ Svía og hvað í kveðju þeirra fólst.
Ný
Ca
fék
va
Norsk skopmynd Myndin sem er úr tímaritinu Puck sý
kljúfa sambandsríkið á meðan Svíar reyna af öllum m