Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Síða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 3 nota þessa skýringu um allt sem ég geri.“ Hann hlær og þykir það fulleinföld túlkun. „Ég hef aldrei lýst litum fyrir foreldrum mínum eftir ein- hverju litakerfi; ég segi ekki að sólarlagið sé 3060-gulur og 20- rauður! Ég sagði kannski við mömmu að hún væri í ljósblárri blússu og pabba að hann væri í steingráum jakka. En listasagan er einn stór misskilningur – eitthvað mikið hef- ur farið úrskeiðis...“ Í stóra salnum í safninu sýnir Birgir 54 verk á striga, 60 x 60 sm hvert, en röðina kallar hann Nokkrar nítíu mínútur í Svart- hvítu, eða Svarthvíta klassík í íslenskum litum. Á þeim eru nöfn klassískra kvikmynda og síðan númer litanna sem hann notar. Þá er með hverju verki kassi til að leggja það í. „Hver mynd er til í mismunandi litaafbrigðum, þrjú til sex af hverri, og í hverjum kassa eru upplýsingar um þá mynd sem þú ert með og hinar útgáfurnar. Þetta er eins og vottorð,“ útskýrir Birgir. „Ef þú ert raunverulegur safnari þarftu ekki alltaf að vera með hlutina þína uppá vegg. Þessi gamla afsökun, að þú eigir ekkert veggplás, hefur ekkert með söfnun að gera. Nú geturðu annaðhvort haft verkið á veggnum, eða tekið það úr kassanum, horft á það í ákveðinn tíma, eins og kvikmynd, og sett það aftur niður.“ Í hinn salinn hefur Birgir unnið fjögur veggverk, Árið í ís- lenskum litum. Nefnast þau Vetrarmorgunn, Vordagur, Sum- arkvöld og Haustnótt. Áður en komið er inn á sýninguna sýnir Birgir einnig bóka- kápur sem hann kallar „Fundnar sögur“, en bækurnar voru gefnar út í Þýskalandi og voru útleggingar á íslenska sagnaarf- inum. „Þetta er frá þeim tíma þegar Þjóðverjar elskuðu okkur og mýtólógíuna okkar,“ segir Birgir og sýnir myndir af bókakáp- unum: hetjulegar kempur og gotneskir stafir kynna til leiks Gretti sterka, Helga fagra, Leif Leifsson, Ingólf Örnsson og fleiri. Sumir verða strand Í sýningarskránni veltir safnstjórinn hugleiðingum Birgis um íslensku litina fyrir sér, og því hvernig hann leikur með klisjur í umhverfinu. Hún tekur sem dæmi hvernig íslenskt umhverfi og árstíðir endurspeglast í ljósmyndum á útsíðum Morgunblaðsins og í skránni eru birtar nokkrar myndir úr safni blaðsins; af lóu á fallegum morgni, stúlkum í sundi á björtum sumardegi og haustlitum á Þingvöllum. Birgir segir ekki alla átta sig á íróníunni í verkum sínum. „Sumir fylgja mér en aðrir verða strand. Mér þykir oft vænna um liðið sem strandar, það eru meiri möguleikar á að ræða hlutina við það,“ segir hann. En nú er Birgir að vinna að nýjum verkum, málar hávaðann í orðabókum og bætir við myndum í ljósmyndaröð sem hann sýnir í galleríinu Sleeper í Edinborg. Þar sjást hús á Íslandi sem hafa verið skírð eftir erlendum borgum, álfum eða löndum. Á nýjustu ljósmyndunum eru húsin Liverpool og England. Þessi sýning opnar í byrjun ágúst. Í Sleeper hafa jöfnum hönd- um sýnt íslenskir samtímalistamenn á borð við Helga Þorgils Friðjónsson, Rögnu Róbertsdóttur og Kristján Guðmundsson, og erlendir eins og Douglas Gordon og Ulrich Ruckiem. Kvikmyndir í íslenskum litum Birgir Andrésson sýnir nú í listasafninu í Mönchengladbach og hefur lagt undir sig stærsta sal safnsins, auk annars minni, en Karin Sander, sem er kunn sem myndlistarmaður í Þýska- landi, hafði milligöngu um sýninguna. Verkin sem Birgir sýn- ir í safninu kennir hann við Árið í íslenskum litum og Níutíu mínútur í svarthvítu, en vinnan við þau hefur staðið í tvö ár. Hann er þó á leið með aðra sýningu til Skotlands, svo það er skammt stórra högga á milli hjá honum. U m þessar mundir stendur yfir í listasafninu í Mönchengladbach í Þýskalandi sýning á nýj- um verkum eftir Birgi Andrésson myndlist- armann. Er þetta sumarsýning safnsins sem lýkur í lok júlí. Birgir sýnir þar veggverk sem hann kallar Árið í íslenskum litum, og 54 mál- verk úr röðinni Níutíu mínútur í svarthvítu. Borgin Mönchengladbach kann í hugum Íslendinga að tengj- ast samnefndu knattspyrnuliði, en þar er líka rómað samtíma- listasafn sem opnaði árið 1982 og var teiknað af þekktum arki- tekt, Hans Hollein. Safneignin samanstendur af verkum þýskra samtímalistamanna, svo sem Beuys, Polke og Kippen- berger, en einnig eru í eigu þess sterk verk eftir listamenn á borð við Dieter Roth, Marcel Broodthaers og Gordon Matta- Clark. Á hverjum tíma eru einnig uppi sýningar á verkum einstakra listamanna. „Sá ágæti myndlistarmaður, Karin Sander, sem hefur komið nokkrum sinnum við hér á landi, sá verk eftir mig á sýningu og hringdi í mig. Þetta var fyrir þremur árum,“ segir Birgir og leggur frá sér pensilinn á vinnustofunni við Vesturgötu; hann er að vinna nýja myndaser- íu sem hann byggir á suði í orðabókum. „Hún vildi koma þessum verkum á framfæri í Þýskalandi og talaði í framhaldinu við safnstjórann í Mönchengladbach. Þann- ig hófst þetta ævintýri. Ég var tvö ár að vinna að þessu og end- aði með því að ég sýndi í stærsta sal safnsins og öðrum minni, en í sölunum í kring er þessi fína safneign með ótrúlegum grip- um.“ Sólarlag í litakerfi Í umfjöllun um Birgi og verkin, þar sem hann heldur áfram að vinna úr þemanu Íslenskir litir, hefur nokkuð verið gert úr þeirri staðreynd að hann ólst upp hjá blindum foreldrum. Hann hristir höfuðið. „Það er alltaf verið að rifja það upp. Sum verkanna sem ég hef gert tengjast þessari blindu í kringum mig í uppvextinum, og vissulega hef ég oft verið að lýsa hlutum á konkret hátt, eins og í portrettum af mönnum og hestum, en það er ekki hægt að Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Svarthvít klassík í íslenskum litum Verk úr myndröðinni sem Birgir sýnir í Mönchengladbach. Morgunblaðið/Einar Falur Birgir Andrésson „Listasagan er einn stór misskilningur.“ Í Landnámu segir frá því að hafið var sakamál á hendur Erni í Vælugerði í Flóa til þess að reyna að flæma hann úr hjeraði. En hann varð svo sekur, að hann skyldi falla óheilagur fyrir andstæðingum sínum „hvarvetna nema í Vælugerði eða í örskotshelgi við landareign sína“. Örskotshelgi hefir þá verið innan þess svæðis, er menn gátu skotið lengst af handboga, en ekki neitt ákveðið mál. Það sjest á því sem á eftir kemur: „Svo fengu þeir færi á Erni að hann rak naut úr landi sínu; þá vágu þeir Örn, og hugðu menn að hann mundi óheil- agur fallið hafa. Þorleifur gneisti, bróðir Arnar, keypti að Þormóði Þjóstarsyni að hann helgaði Örn; Þormóður var þá kominn út á Eyrum; hann skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í orskothelgi hans“. Nú „er enginn einna hvatastur“ og mátti því ekki vita nema að ný met víkkuðu örskotshelgina enn. Þá mun hafa verið ákveðið hvað örskotshelgi næði langt, og get- ur Páll Pálsson þess í athugasemd á handriti nokkru í Landsbókasafni að löggild örskotshelgi hafi verið „1200 faðmar tolfræðir“. Einkennilegt er það, að landhelgi hefur skapast á sama hátt og örskotshelgi. Hún var upphaflega miðuð við það hvað fallbyssur þeirra tíma gæti dregið langt, það er að segja hve vítt út fyrir landsteina menn gæti varið með fallbyssum í landi. Og þar sem fallbyssur reyndust ekki langdrægari þá en þrjár sjómílur, þá varð landhelgin talin ná þrjár sjómílur frá landi. Land- helgin var með öðrum orðum kúluskotshelgi. Ef menn hefðu verið sjálfum sjer samkvæmir, átti landhelgin jafnan að færast úr eftir því sem fallbyssur urðu langdrægari, alveg eins og Þormóður Þjóstarsson færði út örskotshelgina með hinu fræga bogskoti sínu. Væri landhelgin þá orðin svo víð nú, að enginn þyrfti að kvarta. Þá ætti Ísland tvímælalaust alt landgrunnið. Á þessari öld virðist það harla heimskulegt og út í hött, að miða landhelgi við það hvað elstu fallbyssur voru langdrægar. En svo er þó gert. Og þeir, sem mestu ráða um þessi mál, halda því fram að það sje hefðbundið, hvað sem rjettarmeðvitund manna segir. Lesbók Morgunblaðsins 20. ágúst 1950 Örskotshelgi – Landhelgi 80 ára 1925 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.