Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 Á gúst Gíslason (1897-1985) var sjómaður á Siglufirði. Hann reri til fiskjar á morgnana, en predikaði síðdegis á torginu í bænum og dreifði litlum mið- um með guðsorði. Ég sá hann hvorki né heyrði um dagana, og hafði satt að segja lítið af honum frétt þar til fyrir tveimur eða þremur árum. Þá sagði Aðalheiður Ey- steinsdóttir – Alla – mér frá honum og kynn- um sínum af honum þegar hún var barn. Ég kannaðist þó, eins og fleiri, við brag Gylfa Æg- issonar söngvasmiðs um Gústa guðsmann. Frásögn Öllu kveikti hjá mér for- vitni um Ágúst og eins um aðra íslenska heimatrúboða úr hópi leikmanna. Hrópendur á torgum.1 Nú hagar svo til að skrifstofur margra okk- ar heimspekinga í Háskóla Íslands eru á sama gangi í aðalbyggingu Háskólans og skrifstofur kennara guðfræðideildar. Þar með voru heimatökin hæg hjá mér að svala einhverju af forvitninni sem Alla vakti. Síðasta árið hafa grannar mínir á ganginum frætt mig þó nokk- uð um heimatrúboðsþáttinn í íslensku trúar- lífi.2 Þeir hafa sagt mér meðal annars að séra Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hafi í smíðum rit um Ágúst Gíslason. Séra Sig- urður er bróðir Gylfa Ægissonar. Við megum ætla að hann muni gera því skil í riti sínu sem ég held að hljóti að vera eftirtektarverðast um Ágúst. Það eru gjafir hans, af naumum efnum, til kristniboðs og góðverka um víða veröld. Guðfræðingarnir vinir mínir hafa ekki bara sagt mér frá fræðastörfum séra Sigurðar og fleira fólks, heldur líka lánað mér ýmis gögn um heimatrúboð á Íslandi. Þar munaði mest um langa og fróðlega námsritgerð frá 2003 eft- ir Sigríði Hrönn Sigurðardóttur. Ritgerðin heitir „Þeir hrópuðu til þjóðar sinnar“. En enginn skyldi halda að ég ætli að skrifa fræði- lega ritgerð um þetta efni núna. Til þess veit ég ekki nærri nóg. Ég ætla heldur að láta hug- ann reika, og minnast fólks sem ég kannaðist við eða frétti af í fyrri tíð, í minningu manns sem ég hvorki heyrði né sá.3 Svo vill til að Sigríður Hrönn er, fyrir utan lærdóm sinn í guðfræði, dóttir eins af þeim hrópendum á torgum í Reykjavík sem ég man eftir úr æsku minni. Því trúboðar settu vissu- lega svip á Reykjavík í uppvexti mínum ekki síður en Ágúst Gíslason setti svip á Siglufjörð í uppvexti Öllu. Í þeim hópi bar mest á þeirri persónu á Lækjartorgi sem Reykvíkingar nefndu aldrei annað en „karlinn á kassanum“. Svo var Hjálpræðisherinn að sjálfsögðu betri en enginn. Herinn var líka til á Siglufirði, á Seyðisfirði og víðar um land. Halldór Kiljan Laxness reisti Hjálpræðishernum á Ísafirði minn- isvarða í Sölku Völku, fyrra bindinu sem heitir Þú vínviður hreini og er það upphafið á einum hjálpræðissöngnum úr hernum. Þá segir hann meðal annars frá kadett Þórdísi Sigurkarls- dóttur og mælsku hennar. Á Óseyri við Axl- arfjörð var Þórdís uppnefnd Todda trunta. Halldór lýsir öðrum trúboða með miklum til- þrifum í Paradísarheimt, hinum ofsótta Þjóð- reki mormónabiskupi sem var barinn og bund- inn á Þingvöllum. Þjóðrekur er minni um Þórð Diðriksson á ofanverðri 19du öld. Ég minnist ekki annarra trúboða úr íslenskum skáldsög- um en þeirra Þjóðreks og Toddu. Karlarnir á kassanum Karlinn á kassanum var ekki einn maður held- ur fjórir. Ef þeir voru að á sama árabili boðuðu þeir trúna á Lækjartorgi á ólíkum tímum dags í mesta bróðerni. Þeir notuðu allir sama kass- ann. Þetta var grænmálaður trékassi utan af sólskinssápu. Á æskudögum mínum og ung- lingsárum messuðu oft af kassanum, stundum með söng og hljóðfæraslætti, tveir bræður af Grímsstaðaholti, Bjarni og Þórður Jóhann- essynir, nábúar mínir úr næstu götu að heita má. Ég þekkti þá. Þeir áttu stóran amerískan kassabíl með guðsorði á spjöldum í gluggunum og hátalara uppi á þaki. Það var flottasti bíll á Holtinu. Þeir predikuðu úr bílnum víða um bæinn ef þeir voru ekki á Torginu. Sigríður Hrönn hefur eftir Guðveigu dóttur Bjarna að á samkomu á mótum Kárastígs og Frakkastígs í Skólavörðuholti hafi unglings- piltur hlustað á þá bræður af athygli, og spurt á eftir: „Hvenær verður næst?“ Þessi viðbrögð piltsins urðu bræðrunum óþrotlegt fagnaðar- efni þá og lengi síðan. Þeir þreyttust aldrei á að tala um þennan eina pilt.4 Af því má trúlega ráða að þeir voru vanastir daufum eyrum. Á öðrum tímum dags en messutíma bræðr- anna á Lækjartorgi var það oft vinur þeirra Sigurður Jónsson frá Bjarnastöðum sem pre- dikaði af kassanum. Annars átti hann og rak bílaleigu. Hann var faðir Sigríðar Hrannar. En upphaflegur eigandi sápukassans græna, og notandi hans einn síns liðs á Torginu í ára- tug eða lengur frá 1930, hét Sigurður Svein- björnsson (1875-1967).5 Hann var fyrsti karl- inn á kassanum. Sigurður hafði verið í Kanada í átján ár (1906-1924) og tekið þar trú sína. Heimkominn útbreiddi hann fagnaðarerindið. Vinur minn Kristján Karlsson skáld minnist hans messandi um eld og brennistein undir beru lofti á Húsavík nokkru fyrir stríð. Heima- fólk þar átti sér engan svona predikara. Trúboð Ágústs Gíslasonar á Ráðhústorginu á Siglufirði mun hafa staðið frá 1948, þegar hann var rúmlega fimmtugur og nýfrelsaður á Akureyri þar sem hann fékk vitrun, og fram á elliár hans, í vel yfir þrjátíu ár. Trúboðið af kassanum á Lækjartorgi stóð óslitið í fjörutíu ár, frá 1930 til 1970 segir Sigríður Hrönn. Trúboðið á Torginu var ekki að öllu leyti ný- mæli þegar Sigurður Sveinbjörnsson hóf þar upp raustina í fyrsta sinn. Þjóðskáldið Bene- dikt Gröndal Sveinbjarnarson samdi bók þar sem hann lýsir Reykjavík um aldamótin 1900. Þar segir meðal annars um götulíf í bænum: „… stundum sést mannþyrping sem er að hlusta á einhvern guðsmann eða syndapredik- ara, sem þrumar um sitt eigið fyllirí og hvern- ig máttugir andar hafi snúið honum frá villu hans vegar og keyrt hann af afli inn í heil- agleikann, og svo heimtar hann með hótunum um helvíti og kvalirnar, að allir verði heilagir. – Þá kemur Hjálpræðisherinn með fíólín og söng og gengur hátíðlega fullur af guðrækni með frelsuðum sálum, en fjöldi ungmenna og smátelpna fylgir á eftir í eftirvæntingu eilífs lífs og frelsisins.“ Einhverjum þykir kannski fróðlegt nú á tímum að Gröndal heldur hér áfram á þessa leið um annað efni: „Á sumrin koma og ýmsir útlendingar, og hefur „Ferðamannafélagið“ ætlað að draga þá hingað, til þess að eyða peningum hér, en það hefur ekki tekizt sem bezt, enda er þetta félag í rauninni eins konar betlifélag, eins og öll slík félög í útlöndum (en þaðan er þetta apaspil komið eins og fleira).“6 Sigurður Sigvaldason Á æskuárum mínum í Reykjavík var hún allt annar bær en hún er nú, og að sumu leyti líkari Reykjavík Benedikts Gröndal hálfri öld áður en Reykjavík okkar daga. Hún skiptist í Vest- urbæ og Austurbæ með hæfilegum ríg þar á milli. Stríðsárahverfi eins og Hlíðarnar og Melarnir töldust ekki með. Þau voru utan Hringbrautar sem þýddi fyrir utan bæinn. En allir, jafnvel fólk af Melunum og úr Hlíðunum, áttu einn miðbæ sameiginlegan sem var iðandi af lífi frá morgni til kvölds. Hjarta þessa mið- bæjar var Lækjartorg, þar sem strætisvagn- arnir höfðu miðstöð sína, og helsta slagæðin var Austurstræti sem Tómas Guðmundsson hafði rómað í frægum kvæðaflokki. Þetta Austurstræti – Austurstrætið hans Tómasar eins og Helgi Hálfdanarson hefur kallað það í mín eyru – er löngu dautt þótt það liggi svo sem enn á sama stað, og rumski að næturlagi um helgar. Fyrir fáum árum setti ég saman kvæði – tregaslag – um Austurstræti og Lækjartorg æsku minnar.7 Af því að karlinn á kassanum fer með mikilsvert hlutverk í kvæðinu fær það að fljóta með hér. Sigurður Sigvaldason hét sá sem kemur þarna við sögu þótt hann sé ekki nafngreindur. Í kvæðinu hef ég hann á kass- anum, og skeyti ekki um að hann mu n aldrei á ævinni hafa stigið í þann stól. Svona lagað heitir skáldaleyfi. Ég man hann afgamlan mann, stóran og gildan, sitjandi í útitröpp- unum á raftækjaverzlun Júlíusar Björnssonar í Austurstræti. Þar dreifði hann bæklingum, seldi biflíur og annað guðsorð og talaði við vegfarendur. Sigurður var fæddur á Vopna- firði 15da júní 1860. Hann var árum saman í Ameríku eins og Sigurður Sveinbjörnsson. Hann gaf út að minnsta kosti tvö kver, um endi alþjóðanna og þúsund ára ríkið, og litla sálmabók með nótum. Suma sálmana hafði hann þýtt úr ensku. Aðra orti hann sjálfur. Mér er sagt að einu sinni hafi Sigurður farið um Húnavatnssýslur og komið í Bólstaðarhlíð í Svartárdal. Klemenz Guðmundsson bóndi þar var sérsinna í trúmálum því að hann var kvekari, að ég hygg hinn eini á landinu. Sig- urður þáði mat og gistingu í Bólstaðarhlíð, og undir borðum þrættu þeir Klemenz um trú og guðfræði af miklu kappi og veitti hvorugum betur. Þegar fólkið á bænum er gengið til náða, og gesturinn með því í baðstofunni, heyrir það að Sigurður fer með bænir sínar hátt og snjallt. Hann þakkar Drottni fyrir enn einn dýrlegan dag, og fyrir að hafa leitt sig á þetta höfuðból þar sem sér hafi verið veittur beini af góðu fólki, og biður nú Guð að blessa hvern einstakan: vinnumenn og vinnukonur, börnin og húsfreyjuna og síðast en ekki sízt Klemenz bónda. Nú snarþagnar Sigurður. Svo rýfur hann þögnina: „Hvað segirðu, Drottinn minn? Þekkirðu ekki hann Klemenz í Bólstað- arhlíð?“ Fleira fólk Kannski þarf að segja deili á sumum öðrum en Sigurði Sigvaldasyni sem eru nefndir í kvæð- inu. Til dæmis Haraldi Árnasyni kaupmanni. Hann rak Haraldarbúð í Austurstræti, fata- verslun fyrir dömur og herra. Bernhöft átti bakarí við Bankastræti þar sem nú heitir Bernhöftstorfa. Bernhöftsbakarí er enn til við Bergstaðastræti og mun vera elsta bakarí landsins. Svo er það Oddur á Skaganum Sig- urgeirsson. Með sítt skegg. Hann hét líka Oddur sterki. Hann var sægarpur ofan af Skaga og gaf síðar út blað sem hét Harðjaxl. Hann gekk stundum í fornmannabúningi frá Alþingishátíðarárinu. Íslandi allt. Um Odd kvað Örn Arnarson Rímur af Oddi sterka. Mér lærðist sem barni að alltaf þegar fullorðið fólk hitti Odd á Skaganum ætti það að slá honum gullhamra fyrir garpskap og stjórnvisku. Það gerði pabbi ævinlega. Þá þurfti Oddur að bregða upp stórri heyrnartrekt, fagurlega skorinni, því honum þótti lof gott. Og ekki Karlinn á kassanum og fleira Hér er fjallað um trúboð Gústa guðsmanns á Siglufirði og fjögurra karla í Reykjavík sem deildu grænmáluðum kassa við trúboð á Lækjartorgi. Allir settu þessir menn svip á daglegt líf í sínu samfélagi og voru þeim eft- irminnilegir er sáu þá og heyrðu. Morgunblaðið/Kristján Gústi Guðsmaðurinn í vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur heima í Freyjulundi, en í dag kl. 14. opnar Aðalheiður skúlptúrsýningu í Bátahúsinu við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Sýningin er framhald af sýningu sem Aðalheiður setti upp á Seyðisfirði sumarið 2004, þar sem dregin var upp mynd af mannlífi á Siglufirði á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Eftir Þorstein Gylfason thorgylf@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.