Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 11
„prinsinum á hvíta hestinum“, sem er álitið vera
eitt háleitasta markmiðið í Öskubusku og Mjall-
hvíti (sbr. Lurie 2004:33–4, 43).
Að sama skapi má segja að það ríki hálfgert
mæðraveldi í landinu Oz samanborið við ætt-
feðrastjórnina sem ríkir í ævintýrum Perraults
og Grimms-bræðra. Sést það meðal annars af því
að Galdrakarlinn ógurlegi reynist vera máttvana
svindlari þegar á hólminn er komið, á meðan
voldugar nornir, tvær góðar í norðri og suðri og
tvær vondar í austri og vestri, ríkja yfir þeim
fjórum svæðum sem landinu er gróflega skipt
niður í. Baum gekk skrefinu lengra í framhalds-
bókunum þar sem prinsessan Ozma, réttmætur
þjóðhöfðingi Oz sem Galdrakarlinn hafði látið
ræna í æsku, snýr aftur til valda og tekur sæti
hans eftir að hann flýr á brott. Ozma ríkir með
kærleika yfir þegnum sínum og tryggir þeim
réttlát lífsgæði, gagnstætt Galdrakarlinum sem
hafði einungis áhuga á að viðhalda eigin yfirráð-
um. Telur Lurie að allt saman endurspegli þetta
hugmyndir Matildu Gage sem áleit heiminn vera
betur settan ef konur væru í öllum helstu valda-
stöðum. Gage trúði enn fremur að slíkt mæðra-
veldi hefði verið við lýði í árdaga mannkynsins
en karlar smám saman náð völdum (sbr. Lurie
2004:25, 29–31, 33–4, 39).
Í Galdrakarlinum og framhalsbókum hennar
kemur þessi hugmynd líka fram í tengslum við
karlpersónurnar. Eins og í tilfelli Galdrakarlsins,
sem fær reyndar seinna að snúa aftur til Oz þótt
hann sé ekki endurreistur til valda, þá eru karl-
kyns stjórnendur af einhverjum ástæðum yf-
irleitt illa innrættir og/eða veiklundaðir. Karl-
arnir eru þó almennt góðir en samt langt frá því
að líkjast hetjulegum körlum Perraults og
Grimms-bræðra. Þeir eru yfirleitt sýndir í skop-
legu ljósi, svo sem Huglausa ljónið sem er algjör
skræfa þrátt fyrir að vera stórt og stæðilegt, og
enginn þeirra kemst nálægt því að vera jafn
kjarkaður eða úrræðagóður og Dorothy eða sam-
bærilegar kvenpersónur, sem reiða sig oftar en
ekki á eigin útsjónarsemi en annarra (sbr. Lurie
2004:29, 31–4). Ferðafélagar Dorothy aðstoða
hana til dæmis við að komast að kastala Vondu
nornarinnar í vestri, en þegar þangað er komið
verður hún að mæta norninni ein og óstudd. Það
er síðan Dorothy sem ræður niðurlögum norn-
arinnar með því að skvetta vatni á hana en það
hefur þau áhrif að hún bráðnar niður.
Persóna vondu nornarinnar í vestri og endalok
hennar hafa síðan orðið tilefni til frekari um-
ræðna um stöðu kvenna í bókinni og þykir sum-
um fræðimönnum sú málsmeðferð, sem hún fær,
sýna að sagan um Galdrakarlinn sé engan veginn
laus við það að vera gamaldags á ákveðnum svið-
um þótt hún sé vissulega framsækin á öðrum.
Einsleitum útlitsstöðlum haldið á lofti
Miðað við hversu vel jafnréttis kynjanna virðist
gætt í Galdrakarlinum, kemur verulega á óvart
hversu fastur Baum er í útlitslegum staðal-
ímyndum, svipuðum þeim og er yfirleitt að finna
hjá Charles Perrault og Grimms-bræðrum. Þetta
er sérstakt þar sem höfundar bandarískra æv-
intýra gerðu yfirleitt minna úr slíkum klisjum
(sbr. Lurie 2004:133). Sakleysislegt útlit Dorothy
hæfir til dæmis góðu innræti hennar, líkt og í til-
vikum Öskubusku og Mjallhvítar og norninni
Glindu er að sama skapi lýst sem góðri og fal-
legri ungri konu. Sú hugmynd að jöfnumerki sé á
milli fegurðar og góðleika, sem er ríkjandi bæði
ævintýrum Perraults og Grimms-bræðra, er því
enn í gildi í bók Baums.
Það sannast kannski best í tilfelli Vondu norn-
arinnar í vestri sem er bæði skapstirð og ófríð,
að minnsta kosti ef miðað er við myndskreyt-
ingar upprunalegu útgáfunnar sem teiknarinn
William Wallace Denslow (1856–1915) vann í
nánu samstarfi við Baum. Í sjálfu sér kemur lítið
fram um útlit nornarinnar í textanum sjálfum, en
á myndunum minnir hún á nornir evrópsku æv-
intýranna sem þekkjast nær undantekning-
arlaust á ófrýnilegri ásýnd, þótt þær villi stund-
um á sér heimildir með því að dulbúast sem
fallegar stúlkur eða góðlegar gamlar konur (sbr.
Warner 1995:221).
Hversu illa innrætt Vonda nornin er í raun er
síðan allt annað mál, að minnsta kosti þegar öllu
er á botninn hvolft. Ekki hvað síst þar sem Dor-
othy og ferðafélagar hennar hafa bara orð ann-
arra fyrir því í sögunni. Galdrakarlinn segir hana
til dæmis vera afskaplega illkvittna: „Og
gleymdu því ekki, að nornin er vond – hræðilega
vond – og á skilið að vera drepin.“ (Baum sbr.
Þorsteinn Thorarensen 1985:60). Ekki er þó full-
komlega hægt að treysta orðum Galdrakarlsins
vegna þess að hann reynist yfirleitt ósannsögull.
Nornin gerir vissulega margt í sögunni sem
teljast má siðferðislega rangt. Sem dæmi má
nefna að hún fer illa með íbúa Vinkalands þar
sem hún ríkir: „Þeir höfðu fengið meira en nóg
af margra ára þrælkun og miskunnarleysi Vondu
nornarinnar“ (Baum sbr. Þorsteinn Thorarensen
1985:74). Eins reynir hún nokkrum sinnum að
drepa Dorothy og ferðafélaga hennar – skilj-
anlega þar sem hún telur, réttilega, að þar sé á
ferð sveit launmorðingja sem hafi verið send sér
til höfuðs – og seinna stelur hún öðrum skónum
af stúlkunni. Því má með sanni segja að Vonda
nornin í vestri sé siðblindur einræðisherra með
hliðsjón af þeirri mynd sem Baum dregur upp af
henni. Á heildina litið virðist samt sem áður fátt
réttlæta dauðarefsinguna sem liggur við glæpum
hennar og mætti velta því fyrir sér hvort hún sé
eitthvað verri en Galdrakarlinn ógurlegi sem
lýgur og svíkur til að halda yfirráðum sínum í
Oz.
Á sama hátt fellur sérkennileg framkoma
Henrys frænda við Dorothy í skuggann af
vonsku Em frænku, en sú ólíka málsferð sem
hjónin fá í sögunni minnir á ævintýri Grimms-
bræðra þar sem hlutur feðra var mildaður eftir
því sem útgáfum fjölgaði en stjúpur gerðar
ábyrgar fyrir því sem fer úrskeiðis (sbr. Dagný
Kristjánsdóttir 2001:6). Út úr afstöðu Baums má
því ef til vill lesa ómeðvitaða karlrembu þótt
hann hafi verið yfirlýstur jafnréttissinni. Vert er
að muna að það var Perrault að vísu líka og ekki
þykir femínistum hann hafa dregið upp fallega
mynd af konum í Öskubusku og öðrum ævintýr-
um.
Fleira gott en slæmt
Áður en ég lýk þessari umfjöllun um L. Frank
Baum og Galdrakarlinn vil ég segja höfundinum
til varnar að hann var auðvitað barn síns tíma,
rétt eins og annar jafnréttissinni frá svipuðum
tíma, John Stuart Mill (1806–1873), sem eftir
liggur eitt veigamesta rit um jafnrétti kynjanna
frá 19. öld, Kúgun kvenna (e. The Subjection of
Women, 1869). Þar setti Mill fram hugmyndir
sem áttu eftir að setja svip á kvenfrelsisbaráttu
19. og 20. aldar, meðal annars þær að bættur
hagur kvenna myndi byggja upp betra samfélag
og að þau rök sem voru notuð til að hamla rétt-
indum kvenna væru í raun illa ígrunduð. Á sínum
tíma töldust hugmyndir Mills vera byltingarsinn-
aðar en nú þykir sumt af því sem fram kemur í
bókinni vera mótsagnakennt, jafnvel íhaldssamt,
líkt og hér hefur verið bent á í tengslum við
Galdrakarlinn. Þó er líklegast að fleira gott sé
hægt að segja um rit Mills heldur en slæmt og
sömu sögu má segja um Galdrakarlinn. Sterku
kvenpersónurnar sem þar er að finna, Dorothy
og nornirnar, eru ágætis vitnisburður um það og
miðað við þær barbídúkkuímyndir sem enn er
verið að matreiða ofan í börn virðist bókin eiga
jafn mikið erindi nú og hún átti fyrir rúmum
hundrað árum.
Loks má segja, þegar allt er tekið með í dæm-
ið, að sögur eins og Galdrakarlinn frá Oz hafi
markað ákveðin ef ekki jákvæð þáttaskil í þróun
ævintýra. Þróun sem átti til dæmis þátt í því að
ryðja brautina fyrir höfunda sem spruttu fram á
sjónarsviðið um miðja 20. öld og fundu sig knúna
til að skera upp herör gegn hugmyndafræði
ríkjandi ævintýra með því að endurskrifa sígild
ævintýri Perraults og Grimms-bræðra út frá eig-
in forsendum. Var tilgangurinn meðal annars sá
að afhjúpa takmörkin á frásagnarhætti „hefð-
bundinna“ ævintýra og gera lesendum þannig
ljóst að bæði er hægt að segja sögurnar á mis-
munandi vegu og eins að skoða þær á ólíkan
hátt, ekki hvað síst þegar komið er að kyn-
ímyndum þeirra sem þóttu úreltar. Telja sumir
fræðimenn að þar með hafi ævintýrum verið
fundinn nýr farvegur (sbr. Zipes 1994:141–2,
146–7).
Baum, L. Frank. The Wizard of Oz. [uppr. 1900] Puffin
Books, Penguin Books Ltd, London, 1982.
Baum, L. Frank. Galdrakarlinn frá Oz (e. The Wonderful Wiz-
ard of Oz). Fjölvaútgáfan, Reykjavík, 1985.
Dagný Kristjánsdóttir. „Það var einu sinni lítil stelpa: Um
prinsessur í gömlum og nýjum ævintýrum“. Erindi haldið á
vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum 6. september 2001.
Tekið af Kistunni – veftímariti um fræði og menningu [http://
www.kistan.is] 2. nóvember 2004.
Jones, Steven Swann. [uppr. 1995] The Fairy Tale: The Magic
Mirror of Imagination. Routledge, London og New York,
2002.
Lurie, Alison. Boys and Girls Forever: Children’s Classics From
Cinderella to Harry Potter. [uppr. 2003] Vintage, Random
House, London, 2004.
Waner, Marina. From the Beast to the Blonde: On fairy tales
and their tellers. [uppr. 1994] Vintage, Random House, Lond-
on, 1995.
Zipes, Jack. Fairy Tale as Myth – Myth as Fairy Tale. The Uni-
versity Press of Kentucky, Kentucky, 1994.
nna til húsverka
L. Frank Baum Bækur höfundar Galdrakarlsins i Oz auglýstar, Baum sjálfur fyrir miðju.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 11
Tvær samofnar sögur eru sagðar íbók Abdulrazak Gurnah, De-
sertion eða Brotthlaup eins og þýða
mætti titilinn. Fyrri sagan gerist á
þeim hluta strandlengju Kenýa sem
árið 1899 tilheyrði enn soldáninum
af Zanzibar, en seinni hlutinn gerist
svo í Zanzibar sjálfri hálfri öld síðar,
á þeim tíma er ríkið
færist í lýðræðisátt.
Báðar sögur taka á
brothættum tengsl-
um mannlegra samskipta, og hvern-
ig óhamingjusöm ævi sögupersón-
anna tengist óumflýjanlega blóði
drifinni og erfiðri sögu Zanzibar. Að
mati gagnrýnanda breska dagblaðs-
ins Daily Telegraph er Desertion
einkar hrífandi saga og sýnir höf-
undurinn þar hæfni til að taka á
átakamiklum málum af bæði húmor
og hlýju.
Nýjasta bók metsöluhöfundarinsMichael Connelly hoppaði,
sína fyrstu viku á lista, beint í fyrsta
sæti metsölulista
New York Times.
Bókin nefnist
The Closers og
segir þar enn á
ný frá hinum
hjartahlýja en
hrjúfa lögreglu-
manni Harry
Bosch, sem í
einni af fyrri bók-
um Connelly’s
sagði upp starfinu hjá Los Angeles
lögreglunni en saknar vinnunnar nú
ógurlega. The Closers býr að mati
gagnrýnanda New York Times yfir
sams konar spennu og heillandi
veruleikaflótta og einkenna fyrri
verk höfundarins.
Vatíkanið er viðfangsefni þriðjuog nýjustu skáldsögu Steve
Berry, The Third Secret, eða Þriðja
leyndarmálið eins og þýða má heiti
hennar á íslensku. Bókin segir frá
samsæri innan Vatíkansins, og er
látin gerast í náinni framtíð er þýski
páfinn Jakob Volkner, eða Clement
XV, hefur tekið við völdum af hinum
nú nýlátna Jóhannesi Páli páfa II.
Eftir að hafa setið einungis þrjú ár í
embætti fer Clement XV hins vegar
að láta smám saman meiri efa í ljós
varðandi óskeikulleika páfadóms og
takmarkandi trúarkenningar kaþ-
ólsku kirkjunnar og fær sínum nán-
asta aðstoðarmanni fjölda sér-
kennilegra verkefna. Þegar páfinn
fremur síðan sjálfsmorð öllum að
óvörum vakna margar óþægilegar
spurningar.
Grímuklædda hetjan Zorro erviðfangefni chilesku skáldkon-
unnar Isabelle Allende í nýjustu bók
hennar Zorro:
the Novel –
Zorro: Skáldsag-
an. Leitast
Allende í þessari
bók sinni við að
segja sögu Diego
de la Vega og
hvernig hann hafi
orðið hinn goð-
sagnakenndi
Zorro, en De la
Vega, sem var sonur spænsks að-
alsmanns og stríðskonu af ættum
bandarískra indíána, fæddist seint á
18. öld. Að mati gagnrýnanda Daily
Telegraph einkennist Zorro í með-
förum Allende af sama rómantíska
prósa og hennar fyrri verk. En rit-
stíll sem taki á sig ímynd töfra-
raunsæis í suður-amerísku frásögn-
unum verði hins vegar öllu klisju-
kenndari þegar fyrirmyndin sé
jafngleiðgosaleg og hin upprunalega
Zorro-saga Johnston McCulley’s.
Fjöldi sagna hefur verið ritaðarum Medici-fjölskylduna og hef-
ur bók Tim Parks Medici Money:
Banking, Metaphysics and Art in
Fifteenth-Century Florence nú
bæst í þann hóp. Að mati gagnrýn-
anda Guardian dregur Parks þar
upp einkar lifandi og heillandi mynd
af fjölskyldu á vonarvöl í sögu sem
jafnframt er uppfull af staðreynd-
um.
Erlendar
bækur
Isabelle Allende
Michael Connelly