Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Qupperneq 2
2 -'MÁNUDAGSBLAÐIÐ Leikfélag Hafnarfgarðar: GULLNA LEIDIN Eftir Jón Snara Leiksfgóri: Ævar R. Kvaran Gullna leiðin eftir Jón Snara. Leikstjóri Ævar R. Kvaran. Leiktjöld og búning ■ar: Lárus Ingólfsson. Ljósa- meistari: Róbert Bjarnason. Leikarar: Hafsteinn Bald- son, Gvendur frábæri. María Þorvaldsdóttir, Hernáma, utandyrafreyja. Guðnin Jó- hannesdóttir, Frúin. Valdi- mar Lárusson, Hreppstjór- inn. Ársæll Pálsson, Jón. Stefán P-afn Þórðarson, mót- tökunefndarmann. Ivarl Sig- urðsson, móttökunefndar- mann. Auk þessara koma fram um 30 statistar, og er þetta í fyrsta skipti sem flestir þeirra koma fram á sviði. Loftur Guðmundsson, Jón Snari, er okkur flestum vel kunnur. Eftir hann liggja bæði útvarpsleikrit og önn- ur ritverk sem við daglega lesum. Síðasta afrek hans á ritvellinum er revýan Gullna leiðin, sem um þessar mund- ir er sýnd í Hafnarfirði, und ir stjórn Ævars R. Kvaran. Þetta er fyrsta langa revý an eftir þennan höfund og vonandi eigum við eftir að sjá mörg slík yerk eftir hann. Þótt blöðin geri daglegar á- rásir á það sem miður fer í FagoLmálið Mánudaginn 21. marz 1949 birtist grein í Mánudags- iblaðinu eftir dr. Victor von Urbantschitsch í sambandi við Moraweks-málið svokall- aða, þar sem dr. Victor vill sýna fram á, að það sé þörf fyrir erlendan mann hér á Islandi til þess að spila á fagot, vegna þess að allir þeir íslendingar, sem reynt hafi að spila á fagot, hafi reynzt óhæíir, annað hvort vegna let: eða aulaskapar eða hvorttveggja. Það er í sjálfu sér ekki nema gott að fá að vita, hvernig álit doktorntn hefir á þeirri þjóð, sem hefur fætt ihann og klætt síðastliðin tíu ór; ekki er það betra en við var búizt. En þetta vildi ég segja dr. Victor von Urbant- schitsch, því að hann virðist vera búinn að gleyma ,því, að ég lærði á umrætt hljóð- færi og spilaði á það með Hljómsveit Reykjavíkur um tíma, undir stjórn doktorsins, við ýmis tækifæri, bæði í Gamla bíó og í Fríkirkjunnþf þegar Messías eftir Hándel var fluttur forðum, svo að j eitthvað sé nefnt; og þar á j meðal æfði ég með Lúðra- sveitinni Svaninum. En hitt er rétt, að ég hætti, eins og fleiri, en ekki vegna ’þess að ég nennti ekki að æfa hljóðfærið, heldur vegna þess að bað var ónothæft, þar sem allflestir púðar voru óþéttir og fjaðrir marg ar brotnar, sem orsakaði það, að fagotið var orðið falskt, en svo var mér lofað því, að það skyldi sent út til viðgerðar; afhenti ég hljóð- færið um voríð í þeirri von að fá það sem nýtt um haust Ið. Jú, ég fékk það um liaust- ið, en verra en áður því við- gerðin fór fram hér heima af manni, sem enga þekkingu hafði á hljóðfærinu og þar af leiðandi stórskemmdi það, og sú var ástæðan fyrir því, að ég skilaði hljóðfærinu, og á meðan bað er í sama á- standi lái ég ekki neinum ís- lendingi, þótt það sé ónotað. En áður en ég byrjaði að æfa þetta hljóðfæri, höfðu marg ir byrjað á því og hætt aftur, en það var full ástæða fyrir því; hljóðfærið var þannig er ég tók við því, að ég varð að byrja á að láta gullsmið smíða klampa á það, svo að hægt væri að spila á það, og enga gripatöflur var hægt að fá fyrir þetta hljóðfæri, en með aðstoð eins félaga í hljómsveitinni tókst mér að ná í rétta gripatöflu, og þess vegna lærði ég á hljóðfærið. En það er eitt, sem dr. Victor von Urbantschitsch ætti að vita, að á meðan ekkert nothæft fagot er til, þá verður heldur ekki not- hæfur fagotleikari til fram- yfir þann, sem fyrir er. Og mín trú er sú, að ef fengið er nýtt fagott, þá getum við íslendingar sparað okkur innflutning á útlendingum til að spila á fagot. Að svo mæltu læt ég þetta nægja. aurvrtp.að,eðnginn,j Þorsteinn Hrauntlal. I sambandi við skráf, sem orðið hafa um herra Mora- weck, má geta þess að F.I.IÍ. hefur fyrir noklvru gert sam- þykkt þess efnis, að leika ekki að svo stödtlu með hon- um í tilvonandi synfóníu- liljómsveit. Elimig hefur herra Mora- weck höfðað meiðyrðamál gegn riístjóra blaðsins vegna skrifa þessara og standa þau máiaferli nú yfir. Ritstj. þjóðfélaginu þá má efa, enn sem komið er, hvort þær á- rásir séu áhrifaríkari en bit- urt og skemmtilegt háð. Höf- undi ’hefur tekizt á einkar skemmtilegan hátt að draga fram ýmis atriði úr opinberu lífi og sýna fram á hreppa- pólitíkina, sem einkennir þetta land. Að vísu má finna dálítið að sumum atriðun- um og þá aðallega að höf- undur er stundum óþarflega langdreginn og eru mörg af þeim lögum, sem leikendur syngja allt að helmingi of löng, þegar þess er gætt að við flest þeirra er viðlag. — Nokkur atriði gætu einnig verið styttri og má vera að leikstjóri og höfundur komi' sér saman um að stytta þau. Hafsteinn Baldvinsson, Gvendur frábæri, er eitt af aðalhlutverkunum. Hafsteinn er nýr leikari, en samt er ljóst að hann býr yfir ágæt- um hæfileikum. Hlutverk hans er talsvert erfitt og þó viðvaningsbrag megi finna hjá honum, þá tókust öll at- riði mjög sæmilega og sum ágætlega, t. d. þegar hann syngur lagið ,,Þú ert ástin mín ein.“ Textinn er út af fyrir sig meistaralega ortui’ og lagið sjálft vel viðeigandi. Raddbrigði Hafsteins eru mikil en ekki nógu vel þjálf- uð. Þótt Hafsteinn sé lagleg- ur piltur, þá tókst honum á- gætlega að ná þessum ídí- otska svip sem margir kenna við metbrjáluðu mennina í Rvík, sem eru að gera íþrótta menn vora að athlægi. María Þorvaldsdóttir, Her- náma, utandyrafreyja, var mjög skemmtilega leikin. Hlutverkið er fremur létt svo ekki reyndi á krafta hennar svo mjög, en þó munu flestir á einu máli um að María skilaði því laglega og stundum ágætlega. Svip- brigðum var þó ábótavant og hún hefði mátt vera dá- lítið líflegri á köflum. Re- výumenn Reykjavíkur ættu ekki að gleyma að sjá leik hennar þarna því Marra hef- ur sérstaklega góða rödd og leikhæfileika að auki. Frúin var leikin af Guð- rúnu Jóhannesdóttur. Á frumsýningu var það ljóst að Guðnrn var ,,nei’vös“.og mun það hafa haft sín áhrif á Leik hennar sem ekki getur kall- azt góður. Hlutverkið er of stórt til þess aö ekki sé bet- ur vandað til í leikaravali og má kenna leikstjóra um í þessum efnum. Nokkur at- riði mistókust alveg hjá Guð rúnu, en það vora líka nokk- Mánudagur 2. maí 1949 ur sem hún gerði sæmilega. Án þess að lasta nokkurn má segja að maður kvölds- ins hafi verið Ársæl! Páls- son, í hlutverki Jóns kot- bónda. Þó Ársæll ’hafi ekki enn lært að tala nógu vel á sviði, þvi þar er hann hrað- mæltur og dálítið þvogluleg- ur, þá voru svipbrigði hans, gervi og augnaráð með slíkum ágætum að menn veltust um af hlátri. í atrið- inu á biðstofunni ,,átti hann sviðið“, jafnvel þó hann hefði ekkert að segja. Hann fylgdist vel með því sem meðleikendur hans sögðu og breytti svip eftir því. Þótt Ársæll sé ungur maður, tókst honum prýðilega að túlka hreyfingar hins lúna bónda og stolt Þingeyingsins skein úr hverjum andlitsdrátt og hverri hreyfingu. Hreppstjórinn, Valdimar Lárusson, var á köflum sæmi legur og skemmtilegur í at- riðinu þar sem hann og Gvendur stofna fegrunarfé- lag sveitarinnar. Það má heita furðulegt hvað leikstjóranum hefur tekizt vel stjórn leiksins, þeg ar tekið er tillit til þeirra erfiðleika sem hann óhjá- kvæmilega átti við að stríða. Undir stjórn hans er um 40 manna hópnr, og meirihluti þeirra hefur lítið sem ekkert fengizt við leiklist eða kom- ið á svið áður. Það sem aðal- lega má finna að leikstjórn- inni er það, sem kallað er „timing“, þ. e. a. s. leggja nógu mikla áherzlu á veiga- mestu atriðin og passa að ekki komi bil eða óeðlileg þögn á milli hraðra setninga. Hann hefur ekki viljað taka fram fyrir hendur höfundar og stytta lengstu atriðin en það varður að teljast yfir- sjón af hans hálfu. Sviðið er alltof lítið og hefur það aukið erfiðleika hans tals- vert. I atriðinu sem hann sjálfur leikur í, er þó „tim- ing“ alveg rétt, enda er það með beztu atriðum revýunn- ar. Svartamarkaðsbraskar- inn (leikstjórinn) er prýði- lega leikinn og gervið eink- ar vel gert. Honum tekst einkar vel að ná einhverjum díabólskum svip og talsmáta og hlátur hans, og talsmáti passa ágætlega við persón- una. Þulurinn er vel leikinn af Karli Guðmundsvsyni og kynn ingar hans og líkingar minna \-el á kunnan mann í útvarp- inu okkar. Smáhlutverkin eru sumstaðar mjög sæmi- leg, án þess að þeirra þurfi að minnast sérstaklega hér. Dansparið er gerir mikla lukku og söngur Ævars var óvenju góður þetta kvöld. Engin persónuleg árás felst í þessu leikriti á neinn opinberan starfsmann, og er það vel, en deilan á dagblöð- in og ýmislegt annað er bit- ur sannleikur. Bezt samda atriðið er þátturinn sem er parodia á Gullna Hliðið. Leiktjöldin báru vott um of mikla hroðvirkni, en ljósa meistari gerði verk sitt mjög sæmilega. Að lokum má segja, að leiksýningin tókst mjög vel, og var klappað mikið. Það var hressandi og skemmti- legt að sjá þessa nýju, ungu leikara og leikhúsgestir \’on- ast eftir þeim sem fyrst aft- ur. Ungu stúlkurnar, Ránar- dætur, sungu nokkur lög vel og var þeim tekið með á- gæfum. í leikslok voru leikarar kallaðir fram ásamt höfundi og bárust hvorumtveggja mikið af blómum. A. B. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■iiKa***«*a**********«a***B** Mánudagsblaðið Þeir, sem viija auglýsa í Mánu- dagsbíaðinu, eiu beðnir að hringja í síma 3975- Munið að blaðið er lesið í öllum skriístoíum bæjarins. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ iiiinminmiiiiiHiuiniHuiimimimiiiiinHiHiiHiimimiiimiinmimnmiii Reykfavík — Osló Reglubundnar flugferðir til Osló hefjast í byrjun maí, og \'erða þær farnar hálfsmánaðarlega. Fyrsta ferðin er ákveðin miðvikudaginn 4. max, en til baka frá Osló verður farið næsta dag. Nánari uppiýsingar varðandi ferðir þessar verða gefnar í skrifstofu vorri, Lækjarg. 4, símar 6608— 6609. Flugfélag Islands hi. .imiiiimmiiiiiimiimmimmiimimimmiimimimmimmiiiiiiiiiimmiii

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.