Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.05.1949, Page 3

Mánudagsblaðið - 16.05.1949, Page 3
Máaudagur 16. xnaí 1640. manudagsblabeð t Jons Reyfevíkings Otaníerðir 09 eyjalíf Það hefur margt verið rœtt og ritað um utanferðir Islendinga að fornu og nýju, um þýðingu þess háttar ferða fyrir andlegan og efna- legan búskap okkar fyrr og síðar. Eg get engu við þetta bætt, sem nokkur fengur er V í, en vil aðeins minna á fáein atriði. Sumir halda þvi fram, að ; þaú sé einkenni eyjaþjóða að 1 vera heimanfúsar og ferða- glaðar og nefna til þess ýmis dæmi eins og það, að á Kyrra hafi muni eyjarnar smátt og 1 smátt hafa fundizt og byggzt 1 af hinu dökka kyni vegna þess, að eyjabúana hafi lang ! að til að kynnast því, hvað tæki við, er komið væri í hafs botna sjóndeildarhringsins. Útþráin hafi knúið þá tii að hætta brothættum bátum til þess að forvitnast um hið ó kunna og sannreyna, hvort töfrar þess óþekkta stæðust það, sem dreymt nafði verið. 1 Mönnum „finnst allt bezt, ‘ sem fjærst er,“ og siglingar segja sumir, að hafi verið eltingarleikur við hillingasýn ir og drauma um betri mold, tærari lindir og óþekkt en , margdreymd auðæfi. Aðrir fyrirlíta slíka róman tík og segja, að útþráin hafi ekki verið undirrótin, heldur hitt, að vegna þrengsla á hin um byggðu eyjum hafi menn neyðzt til að hætta sér út á villugjarnt hafið í mann- drápsbyttum þeirra erinda að finna nýtt land til búsetu. Ekki verður skorið úr um, hvor sannara mælir, en meira er það í samræmi v'ið okkar efnisbundna hugarfar að trúa því, að landafundir og Iangar siglingar hafi frem ur gerzt vegna þarfar, brýnn ar, efnalegrar þarfar, en ó- ijósra óska um að fá að vita, „hvað hinumegin býr“. Ef við lítum á fornrit okk- okkar, þá leggja höfundarnir jafnan áherzlu á þörfina sem primus motor. Ingólfur brauzt í því að setjast hér að . vegna brýnnar nauðsynjar, og svo var um marga nafn- greinda menn, sem koniu í Iians kjölfar. Svipuð nauð- ■ syn knúði Eirlk rauða til að leita Grænlands og varð til þess að gera hann að ein- hverjum stórfénglegasta svindlara veraldarsögunnar, því engum mun fyrr eðasíðar hafa dottið í hug að villa með rangri nafngift heimild- . ir á heilu landi í góðu skyni. Það var líka brýn þörf, sem knúði Islendinga til þess að véra mjög í förum á sögu öld, þörf til áð afla f jár og nytjavarnings. Og svo er því j ekki að Ieyna, að okkar á- gætu forfeður undu sér ekk- erj;.of veþhér úti á veraldar- ••! •• hjaraBttm. Þek sátu svo ár um skipti við mat og drykk eða velktust um í reiðileysi víkingaferðanna. Svo dróg- ust þeir heim, þegar sessinú var ekki lengur sætur af ein- hverjmn ástæðum, en allstór mun hafa verið sá nafnlausi hópur, sem aldrei sneri aft- ur. Einar Benediktsson róm- antiserar um langferðir forn- manna í kvæðinu um Vær- ingja. „Því hélt hann út snemma, að fyrr mætti lenda,“ segir Einar. Og hann skýrir, hver ástæðan hafi ver ið fyrir heimfýsinni: „Hans þroski er skuldaður bernskunnar byggð.“ Væringinn fór snemrna ut- an, svo hann kæmist sem fyrst heim, því þroska sinn hafði hann fengið að láni hjá heimalandinu. Þetta er gullfalleg hugsun hjá E. B. en okkui nútímamönnum hættir við að halda, að forn- menn hafi verið upp og ofan rétt eins og við og að ýmsar utanfarir þeirra, sem oft voru farnar til að sýna vopn fimi og kallaðar leit að frama, hafi verði af líkum toga spunnar og tilhneiging sumra ungra manna liú á dögum til að „slá sér upp“ á hinu og þessu innanlands og utan. Okkur finnst óeðlilegt að halda, að þessi uppsláttar sýki sé eitthvað alveg nýtt. Og okkur finnst líka eðlilegt, að leiði á landinu sjálfu hafi valdið brottför sumra. En auk uppsláttarsjúkra manna og landleiðra hafa svo auðvitað margir farið ut an til þess að fræðast og mannast í raun og sannleika, en fyrst og fremst skilst okk ur, að efnalegar þarfir hafi ráðið hér miklu um. Loks komu svo þær aldir, sem íslendingar fóru litt ut- an, að talið er. Þó er oft gert miklu minna úr utan- ferðum landsmanna á þeim tíma en rétt er, því vitað er, að fjölmargir íslendingar fóru þá utan og settust að erlendis fyrir fullt og allt. En svo ekki meira um það. Loks komu Ameríkuferð- irnar. Þær spruttu af brýnni þörf til að breyta um veru- . stað. Hcfði það dregizt um svo sem 20 ár, að vesturfara agentarnir hefðu hafið starf sitt fyrir alvöru, hefðu örfáir farið^ því þá var farið að batna svo mikið í ári, að þörf in varð ekki eins brýn. Fyrsta annað 09 - þxiðja 4 Eg sé, að þessi formáli fyr ir því, sem ég ætlaði að segja er orðinn alltof langur, en þó ekki þýðingarlaus fyrir það, sem á eftir kemur, en mér er bezt að komast að ■ efninu. •. :. ii x; • •• iA síðusta áirátQgtun hafa .. Islendingar leitað þurt frá sveitunum til smáþorpa við sjávarsíðuna. Flest þorpin hafa náð litlum vexti sökum mannfæðar þjóðarinnar, en nrðu þó allt um það þéttbýli, miðað við sveitimar, sem horfið var frá. Fyrsta stigið var að safn- ast saman í smáþorp víðs vegar meðfram ströndum landsins. Annað stigið er svo, að Reykjavík myndast, en hún er að mestu leyti orðin til fyrir aðstreymi úr sveitum OG ÚR ÞEIM SMÁÞORP UM, sem voru fyrsta stigið í þjóðflutningum okkar. Straumurinn úr þorpunum til Reykjavíkur á sér ekki mjög lauga sögu, en hann heldur áfram jafnt og þétt, og væru hér í Reykjavík meiri húsakynni, yrði sá fólksstraumur enn hraðari en hann er. I ýmsum þorp- um, einkum vestanlands, ligg ur við auðn vegna flóttans suður. Eg þarf ekki að lýsa þessu nánar, það er allt full- kunnugt. En hvert verður svo fram- haldið? Sú spurning er flók- in, og það er ómögulegt að svara henni. En margt má hugsa sér. Eitt er víst: Hér verður ekki staðar numið. Það er ekki fallin nein ró yfir okkur Islendinga. En hvað verður? Sumir halda, að sú offjölg- un, sem menn telja, að átt hafi sér stað hér í Reykja vík, muni færast í lag með því, að straumurinn snúist til sveitanna aftur. öðrum finnst það ótrúlegt og telja, að þeir, sem hafi vanið sig á margbýli, taki sig yfirleitt ekki aftur upp til að fara út í strjálbýlið eða safnist sveitaþorp. Þeir, sem treysta því, að straumurinn snúist til sveit- anna aftur, byggja á því, að þörfin knýi menn fyrr eða síðar til þess, því Reykjavík geti ekki borið uppi allan sinn mannfjölda og eðlilega, árlega fjölgun til lengdar. En ef svo er, að Reykjavík getur þetta ekki, er unnt að fara að tala um þriðja stigið, og það er reyndar meginefni þess, sem ég vildi sagt hafa. ÞRIÐJA STIGIÐ GÆTI ORÐIÐ FLUTNINGUR MANNA ÚR LANDI — emigration — á borð við Ameríkuferðirnar, og er vert að. atlinga þetta nánar. - Fyrsta skilyrðið til þess, að slíkt mætti verða, er, að Reyltjavík láti undan fyrir ofurþunga aðstreymisins Slíkt gæti til dæmis orðið fyrir óáran í atviiinuvegum okkar og stjórnmálum. Hvort tveggja þyrfti ekki að vera svo fjarri. Ef til vill er . Reykjavík fyrst og fremst á- fangastaður, ef til vill eins konar stíflugarður, og bresti hann, ræðst ekki við flóðið. 1Annað, sem gefa þárf gæt- ur að, er sú breyting sem orð |n er á sálarlegum högum •*»..-'"Tir—rgt mikils fjölda af landsmönn- um. Þegar fjarlægðirnar hurfu og landsmenn komust með hjálp nýrrar tækni í ná- ið samband við sólríkari um- heim, breyttist hugarfarið um leið. Sá hópur er orðinn stór, sem héfur biðið talsvert andlegt andstreymi af því að vera á mótum þess byggilega og óbyggilega, að vera á krossgötum fásinnis og fjöl- býlis. Þúsundir aðfluttra Ný- Reykvíkinga eru rótarslitn- ar, og æska bæjarins er það raunar líka sjálf. Eg minni aftur á það, sem Einar Bene diktsson segir um Væringj- ann, að hann hélt aftur heim vegna þess, að „þroski hans •"nr skuldaður bernskunnar byggð.“ Hvað skyldu það vera margir af ungménnum okkar, sem finna sérstaklega til þess, að þeir skuldi þroska sinn reykvískúm heim kynnum? Og hvað skyldu það vera margir af þeim að- fluttu, sem snúa heim í sveit ina aftur eftir lengri eða skemmri Reykjavíkurdvöl, af því þeir skuidi sveitinni þroska sinn? Vafalaust mjög fáir. Og hvert leitar þá þetta fólk, ef í ári harðnar? Sættir það sig við skert kjör og fer hvergi? Eða fer það að dæmi þeirra, sem leituðu fyrst úr sveitinni til þorpanna og svo þaðan aftur til Reykjavíkur, og tekur að horfa kringum sig eftir möguleikanum til að mynda og fullkomna þriðja stig þjóðflutninga okkar? Hér er aðeins liægt að spá, en ómögulegt er að loka aug unum fyrir þeim möguleika, að sá tími GETI VERIÐ ALL-NÆRRI, AÐ UNGIR ISLENDINGAR LEITI TALSVERÐUM HÓPUM TIL ANNARRA LANDA. i\stralía eða eitthvað annað Eg er ekki í neinum vafa um, eð ef nú kæmu hér til landsins menn á borð við Vesturfaraagentana gömlu og með svipuð boð, mundu þeir fá góða • áheyrn hjá fjölda ungra mamia. En eng ir slíkir hafa erin komið, og verður sjálfsagt bið á því. En nú leita ýmsir ungir menn til útlanda af sjálfs- dáðum. Sendiráð sumra er- lendra ríkja hér í Reykjavík eru höfuðsetin af ungum mönnum, sem spyrjast fyr- ' ‘ ir um möguleika þess að geta setzt að erlendis. Sumir afla sér upplýsinga með bréfa- skiptum og sýna þá ótrúlega hugkvæmni. Til dæmis má nefna, að nokkrir ungir menn eru nú í fyllstu alvöru að athuga möguleika á því að komast1 til Ástralíu. Flestum kann í svip að virðast þetta fjar- stæða, en ef nánar er að gáð, er þetta skiljanlegt. Nýlega barst mér í hendur tímarit með grein eftir Anthony Ed- en um Ástralíu og innflutn- ing fólks þangað. Hann seg- Ir, að það, sem hál Ástralíu- mönnum mest, sé fólks- fæð og séu allir stjórnmála- flokkar þar í landi nú á einu máli um, að úr þessu þurfi að bæta. Stórfelldur innflutn ingur fólks til Ástraííú er hafinn. Þangað hafa leitað margir, sem lent hafa á hrak hólum vegna styrjaldarinn- ar, og svo auk þess margir aðrir. Eden segir m. a.: „Þegar ég var í Ástralíu, fékk ég mörg bréf frá ný-inn fluttu fólki ,sem hafði þegar fengið bústað og verkefni og vildi hvetja vini og skyld- menni heima til að fara að dæmi sínu. Innflutningurinn er í góðu gengi og sýnist skortur á flutningatækjum helzta hindrunin, eins og nú standa sakir.“ Þetta var um Ástralíu og viðleitni manna til að komast þangað. En fyrst svo er um jafn fjarlægt land, að þang- að er horft, hvað yrði, ef svo færi, að i boði væri búseta í Iandi, sem er þekktara og enn betra? Þetta er það, sem ég vUdi í fáum orðum segja um þriðja stigið, sem ég minnt- ist á fyrr. Hér eru ótal eyður til að spá í, nóg til að leiða getur að um langan tínva. En hvað sem þessum raöguleika líður, þá er það víst, að vert er að hafa í huga, að svo GÆTI íarið, að íslendingar leituðu burt — leituðu burt til þess að koma ekki aftur. ?erðafrelsi 09 ferðagleði Eg drap á það áðan, að nokkur breyting hefði orðið á hugarfari margra manna, . hvað viðvíkur landinu sjálfu, kostum þess og menningu. Við sjáum það, hvernig þeim IslendingUm fer, sem hafa haft getu til utanfara og vanizt þeim. Það er eins og þeir tolli naumast heima. Nú, þegar ferðabanninu er aflétt, flykkist alls konar fólk til útlanda, til sumardvalar. Það talar með eðlilegum hrifningarhreim um utanferð ir og jafnt þótt ekki sé nú farið í fyrsta sinn. Mér hefur oft orðið á. að spyrja sjálfan mig þess, hvort því muni raunverulega geta verið svo farið, að búseta fjölda margra Islendinga í heima- landinu grundvallist á því einu, að þeir séu til neyddir. En ef .svo er í góðum ár- um, sem kallast mega, hvað yrði þá í harðæri? Mundi þá ekki fyrir alvöru losna um unga menn, sem ekki eru bundnir böndum atvinnu og fjölskyldu? Báfsendapundarar Það var í síðasta Mánu- dagsblaði, að ég gat ekki stillt mig um að hæðast að grein í „Tímanum,“ þar sem þorp eins og Selfoss var kalt að „fjöregg“ og því fundið helzt til gildis, að þar hefði safnazt saman álitlégúr hóp- Framhald á 8. síðu ,

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.