Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.05.1949, Síða 4

Mánudagsblaðið - 16.05.1949, Síða 4
MÁNUDAGSSBLAÐH) Máaudagur 16. maí 1949. Leikfélag Reyk'iavíkur: HAMLET W. Shakespeare Leikstjórí: Edvin Tiemroth Hamlet eítir WiBiam Shakespeare. Leikst jóri: Edvin Tiemroth. Leik- tjöld: Lárus Ingólfsson. Leikendur: Lárus Pálsson, Hamlet. Jón Sigurbjörns- ‘ son, Horaz. Haraldur Björnsson, Pólonius. Hild- ur Kalman, Ophelia. Gunn- ar Eyjólfsson, Leartes. Regina Þórðardóttir, Geir- þrúður drotning. Gestur Pálsson, Kládíus konung- ur. Valur Gíslason, 1. leik- ari. Bryr.jólí'ur Jóhannes- son, 1. grafari. Auk þess 15 önnur smærri hlutverk. Mörgum mun hafa þótt Leikfélag Reykjavíkur hafa færzt nokkuð mikið í fang, þegar það réðst í að leika þetta stónbrotna og erfiða verk brezka skáldjöfursins W. Shakespears. Margt varð til þess að vekja í mönnum óhug og þó einna helzt það, áð hvorki væri hér til svið nógu stórt til þess að færa upp leikinn og svo einnig, að ekki væru hér til leikarar, sem færir væru, ýmissa hluta vegna, að leika veigamestu hlutverkin í því. Ekki ber því þó að neita, að hér hefur vel rætzt úr, ög hefur Hamlet í mörgum atriðum tekizt ágætlega og ber að þakka L.R. fyrir dirfskuna - og leikstjóranum, Edvin Tiemroth, fyrir þá ágætu leikstjórn og kennslu, sem hann hefur veitt leik- urum vorum. Verk Shakespeare eru ís- lenzkum leikhúsgestum lítið kunn, og má með réttu segja, að þeir einir hér á landi, sem sérstakan áhuga hafa á leik- list, hafi reynt að afla sér verka hans og njóta þeirra, Þótt mörg aðalverk hans þyki torskilin, þá er Hamlet engan veginn það erfiðasta. 1 þessum leik f jallar skáldið um dýpstu og ástríðufyllstu tilfinningar mannsins, sem | eru ást, valdagirni, vinátta' og sjálfselska. Setningar þær, j sem persónum leiksins eru | lagðar í munn, eru margari hverjar sagðar í heimsbók-1! menntunum. Það ber því ekki, eins o fyrr getur, að neita því, að! íslenzkir leikarar séu beturj sæmdir, eftir að hafa glímt! við þetta viðfangsefni, því að þótt margt megi að upp- setningunni og leikurum finna, þá er heildarsvipurinn mjög sómasamlegur, og stundum gætir verulegra til- þrifa. Edvin Tiermoth, hefur annazt leikstjórn og svið- setningu. Tiermoth hefur nú um nokkurt skeið annazt leikstjórn í Danmörku og getið sér ágætan orðstír og þá sérstaklega við Hamlet. Hefur har.n aðalíega feng-! izt v:ð lítil svið. Til þessa hefur vart sázt á íslenzku leiksviði sú nýting sviðs sem nú. Sviðið sjálft er nýtt út í ystu æsar með einföldum leiktjöldum, en auk þess hef- ur hann skipt sviðinu þannig í miðju, að meðan leikið er á fremra helming sviðsins, þá er miðtjald dregið fyrir og aftari helming breytt, þannig að t.d. hallarsalurinn verður skyndilega að svefn- herbergi drotningar, án þess þó að leikur þeirra, sem á sviðinu eru, truflist verulega. Tiemroth er einnig meðal þeirra mjög fáu, sem skipa fyrir af mikilli nákvæmni um notkun ljósa, en jafn mikil tækni sem hann sýnir hér, hefur enn ekkisézt á sviðinu í Iðnó. Augljóst er þó, að leikstjóri hefur lagt mesta áherzlu á leiksviðið, stöðu leikenda, hreyfingar þeirra og svipbrigði, en af skilj- anlegum ástæðum ekki tekið framsagnarlistina jafnnákvæmlega til greina. Þess er þó vart hægt að kref jast, að erlendur maður með takmarkaðan skilning á íslenzkri tungu geti stjórnað framsögn leikaranna. Þetta er leitt, því að það eru ein- mitt setningarnar, sem Shakespeare leggur leikend- um í munn, sem bera uppi hið stórbrotna skáldverk. Lárus Pálsson fer með hlutverk Hamlets. Ekki hef- ur þótt rétt, að nokkur annar en Lárus léki þetta hlutverk. Heildarsvipur sá, sein Lár- us setur á Hamlet, er góður, þótt einstaka atriði hjá hon- um séu dauð. Málrómur hans, þegar hann kemst í geðs- hræringu, fær oft á sig mjög óviðfeldinn blæ, og í þeim atriðum, þegar æst rödd og hreyfingar fara saman, þá hverfur alveg hinn aðalborni og fyrirmannlegi Hamlet, en eftir stendur fátæk eftirlík- ing, „a poor player who struts and frets his hour upon the stage“. Eintal Hamlets hefur al- veg mistekizt, þvl að þar er Lárus hvergi nærri nógu fylginn efninu, svo að hið áhrifamikla eiiital verður að- eins tóm orð. Skylmingar- atriðið milli Hamlets og Leartes er dauft, og, sjá má gjörla, að Leartés hefði get- að drepið Hamlet fimm, sex sinnum, áður en atriðinu lýkur. Gestiu Pálsson, leikur Klaudíus konung og gerir hlutverkiinu prýðileg skil. Framsögn Gests er með ágætum skýr og röddin vald- samleg og sannfærandi. Yfir svip hans býr á köflmn kon- ungleg ró, brjálæðiskennd hræðsla og hinn leikni sak- leysissvipur svikarans. Gest- ur sannar það enn einu sinni, að undir einbeittri og ákveð- inni leikstjórn, þar sem leik- stjórinn veit hvað hann vill, þá er hann einn okkar beztu karakter-leikara, sem á köfl- um gnæfir yfir sviðið, þótt áðrir hafi meiri hlutverk. Haraldur Björnsson leikur Pólonius ríkisráð. Gervi Har- aldar er mjög vel valið og leikur hans stundum mjög smellinn. Auðséð er, að hann hefur lagt sig í lima við að skilja hlutverk sitt. Hreyf- ingar hans eru léttar og svip- brigði sannfærandi og rödd- in, sem venjulega er óþýð, fer nokkuð vel í þessu hlut- verki. Þó gerir hann Pólonius dálítið of skoplegan, því að þótt skringilegur sé, þá er Pólonius ekki fífl. Þá má Haraldur vara sig á að „leika ekki á públikum" með því að ofgera leik sínum, þegar fram í sækir og hann hefur fundið, hvaða setningar og látbrögð vekja mesta kátínu. Ungfrú Hildur Kalman leikur Opheliu. Leikur Hildar er allajafna mjög góður, og þótt hún hafi ekki beint þann æskusvip, sem hlutverkið gerir ráð fyrir, þá er andlit hennar hreint og bjart og fas hennar líkist mjög stúlku innan tvítugs. Sérstaka at- hygli vekur svipur hennar og leikur í atriðinu, þegar hún missir vitið, röddin og söng- urinn verða átakanleg og áhrifarík. Gott er að sjá ungfrú Hildi í almennilegu hlutverki, en síðan hún kom heim, hafa hlutverk hennar yfirleitt verið leiðinleg. Jón Sigurbjörnsson, Horaz, er nýr á leiksviðinu, en þó fer ekki hjá því, að hér er um ágætan leikkraft að ræða. Röddin er mikil, þó enn ekki þjálfuð, hann er viss og ýkir hvergi leik sinn. Ekki er mér grunlaust um, að hann hafi jafnvel „undir“- leikið á köflum, þótt ekki sé mér ástæðan fyrir því kunn. Jón gefur leikhúsgest- um góðar vonir um sig í framtíðinni, og vonandi sjá- um við hann oft á hausti komanda. Regina Þórðarclóttir, Geir- þrúður drotning, er mjög dauf á sviðinu og tekst eiginlega ln-ergi vel upp nema í atriðinu milli hennar og Hamlets. Grafarinn er leikinn af Brynjólfi Jóhannessyni. Brynjólfi hefur tekizt að skapa enn einn karakterinn, en ekkert í leik hans nú krefst þess, að við endurtök- um það, sem sagt hefur verið áður um hann. Samt virðist sem Brynjólfur eigi í fórum Sínum óþrjótandi ,,týpur“ hverri annari skemmtilegri. Gunnar Eyjólfsson er óvenjulega góður í hlutverki hins unga Leartes. Hann. er1 lagiegur og myndarlegur á sviði, og fyllir hann vel þær kröfvu’, sem hlutverkið gerir, en þó er eitthvað í rödd hans, sem ekki er eðlilegt — eitthvað, sem honum er ekki eðlilegt, og má vera, að það sé keimur frá enskunni, eins og oft vill fara um þá, sem ungir fara utan —. Hreyf- ingar hans eru snöggar og ákveðnar, og fasið bendir allt til þess, að hann hafi hlaupið af sér hornin, síðan hann lék Galdra Loft. Ágætt er atriðið milli hans og Hild- ar Kalman, og ber að geta þess sérstakl^ga. Leikur þeirra, sem hafa smærri hlutverk, er yfirleitt góður, og má sérstaklega nefna Val Gíslason í hlut- verki 1. leikara. Önnur þau, sem geta má um, eru hlut- verk Rosinkrans og Gullin- stjarni, leikin af Robert Arn- finnssyni og Klemens Jóns- syni og Osrik hirðmaður, sem leikinn er af Þorgrími Einarssyni. Þetta var á annari sýn- ingu, svo að ekki er hægt að segja hér, að leikendum hafi „borizt fjölda blóma“, en þó voru þeir kallaðir fram. A.B. Bréf Herra ritstjóri. Ástæðan fyrir því, að ég skrifa blaði yðar er sú, að ég, meðal annarra, er óánægður yfir íþróttafréttum blaðanna. Blöðin virðast ekki vanda sig um frásagnir af knatt- spyrnuleikjum. Þau fá' fein- hvern gamlan knattspyrnu- mann til þess að skrifa um leikina fáein orð, og þá eru þessir góðu herrar svo blind- ir af félagsást til síns eigin félags, að þeir ganga oft svo langt, að þeir skýra rangt frá. Beztu knattspyrnufréttirn- ar skrifaði Jens heitinn Bene- diktsson. Hann vandaði mjög til við frásagnir sínar. Síðan hann féll frá, hefur enginn skrifað sómasamlega íþrótta- fréttagrein í Morgunblaðið. Næstur Jens kom Frímann Helgason í Þjóviljanum. Hann skrifaði margar ágæt- ar greinar og krítiseraði bæði leikina og leikmenn. En nú virðast Þjóðviljamenn hafa misst mestan áhugann fyrir hinum vinsæla íþrótta- dálki sínum. Tíminn hafði vikulega íþróttadálk í fyrra og voru þeir furðu keimlíkir þeim, sem birtast í Morgun- blaðinu um þetta leyti. Mig langar til, með fáum orðum, að leiðrétta greinar eftir V. og Æ. í Morgunblað- inu 11. maí s. 1. Þar segir V. í greininni „Valur—Víkingur 1:0”.: „Það sem einkenndi þá knattspyrnu, sem hér fór fram, að bæði félögin virt- ust einbeita sér að stuttum leik, en reyndu ekki að not- færa sér langar sendingar, % sem koma hraða 1 leikinn og á óvænt”. Áður hafði hann sagt í upphafi greinarinnar, að það hefði verið þéttings- stormur af norðri. Mér er kunnugt um, að V. var góð- ur knattspyrnumaður og þess vegna finnst mér skrif hans vera einkennileg. Það er vit- að mál, að í roki er ekki hægt að ná neinu samspili, nema með stuttum og föstum send- ingum. Boltann er ekki hægt að hemja öðruvísi í 4—5 vindstigum. í annarri grein í sama blaði, undir fyrirsögninni: „Fram—Víkingur 2:1“, segir Æ. á einum stað: „Ekkert sérstakt gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik, fyrr en Froim var dæmd vítaspyrna fyrir hrindingu”. Annað hvort hef- ur Æ. brugðið sér sem snpggvast ut af vellinum, eða hann fer hér með rangt mál. Erlingur, vinstri bak- vörður Víkings, hafði meiðzt og lá úti á miðjum velli. Þá höfðu Framarar knöttinn. Dómarinn sá vel, að Erling- ur lá ósjálfbjarga á vellmum en stöðvaði ekki leikinn, þá voru Framarar í sókn. En þegar Víkingar ná knettm- um og hefja sókn á Fram- markið. Þá stöðvaði dómar- inn leikinn, og var Erlingur þá búinn að liggía §°ða vstund. Annað atvik kom fyrir í seinni hluta fyrri hálfleiks, sem Æ. gleymdi einnig. Vik- ingar hefja sókn og ná góðu upphlaupi. Vinstri bak- vörður Fram gerist ólögleg- ur um sama leyti og Víking- ar ná hnettinum inn á víta- teig hjá marki Fram, sem hefði að líkindum haft þá af- leiðingu, að þeir hefðu skor- að mark. Hvað gerði þá dóm- arinn? Hann flautar og dæm- ir aukaspyrnu á Fram fyrir utan vítateig. Þetta hafði sá góði maður ekki leyfi til. í knattspyrnulögunum stendur, að dómarinn megi ekki dæma aukaspyrnu í upp- hlaupi, ef aukaspyrnan er þeim í vil, sem er í sókn. Að lokum segir Æ.: „Dómari var Guðmundur Sieurðsson. Æskilegt hefði

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.