Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 ! Um daginn sá ég fyrirsögn á út- síðu. Hún bar með sér stórtíð- indi, þar var líka stöplarit, allt að gerast: Mesti hagnaður Ís- landssögunnar. Fréttin var að Burðarás hf. hefði á fyrstu sex mánuðum árs- ins skilað 24,5 milljörðum króna í hagnað, sem væri langtum meira en dæmi væru áður um hér á landi, meira en fyrirtæki hefðu halað inn á heilu ári. Ekki leið þó á löngu þar til KB banki birti hálfs árs uppgjör upp á 24,8 milljarða og „sló þar með tæplega vikuga- malt Íslandsmet Burðaráss í hagnaði“, eins og þar stóð. Eitthvað við þetta orðalag vakti bæði athygli og hroll. Gaman að því, reyndar, að fjárjöfrum gangi vel og toppi hver annan með „yfirgengilegum hagnaði“ eins og kona nokkur kallaði þetta í Kast- ljósinu. En að íslensk fyrirtæki skili nú meiri gróða en þekkst hefur frá upphafi Íslandsbyggðar, og greint sé frá við- skiptum eins og kappleikjum eða Sturl- ungaaldarbardögum, ber ekki bara vott um hagsögulega framþróun heldur breytt hugarfar. Áður voru menn nefni- lega kannski ekkert að reyna að græða sem allra mest á vöru- og viðskiptum. Þeir voru bara að reyna að krækja í nóg til að lifa lífinu, fá hugmyndir, smíða turna, list og vélar. Til þess hafa pen- ingar einmitt lengst af verið hugsaðir, sem miðill, ekki markmið í sjálfu sér. En í markaðssamfélagi virðast pen- ingar í ríkara mæli vera það sem öllu máli skiptir og athyglin beinist að. Daddi diskó, Selma Björns og alls konar fólk alltaf á skjánum að hvetja mann til að „eyða í sparnað“ og gömlum frænkum uppálagt, skv. auglýsingum bankanna, að gefa fermingarbörnum beinharða pen- inga frekar en hallærislegar styttur – sem allir vita þó að öðlast tilfinningalegt verðmæti síðar meir. Ég veit það ekki. Þegar fjölmiðlar landsins eru „uppteknir og sneisafullir af boðskap um það, hver er að kaupa þetta eða hitt fyrir milljarðatugi eða -hundruð, og verða ríkari en einhver annar, er okk- ur nauðsynlegt að muna, að þetta á ekki að vera miðdepill tilverunnar, þessi hörðu gildi“, skrifaði sr. Sigurður Ægis- son nýlega og hafði sem fyrr rétt fyrir sér. Vissulega er eðlilegt að greina frá viðskiptum í fréttum, en fyrr má nú vera. Og á hárgreiðslustofum er einmitt um þessar mundir rifist um tekjublað Frjálsrar verslunar því þar má læra að raða fólki í mikilvægisröð eftir millj- ónum. Ungur maður fór á skemmtistað um daginn og bauð konu upp í dans. Andar- taki áður en hún rétti fram höndina hvísl- aði hún: Hvað ertu með á mánuði? Hálfa kúlu, svaraði hann svalur og hún brast í dansinn. Ég veit það ekki. Kannski er sagan ekki sönn, kannski er hann ekkert með hálfa milljón í tekjur, ég held reyndar að það sé meira. Peningarnir í umferð á Ís- landi í dag eru nefnilega yfirgengilegir, athyglin á þeim er yfirgengileg og ör- væntingin því meiri hjá þeim sem eiga ekki nóg. „Það var nokkuð ljóst til hvers Ísland var fram til ársins 1918, tilvera þjóðarinnar byggðist á draumi um sjálf- stæði hennar. Þegar þeim áfanga var náð átti Ísland að verða menningarlegt stór- veldi en nú um stundir er engin klár hug- mynd um það til hvers Ísland er, klárasta hugmyndin er kannski sú að Ísland sé til að skila hagnaði en hún ein og sér er ákaflega nöturleg,“ sagði Jón Karl Helgason við þetta blað árið 1998 og var óþægilega sannspár. Jón Karl er bókmenntafræðingur og ég vil meira svona. Ég vil að fleiri tjái sig um hagnað en viðskiptablaðamenn og bankastjórar; ég vil að græðgin sé sett í annað samhengi, ég vil að einhver segi mér hvað það þýðir að vera uppi á svona tímum, hvort það geri einhverjum gott að KB banki hagnist um mannkynssögulega stórbrotnar upphæðir og þá hvernig. Ég spyr eins og bófarnir í gamla daga: Pen- ingana eða lífið? Vonandi er spurningin rangt hugsuð, ég veit það ekki, ég heyri ekkert hér lengur fyrir hávaðanum í peningavélinni. Ákaflega nöturleg hugmynd Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Ég eyðilagði Nicole Kidman fyrir vinimínum og samstarfsfélaga um dag-inn. Það atvikaðist þannig að viðsátum í básum okkar sem liggja hvor á móti öðrum og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Hann sagði mér að honum þætti Nicole Kidman fegurri en flestar konur og besservisserinn ég hló að honum og spurði hvort hann vissi virkilega ekki hvernig í útliti hennar lægi. Hún væri að verða ansi mann- gerð blessuð konan og á góðri leið með að verða næsti Michael Jackson ef hún passaði sig ekki. Ég var í ham og áttaði mig ekki á því að vinur minn var í áfalli yfir þessum fullyrðingum, skeytti engu um tilfinningar hans og googlaði draumadísina ásamt orðunum plastic surgery. Efst á leitar- listanum kom upp bandarísk síða sem sérhæf- ir sig í að koma upp um það sem þeir kalla „lélegar lýtaaðgerðir“ og þar var okkar kona efst á blaði yfir þá sem beðið er um í þessu samhengi. Til að toppa hryllinginn voru birtar myndir af henni með nokkurra ára millibili sem sýna, svo ekki verður um villst, að útlit hennar hefur tekið meiri breytingum en hægt er að klína á sviptingar í förðunartísku eða stórfellda stefnubreytingu hjá augnabrúna- plokkaranum. Síðan þetta atvik átti sér stað hef ég reynt að átta mig á því hvað vakti fyrir mér. Af hverju þurfti ég að eyðileggja tálsýnina fyrir þessum góða manni? Hvers vegna fann ég mig knúna til að rífa Nicole Kidman niður af stall- inum? Nærtækt svar væri öfund. Að ég öfundi hana af því að hún er ein af fegurstu konum heims og það fari í taugarnar á mér að hún sé það vegna þess að hún svindlar. Eins og krakki, sem stendur Nonna, sem fær alltaf tíu, að því að svindla í prófum hikar ekki við að koma upp um hann. Við krakkarnir fílum ekki svindl. Ég vil þó gera tilraun til að færa aðeins mat- armeiri rök fyrir gjörningi mínum. Jafnvel að færa hann upp á femínískt plan. Ég vil nefni- lega meina að mér, eins og fleiri konum í nú- tímasamfélagi, ofbjóði sú útlitsdýrkun sem tíð- arandinn felur í sér. Og að kona, sem hefur lengi talist með fegurri konum heims og nýtur auk þess eins mikillar velgengni og hugsast getur á flesta mælikvarða, skuli sjá ástæðu til að láta „laga“ útlit sitt með drastískum aðferð- um sé, svo ekki verður um villst, til merkis um að ekki sé allt með felldu. Þegar hinar örfáu útvöldu, og sjálfar fyrirmyndir hins vestræna heims hvað varðar kvenlega fegurð, eru það óánægðar með útlit sitt að þær grípi til að- gerða, hvaða von eiga þá Gunna og Sigga, að ekki sé minnst á Sóldísi Lind og Natalíu Líf – því vissulega eru það unglingsstúlkurnar sem eiga erfiðast með að meðtaka öll þau skilaboð um æskilegt útlit sem dynja á þeim fyrir til- stilli fjölmiðla óteljandi sinnum dag. Með ofangreint að leiðarljósi langaði mig líklega til að reyna að afhjúpa þá staðreynd að fyrirmyndirnar, sem stór hluti kvenna á Vesturlöndum og víðar um heim leggja svo mikið kapp á að líkjast, eru í bullandi mínus í bankanum, sífellt í tímahraki, og þungar á brún vegna komplexa sem eru lífseigari en sjálfur andskotinn, eru búnar til. Sem vill svo til að kemur sér afskaplega vel fyrir þá sem selja allar vörurnar sem nauðsynlegar eru til að öðlast æskilegt útlit. Og sé æskilegt útlit eitthvað sem engri konu tekst mögulega nokk- urn tímann að öðlast, kvarnast aldrei ein ein- asta úr kaupendahópnum. Því fullkomnari og þar með óraunverulegri sem fyrirmyndirnar verða – en það virðist jú vera tilhneigingin – því erfiðara og flóknara verður það að ná að líkjast þeim og því fleiri vörur þarf að kaupa í viðleitni sinni. Eftir að ég hélt þessa innblásnu ræðu yfir félaga mínum var honum fyrst fátt um svör og spurði svo hvort ég hefði í hyggju að fara í mál við kapítalismann. Ég átti skotið inni eftir það sem ég gerði sambandi hans og draumaprins- essunnar. Sem gefur til kynna að honum sé nú ekki alveg sama um elskuna sína, þrátt fyrir að hann viti sannleikann um hana. Og það hlýt- ur, sama hvað öðru líður, að teljast fallegt. Að rífa Nicole Kidman niður af stallinum Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is ’Þegar hinar örfáu útvöldu ... eru það óánægðar meðútlit sitt að þær grípi til aðgerða, hvaða von eiga þá Gunna og Sigga, að ekki sé minnst á Sóldísi Lind og Natalíu Líf? ‘ I „Leiklistin getur ginnt áhorfandann til aðstanda augliti til auglitis við veruleikann, en ekki þvingað hann til að veita honum viðnám eða sigrast á honum.“ Svo fórust Friedrich Dürrenmatt orð í Lesbók árið 1963, í athuga- semdum hans við leikverk sitt „Eðlisfræðing- ana“ sem þá voru birtar í tuttugu og einum tölulið – og eru endurbirtar nú undir efnis- liðnum Lesbók 80 ára. Þessi athugasemd setur í hnotskurn einn þeirra grundvallarþátta sem gera leiklistina svo aðlaðandi; hún reynir á og afhjúpar, en að leiknum loknum gengur áhorf- andinn engu að síður út á sínum eigin forsend- um en ekki leiksins. II Edinborgarhátíðin er að hefjast um þessahelgi en þar gefur að líta margt það sem framsæknast er á sviði leiklistar hverju sinni. Eitt af því sem gerir hátíðina athyglisverða er sú umgjörð sem sýningarnar eru unnar inn í en hún getur verið með ýmsu móti. Krafan til áhorfandans er mikil – líkt og í myndlist sam- tímans – því þegar stigið er út fyrir hinn hefð- bundna ramma með listrænan miðil (út af svið- inu, eða úr sýningarsalnum) verður framand- leikinn oft til þess að skerpa hrif verksins og afhjúpa samhengi þess við umhverfið með meiri krafti en ella. Slíkar sýningar verða „ein- stakt tækifæri til að sjá eitthvað afar óvenju- legt“, eins og Marcie Hume orðar það í hug- leiðingu sinni um Edinborgarhátíðna í Les- bókinni í dag. Eða jafnvel forsmekkinn af því sem síðar síast inn í hefðbundnari tjáningu í sama miðli – það sem m.ö.o. stuðlar að fram- þróun listgreinarinnar. III Umræðan um hvað sé leyfilegt, eða rétt-lætanlegt, og hvað ekki, á sér stað um alla miðla. Vandlæting vegna efnistaka og innihalds er ekki einskorðuð við hina svo- nefndu „hámenningu“ – hún kemur ekki síður sterkt fram gagnvart þeim miðlum sem höfða fremur til fjöldans. Í grein sinni um ímyndir, áhorf og ótta leiðir Úlfhildur Dagsdóttir að því líkur að óttinn við ímyndirnar sé m.a. sprottin af lítilli færni í myndlæsi. „[...] myndefni er ekki álitið eins merkilegt og ritmál og ekki þykir ástæða til að rækta myndlæsi með börn- um líkt á læsi á ritað mál,“ segir hún, og hefur þar mikið til síns máls. Úlfhildur vísar til Aðal- námsskrár grunn- og framhaldsskóla og segir ennfremur: „Mikil áhersla er lögð á íslenska tungu og góða þekkingu á henni, sem felst í læsi, því að vera læs á íslenska tungu og fær um að beita henni í töluðu og rituðu máli. Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun, sem hluti af málskilningi“. Færni við að lesa í myndir er auðvitað einn- ig forsenda þess að börn geti túlkað það sem fyrir augu þeirra ber og dregið af því raunhæf- ar ályktanir í stað þess að yfirfæra hugsanlega þá reynslu á sinn eigin raunveruleika. Neðanmáls Þakklæti er dyggð sem í daglegu lífi höfuðborga Vesturlanda sést ekki alltof oft,a.m.k. ekki á götum úti. Þegar viðmið okkar í borgarlegu samfélagi þokast ofarog ofar, það sem var mikið í gær er orðið lítið í dag og þarfir okkar og langanir verður erfiðara með hverjum deginum að uppfylla, þarf eðli málsins samkvæmt stöðugt meira til að gera okkur þakklát. Mér virðist sem tilfinningar okkar, samskipti og mann- gildi séu einmitt að töluverðu leyti komin á hina yfir og allt um kring hlutlægu mælistiku verðmæta, peninga. Þannig að ekki einungis efnið hefur öðlast hlutlægt verðgildi heldur líka tómið og tíminn og allt sem í honum er falið sem segir m.ö.o. gildi okkar og viðmið mótast æ meira, með hverju ári kapitalismans og breytts markaðssamfélags, af blekk- ingu verðmæta. Hvað er verðmætt? Hin forna austurlenska speki taóismans hefur lengi verið mér hugleikin og í gegnum árin ýtt undir tvíhyggju efnis og anda í vangaveltum mínum. Nú er svo komið að ég er orðinn sannfærður um að þjóðfélög og íbúar Vesturlanda séu að stórum hluta á rangri leið varðandi hvað sé verðmætt og hvað skipti máli. Leyfið mér að reka nokkrar stoðir undir fullyrðinguna og metið svo hvort þið sjáið einhverja vitglóru í málflutningnum eða dæmið hann sem útópískan draum villuráfandi húmanista. Í taóisma er tíðrætt um notagildi hins nytlausa, því án tómsins er t.d. glasið nytlaust og glatar verðmæti því drykkurinn í því þarfnast tóms. Þannig er það með alla hluti. Tómið afmarkar þá og gefur þeim tilgang og að hluta verðgildi. Þetta þekkja listamenn sem vinna með rými vel. Að mínu viti er þó tvenns konar tóm. Annars vegar má tala um efnislegt tóm, líkt og tómið í glasinu. Hins vegar er eitthvað sem við getum kallað and- legt tóm, líkt því sem í sálu okkar er uppspretta og akur tilfinninga og sköpunar o.s.frv. Fyrir um tveimur árum birti undirritaður stutta grein í Morgunblaðinu eftir að hafa sótt ráðstefnu um hamingju og hagfræði í Mílanó þar sem prófessor Daniel Khaneman Nóbelsverðlaunahafi talaði um þversögn hamingjunnar m.t.t. hagfræði. Þannig er það nefnilega að hallatala hagvaxtar (sem hefur verið um 1:1 á Vesturlöndum undafarna áratugi) er ekki sú sama og hallatala huglægrar velferðar (hamingju). M.ö.o. efnislegur hagvöxtur á ákaflega litla samleið með hamingju og í raun aðeins á meðan manneskja er að tryggja nauðsynjar til grunnafkomu. Út frá því má draga þá ályktun að þau mark- aðsgildi sem hagvöxturinn er byggður á, sem flest öll liggja í hlutlægum efnisheimi, séu ekki næg til að uppfylla tóm tilvistar okkar og gera okkur fullnægð og hamingjusöm. Það virðist nefnilega vera að forsendur vellíðunar og hamingju liggi í tóminu. Héðinn Unnsteinsson tíkin.is Tóm – ádrepa Morgunblaðið/Jim Smart Borgin fegruð. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.