Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005
S
ími Kristófers hringdi um tíu-
leytið á sjötugsafmæli hans.
Hver ónáðar mig nú á afmæl-
isdaginn? hugsaði hann. Sá
hlýtur að hafa ærið tilefni eða
þekkir ekki skap mitt.
„Til hamingju, þetta er Jón.“
„Þakka þér, já, ég heyri það.
Af hverju hringir þú svona snemma?“
„Getum við hist á eftir í Tjarnarkaffi, í gler-
hvelfingunni?“
„Getur það ekki beðið; þú kemur í kvöld, er það
ekki?“
„Jú, en þar getum við ekkert talað saman. Við
getum fengið okkur árbít með hvítvínsglasi,“
sagði Jón.
„Ég er ekkert gefinn fyrir áfengi snemma dags
og þú veist það.“
„Við verðum gangandi og þú brennir því á
göngunni heim. Hvað segirðu um klukkan 10?“
„Þá það, þú ert ýtinn Jón, og þolir illa mót-
blástur; það er þó betra að sam-
sinna þér en andæfa.“
Síðan göngustígar undir gleri
komu til má ganga um stóran
hluta miðborgarinnar í hvaða veðri sem er, í birtu
og yl innan um gróður og sinna flestum erindum
án bíla; að lokum áttaði borgin sig á því að jarð-
hita og rysjótta veðráttu má nýta á ódýran hátt
saman; með þessu fór miðborgin að líkjast því
sem er í útlöndum; í góðu veðri ganga menn úti,
en í vondu á stígunum. Auðvitað byrjaði borgin
ekkert á þessu; það voru heilsustofnanir í Hvera-
gerði og stórmarkaðir, sem ruddu veginn með því
að setja göngurásir undir glerplasti á milli versl-
ana og net þeirra stækkaði sífellt, ótrúlega ódýr
lausn; þegar stígarnir náðu að Hlemmi áttuðu
menn sig.
Vinirnir hittust í anddyri hvelfingarinnar og
fengu sér sæti með sýn á Tjörnina með fuglunum
og pöntuðu veitingar; blandaður árbítur með hvít-
víni í kvartglasi. Úti var fremur kalt en bjart og
sólríkt, en inni funhiti; lágvært suð heyrðist frá
rafmagnsbílum í nágrenninu; flestir þeirra
brenna ekki eldsneyti í miðborginni. Jón er hag-
fræðingur af nýja skólanum og veltir öllu fyrir
sér, hvort sem það er praktískt eða geistlegt;
hann setti doðrant á borðið.
„Tókstu eftir stúlkunni, sem kom með veiting-
arnar?“ spurði hann, „og hvað hún er einstaklega
falleg og sennilega af indverskum toga og með
húðlit, sem okkur finnst fallegastur. Indverjar
eru út um allt, þeir brauðfæða sig ekki heima fyr-
ir og fjölga sér eins og kanínur, þrátt fyrir mikla
sjúkdóma meðal fátækra; þeir eru eftirsóttir sem
vinnuafl. Þeir eru að leggja undir sig heiminn
með lyfjum og hátæknibúnaði í fjölmiðlun. Stúlk-
an er með tvo bletti á enninu, annar þeirra er
rauður, eins og þú sást; það merkir að hún er ekki
með tilskilinn smitsjúkdómaúrskurð. Svo er hún
með þunna latexhanska; hún verður að nota þá
því smit með príónum og örveirum getur borist
með húðflyksum og svita; það hefur ekki verið
útilokað, en ég trúi því ekki. Príón eru skelfileg;
þau valda ólæknanlegri riðu og öðrum heila- og
taugaskemmdum, elliglöpum ungs fólks og óút-
skýrðum hreyfitaugaskemmdum; þau smitast
lóðrétt með smitefni, sem getur borist í mat eða
drykkjarvatn; veirurnar smita lárétt á milli ein-
staklinga með ördropum í loftsvifi.“
„Ætluðum við ekki að spjalla saman?“ spurði
Kristófer, „sjúkdómar eru dapurlegir. Þessi stað-
ur er yndislegur, hann byggist á því að íbúarnir
fái notað kosti sína til að vega upp á móti ókost-
um, næðingi og úrkomu. Jarðhiti er glæragull
landsins og með því erum við Kanarí norðursins,“
sagði Kristófer ánægður á svip.
„En þú veist að fuglarnir á Tjörninni eru ekki
þeir sömu og áður. Nú eru komnir leiðinlegir
mávar frá Norðursjó, ófétis hræfuglar, sem drita
út um allt.“
„Það er fortíðarljómi í orðum þínum, Krist-
ófer,“ sagði Jón og bætti við: „Allt breytist, sagði
Grikkinn Heraclitus forðum; þú stígur aldrei
tvisvar í sama fljótið. Nú er mannfjöldi heimsins
10 milljarðar samkvæmt þessum doðranti frá Al-
þjóðahagstofnun; hún reiknar öðru vísi en áður í
síðsjálfhverfri neysluhagfræði og telur ný verð-
gildi. Getur þú búist við að ekkert breytist við að
mannfjöldi heimsins tvöfaldist á 50 árum? Ég
kom ekki með doðrantinn bara til að segja þér
þetta. Alls ekki, mannfjöldi Indlands er nú meiri
en í Kína; menn höfðu svo sem spáð því fyrir
nokkru og er ekkert merkilegt í sjálfu sér; þeir
eru nú út um allt, sem menntaðir fagmenn,
læknar og vísindamenn, en stéttaskipting er eins
og áður eða meiri. Flest annað er á annan veg en
spáð var; menn sjá aldrei framtíðina. Hagþróun
þar hefur þó snúist við, vísirinn snýr nú niður.
Indverjar eru tveir milljarðar og voru á fljúgandi
ferðinni fyrir stuttu og þeim var spáð heimsfor-
skólum, og öll varúð er orðin að takmörkunum á
frelsi; það er svo mikið að það er orðið að ófrelsi.
Nú eru settar minnisflögur í eyrnasnepla fólks og
landamæraverðir bera skynjara að; píp heyrist ef
allt er í lagi. Menn óskapast yfir íslamistum og
þegar þeir hrista af sér hina lærðu taka sekúl-
aristar við, leikmenn, en þá fer fólk að leita að
nýjum gildum, lærdómi nýrra kennimanna.
Skyndilega eru gömlu vandamálin horfin en önn-
ur komin í staðinn. Heimsendaspámenn hafa
aldrei haft rétt fyrir sér og nú tala ég eins og spá-
maður.“
III
„Það er skelfilegt hvernig lönd araba eru leikin,
eyðimerkur vaxa og enginn endir er í sjónmáli;
góðu fréttirnar eru þær, að svartsýnar spár um
hitnun jarðar hafa ekki reynst eins slæmar og tal-
ið var; náttúruleg hitasveifla var undirliggjandi.
Svartagull arabanna er afar dýrt, en þeim er
haldið í skák með grænagulli, matvælum; araba-
löndin brauðfæða sig ekki og verða að flytja inn
mat. Nú eru slagorðin olía fyrir mat almenn
markmið og hagvöxtur í gömlum stíl. Mórall vinn-
unnar er þrælanna, en nútíma velferðarþjóðfélag
hefur enga þörf fyrir þræla. Leiðindi eru meira
vandamál í heimi lífskjara en sjúkdómar; þeir
herja að vísu stöðugt en vísindi ráða tímabundna
bót á þeim þar til næstu birtast; allar veirurnar
ósigrandi frá Afríku og prótínsjúkdómarnir, sem
eyðileggja heila og taugar með sífellt nýjum til-
brigðum. Þekking á erfðum leiddi bara af sér
uppgötvun virkra peptíða. Hefur þú velt fyrir þér
hversu lítið þarf af prótíneitri eins og bótúlíni og
tetaníni til að drepa fólk? Nýfundin príón verða
sífellt dularfyllri, en þau eru hægdrepandi. Fram-
leiða má príóna með því að sýkja gersveppi með
þeim; þeir breyta heilbrigðum príónum í sjúk-
lega. Eðli líkamans er látið snúast við og herja á
heila og taugar; brjálæðisleg lymska. Þetta er
eins og eyðniverur af fyrstu kynslóð; þær réðust á
varnarkerfi líkamans; þær ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur. Einn borðstaukur undan
pipar fylltur tetaníni eða príón-z nægir til að
drepa íbúa heilla landa komist þeir í vatnsból.
Hryðjuverk eru orðin að sérgrein, sem læra má í
ystu. Nú eru sjúkdómar og velferð gamals fólks
helsta vandamálið; hagvísar velferðar sýna víða
versnandi afkomu lífeyrisþega. Þeir eru meira en
þriðjungur íbúa í Vesturebbinu. Ungt fólk vill
vinna í Bandaríkjunum eða Suður-Kína og græða
peninga og koma svo til okkar til að njóta lífeyr-
isára sinna; það hatar launatengd gjöld og vill
sprikla í tígralöndum; svo flýr það þaðan þegar
aldur færist yfir. Það vill njóta öryggis sem eldri
borgarar, en þeir eru í vandræðum með leiðindin,
sem allt ætla að drepa. Tvöfaldir múrar um Ebbið
verða sífellt óyfirstíganlegri; fátæklingar frá Afr-
íku hafa ekkert gull og eru óvelkomnir. Miðjarð-
arhaf er nú innhaf í Ebbinu eftir að Norður-
Afríkulönd fengu aðild, þar sjást herskarar eldra
fólks á hressingargöngu að kvöldi líða þögulir hjá
eins og farfuglar; ys og þys unga fólksins heyrist
þar ekki lengur, það fer annað. Já, nú er hún Am-
eríka gömul eins og Ebbið og allt stefnir í gamalt
Kína, sem er malandi ljón en ekki hvæsandi
hreysiköttur eins og áður; félagslegt jafnvægi
borgaranna vantar alveg. Ríkidæmi og sár fátækt
eru hlið við hlið; svona þjóðfélagsnúningur er
bara í Asíu og Suður-Ameríku; hann myndi fram-
kalla byltingu í Ebbinu. Svo er það kalífatið í Suð-
austur-Asíu og stöðugar erjur þess við Ástralíu,
villta vestrið í austri og Filippseyjar. Veistu að
regnskógar Brazilíu eru næstum uppurnir og
ræktunarland komið í staðinn, sums staðar bara
illgresi? Og að frumskógar Borneó og Gíneu eru
að hverfa? Skál Kristófer, ég fer að hætta þessum
vangaveltum.“
II
„Hefurðu velt því fyrir þér hvað það er sem gerir
þjóðir öflugar?“ spurði Kristófer. „Erum við Ís-
lendingar ríkir og á uppleið eða niðurleið?“
„Já og nei,“ svaraði Jón. „Við erum fáir en rík-
ir; sagan segir ekki allt og vísindalegar söguskýr-
ingar fortíðar eru rugl; ríki Egypta var blómlegt í
þrjú þúsund ár, en ríki Alexanders mikla var stutt
og herforingjar hans skiptu með sér herfanginu;
nú eru bara nöfn þeirra eftir, en þeir áttu ríka
menningu og tungu og eru nú smáþjóð, sem lifir á
ferðamönnum og útgerð. Japanir voru miklir af
og til í sögunni og eru nú malandi kettir eftir að
hafa þjarmað að öðrum iðnveldum um sinn; þeir
hrundu af sér árásum Kínverja fyrir öldum síðan
og ágengni gamla heimsins þegar við vorum ung-
ir. Þú þekkir Fönix – hringinn um upphaf, þróun
og afturför þjóða. Rómarríki entist í aldir en svo
þrífast sumar gamlar mennigarþjóðir illa, dæmin
eru fyrir augum okkar. Hvers vegna er langvar-
andi niðurlæging í löndum Assýríu og Babylon?
Við viljum velsæld og stöðugleika, en bæði leikir
og lærðir hafa alltaf barist gegn bylting-
arkenndum breytingum, hvort sem þær eru í vís-
indum eða listum. Bandaríkin eru eins og áður;
þau eiga betra með að gera en að vera. Stundum
er stöðugleiki bara birtingarmynd eigingjarnrar
íhaldssemi sprottin af varðveisluþrá þeirra, sem
ráða og óttast breytingar eða raskanir. Það er
takmarkað hvað almenningur getur innbyrt mikl-
ar breytingar í einu, eða of mikið af veruleika eins
og Carl Jung skrifaði. Byltingar síðustu alda
skópu brothætt ástand í kjölfarið og viðsnúningur
varð oft; svo kviknaði ný íhaldssemi og stöðnun;
hún varir þar til ófarnaður verður, spilling eða
árásir annarra þjóða; stöðnun og valdafýsn vinn-
ur alltaf gegn afburðamönnum. Hvers vegna liðu
ríki Mæja og Azteka að lokum þrátt fyrir að hafa
átt eina stærstu borg heims og náttúru, sem var
paradís á jörðu? Endurreisnin í Evrópu við lok
miðalda leiddi af sér nýja sýn á heiminn með til-
komu vísindaafreka og lista. Hvernig gátu Egypt-
ar reist risavaxna píramída, sem kostuðu milljón
mannár? Menn sögðu að þrælar hefðu verið að
verki, en það er rangt. Verkamenn fengu laun og
þetta var þeirra starf; menn komu stoltir úr vinnu
sinni, steinsmiðir, verkamenn og verkfræðingar;
hún var ekki verri en önnur vinna og markmið
var öllum ljóst. Þegar fólk hefur markmið í til-
veru sinni ráfar það ekki eirðarlaust. Kínverjar
reistu marga múra hvern utan við annan; þar
voru menn víst lamdir til vinnu. Jæja, ég er farinn
að tala eins og Gumilev og kommarnir. Við skul-
um fá okkur kaffi,“ sagði Jón og þagði um stund
og hélt svo áfram.
„Lærdómsmenn trúarbragða eru íhaldssamir
og trúin er afl stöðugleika og bindur ástand þar til
þörf fyrir breytingar brýst út. Samleikur lærðra
og leikra tekur dýfur í sitt hvora áttina og við öðl-
umst öryggi með trúnni, en tökum upp vonda siði
með leikmönnum; svo verða leiðindi að sjúkdómi,
sem yfirtekur allt; þá fer fólk að leita að gildum.
Mikið af iðju nútímans fer í baráttu gegn leið-
indum, en áður fyrir var baráttan háð fyrir tilver-
unni sjálfri, að haldast á lífi. Leiðindin eru eins og
þögult rándýr á baki framfara á gandreið; þau
knýja áfram framleiðslu og kapp fram á gjá-
barma á öllum sviðum, aukning alls er sjálfstætt
Á vorjafndægri 20
Eftir Jónas
Bjarnason
jonasbj@isl.is
’Lærdómsmenn trúarbragða eru íhaldssamir og trúin er afl sþar til þörf fyrir breytingar brýst út. Samleikur lærðra og leikr
ina og við öðlumst öryggi með trúnni, en tökum upp vonda sið
verða leiðindi að sjúkdómi, sem yfirtekur allt; þá fer fólk að le
nútímans fer í baráttu gegn leiðindum, en áður fyrir var bará
sjálfri, að haldast á lífi. Leiðindin eru eins og þögult rándýr á
þau knýja áfram framleiðslu og kapp fram á gjábarma á öllu
sjálfstætt markmið og hagvöxtur í gömlum stíl. Mórall vinnun
velferðarþjóðfélag hefur enga þörf fyrir þræla.‘