Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005
T
ónlistarhátíðin í Skálholti er árlegur við-
burður og sú í Reykholti, sem er mun
yngri, virðist vera búin að festa sig í sessi
líka. Í fljótu bragði mætti ætla að þessar
hátíðir séu ósköp svipaðar; báðar eru
haldnar í kirkjum á sögufrægum slóðum
og samanstanda af „klassískri“ tónlist.
Helsti munurinn virðist liggja í því að há-
tíðin í Skálholti nær yfir hálft sumarið á meðan sú í Reykholti
samanstendur af aðeins fernum tónleikum.
Þegar betur er að gáð er þó meiri munur á hátíðunum.
Tónlistarstarfið í Skálholti hefur á undanförnum árum ein-
kennst af flutningi íslenskrar samtímatónlistar sem byggist á
stefjum í fornum íslenskum tónlistarhandritum, og er hún í
flestum ef ekki öllum tilvikum af trúarlegum toga. Barokk-
tónlistin, sem einnig er fastur liður á hátíð-
inni, er hinsvegar ekki alltaf trúarleg, en hún
er þó svo hátíðleg og virðuleg að hún fellur
ágætlega inn í það andrúmsloft er ríkir í kirkjunni. Hið sér-
stæða við Skálholtshátíðina er sú regla að klappa ekki að tón-
leikum loknum, auk þess sem ekki er selt inn í kirkjuna; fyrir
bragðið er stemningin mjög alvöruþrungin og maður fær á
tilfinninguna að tónleikarnir séu hluti af helgihaldi kirkj-
unnar.
Andinn á Reykholtshátíðinni er allt öðruvísi. Hann er létt-
ari, tónlistin er ekki endilega trúarleg (þó það fari eftir því
hvernig maður skilgreinir trúarlega tónlist) og áheyrendur
láta tilfinningar sínar óspart í ljós eftir tónleikana, jafnvel
með því að blístra. Hvort sé réttara eða meira viðeigandi í
kirkju ætla ég ekki að leggja dóm á; manni líður a.m.k. ágæt-
lega í Reykholti – kirkjan er huggulega innréttuð og sætin
eru þægilegri en í Skálholti. Auk þess er komin hefð fyrir því
að kirkjur á Íslandi séu notaðar undir tónleikahald þar sem
fólk klappar frjálslega og kaupir sig inn. Bústaðakirkja er
ennþá aðsetur Kammermúsíkklúbbsins þrátt fyrir að Sal-
urinn í Kópavogi sé fyrir löngu risinn; jólatónleikar eru
haldnir í flestum kirkjum landsins í desember og í Hallgríms-
kirkju er vandað og mikið tónlistarstarf allt árið um kring.
Sennilega fara mun fleiri í kirkjur til að hlusta á tónlist en að
hlýða á predikun, a.m.k. hér á landi. Ég held að það eigi ekki
eftir að breytast þegar tónlistarhúsið fyrirhugaða rís í mið-
bænum.
Töfrar tónlistarinnar
Afhverju eru kirkjur svona vinsælir tónleikastaðir? Er það
bara vegna þess að þær eru hentugt húsnæði? Og er eðlilegt
að þær séu notaðar á annan hátt en til bænaiðkana og helgi-
halds? Já, á vissan hátt; tónlist og veröld hins yfirskilvitlega
er tengd órjúfanlegum böndum. Ágæt vísbending um það er
notkun orðsins töfrar í tónlistarumfjöllun. Í auglýsingu sem
finna má á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands er vísað til töfra
óperunnar; í viðtali í Morgunblaðinu við kanadíska píanóleik-
arann Marc-André Hamelin í fyrra var vitnað í grein erlends
tónlistargagnrýnanda sem sagði að töfrar Hamelins storkuðu
náttúrulögmálunum. Jón Hlöðver Áskelsson tónlistar-
gagnrýnandi kallaði eitt sinn grein sína um tónleika með til-
teknum sellóleikara Slungna töfra og tónlistarfræðingurinn
Árni Heimir Ingólfsson komst svo að orði í grein um Hauk
Tómasson tónskáld: „Eins og opnaðist nýr heimur af litum og
hljómum, þar sem Haukur dvelur enn og reynir að miðla
okkur hinum af töfrunum sem þar er að sjá og heyra.“
Heimur töfra og trúar
Afhverju er svo oft talað um töfra tónlistarinnar? Og hverjir
eru þessi töfrar? Eru þeir eitthvað annað og meira en mynd-
líking um áhrifin sem tónlist getur haft á tilfinningar okkar?
Venjulega eru töfrar, eða galdrar, skilgreindir sem aðferð
til að leita til yfirskilvitlegra afla til að öðlast þekkingu eða
hafa áhrif á atburði, kringumstæður eða persónur. Þessi skil-
greining á reyndar við um margt í hefðbundinni, kristinni
trúariðkun líka; mörkin á milli töfra og trúariðkunar eru því
ekki alveg ljós. Ætla mætti að aðgreiningin felist fyrst og
fremst í því að galdramenn biðja til myrkraaflanna, þ.e. til
Satans og hyskis hans, eða bara til anda hinna framliðnu, en í
kristinni trúariðkun sé biðlað til Guðs, Jesú, Maríu meyjar,
dýrlinganna og englanna – þeirra sem eru í vinningsliðinu í
Opinberunarbók Jóhannesar!
Í riti Matthíasar Viðars Sæmundssonar, Galdrar á Íslandi,
kemur þó í ljós að svo þarf ekki endilega að vera; mörg dæmi
eru um að galdramaður biðji til sömu máttarvalda og íslensk-
ir prestar. Hugsanlega mætti því skilgreina galdra sem sam-
ansafn aðferða, sem ekki eru viðurkenndar af valdhöfum og
kennimönnum Kirkjunnar, en er samt ætlað að hafa áhrif á
kringumstæður og annað með yfirskilvitlegum hætti, rétt
eins og bænir. Munurinn er sá að bænir og fyrirheit eru leyfi-
legar aðferðir en Biblían fordæmir gullgerðarlist, stjörnu-
speki, miðilsstörf og særingar, hver svo sem ástæðan er.
Engu að síður byggjast bæði töfrar og bænaiðkanir á trúnni
á æðri máttarvöld og tilvist ósýnilegra vera; heimsmyndir
Kirkjunnar og veröld galdramannsins eru því í rauninni svip-
aðar – það eru bara nálganirnar sem eru ólíkar.
Tónlist í trúariðkunum
Eitt nærtækasta dæmið um tengsl tónlistar við heim hins yf-
irskilvitlega er sú staðreynd að tónlist er ómissandi hluti af
helgihaldi kirkjunnar. Og það er ekkert nýtt; í Mesópótamíu
fyrir um fimm þúsund árum voru reist musteri helguð nátt-
úruguðum sem varð að friðþægja með viðeigandi söng- og
hljóðfæraleik. Egyptar til forna, sem voru þeirrar skoðunar
að mannsröddin væri máttugasta tækið til að ákalla guðina,
þjálfuðu hofpresta sína vandlega í söng; Babýlóníumenn not-
uðu tónlist við trúarathafnir sínar og Konfúsíus áleit að tón-
list túlkaði „samhljóman himins og jarðar“. Í hinni ævagömlu
Bók breytinganna, I Ching, er minnst á forna konunga sem
léku tónlist með viðhöfn fyrir „hinn æðsta guð og buðu for-
feðrum sínum að vera viðstaddir“. Enn þann dag í dag nota
töfralæknar ýmissa „frumstæðra“ þjóðflokka trumbuslátt og
söng til að komast í breytt vitundarástand, tíbetskir búddam-
unkar kyrja djúpa tóna í krafti trúarinnar að neðstu tónarnir
séu næstir Guði; vúdútrúarmenn dansa við ærandi trumbu-
slátt; þannig mætti lengi telja.
Í beinum tengslum við anda
Þar sem tengsl tónlistarinnar við heimsmynd töfra og trúar
eru svona sterk, þá er ekki skrýtið að margir hafi litið svo á
að tónlistin sjálf sé í eðli sínu yfirskilvitleg og bestu tón-
verkin séu innblásin af æðri máttarvöldum. Á ensku merkir
orðið „genius“ snillingur, komið af „genio“ sem þýðir andi,
ekki andi í merkingunni andagift, heldur einhverskonar
draugur. Fyrr á öldum var talið að snillingar hefðu fylgju,
sem hvísluðu snilldarlegum hugmyndum í eyra þeirra í
svefni. Snillingar áttu að vera í beinum tengslum við anda og
guði; þaðan er hugmyndin komin um innblástur, snilld sem
hið yfirskilvitlega blæs í huga snillingsins frá ósýnilegri ver-
öld. Frægt dæmi er Sókrates sem átti verndarengil er varaði
hann við hættum og vísaði honum veginn. Ýmsir nítjándu
aldar sálfræðingar töldu reyndar að Sókrates hefði verið
brjálaður og þjáðst af ofheyrnum, en að öllum líkindum hefur
hann bara verið í svona góðu sambandi við eigin dulvitund.
Hann hlustaði a.m.k. á innri rödd sína og fór eftir henni.
Snillingar fyrr á tímum voru stundum málaðir í málverkum
sem menn er voru lostnir eldingu að ofan. Fólk gat ómögu-
lega ímyndað sér að slíkir einstaklingar fengju snilldarlegar
hugmyndir af sjálfsdáðum. Sama var uppi á teningnum er
geðsjúklingar voru annars vegar. Slíkir einstaklingar voru
„lúnatískir“ – þeir fengu brjálæðislegar hugmyndir sínar frá
útgeislun Lúnu, þ.e.a.s. mánans – eða hreinlega frá djöflum.
Ætlaði að frelsa mannkynið
Sumir helstu snillingar vestrænnar tónlistarsögu höfðu há-
leitar hugmyndir um eigin sköpunarverk. Í bók sinni Talks
with Great Composers segir Arthur Abell að Brahms hafi
lýst fyrir sér upplifunum sínum í sérstakri hugleiðslu er hann
fór ávallt í til að biðja almættið um innblástur. Bók Abells er
reyndar vafasöm heimild, því hún kom ekki út fyrr en hálfri
öld eftir að tónskáldið lést! Fullyrðing Beethovens um gildi
tónlistar sinnar er hinsvegar skotheld, því hana er að finna í
bréfi frá honum, þar sem segir: „Ég veit að Guð er nær mér
en öðrum [tónskáldum]… Þeir sem skilja [tónlist mína]
hljóta að frelsast undan allri þeirri eymd sem aðrir burðast
með.“
Við sama heygarðshornið var rússneska tónskáldið Skríab-
in, sem taldi sig sjá engla og heyra tónlist þeirra. Það gekk
svo langt að hann ætlaði sér að valda stökkbreytingu á mann-
kyninu með tónverki sem átti að taka sjö daga í flutningi.
Honum entist þó ekki aldur til að ljúka verkinu, því miður!
Hvað ertu tónlist?
Ef Beethoven lofaði þeim sem skildu tónlist hans eilífri sælu,
þá liggur beinast við að spyrja: Í hverju er þessi skilningur
fólginn? Eru töfrar tónlistarinnar þess umkomnir að gera
Opinberun eftir Alfreð Flóka „Snillingar áttu að vera í beinum tengslum við anda og guði; þaðan er hugmyndin komin um innblástur,
snilld sem hið yfirskilvitlega blæs í huga snillingsins frá ósýnilegri veröld,“ segir greinarhöfundur, og tekur dæmi af Sókratesi.
Eftir Jónas Sen
sen@mbl.is
Hvaða þýðingu hefur orðið „töfrar“ í tónlistarumfjöllun? Og
af hverju eru kirkjur svona vinsælir tónleikastaðir? Greinar-
höfundur segir tónlist og veröld hins yfirskilvitlega tengd
órjúfanlegum böndum, enda er tónlist til að mynda ómissandi
hluti af helgihaldi kirkjunnar. Jafnframt rekur hann sögu
innblástursins eins og hann birtist í menningu heimsins, ekki
síst tónlistinni, ýmist sem bein tengsl við anda eða sem „skáld-
skapur loftsins“, eins og Árni Kristjánsson píanóleikari orð-
aði það – ævarandi líf án efnis.
Kemur innblásturinn af himnum ofan?