Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Wedding Crashers Sharkboy og Lavagirl Hostage  (HL) The Longest Yard  (SV) Smárabíó Wedding Crashers Sharkboy og Lavagirl Hostage  (HL) The Longest Yard  (SV) Sin City  (HL) Star Wars: Episode III  (SV) Regnboginn Wedding Crashers Sharkboy og Lavagirl Hostage  (HL) The Longest Yard  (SV) The Amityville Horror  (SV) Sin City  (HL) Star Wars: Episode III  (SV) Laugarásbíó Kicking & Screaming  (SV) The Longest Yard  (SV) Madagascar  (SV) War of the Worlds  (SV) Háskólabíó The Island  (SV) Dark Water Madagascar  (SV) Batman Begins  (HL) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri The Island  (SV) Kicking & Screaming  (SV) Dark Water The Perfect Man  (HL) Batman Begins  (HL) Madagascar  (SV) Svampur Sveinsson m. ísl. tali  (HJ) Myndlist Austurvöllur: Ragnar Axels- son til 1. sept. Árbæjarsafn: Anna Gunnars- dóttir til 18. ágúst. Café Karólína: Eiríkur Arnar Magnússon til 26. ágúst. Deiglan: Sigurður Pétur Högnason til 21. ágúst. Eden Hveragerði: Jón Ingi Sigurmundsson til 7. ágúst. Feng Shui-húsið: Helga Sig- urðardóttir til 14. ágúst. Ferðaþjónustan í Heydal: Helga Kristmundsdóttir. Gallerí 100°: Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí 101: Þórdís Aðal- steinsdóttir til 9. september. Gallerí Humar eða frægð: Myndasögur í sprengjubyrgi til 31. ágúst. Gallerí i8: Jeanine Cohen til 21. ágúst. Gallerí Sævars Karls: Sigrún Ólafsdóttir til 10. ágúst. Gallerí Terpentine: Gunnar Örn til 13. ágúst. Gerðuberg: Lokað til 15. ágúst. Grunnskólinn Þykkvabæ: Listaveisla. Samsýning. 7. og 11. til 14. ágúst. Götur Reykjavíkur: Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson, „Fiskisagan flýgur“ ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg: Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystu- fek, On Kawara. Til 21. ágúst. Ute Breitenberger og Johann Soehl til 31. júlí. Hallgrímskirkja: Guðbjörg Lind Jónsdóttir, myndverk í forkirkju og kór til 14. ágúst. Hallgrímskirkjuturn: Þór- ólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir. Handverk og hönnun: „Sög- ur af landi“ til 4. sept. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Auður Vésteins- dóttir. Til 31. ágúst. Hótel Geysir, Haukadal: Árni Björn Guðjónsson til 14. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði: Trausti Magnússon til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands: Circus Design frá Bergen. Til 4. sept. Jöklasýningin á Höfn: Í hlut- anna eðli. Til 7. ágúst. Kaffi Mílanó: Jón Arnar. Kaffi Sólon: Guðmundur Heimsberg til 28. ágúst. Laxárstöð: Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir. Listasafnið á Akureyri: Skrímsl til 21. ágúst. Listasafn ASÍ: Sumarsýning til 7. ágúst. Listasafn Ísafjarðar: Katrín Elvarsdóttir, fram í október. Listasafn Íslands: Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs – Saltfisksetur Íslands: Krist- inn Benediktsson, ljósmynd- ari. Skaftfell: Inga Jónsdóttir til 13. ágúst. Malin Stahl. Skriðuklaustur: Guiseppe Venturini til 14. ágúst. Suðsuðvestur: Huginn Þór Arason. Yfirhafnir. Til 28. ágúst. Thorvaldsen Bar: María Kjartansdóttir til 12. ágúst. Vatnstankarnir við Háteigsveg: Finnbogi Pétursson. Við fjöruborðið: Inga Hlöð- vers. Þjóðminjasafn Íslands: Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Story of your life – ljósmyndir Har- aldar Jónssonar. Mynd á þili. Þrastalundur, Grímsnesi: María K. Einarsdóttir til 26. ágúst.. Leiklist Austurbær: Annie, lau., sun., fim., lau. Iðnó: The way to Heaven, mán., fös. Íslenska óperan: Kabarett, lau., fös. Loftkastalinn: Bítl, lau., fös. Gerðarsafn: Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calzadilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmunds- son til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Úrval verka frá 20. öld til 25. sept. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar: Sænskt listagler. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sumarsýning. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Rótleysi til 28. ágúst. Norræna húsið: Andy Horn- er til 28. ágúst. Sumarsýn- ingin Grús til 28. ágúst. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Safnahús Borgarfjarðar: Pétur Pétursson til 19. ágúst. Safnahúsið á Húsavík: Guð- mundur Karl Ásbjörnsson til 28. ágúst. ÞAÐ kemur ekki á óvart hve söngleikurinn Kabarett hefur orðið lífseigur, jafnt texti sem tónlist verða uppspretta ljúfsárra hugrenn- inga um suðupottinn í Berlín millistríðsáranna rétt í þann mund sem nasistar eru að hrifsa til sín öll völd. Það er greinilegt í þessari upp- færslu Kolbrúnar Halldórsdóttur og félaga að það er ekki síst pólitísk skírskotun verksins sem hrífur þau og þeir sjaldgæfu möguleikar sem hér gefast á að skila fullburða söng- leikjasýningu í leik, söng og dansi meðfram því að benda á algild sannindi um hættuna á því að græðgi og fordómar móti framtíð heils samfélags. Aðalpersónur verksins, söguþráður og lýs- ing á umhverfi eru sprottin úr skáldsögu og sagnasafni Christophers Isherwood, ensks rit- höfundar sem bjó í Berlín um nokkurra ára skeið uns hann neyddist til að yfirgefa borgina við valdatöku nasista þar sem hann áleit sér þar ekki vært enda samkynhneigður vinstri- maður. Upp úr sögunum samdi John Van Druten leikrit sem var svo kvikmyndað. Allir þættir verksins tóku nokkrum breytingum í höndum hans og áttu eftir að ummyndast enn frekar í söngleikjahandriti Masteroffs og enn nýrri kvikmyndaútgáfu Jay Presson Allens sem leikstýrt var af Bob Fosse og frumsýnd 1972. Síðari útgáfur söngleiksins innihéldu svo t.d. lög sem Kander og Ebb höfðu samið sér- staklega fyrir þá kvikmynd. Sem dæmi um ólíkar áherslur má taka kynhneigð karlkyns aðalpersónunnar sem hefur verið allt frá því að vera að því er virðist kynhvatarlaus, al- gjörlega samkynhneigð, gersamlega gagnkyn- hneigð eða einhvers staðar mitt á milli í hinum ýmsu útgáfum. Í sýningunni hér er tekið mið af leikgerð Sams Mendes sem hann setti upp í London og New York við frábæran orðstír fyrir nokkrum árum hvað þetta varðar. Það er ekki hægt að hugsa sér betri vett- vang fyrir þessa sýningu en þetta elsta kvik- myndahús okkar sem nú hýsir Íslensku óper- una. Þó að þröngt sé á sviðinu hefur Snorra Frey Hilmarssyni tekist að koma fyrir Kit- Kat-klúbbnum í öllum mögulegum birtingar- formum auk leiguhjallsins margfræga. Las- legur salurinn myndar viðeigandi umgjörð. Jóhann Bjarni Pálmason kann meistaralega að lýsa útsjónarsamlega leikmyndina í þessu litla rými. Kosturinn við þrengslin er að sjö manna dansflokkur fyllir út í sviðið og verður að segjast að Margréti Söru Guðjónsdóttur tekst alltaf að finna óvæntar danshreyfingar sem hæfa jafnt dönsurunum og því svigrúmi sem þeim gefst. Samhæfingin er með ágætum enda dansarnir greinilega vel æfðir. Búningar Hildar Hafstein eru í stílfærðri tísku þriðja áratugar aldarinnar, fjölbreyttir og litríkir og skapa oft áhrifamikla heild eins og t.d. bún- ingar tildursmeyja í trúlofunarveislunni. Gervi Kolfinnu Knútsdóttur eru að sama skapi litrík, hárkollur jafnvel á hárkollur ofan og allt í stíl og oftast vel við hæfi. Stjarna sýningarinnar er eins og við má bú- ast Þórunn Lárusdóttir í hlutverki Sally Bow- les. Söngur hennar er í einu orði sagt stór- fenglegur en Þórunn gleymir aldrei að sýna í hverju lagi hvernig liggur á Sally og er jafnvíg á viðkvæmni hins sjálfumhverfa og grunn- hyggið tillitsleysi í garð annarra í leiknum. Felix Bergsson skilar mjög fagmannlega bæði leik og söng. Ankannaleg hárkollan undir- strikar sakleysi persónunnar sem hæfir vel því atburðirnir sem lýst er í verkinu opinbera fyrir henni miskunnarleysi heimsins. Magnús Jónsson leikur kabarettkynninn á mjög sér- stakan en áhrifamikinn hátt og það á ekki síst við hvað túlkun hans í söng varðar. Persónan er hér sýnd sem fulltrúi illskunnar jafnt sem fórnarlamb hennar og minnir áhorfendur stöðugt á alvarlegan undirtón verksins. Borgar Garðarsson og Edda Þórarinsdóttir fara með hlutverk skötuhjúanna Herr Schultz og Fraulein Schneider. Borgar er sjaldséður á íslensku leiksviði og langt er síðan hann hefur komið fram í sönghlutverki hér. Það sem á vantar í söng bætir hann upp með óbilandi sjarma. Edda skilar viðamiklu hlutverki með sóma, jafnt í leik sem söng, og bregður upp skýrri mynd af konu sem er vönd að virðingu sinni og heldur velli hvað sem á dynur. Það sópaði að Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur hve- nær sem hún skaut upp kollinum á sviðinu og söngur hennar var fyrirtaksgóður. Inga Stef- ánsdóttir spreytti sig á tilfinningaríkum söng á þýsku í stuttu en eftirminnilegu atriði með aldeilis frábærum árangri. Það vantaði tölu- vert upp á ógnina hjá Jóhannesi Hauki Jó- hannessyni í hlutverki Ernst Ludwig en Orri Huginn Ágústsson skipti gersamlega um ham eftir því hvaða hlutverki hann gegndi. Guðjón Davíð Karlsson skilaði Bobby mjög léttilega og var framúrskarandi í Tveimur góðum. Vig- dís Gunnarsdóttir kom skemmtilega á óvart í því lagi og stöllur hennar, Kristjana Skúla- dóttir og Birna Hafstein, gáfu ekkert eftir sem kórstúlkurnar. Það er ástæða til að hrósa Soffíu Karlsdóttur sérstaklega fyrir að skapa áberandi karakter úr litlu hlutverki. Útsetningarnar og hljóðfæraslátturinn voru líka til fyrirmyndar – dimmur undirtónn tón- listarinnar fékk að njóta sín í hægu tempói í bland við yfirborðsgleði hraðari hrynjandi. Þýðing Veturliða Guðnasonar á söngtextum jafnt sem samræðum er bæði smellin og þjál og greinilega vandað til verka. Það er leitun að söngleikjauppfærslu hér á landi sem hefur náð eins góðum árangri í heild í jafn viðamik- illi sýningu og hér um ræðir. Hér er áherslan lögð á að boðskapur verksins skili sér í vönd- uðum leik og í túlkun söngtextanna. Ofan á þetta bætist að söngur, hljóðfæraleikur og allt það sem fyrir augu ber á sviðinu í þessari metnaðarfullu sýningu er í fremstu röð þess sem sést hefur í söngleikjasýningum hér á landi. Í fremstu röð Sveinn Haraldsson Ljósmynd/Árni Torfason Kabarett „Söngur Þórunnar Lárusdóttur er í einu orði sagt stórfenglegur en Þórunn gleymir aldrei að sýna í hverju lagi hvernig liggur á Sally og er jafnvíg á viðkvæmni hins sjálfumhverfa og grunnhyggið tillitsleysi í garð annarra í leiknum,“ segir Sveinn Haraldsson í umsögn sinni um söngleikinn. LEIKLIST Leikhópurinn Á senunni Höfundur handrits: Joe Masteroff. Höfundur tónlist- ar: John Kander. Höfundur söngtexta: Fred Ebb. Þýð- andi: Veturliði Guðnason. Leikstjóri: Kolbrún Hall- dórsdóttir. Tónlistarstjóri: Karl O. Olgeirsson. Höfundar útsetninga: Karl O. Olgeirsson og Samúel Samúelsson. Leikmyndarhönnuður: Snorri Freyr Hilmarsson. Ljósameistari: Jóhann Bjarni Pálmason. Danshöfundur: Margrét Sara Guðjónsdóttir. Bún- ingahönnuður: Hildur Hafstein. Leikgervahönnuður: Kolfinna Knútsdóttir. Hljóðhönnuður: Ívar Ragnars- son. Hljóðfæraleikarar: Karl O. Olgeirsson (píanó og harmónika), Matthías Stefánsson (fiðla og banjó), Samúel Samúelsson (básúna), Sigtryggur Baldurs- son (slagverk), Sigurður Flosason (saxófónn og klarinett) og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (kontrabassi). Söngrödd í upptöku: Ísak Ríkharðs- son. Leikarar, söngvarar og dansarar: Birna Haf- stein, Borgar Garðarsson, Edda Þórarinsdóttir, Felix Bergsson, Guðjón Davíð Karlsson, Inga Stefáns- dóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, Kristjana Skúladóttir, Magnús Jónsson, Orri Huginn Ágústsson, Soffía Karlsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Fimmtu- dagur 4. ágúst. KABARETT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.