Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 | 9
sem var, og í Suður-Ameríku. Það er mótsögn í
þessu dæmi, þú sérð það sjálfur, athafnamað-
urinn Kristófer, sem flytur út ís, fáránleg hug-
mynd. Hvernig datt þér þessi vitleysa í hug?“
„Það er engin vitleysa,“ svaraði Kristófer.
„Ég rek bara þá starfsemi, sem er arðsöm og
hana met ég einfaldlega á gamla kvarðanum, með
tekjum og arði. Ég get ekki brugðið siðferð-
ismælikvarða á mína starfsemi, sem ég hef hagn-
ast á. Skipin mín taka ís á Grænlandi og flytja
hann um langan veg til Austurlanda. Ef þú hefðir
komið með mér til Grænlands til að sjá ístökuna
værir þú ekki að væla nú. Skipin eru opnuð að
framan og stórir ísjakar eru dregnir inn; þau
leggja upp að skriðjöklum, sem skríða fram eins
og ísmatarar. Þetta er einföld hugmynd, sem
hefði verið talin brjálæði fyrir fáum áratugum.
En það er ekki bara ísinn, sem stendur undir arð-
seminni. Burgeisar við Persaflóa og Indlandshaf
borga að vísu ekki mikið fyrir ísinn; þeir nota
hann til að kæla hús sín og drekka svo bráðnað
vatnið. Þótt þér kunni að þykja það dýr drykkur,
þá er hann ekkert dýrari en gosdrykkir. Vatnið er
mörg þúsund ára gamalt og inniheldur ekki
mengunarefni nútímans eins og vatn víðast hvar í
þéttbýli. Vissulega eru uppsprettur í austri, sem
nýttar hafa verið, en margir treysta þeim ekki
vegna hryðjuverka, dreifingar eiturefna. Svo er
lúxus í vatnsdrykk mínum og það er stíll í að
bjóða upp á hann. Þótt bara ríkt fólk hafi efni á
ísnum, þá tel ég að ekkert ósiðlegt sé að mismuna
fólki á þennan hátt; það er ekki mitt hlutverk.
Þótt stéttaskipting endurspeglist í þessum við-
skiptum, þá er heilbrigði ráðandi fólks í austri
einnig gilt sjónarmið. Svo er ísútflutningur ekki
aðalatriðið. Skipin flytja til baka olíu í lausum
gámum til gamla heimsins. Þótt þessi flutningur á
olíu sé dýrari en með olíuskipum, þá geta lítil fyr-
irtæki og jafnvel einstaklingar birgt sig upp með
eigin olíu; þetta er einstaklingsframtak og frjáls-
hyggja í verki. Áður sigldu olíuskip með farm í
eina átt og svo tóm til baka. Nú er flutningur báð-
ar leiðir. Lítil sprengja getur sökkt stóru olíuskipi
með hryllilegum afleiðingum; fraktskipi með olíu-
gáma verður ekki auðveldlega grandað með al-
varlegum afleiðingum. Fyrir hálfri öld héldum við
að jarðefnaeldsneyti væri að verða uppurið; nú
vitum við betur. Einkabílar eru jú enn að hluta
drifnir með olíu, en þó er stærstur hluti þeirra
drifinn með blendingskerfi eftir tilkomu litíum-
rafgeyma; það er nýstárlegt að framleiða litíum
með rafmagni úr grýti; það liggur beint við okkur
sem iðnaðarkostur, framleiðsla léttasta málms-
ins.“
„Hvernig datt þér í hug að þú gætir komist upp
með að eyða olíu áfram í áratugi?“ spurði Jón.
„Burgeisar hafa alla tíð verið til við hvaða að-
stæður sem er,“ svaraði Kristófer.
„Þeir hafa vafalaust verið til frá upphafi. Sagan
kennir okkur það, já, og biblían. Ertu búinn að
gleyma Salómon konungi?“
„Þú vildir spjalla um eitthvað, Jón. Hvað er til-
efnið? Tíminn er liðinn frá okkur.“
„Ég stend frammi fyrir alvarlegum kross-
götum. Sonur minn hefur fengið girnilegt at-
vinnutilboð frá Kalifatinu. Ef hann fer, og barna-
börnin líka, þá sjáumst við lítið úr því. Mínir
ellidagar verða þá ekki skrýddir barnaærslum;
við hjónin getum fengið að fylgja þeim, en það er
mjög örlagarík ákvörðun að taka og erfið, allir
vinirnir og kunningjarnir, ættingjarnir. Ég veit
ekki hvernig við ráðum við það. Flugfar er miklu
dýrara en var vegna orkuverðsins varðandi allt,
ekki bara eldsneytiskostnað, þrátt fyrir hálfgerða
gripaflutninga á fólki heimsálfa á milli. En ég vil
heyra þitt álit.“
„Þú spyrð mig? Þú virðist vita þetta allt og tel-
ur mitt fyrirtæki ósiðlegt. Ég vil benda þér fyrst á
að þú verður fyrst að taka siðferðilega ákvörðun.
Værir þú tilbúinn að starfa fyrir há laun og horfa
aðgerðarlaus á deyjandi fólk á vegköntum? Ef
svarið er nei, þá ferð þú ekki fet; og þú reynir að
segja syni þínum það. Ef svarið er já, þá kemur
önnur spurning. Ertu tilbúinn að búa við hættur á
hverju strái og þar sem austrænir siðir eru stund-
aðir og Kalashnikov-hríðskotariffill er í skáp í
svefnherberginu þínu? Og annað, borgar sonur
þinn launatengd gjöld í Kalifatinu?“
„Þar fórstu með það,“ sagði Jón.
„Ég fer hvergi. Það er viturlegra að reyna að
leggja eitthvað af mörkum með frumspeki varð-
andi siðferðisskyldur í eigin heimshluta. Heims-
þjáning eða tilvistarkreppa, „Weltschmerz“, er
okkar hlutskipti að lokum og allir verða að heyja
sitt eigið dauðastríð. Við erum orðnir eins og
frumstæðar lífverur, við lifum á orkunni, sem við
hugsuðum ekkert um á meðan hún var ódýr. Við
skulum fara og njóta göngunnar heim.“
regla; ef það gengur ekki, þá er þeim stillt upp við
vegg með skömmtun á hvítagulli, lyfjunum, sem
ráða því hver lifir og hver deyr í heimi farsótta og
nýrra afbrigða af malaríu, sem er komin upp í
Ebbinu. Þau lönd sem hafa hvorki svart gull né
grænt, hafa byggt hundrað ný kjarnorkuver. Öll
athafnasemi þéttbýlla landa er drifin með orku;
handafl nægir ekki til að framleiða nóg matvæli
án aðfluttrar orku; iðnaðaráburður er forsenda
lífs í þéttbýli, en framleiðsla hans er orkufrek.
Myndast hefur vítahringur sem menn geta ekki
sigrast á með hugmyndafræði um vindmyllur og
sólarorku, útreikningar á rekstri þeirra voru
gerðir á tíma ódýrrar orku. Þegar orkuverð
hækkaði varanlega kom í ljós, að orka með nýjum
leiðum hækkaði enn meira. Jafnvel vatnsaflsorka
varð víða ósamkeppnishæf; mun meira er til af
jarðefnum en talið var, en þau eru dýr; sparnaður
er orðinn að dyggð, það er jafnvel spennandi að
spara við sig orku.
Þegar vesturlandamenn prédika lýðræði yfir
öðrum vilja þeir að þeir öðlist stuðning við eigin
lífsstíl. Nýi heimurinn er í Asíu, í gamla heiminum
051
Höfundur er efnaverkfræðingur.
stöðugleika og bindur ástand
ra tekur dýfur í sitt hvora átt-
ði með leikmönnum; svo
eita að gildum. Mikið af iðju
áttan háð fyrir tilverunni
á baki framfara á gandreið;
m sviðum, aukning alls er
nnar er þrælanna, en nútíma
Það er búið að vera rosalega mikið umað vera hjá mér undanfarna mánuði.Ég er nefnilega að byggja upp vænt-ingar. Þetta snýst allt í kringum
skáldsögu sem ég ákvað síðasta haust að ég
myndi senda frá mér að tæplega ári liðnu.
Auðvitað kom til greina að halda nokkurs kon-
ar undankeppni, þar sem þjóðin fengi að velja
hugmynd úr banka mínum, það er að segja þá
hugmynd sem hún, íslenska þjóðin, myndi
helst vilja sjá sem holdgerða skáldsögu fyrir
næstu jólavertíð. Það er jú fólkið í landinu sem
kaupir bækurnar og gerir þær að markaðs-
vöru og allt það. En eftir sama sem enga um-
hugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að eng-
inn væri hæfari til þessa starfs en einmitt ég
sjálfur, þannig að ég tók þetta lýðræðislega
skítadjobb bara að mér
og valdi söguefni að eig-
in geðþótta. Og varð
sjálfur bransinn fyrir
valinu. Hið íslenska bókmenntaumhverfi í víð-
ara samhengi: Bækurnar, höfundarnir, útgef-
endur, gagnrýnendur og lesendur. Og auðvit-
að ég. Miðja alheimsins. Míns alheims, það er
að segja. En þetta vita allir. Ég er búinn að
vera að tala og tala um þetta í öllum fjöl-
miðlum. Búinn að vera að byggja upp vænt-
ingar eins og sandkastala í fjöruborði.
Gerði meira að segja myndband. Æðislegt
myndband! Það kom til mín sjónvarpsmaður
og tók mig upp á myndband og talaði við mig á
meðan ég baðaði út höndum og lét tunguna
dansa í munninum. En þetta vita allir! Mynd-
bandið var sýnt í sjónvarpinu, og vakti feiki-
lega athygli! Sumir segja að ég toppi of
snemma, eins og sagt er í íþróttum. En ég
blæs á það! Þegar frægðin en annars vegar er
aldrei hægt að toppa of snemma! Þetta segja
bara þeir sem vita ekki hvar toppurinn er! Ég
er á flugi og flýg hærra og hærra. Ég er að
byggja upp væntingar, sjáiði til!
Um þessar mundir standa yfir stífar æfing-
ar. Ég æfi svipi og pósur fyrir myndatökur,
hnyttin svör og útúrsnúninga fyrir blaðaviðtöl,
máta föt og æfi stólasetur fyrir Kastljós og Ís-
land í dag, geri raddæfingar vegna væntanlegs
upplestrarmaraþons, skrifa nafnið mitt 200
sinnum á dag og held stuttar þakkarræður af
ýmsum fyrirfram gefnum tilefnum.
Næst á dagskrá er blaðamannafundur, þar
sem ég mun fara á kostum og lesa frábæra
kafla úr fyrri verkum! Mér við hlið verða bros-
mildir bókmenntafræðingar, glaðbeittir gagn-
rýnendur og tunguliprir talsmenn bókaútgef-
enda, sem segjast ekki eiga orð til að lýsa
snilldinni, en nota síðan fullt af fínum orðum til
að lýsa henni nákvæmlega!
Einu hættir mér reyndar til að gleyma, en
það er sú staðreynd að ég verð ekki með einu
bókina í haust. Það verða fleiri bækur, fleiri
höfundar, fleiri blaðamannafundir og svo
framvegis. En ég hef engar áhyggjur! Hinn al-
menni lesandi mun sjá að ekkert mun jafnast á
við mig og mína bók. Hún er spes, spennandi
og eitthvað alveg nýtt! Hinar bækurnar verða
bara svona til hliðar, eins og til að undirstrika
sérstöðu mína og gera sigurinn ennþá sætari!
Ég get ekki beðið! Væntingarnar eru um
það bil að ná hámarki. Mér finnst ég vera að
springa. Var ég búinn að segja ykkur frá bún-
ingnum? Hann er æði! Svartur hattur sem fer
mér alveg æðislega vel. Fann hann í London
eftir mikla leit. Þið hafið kannski séð hann? Ég
er með hann í Landsbankaauglýsingunni, þið
vitið. Þegar ég segi: „Mér finnst að rithöf-
undar ættu líka að fá að ganga svona eftir
rauðum dregli, eins og þetta lið í Cannes. Þess
vegna eyði ég í sparnað.“ Samhengislaust? Ég
veit það! En það er ekki það sem skiptir máli,
heldur ég. Og mínar væntingar. Og þjóðin
stendur með mér, ég bókstaflega finn hvernig
loftið titrar af eftirvæntingu! Ég er þegar
byrjaður að X-a jafnóðum yfir ómerkilega
dagana sem skilja að væntingarnar og sjálfan
viðburðinn: Útkomu bókarinnar, minnar nýj-
ustu skáldsögu! Oh! Heilsíðuauglýsingar, heilu
brettin af bókinni inn á gólf bókabúða, útgáfu-
teiti, kampavín og blossasjór sem breytist í
forsíðumyndir! Takk, Ísland!
Það er eitt sem ég á eftir að gera. Eitt svona
tæknilegt smáatriði: Að skrifa þessa andskot-
ans bók. Hvað ætli hún þurfi að vera löng? 200
bls.? Ef ég skrifa kannski svona 3 bls. á dag
ætti mér að takast þetta á sirka 70 dögum. Það
eru rúmir tveir mánuðir. Ekkert stress. Best
að slappa af í nokkra daga. Leika túrista.
Byggja upp væntingar á meðan ég bíð.
Væntingar
’Einu hættir mér reyndar til að gleyma, en það er sústaðreynd að ég verð ekki með einu bókina í haust. Það
verða fleiri bækur, fleiri höfundar, fleiri blaðamanna-
fundir og svo framvegis. En ég hef engar áhyggjur! Hinn
almenni lesandi mun sjá að ekkert mun jafnast á við
mig og mína bók. Hún er spes, spennandi og eitthvað
alveg nýtt! Hinar bækurnar verða bara svona til hliðar,
eins og til að undirstrika sérstöðu mína og gera sig-
urinn ennþá sætari!‘
Eftir Stefán
Mána
stefan.mani@simnet.is
Morgunblaðið/Kristinn
Höfundur er rithöfundur.