Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005
!
Mikið sem Tómas Guðmunds-
son var gott skáld. Hann
hafði svo fögur orð um hvers-
dagslega hluti að þeir urðu
aldrei samir aftur í augum
þeirra sem lásu. Hann vílaði
ekki fyrir sér að yrkja um
Reykjavík þegar öllum öðrum
þótti hún mesti skaðræðisstaður og
notaði svo eðlilegt orðfæri að áður en
fólk vissi af hafði það lært heilu ljóðin
utan að. Það hefur orðið mörgum til
happs því það hefur alltaf verið talið
til gáfna á Íslandi að geta farið með
ljóð utan bókar. Listamenn eins og
Tómas eiga auðvitað
skilið styttu og í
vikunni las ég í
Mogganum að borg-
arfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins rói nú að því öllum ár-
um að honum verði reist ein slík í
hjarta Reykjavíkur.
Í ljósi þess að þegar hefur verið
gerð stytta af skáldinu, bronsmynd
eftir Sigurjón Ólafsson, finnst mér
þetta heldur fáfengilegt baráttumál.
Styttan af Tómasi stóð í Austurstræti
einmitt þar sem fullt fólk veltist hvert
um annað þvert um helgar. Líklega
hefur drykkjan átt sinn þátt í því að
draga úr virðingu þess fyrir skáldinu
því ekki trúi ég því að allsgáðir hafi
unnið á henni skemmdirnar sem urðu
til þess að koma varð henni fyrir í
geymslu. Fyrir fimm árum var styttan
síðan dregin aftur fram og flutt á
Borgarbókasafnið í Tryggvagötu þar
sem Tómas væri vafalítið tíður gestur
væri hann enn á meðal vor og sæmi-
lega fótafær. Bókasafnið er skemmti-
legur staður sem allar kynslóðir sækja
og því er honum mikill sómi sýndur
með því að hafa styttuna einmitt þar.
Nýju styttuna hafa menn aftur á
móti hugsað sér að reisa til að mynda
við Reykjavíkurhöfn þar sem tveir sjó-
menn horfa til hafs eða í Hljóm-
skálagarðinum nálægt Jónasi, Bertel
og nafnlausu konunni hennar Gunn-
fríðar Jónsdóttur. Síðan hafa líka kom-
ið upp hugmyndir um að reisa styttu
Tómasar á Landakotstúni þar sem
auðmjúka konan hennar Steinunnar
Þórarinsdóttur stendur til minningar
um hjartagæsku nafnlausra nunna og
drungalega brjóstmyndin af Marteini
Meulenberg biskup. Einhverjum hefur
fundist vanta frekari upplýsingar um
guðsmanninn en bara nafnið og árin
sem hann var hér á landi og hefur
fundið sig tilknúinn að taka málið í
eigin hendur. Á skjöldinn á stöplinum
hefur verið krotað„LÚÐI“.
Stytturnar sem karlar hafa reist
hver öðrum til dýrðar hafa lengi verið
þyrnir í augum jafnréttissinna sem
gagnrýna að afburðakonum skuli ekki
vera sýnd sama virðing. Og vissulega
væri stöku andlitsmynd hér og þar um
borgina engin óþarfa gustuk. Ekki
hvarflar að mér að gerast svo djörf að
fara að biðja um heilu brjóstmynd-
irnar, hvað þá allan búkinn frá hvirfli
ofan í tær. Í sumar lögðu nokkrir jafn-
réttissinnar það á sig að laumast út
löngu eftir háttatíma til að binda bleikt
tjull um stytturnar í borginni til að
vekja athygli á kvenmannsleysinu og
þetta er árangurinn, Tómas á að fá
aðra. Í greinargerð sjálfstæðismanna
með tillögunni segir að það fari vel á
því að gera styttu af honum í ljósi
„þess heiðursess sem hann skipar í
hugum borgarbúa“. Getur ekki verið
að sá heiðursess sem Tómas og margir
aðrir karlar skipa í huga þjóðarinnar
sé meðal annars tilkominn vegna þess
að þeim var eitt sinn reist stytta?
Kannski afburðakonur þessa lands
geti bara þakkað fyrir að eiga aldrei
eftir að vera metnar svo mikils að
nokkrum finnist ástæða til að reisa af
þeim styttur. Það er þá engin fyllibytt-
an að pissa utan í þær á meðan.
Hreykja
sér á
hæsta
steininn
Eftir Gerði
Kristnýju
gkristny@simnet.is
Síðustu daga hefur nokkuð verið rættum þá tillögu Kjartans Magn-ússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæð-isflokksins, að reisa styttu af Tómasi
Guðmundssyni skáldi í Hljómskálagarðinum,
en undirtektir meirihlutans voru fremur dauf-
ar. Sérstaklega þótti það tíðindum sæta þegar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri bar
því við að ansi „margar
styttur væru nú þegar
af körlum í borginni“,
en hún varpaði fram
þeirri hugmynd hvort
ekki væri tími kominn til að reisa styttur af
nafngreindum konum, aðeins eina slíka væri
að finna undir forsjá Reykjavíkurborgar, af
dr. Björgu C. Þorláksson við Odda, hús Há-
skóla Íslands. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur bent á það í pistli, sem
birtur var í DV, að Reykjavíkurborg geti ekk-
ert eignað sér neitt í þessari einu styttu, hún
sé á annarra vegum. Birni þótti borgarstjóri
jafnframt „sýna minningu Tómasar óvirðingu
með því að setja tillögu um styttu af honum í
þetta ljós“ (22.9.).
Um hvað snýst málið? Á Tómas Guðmunds-
son „að gjalda kynferðis síns“ og verður
„snilli hans höfð að engu fyrir vikið?“ spyr
Kjartan Magnússon í viðhorfspistli sem birt-
ist í Blaðinu (22.9.). Þykir Tómas kannski ekki
nógu merkilegt skáld fyrir styttu, ekki frekar
en Þórbergur Þórðarson, sem einnig á eft-
irminnilegar Reykjavíkurlýsingar? Eða búa
annarlegar og flokkspólitískar hvatir að baki,
eins og Kjartan gefur til kynna? Skiptir það
til að mynda engu máli að Tómas Guðmunds-
son er skáld sem Sjálfstæðisflokkurinn getur
með sanni og vissu eignað sér? Guðmundur
Magnússon varpar fram þeirri tilgátu í leið-
ara Fréttablaðsins (22.9.), en hann segir sjálf-
stæðismenn af einhverjum ástæðum „sem lík-
lega má rekja til arfleifðar kalda stríðsins…
[hafa] tekið sérstöku ástfóstri við minningu
Tómasar“. Þetta eru auðvitað engin stórtíð-
indi, Guðmundur færir það einfaldlega í orð
sem allir vita og þó svo að lesendur Tómasar
komi úr öllum flokkum og ekki þurfi flokks-
skírteini til að njóta ljóða hans, væri það
vissulega forvitnilegt greiningarefni að at-
huga hvað í fagurfræði skáldsins höfðar svo
mjög til hægri manna, því að ekki getur verið
að þeir hafi áhuga á Tómasi fyrir þá sök eina
að hann var pólitískur skoðanabróðir þeirra.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan
sjálfstæðismenn reistu skáldi sínu síðast
höggmynd, sú stóð fyrst í Austurstræti en var
síðar komið fyrir í aðalútibúi Borgarbóka-
safns Reykjavíkur. Og betur má ef duga skal.
Kjartan Magnússon segir „menn ekki þurfa
að lesa mikið af ljóðunum hans til þess að átta
sig á því að Tómas á meira inni hjá Reykvík-
ingum en eina styttu“. Eru kannski til tveggja
og þriggja styttu skáld? Hvað á Snorri
Sturluson margar styttur inni hjá þjóð sinni
og hvað um Halldór Laxness? Mér segir
reyndar svo hugur að þetta snúist um annað
en styttufjölda. Ef vinstri menn reistu skáld-
um sínum styttur og minnismerki, eða opnuðu
um þau fræðasetur, væri af nógu að taka.
Hægri menn eru aftur á móti komnir hring-
inn sem virðist byrja og enda á Tómasi Guð-
mundssyni. Tómas er eins og einkabarn aldr-
aðra foreldra í nítjándu aldar skáldsögu og
það skýrir ágætlega ákefð borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. Svona mál eiga ekki að
snúast um pólitík en ég er ansi hræddur um
að þau geri það – einhvers staðar innst inni.
Hvað á Tómas Guðmundsson inni hjá
Reykvíkingum? Hugsanlega nýja styttu, ég
sæi a.m.k. ekki ofsjónum yfir þeirri ákvörðun.
Ég myndi þó fremur vilja sjá slíkum pen-
ingum varið í ævisögu um skáldið og safn
fræðilegra greina um ljóðlist hans. En Tómas
á líka ýmislegt inni hjá sínum flokki sem gæti
heiðrað minningu skáldsins með því að ætla
sér stærri hlut í íslensku menningarlífi. Þar
hefur Sjálfstæðisflokkurinn jafnan sætt sig
við að sitja á aftasta bekk, þó að stundum hafi
verið spýtt í lófana og peningar verið settir í
verkefni til höfuðs alræði vinstri manna í
menningarmálum. Þó minntu slíkar aðgerðir
jafnan á fyrirgreiðslur í landbúnaði á helj-
arþröm. Menningarsýnin á líka að ná lengra
en að snúast um hvað er hægt að kosta eða
borga fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til ein-
faldlega ekki haft nógu mikinn áhuga á menn-
ingunni til þess að virkja grasrótina og laða til
sín ungt fólk úr öllum greinum listalífsins.
Kannski er flokksaginn of mikill til þess að
það takist. Tómas var skáld borgaralegra
gilda. Hann orti um mannlífið í gömlu
Reykjavík „af lipurð, hlýleika og stundum
gamansemi“ svo ég vitni í greiningu Kjartans
Magnússonar borgarfulltrúa. Tómas var ekki
uppreisnarmaður í listum, reyndar mætti
halda því fram að hann hafi hneigst til íhalds-
semi í ljóðum sínum. Hann rakst því vel í sín-
um flokki. Svo er ekki um framsækna lista-
menn sem geta verið krítískir á samtímann.
Það merkir þó ekki sjálfkrafa að list þeirra
þurfi að vera vinstrilist.
Það er rúm fyrir róttæka hægrilist á Ís-
landi. En til þess að hún fái þrifist þarf Sjálf-
stæðisflokkurinn að verða frjálslyndari, hann
verður að rúma fleiri sjónarmið og læra að
sýna ögrandi hugmyndum umburðarlyndi,
jafnvel þótt þeim sé beint að sjálfu flokks-
starfinu. Annars er hætt við að menningar-
málastefna flokksins verði alltaf sérkennilega
gamaldags og á skjön við raunverulegan slag-
kraft íslensks menningarlífs.
Hver er á stallinum?
Fjölmiðlar
Eftir Guðna Elísson
gudnieli@hi.is
’Tómas er eins og einkabarn aldraðra foreldra ínítjándu aldar skáldsögu og það skýrir ágætlega ákefð
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. ‘
I Segjum sem svo að því sé haldið fram hér afalgjöru ábyrgðarleysi að það skipti í raun
engu máli um hvað jólabækurnar munu fjalla í
ár, bókmenntirnar hafi hvort eð er ekkert um
það að segja hvernig þjóðfélagi við búum í,
bókmenntir hafi ekkert atkvæði í þessu þjóð-
félagi yfirleitt, þær séu
áhrifalausar, mátt-
lausar. Þetta vita hugs-
anlega allir sem vilja vita en það er bara svo
margt sem menn vilja ekki vita.
II Að vísu verða nú ýmsir til þess að rífa sigupp úr andleysinu og andmæla en flestir
þó með orðum sem heyrst hafa áður í þessu
sambandi: Jú, bókmenntirnar hafa víst áhrif,
þær orka á okkur á djúpsálarlegu plani, þær
rispa sálarlífið og þessi sár birtast okkur fyrr
eða síðar í blóðugri torgapólitík, frussandi
þingræðum eða muldri hvunndagsmannsins.
Aðrir þusa um að tími afstöðubókmennta sem
slíkra sé liðinn: Við getum ekki skrifað At-
ómstöðina aftur. Og varla yrði skáldsaga um
flugvallarmálið kræsileg lesning. Hvað þá ljóð.
Að auki sé alltaf verið að skrifa skáldskap um
íslenskan veruleika, hvers vegna er það ekki
nóg?
III En það er ekki verið að tala um af-stöðubókmenntir í anda Zola, Brandesar
eða nýraunsæisins. Og auðvitað er verið að
skrifa um veruleikann í einhverri mynd, um
hvað ættu bókmenntir annars að fjalla? Bók-
menntir eru meira að segja að fjalla um sam-
félagsleg mál. Og spurningin er ekki hvort
bókmenntir hafi áhrif á sálarlífið. Auðvitað
hafa þær áhrif á sálarlífið eins og öll mann-
anna verk. Spurningin er: Hvers vegna er svo
að segja engin raunveruleg skörun á milli bók-
mennta og til dæmis samfélags- eða stjórn-
málaumræðu í landinu? Eða hver er í raun
þáttur bókmenntanna í skoðanamyndun sam-
félagsins? Hvaða áhrif hafa bókmenntir á
ríkjandi hugmyndafræði? Hvaða þátt áttu
bókmenntirnar í að móta þá tegund frjáls-
hyggju og hægristefnu sem þjóðlífið hefur ein-
kennst af undanfarin ár?
IV Sennilega hljóma þessar spurningarannarlega í eyrum sumra. Líklega geta
þær litið út fyrir að vera alveg út í hött. Og
kannski eru þetta ekki réttu spurningarnar.
Hugsanlega eiga bókmenntir alls ekki að taka
þátt í skoðanamyndun samfélagsins. Kannski
er snertiflötur milli bókmennta og valdakerfis
samfélagsins bannsvæði. Kannski er það bara
óþægileg tilhugsun að bókmenntir geti haft
áhrif eða völd.
V En gæti ekki verið að það hafi smám-saman – í raun án þess að neinn tæki sér-
staklega eftir því – myndast eitthvert bil á
milli bókmennta og samfélags á undanförnum
árum sem gerði það að verkum að bókmennt-
irnar hafi í raun misst sambandið við umhverf-
ið sem þær eru sprottnar úr?
Neðanmáls
101 er Evrópa. Úthverfin eru Ameríka. Einhversstaðar þar á milli er Ísland.Við megum hrósa happi að miðborg Reykjavíkur hafi byggst upp fyrir seinna stríð,á þeim tímum þegar ennþá lifði í glæðum hefðar og siðmenningar. Þessi bæjarhluti,
sem skipulagður var af Dönum og er eini hluti landsins sem hægt er að kalla borg, byggðist
upp í sögulegu samhengi; afleiðing árþúsunda þróunar; glæsilegrar evrópskrar hefðar. Eft-
ir stríð var sögunni kastað á glæ, Danir reknir heim og landinn tók til við að malbika leiðina
upp í Árbæ og Breiðholt að hætti Kanans. Menn höfðu eignast bíla og langaði til að keyra
sem lengsta leið í og úr vinnu. Skítt með strætó. Úthverfin voru hönnuð fyrir bíla. Og börn.
Þessum tveimur fyrirbærum átti að líða vel í nýju hverfunum sem jafnframt voru hönnuð til
að halda þeim vandlega aðskildum. Öllum öðrum mátti hinsvegar líða illa í úthverfunum og
líður enn. Fólk gerir sér bara ekki grein fyrir því. Þunglyndi á Íslandi má að stórum hluta
rekja til arkitektúrs og skipulags. Senn líður að því að fyrstu arkitektarnir verði dregnir
fyrir dómstóla fyrir að hafa eyðilagt líf heilla kynslóða, líkt og tóbaksrisarnir vestra. Graf-
arvogurinn telur 25.000 manns en samt er hvergi að fá þar mannlegt samneyti, hvað þá
bjór. Grafarvogsbúar hafa orðið að leita á náðir kirkjunnar. Þess vegna er Grafarvogskirkja
vinsælasta kirkja landsins. Það er eftirtektarvert að allir arkitektar á Íslandi skuli búa í 101,
eina borgarhverfi landsins sem þeir hönnuðu ekki sjálfir.
Galdurinn við 101 er einfalt skipulag í bland við algert skipulagsleysi. Í rúðustrikuðu
gatnakerfi fengu hundrað hústegundir að rísa. Hið fasíska Fossvogssamræmi er hér víðs-
fjarri. Á hundrað fermetra bletti í hjarta borgarinnar má finna íbúðarhús, bókabúð, kaffi-
hús, bar, apótek, fangelsi, hótel, skósmið og sparisjóð. Engum núlifandi arkitekti myndi
detta í huga að blanda saman svo ólíkum rekstri. Samt er þetta það sem gerir miðborg
Reykjavíkur skemmtilega. Ég hef gengið hundrað þúsund sinnum niður Laugaveginn og ég
er enn að sjá hús sem ég hef aldrei séð áður. Ég hef hinsvegar aðeins fimm sinnum gengið
Grensásveg og ég kann hann utanbókar. Við getum týnt okkur í 101. Þrátt fyrir sáraeinfalt
gatnakerfið er þessi borgarhluti nægilega flókinn til þess að við fáum ekki leiða á honum.
Hallgrímur Helgason
Silfur Egils www.visir.is
Arkitektúr
og þunglyndi
Morgunblaðið/Ásdís
Haust.