Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Page 3
longseller í gegnum aldirnar, og sömuleiðis hefur fólk öldum saman verið munstrað á geðsjúkrahús heltekið hugmyndum um að spádómar Nostradamusar væru að rætast. Ráðgáta sturlunarinnar: Hvað vitum við nema mál hennar geymi sannleika? Eitt sinn léku vitfirringarnir lausum hala í þorpunum en síðan voru þeir lokaðir inni. Sagan sem fræðimaðurinn Michel Foucault rekur í riti sínu um sögu sturlunarinnar (Útisetur) er saga hugmynda okkar um geðveiki og guð- dóm, skynsemi og sturlun, sagan um hvernig samræða skynseminnar við sturlunina var rofin (orð hins sturlaða voru ýmist guðleg teikn eða þrugl) og heimurinn varð fátækari fyrir vikið, samkvæmt Foucault. Sturlunin var gerð að sjúkdómi og sjúklingarnir lokaðir inni í herbergi sem víðast hvar í Evrópu var arfur holdsveikinnar bæði í eiginlegum skiln- ingi og hugmyndatáknrænum, sömu sjúkra- byggingarnar og sama guðlega hlutverkið. Ætli herbergið hafi svo ekki verið málað svart. FJÖGUR Segjum sem svo – til málamynda – að í vest- rænni menningu hafi ástríðan verið lokuð inni í unglingaherberginu. Öll neikvæðni og ókyrrð, allur óróleiki, unglingaveiki, nöldur, kvabb, sífr, ástsýki, niðurrif, öfgar, glundroði og dómsdagsdraumar sett í svart herbergi – ásamt með gagnrýninni hugsun og góðum rökum. Það er þröng á þingi inni í þessu plak- atskreytta herbergi, fólk andskotast og öf- undast og hatast og sér ofsjónum og slammar linnulaust undir djöfullegum dauðarokks- drunum úr svörtum hátölurum og það nöldrar – og gagnrýnir. Meðan á þessu stendur er samsæti í stássstofunni og þar má enginn neitt illt vita: Ef djöfulgangurinn keyrir úr hófi fram eru dyrnar opnaðar: Ætliði að lækka í þessu gargi! Ég er ekkert sérlega feiminn við að fara inn í stássstofu, ég treð í mig snittum og fer með faðirvorið og hugsa um Guð. Stássstofup- istill Kristjáns B. í síðustu Lesbók var engin blammering og engin ástæða til að svara með þjósti eða yfirleitt að svara nema til að hugsa hann áfram. Það er svolítið kyndug hugmynd að menningarrýnendur eigi að einblína á það sem jákvætt er. Hvaðan kemur sú hugmynd? Í þætti RÚV um bókmenntahátíðina sallaði Kristján niður sífur og væl og heimtaði að pöpullinn sæi, takk fyrir, um menningar- umfjöllunina á netinu – ókeypis – enda væru tímarit úrelt. Það er eitthvað talsvert skakkt við þessa beiðni, sjálfur hef ég reynslu af því að reyna að selja bókaforlaginu Eddu skítbil- legar auglýsingar fyrir vefrit um bókmenntir og menningu sem margir helstu rithöfundar og fræðimenn þjóðarinnar hafa skrifað í og svei mér ef var ekki eins og verið væri að hafa brauðmola af fátæklingi og ekki man ég til þess að hin forlögin hafi haft meiri skilning á þessu netsýsli, enda vita allir sem við slíkt basla að fátt er að hafa nema vanþakklæti. Enginn er að kvarta, fólk gerir heil ósköp launalaust, af einskærum áhuga á menningu og ást á bókmenntum. Talið um forfeður okk- ar sem skrifuðu þrautseigir í baðstofum og létu ekki deigan síga er hjáróma úr skakkri átt: Maður sér fyrir sér Björgúlf Guðmunds- son lötra um bæinn með betlibauk frá Rauða krossinum eins og hann gerði fyrir nokkrum árum, svo sem í lagi mín vegna en það er bara eitthvað brjálæðislega fyndið við millj- arðamæringa með betlibauka og þróun- arstjóra með eftirhermuatriði í útvarpi að þruma yfir smælingjunum að vera ekki að sífra þetta. Kristján sagði gagnrýni þarsíð- ustu Lesbókar vera ókonstrúktíva, leggja ekki til draumsýn, og það getur verið rétt; þó er slíkt vandmeðfarið og óvíst að draumsýn um íslenska bókaútgáfu fengi sérlega blíðar móttökur. Allavega fékk Ágúst Borgþór Sverrisson, sem fyrir fáeinum árum tók sér fyrir hendur að skipta sér af útgáfumálum, með að sönnu geðillum pistli, þá umsögn hjá Kristjáni að þar færu „órar manns með meira en vondan snert af kontrólsýki“. (Kristján B. Jónasson, „Ávextir blektrésins“, kistan.is.) FIMM Í stássstofunni á að vera stuð, jei, og við vilj- um ekki heyra neitt bölsýniskjaftæði! LOK- IÐI DYRUNUM, HADNA! Þolið er merki- lega lítið, meinlausustu upphátthugsanir verða að dómsdagsdrunum og þær systur nöldur og gagnrýni virðast líta út fyrir að vera samvaxnir síamstvíburar þegar í stáss- stofuna er komið – en furðuleg er sú þversögn að stundum er heldur meira til þess tekið sem rakalaust lætur flest fúllyndisfúkyrðin fjúka með mestum þjósti. Turistas del ideal (Hugsjónatúristar) heitir nýútkomin bók eftir Ignacio Vidal-Folch, fyrsta bók í þríleik um Spán samtímans. Per- sónurnar eru flestar skáldaðir textatvífarar raunverulegra persóna, glæpasagnahöfund- arins Vázquez Montalbán, Nóbelsverðlauna- hafans José Saramago, söngvaskáldsins Joa- quín Sabina og rithöfundarins og aktívistans José María Mendiluce. Þetta er kýnísk satíra á spænskan menningarheim (kýnísk að því leyti að ætla öllum óheilindi) sem gengur út á að sýna í spéspegli tvískinnung vinstrisinn- aðra menntamanna, róttækra rithöfunda og listamanna. Hugmyndaheimur skáldsögunnar er klassísk menningarbölsýni: Á bak við yf- irlýsingar gleiðustu kjaftasnakka gín við tóm, innihaldsleysi og hræsni og snobbhænsn með brókarsótt fara hvarvetna með völd í menn- ingunni. Söguhetjurnar taka þátt í byltingu – en aðeins af svölum Savoy-hótelsins þar sem þær gista. Gægst er inn í heim spænskrar bókaútgáfu og þar er allt rotið og yfirborðs- kennt, ákvarðanir eru teknar út í bláinn og alls enginn hefur vit á texta. Köld bók og ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mér þyk- ir hún drepleiðinleg og forpokuð eða skemmtileg og ögrandi, raunar verð ég að játa að ég er enn ekki búinn með hana. Mér vitanlega hefur spænskur menningarheimur hins vegar ekki verið neitt skjálfandi yfir þessari bók og ég veit heldur ekki hvort ein- hver skelfur yfir frásögn um margboðaða bók Stefáns Mána sem hljómar svolítið svipuð, ku vera saga um íslenskan menningarheim með textatvíförum tvist og bast (ég ætla rétt að vona að ég sé annaðhvort hetjan eða skúrk- urinn í henni). En greinar eins og sú sem Stefán Máni skrifaði hér í Lesbók á dögunum eru skrifaðar á hverjum degi um víða veröld án þess að nokkur kippi sér upp við það, Stef- án Máni er hérna einhvers staðar hinum meg- in í svarta herberginu og ég hef bara rekist á hann einu sinni í holdinu, það er svo dimmt hér inni og það hljómar svo ótal margt í svörtu herbergi og ég heyri líka raddir sem berast ekki úr neinum barka, það er skipt úr Metallica yfir í Chopin og þaðan yfir í Wagn- er og svo er skellt á speedmetali. Spurning- arinnar hvort skáldsagan sé dauð má vel spyrja þótt kenningin hafi lengi hljómað og sé ekkert sérlega sannfærandi en meðan á þessu stendur er verið að lesa upp skáldskap í stássstofunni, góðir gestir, við ætlum að hlusta á danskan höfund að nafni Hanne- Vibeke Holst sem les að vísu hræðilega og textinn hennar er alveg glataður en við höfum flutt hana hingað til landsins til að staðfesta fordóma þeirra sem halda að bækur sem selj- ist hljóti að vera rusl, gjöriði svo vel OG VILJIÐI GJÖRA SVO VEL AÐ LÆKKA Í ÞESSUM DJÖFULGANGI ÞARNA INNI, SVEI MÉR ÞÁ! LÆKKIÐI! SEX Hvað hef ég fyrir mér í þessu með svarta her- bergið annað en kennd, spádómarugl, ein- hvern sem hvíslar andlitslaus að mér innan úr herbergismyrkri eitthvað um góðan hljóm- grunn tómra tunna, hvar eru rannsóknirnar og hvar er doktorsritgerðin? Nefnum eitt- hvað: Guðmundur Andri Thorsson skrifaði fyrir tveimur árum pistil gegn tali Guðbergs Bergssonar um bókmenntahátíð það árið. Guðmundur Andri sagði Guðbergi hafa víst verið boðið á bókmenntahátíð, öllum væri boðið. Þetta var satt og rétt en kom hins veg- ar máli Guðbergs ekkert við. Maður hefði haldið að hægðarleikur væri að færa fyrir því góð rök að ekki sé rétt að kenna bækur José Saramago við undanrennu, eins og Guð- bergur gerði, og enn léttara að sýna fram á að það stenst ekki skoðun að engir almenni- legir rithöfundar sæki bókmenntahátíðir. Ég held að báðar fullyrðingar séu rangar og auð- hrekjanlegar. Guðmundur Andri fór hins veg- ar þá leiðina að loka svarta herberginu og af- greiða pistil Guðbergs sem nöldur sem stafaði af persónulegum spælingi. Það getur vel verið rétt, ég veit ekkert um það, en þannig rök- færslur nefnast ad hominem og þykja ekki tækar. Með því móti má rjúfa samræðu milli ólíkra viðhorfa, koma sér upp góðri afsökun fyrir að hlusta ekki á einn eða neinn sem tjáir sig um, tja, til dæmis bókmenntahátíð, það stafi af óvild og eigi best heima í hevírokks- kreyttu unglingaherbergi. Skuggalega stutt er yfir í þann hátt sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar eiga stundum sameiginlegan, að taka allri gagnrýni eins og verið sé að káfa á hreinum meyjum eða spilla veisluhöldum. „Börnin okkar brosa framan í íslenska fán- ann í dag,“ sagði Halldór Ásgrímsson í ræðu á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. „Þeirra hamingja er okkar hamingja. Þeirra bíður betri arfleifð en flestra annarra barna í heim- inum. Bjartsýni, þrautseigja og gleði hafa skapað þá arfleifð. Hún má aldrei spillast af bölmóð og svartsýni.“ Mannkynið skiptist í tvennt í ræðu Halldórs; bjartsýnismenn og úrtölumenn, og á hátíðarstund hugsuðu bjart- sýnismenn um Nóbelinn sem Laxness fékk „meðal annars fyrir litríkan skáldskap sem endurnýjaði íslenska frásagnarlist“ (!) en böl- bræður rifjuðu upp rigningasumarið mikla: „Raunar rigndi svo mikið,“ sagði Halldór, „að Fegrunarfélag Hafnarfjarðar, sem hafði árin á undan veitt verðlaun fyrir fegursta garðinn, ákvað að veita ekki verðlaun það ár vegna vætunnar.“ Bjartsýnir brosa á meðan bölsýn- ir velta sér upp úr sumrinu sem fór svo snaut- lega með Fegrunarfélag Hafnarfjarðar og forsætisráðherrann spyr spurningar tvíhyggj- unnar: „Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjartsýni og vilja til að sækja fram? Þeir sem sjá myrkrið í deg- inum, eða þeir sem sjá ljósið í myrkrinu? Ég held að við vitum öll svarið,“ klykkir Halldór út með en hugsandi fólk á aldrei að vita svarið. Kristján B. Jónasson les það bein- línis úr þremur ólíkum greinum að höfundar þeirra séu hjartanlega sammála um að allt sé búið og þetta stafi af dómsdagslosta höfund- anna og sé því best geymt inni í unglinga- herberginu. Samtali slitið. LÆKKIÐ Í ÞESSUM ANDSKOTA! VIÐ HEYRUM OKKUR EKKI BORÐA! Síðustu fjögur árin eða svo hef ég verið að skrifa skáldsögu sem mig langaði til að væri eins og grípandi popplag þar sem textinn fjallaði um heimsendi eða vítisvist. Mig hefur langað til að þessi skáldsaga yrði eins og slag- ari sem er sunginn í útilegum, líkt og popplag við Völuspá. Maður spyr sig hvort hægt sé að koma við gagnrýni og hvernig það verði gert. Það virðist býsna þægilegur varnarháttur að setja hvern minnsta vott af húmi í poka, kalla beiskju og hleypa svo úr pokanum inn í svart herbergi. „Ég yrki úr skipbroti / úr tákni eða skugga / rofnu tómi / sem skyndilega fyllist ógnvekjandi ljósi“ orti módernistinn José Ángel Valente og ljóðlínurnar gætu haft að geyma gjörvalla fagurfræði tímans. Það er held ég engin vanþörf á smámyrkri, á lágu muldri módernismans í glænýju og töluvert meira ógnvekjandi ljósi sem meðan gettó- blasterinn hvín virðist skína í hvert skúma- skot og hvern skugga og þarf miklu meira stuð til að stuða það. SJÖ Bókmenntahátíð var vel heppnuð og margt frábært, til dæmis spjall Torfa Tulinius við Paul Auster í Norræna húsinu. Sjálfum þótti mér skemmtilegast að kynnast spænskum rit- höfundi sem ég tók viðtal við, okkur kom svo helvíti vel saman að við fórum á flæking um Reykjavík. Ég gerði mitt besta til að draga upp sem alsvartasta mynd af landi og þjóð og hann til að skjóta niður þá upphöfnu mynd sem ég hef og gef gjarnan af Spáni um leið og hann kom sér upp ást á Íslandi þrátt fyrir allt mitt tal. Kannski var samsetningin í Lesbók sem út kom í byrjun Bókmenntahátíðar svo- lítið óheppileg, svolítið mikið af hinni góðu nótt, en ég hef ekki trú á því að ásökun um neikvæðni og nöldur sé gott svar. Bókmenntir eru vafalaust lífs en þær hafa ekki alltaf verið til, form fæðast, deyja og storkna, við því er ekkert að segja og sölutölur og titlafjöldi eru ekki gild röksemd í því samhengi. Ég man eftir því að hafa oftar en einu sinni sprengt á einhverjum höfuðið á förnum vegi og fyllt það af einhverju um stundarsakir með því að sít- era eftir minni ljóðlínu eftir Þorstein frá Hamri eða Sigfús Daðason. Þetta er svo sem ekki merkileg iðja en það má sjá fyrir sér samfélag þar sem munnleg póesía hefur tekið við af bók. Segjum sem svo að ólæsi yrði allt í einu eftirsóknarvert og kennt í skólum og þá vöknuðu til lífsins vannýttar stöðvar í heil- anum og allir dönsuðu limbó með orðum og minni … Tilhugsunin um að skáldsagan sé storknað form, kanall fyrir vanann, er ekki útilokuð. Ég held raunar að svo sé ekki, furðuverk á borð við La negra espalda del tiempo eftir Javier Marías og vinsæl verk á borð við Stríðsmenn Salamis eftir Javier Cer- cas skjóta upp kollinum, þær eru nýgamlar, hvað er ekki Bréf til Steinunnar eftir Málfríði Einarsdóttur kyndug bók með sitt harmageddon, eða Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnarsson á mörkum esseyju, Sultur Hamsuns fullur af veruleikanálægð og bækur Perecs af furðum. Skáldsaga samtímans leit- ast við að endurheimta sakleysið sem hún bjó fyrrum yfir því fólk trúir ekki lengur á skáld- sagnapersónur. Það þarf að ljúga betur og meira og um leið að gera bókmenntir hættu- legri, teygja álkuna aftur í tímann. Bók- menntir samtímans hrópa margsinnis: Úlfur! Úlfur! Áður en úlfurinn kemur og það merkir ekki að enginn sé úlfurinn þótt freistandi kunni að vera að álykta sem svo. „En til hlið- ar við orðræðuleppa menningarpessimistanna er líf – og það get ég vottað eftir að hafa gengið yfir Mosfellsheiði,“ segir Kristján B. Jónasson í pistli sínum og ég get vottað það líka þótt ég komist ekki upp á Mosfellsheiði svona lokaður inni í svörtu herbergi: Ef við höldum fast við fagurfræðina er ekkert sem bíður nema áframhaldandi sprengjugnýr og dóms- dagur. Til að ná tengslum við bókmenntir eins og þær birtast lesendum verður að fara fram sam- ræða við þau viðmið sem lesendur nota til að skilja bækur. Bókmenntafræðingar endalokanna og unglingaherbergjanna: Er þetta ekki mikilfenglegt verkefni fyrir ykkur og okkur öll? Að leiða saman ólíka hesta í undurfagurri kynbótasýningu andans? Í mínum augum er hér lýst byltingunni sem átti sér stað fyrir löngu með Nafni rósar- innar eftir Umberto Eco. Hún kom út á ís- lensku fyrir tuttugu árum, fagurglæpasaga, og raunar varð sú tegund glæpasögu til á Ís- landi áður en greinin sem slík fæddist því Thor Vilhjálmsson skrifaði tvær bækur sem leiddu saman fagurfræði módernismans og þau viðmið sem lesendur nota til að skilja bækur, ef ég hef þetta rétt. Á svipuðum tíma koma fram höfundar sem líklegast eru rétt- nefndir póstmódernistar samkvæmt þessum bókmenntalega skilningi, blöndun dæg- urmenningu við fagrar listir, höfundar eins og Einar Már Guðmundsson. Og þetta virkaði, þessir höfundar hafa verið að gera þetta síðan með ýmsu móti. Síðar komu fram höfundar eins og Gyrðir Elíasson með púra lýrík og hættulega innheima, Huldar Breiðfjörð með sjálfsævisögulegar bækur, Bragi Ólafsson með samtímalegan módernisma, Sjón, Kristín Ómarsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Arnaldur Indriðason … Aðrar kröfur eiga við, enda er í almennasta skilningi ekki hægt að skrifa texta af neinni gerð án þess að fram fari samræða „við þau viðmið sem lesendur nota til að skilja bækur“. Ég átti vin, áður en hann dó sendi hann mér bréf og kallaði mig og okkur póetískt- analýtísku kynslóðina. Ég veit ekki hvort það er rétt, kynslóðir eru flókið fyrirbæri, en þó lýsir þetta skrifum í þarsíðustu Lesbók betur en pistill Kristjáns B. Jónassonar. Ég sé ekki að tuttugu ára gömul krafa komi mér beinlín- is við þótt hún lifi sjálfsagt í endalausum sjó- gangi. Ég er hrifinn af stuðinu og fjörinu í Stjána en finnst tillagan um samræðu við þau viðmið sem lesendur nota til að skilja bækur vera tímaskekkja og kann ekki að meta óþol- ið, finnst eitthvað vanta í þetta allt saman, líkt og heil álma í hausnum á okkur hafi verið merkt party-killer, stúkuð af og máluð svört. Að opna svarta herbergið: Er þetta ekki mikilfenglegt verkefni fyrir ykkur og okkur öll? Höfundur er rithöfundur. Svarta herbergið Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 | 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.