Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Síða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005
E
ndurreisnartíminn í Flórens er
eitthvert þverstæðufyllsta
umbrotatímabil í menning-
arsögu Evrópu. Um leið og
það gat af sér ódauðleg lista-
verk, sem enn varpa ljóma á
listasögu Vesturlanda, voru hafin til vegs í
Flórens vísindi og fræði er byggðust ekki á
framþróun heldur afturhvarfi til fornald-
arinnar, en einkum þó þess nýplatónska heim-
spekiskóla er varð til á frumkristnum tíma í
Grikklandi og blandaði saman eingyðis- og
fjölgyðistrú um leið og hann hugsaði í hlið-
stæðum frekar en út frá rökgreiningu. Sam-
kvæmt því voru líkami og sál mannsins túlkuð
sem hliðstæða Alheimsins
og þeirrar Alheimssálar er
gegnumsýrði efnisheiminn
og gaf honum merkingu. Þessi heimsmynd fól
jafnframt í sér endurvakningu hinnar grísk-
rómversku fjölgyðistrúar innan ramma kristn-
innar og nýrrar goðmögnunar á náttúrunni og
líkama mannsins, sem var ekki lengur sú rót
syndar sem tilkoma erfðasyndarinnar hafði
eignað honum, heldur í senn endurspeglun og
kóróna sköpunarverksins í heild sinni.
Leið nýplatónistanna í Flórens til sannleik-
ans lá nú í gegnum stjörnuspeki, alkemíu,
vessalækningar og önnur fræði þar sem
innsæi, ímyndunarafl og táknmyndir hins
grísk-rómverska guðaheims gegndu lykilhlut-
verki. Það er hyldýpisgjá sem skilur á milli
þessa fræðaheims og þeirra vísinda mæl-
anleikans sem tæknimenning nútímans bygg-
ist á. Engu að síður er þetta talið eitt mesta
framfaraskeið í sögu vestrænnar menningar.
Hvernig má það vera?
Couliano, Bruno og ímyndunaraflið
Þetta er ein af þeim erfiðu spurningum sem
rúmenski trúarbragðafræðingurinn Ioan P.
Couliano glímir við í fræðiriti sínu Eros og
galdrar á endurreisnartímanum. Rannsókn
Couliano er merkileg vegna þess að hún bygg-
ist ekki á mælikvarða framþróunar eða fram-
fara, heldur skoðar hann bæði endurreisn-
artímann og samtíma okkar í ljósi
ímyndunaraflsins og þróunarsögu þess. Við
það breytast öll viðmið og sagan verður önnur.
Hér verður fjallað um þetta rit Couliano og þá
mynd sem hann dregur upp af heimspek-
ingnum Giordano Bruno sem síðasta fulltrúa
þeirrar náttúruheimspeki endurreisnarinnar
er byggðist á ímyndunarafli mannsins og
mætti Erosar. Fyrir þær hugsjónir galt hann
með lífi sínu á bálkesti Rannsóknarréttarins í
Róm aldamótaárið 1600.
Eros og galdur
Endurvakning hugmynda um gildi Erosar og
ímyndunaraflsins má rekja til heimspekings-
ins Marsilio Ficino (1433–99), sem starfaði í
akademíu Medici-ættarinnar á mesta blóma-
skeiði Flórensborgar. Hann þýddi verk Plat-
ons á latínu og gaf út með skýringum sínum
um leið og hann þýddi rit grískra dulhyggju-
manna frá frumkristnum tíma, þar sem blönd-
uðust saman eingyðis- og fjölgyðistrú. Þar
fann Ficino grundvöll hinnar nýplatónsku
heimsmyndar endurreisnarinnar er skil-
greindi Alheimssálina, anima mundi, sem hið
eina, ódeilanlega og óbreytanlega upphaf og
endi alls sannleika. Orka hennar, sem á rætur
sínar í Guði, streymir í gegnum pláneturnar og
gegnsýrir gjörvallan efnisheiminn og tengir
þannig saman hin margbreytilegu og hverfulu
form náttúrunnar og mannsins. Þetta er sú
frumorka Erosar, sem við köllum líka ást, og
er frumforsenda sífelldrar endursköpunar
heimsins, hvort sem hún birtist í gagnkvæmu
aðdráttarafli kynjanna, þeirri orku er tengir
manninn við Guð, náttúruna í heild sinni eða
einstaklinginn við dulvitund sína og sinn innri
mann. Í skýringum við þýðingu sína á Sam-
drykkju Platons segir Ficino: „Einstakir hlut-
ar heimsins, eins og limirnir eða líffærin í sama
dýrinu, eiga allt sitt undir Erosi, sem er einn.
Þeir samsvara hver öðrum vegna sameiginlegs
eðlis … Eros verður til úr þessu gagnvirka
sambandi og þar býr líka hinn mikli galdur.“
Lífeðlisfræði vinds og draugamynda
Hugmynd Ficinos um að Eros sé ekki bara
efnið sem bindur saman tvo einstaklinga, held-
ur líka hinar andstæðu verur efnis og anda,
sálar og líkama, er sótt til Platons, einkum
Samdrykkjunnar. Í augum Platons er hinn
fullkomni elskhugi ekki sá sem hefur náð besta
valdi á leyndardómum kynlífsins, heldur sá
elskhugi viskunnar sem merking orðsins philo-
sophus felur bókstaflega í sér. Þetta afhjúpar
hina tvíræðu og flóknu mynd Erosar, sem er
rannsóknarefnið í Samdrykkju Platons.
Couliano bendir á að eðlislæg forvitni Arist-
ótelesar á leyndardóma náttúrunnar hafi knú-
ið hann til að leita áþreifanlegrar skýringar á
efnislegri gerð þess skilrúms er Platon hafði
staðfest á milli anda og efnis, líkama og sálar.
Ef um aðskilin fyrirbæri er að ræða þá hlýtur
eitthvað áþreifanlegt að vera á milli þeirra. Í
stuttu máli kemst Aristoteles að því að þetta
bil sé í eðli sínu „pneuma“, en það merkir loft
eða vindur. Þessi vindur er einmitt athafna-
svæði Erosar, og Aristoteles finnur honum
stað í hjarta mannsins, sem þannig dælir loft-
kenndum myndum (phantasma) Erosar frá
skynfærum líkamans um loftæðakerfið til sál-
arinnar, er býr í höfðinu. Í latneskri þýðingu á
Aristotelesi er þetta orðað þannig að „Sálin
skilur ekkert sem ekki hefur tekið á sig loft-
kennda mynd svipsins eða draugsins (phant-
asma).“
Kerfisbundin notkun Couliano á þessum
hugtökum Aristotelsar (pneuma og phant-
asma) kann að virka tilgerðarleg og vekja þá
spurningu hvort ekki sé eðlilegra að notast við
hugtök sem okkur eru tamari eins og „andi“ og
„hugmynd“. Á íslensku merkir „andi“ ann-
aðhvort loftið í vitum okkar eða efnislaus svip-
ur eða draugur. Guðfræðin hefur kennt okkur
að sjá Guð í þessu orði sem „heilagan anda“, en
á enskri tungu eru hugtökin „Holy Spirit“ og
„Holy Ghost“ notuð jöfnum höndum um al-
mættið. Trúlega er sá siður að kenna Guð við
vind eða draug tilkominn af þeirri einföldu
ástæðu að Guð er óhöndlanleg stærð og því eru
allar vísanir tungumálsins í hann dæmdar til
að verða með nokkrum ólíkindum. Orðin
pneuma og phantasma hjálpa okkur í raun til
þess að sneiða hjá hugsunarlausri notkun á
orðunum andi og hugmynd, sem falla alls ekki
að þeirri lífeðlisfræði Forn-Grikkja sem tekin
var sem gildur sannleikur allt fram að upp-
götvun rafmagnsins, að taugaboð skynfær-
anna til heilans væri vindgangur í æðakerfinu
er flytti loftkenndar draugamyndir Erosar í
gegnum dælumiðstöð hjartans til þriggja hólfa
sálarinnar í höfði manns.
Svipir Erosar og svarta gallið
Samkvæmt þessum fræðum eru þær svip-
myndir Erosar er birtast á sálarglugga
mannsins ekki allar af guðdómlegum uppruna.
Miðaldakirkjan rakti þær reyndar flestar til
djöfulsins. Gamalt læknisfræðirit frá 13. öld,
Lilium medicinale, eftir Bernard frá Gordon
(1258–1318), segir frá því hvernig sjúkdóm-
urinn „hereos“ (hetjusótt) getur orsakast af
skynvillu sem á sér stað þegar maður missir
dómgreind sína gagnvart konu sem hann verð-
ur ástfanginn af. „Hann ímyndar sér að hún sé
það fegursta, æruverðugasta, fagurlimaðasta
og best gerða til sálar og líkama sem hugsast
getur … hann þráir hana af ástríðu sem er án
alls eðlilegs viðmiðs og fyrir utan alla heil-
brigða skynsemi.“ Gordon segir þá karlmenn
er þjást af þessum sjúkdómi fyllast lamandi
svartagallsangist og tapa öllu raunveru-
leikaskyni. Það athyglisverða við þessa sjúk-
dómsgreiningu er að það er ekki konan sem
orsakar hetjusóttina, heldur sú mynd hennar
sem Eros birtir elskhuga hennar í sálinni eftir
loftpípum hjartans og er af sama efni og
draugar eða vakningar. Í rauninni er konan
ekki lengur hún sjálf, heldur hefur hún breyst í
„phantasma“ eða draug sem heltekur sálina.
Frásögn þessi birtir okkur hið tvíræða eðli
Erosar sem kannski var dýpsti heimspekilegi
vandinn sem Giordano Bruno glímdi við, og
víkjum nú að honum.
Giordano Bruno
Í riti Couliano er dregin upp mynd af Giordano
Bruno sem síðasta fulltrúa þeirrar nátt-
úruheimspeki er byggðist á galdramætti Eros-
ar. Hann fæddist í bænum Nola skammt frá
Napólí árið 1548 og gerðist ungur munkur í
reglu domenicana. Hann gleypti í sig nýplat-
ónsk fræði Ficino og Mirandola og kynnti sér
jafnt dulspekirit Hermesar Trismegistosar
sem sólmiðjukenningu Kópernikusar, sem
hann studdi á sínum trúarlegu/erótísku for-
sendum en ekki á forsendum hins stærð-
fræðilega líkans. Þetta var einfaldlega mynd
sem hentaði vel þeirri hugmynd hans að Guð
og Alheimurinn væri einn og sami hluturinn og
ætti sér einn og sama ódeilanlega upprunann.
Í þeirri mynd gegndi Eros og lögmál hans lyk-
ilhlutverki. Bruno sneri baki við munklífi og
lagðist í ferðalög um Evrópu, þar sem hann
vann fyrir sér með ritstörfum og fyrirlestrum
er snerust einkum um tvennt: galdur Erosar
og List minnisins. Á 16. öld var það mikilsmet-
inn hæfileiki að hafa gott minni. Ýmsir fræði-
menn gerðu minnislist að fræðigrein á þessum
tíma og bjuggu til flókin kerfi táknmynda er
áttu að hjálpa minninu. Bruno varð einn fræg-
asti minnislistamaður álfunnar á 16. öld og
naut mikillar virðingar, ekki síst í Bretlandi,
fyrir þessi fræði. Í augum nútímamanna eru
þetta fáránleg galdrafræði sem gera ekki ann-
að en að flækja myndina af veruleikanum í það
óendanlega, en þess ber að geta að Minn-
islistin var kerfishugsun sem gegndi sama
hlutverki á dögum Bruno og megabætin í
tölvukubbunum á okkar dögum, sem eru
ómissandi hluti þeirrar gervigreindar er knýr
tæknivél samtímans. Eins og fyrr segir endaði
Bruno líf sitt á galdrabrennu Rannsóknarrétt-
arins á Campo dei Fiori í Róm árið 1600.
Diana og Akteon
Sú aðferð að skrifa á táknmáli launsögunnar
féll vel að minnislist Bruno, þar sem myndir
launsagnarinnar voru táknmyndir sem oft
stóðu fyrir annan ósegjanlegan sannleika um
leið og þær sveipuðu fræði hans dulúð. Það á til
dæmis við um túlkun hans á grísku goðsögunni
um Díönu og Akteon, sem er meginviðfansefni
bókarinnar Degli Eroici Furori (Um hin hetju-
legu æðisköst) frá 1585.
Goðsagan segir frá því þegar veiðimaðurinn
Akteon villist með hunda sína í skóginum og
kemur óvart að lindinni þar sem veiðigyðjan
Díana er að baða sig nakin ásamt hirðmeyjum
sínum. Díana var jafnframt gyðja næturinnar
og tunglsins sem endurvarpar birtunni frá
bróður hennar, Apollon, sem er hinn sanni
frumglæðir ljóssins. Hún var verndari hinna
hreinu meyja og gyðja hinnar villtu náttúru
þar sem hún ferðaðist um skóginn með dísum
sínum vopnuð boga og örvum. Þær lifðu í
ströngu skírlífi og við því lá blátt bann að karl-
menn fengju að líta gyðjuna augum, hvað þá
sjá hana nakta. Því bregst Díana illa við er Ak-
teon birtist í rjóðri hennar og hún umbreytir
honum tafarlaust í veiðibráð. Akteon fær höf-
uð og hnegg hjartarins og þegar hundar hans
sjá hann og heyra halda þeir að hann sé villi-
bráð og drepa húsbónda sinn.
Fyrir Bruno verður Díana táknmynd í kerfi
minnislistarinnar. Hún stendur fyrir náttúr-
una í heild sinni, hún stendur fyrir endurskin
tunglsins og í augum Bruno stendur hún einn-
ig fyrir Elísabetu I. Englandsdrottningu, en
Bruno var einlægur konungssinni og vissi fátt
göfugra en þessa drottningu rísandi heims-
veldis er lifði í einlífi hinnar hreinu meyjar.
Sem svipmynd Náttúrunnar stóð Díana í aug-
um Bruno einnig fyrir gyðjuna Amphitrite,
sem hann taldi „uppruna allra talna, allra teg-
unda og allra orsaka“, það er að segja frum-
forsendu hins ósegjanlega, ódeilanlega og
ósýnilega platónska sannleika handanver-
unnar: „Díana er hið eina...einingin sem er
sannleikurinn sjálfur, sannleikur sem er af
toga skilningsins þar sem sól og dýrð æðri
veru ljómar samkvæmt greiningunni á milli
skaparans og sköpunarverksins eða framleið-
andans og framleiðslu hans.“
Sem skuggamynd Alheimssálarinnar (Amp-
hitrite) er Díana uppfull af efnislegum verum
sem engu að síður er hægt að skynja sem eina
ódeilanlega heild. Á því augnabliki sem Akteon
lítur Díönu augum uppgötvar hann að hann er
Eros og galdur ím
Eftir Ólaf Gíslason
olg@simnet.is
Sú goðmögnun náttúrunnar og líkamans sem
einkenndi vísindi endurreisnartímans og gat
af sér ómetanleg listaverk byggðist á kosm-
ískri orku Erosar er tengir manninn við nátt-
úruna, sjálfan sig og Guð í gegnum ímynd-
unaraflið. Með tilkomu vísindahyggju
nútímans var náttúran afhelguð, ímyndunar-
aflið gert ómerkt og máttur Erosar talinn til
syndar. Galdrabrenna Giordano Bruno var
táknræn fyrir þessi umskipti.