Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Page 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 | 5 aðeins skuggi þessarar skuggamyndar og sameinast þannig frummyndinni. Mynd hinnar dýrlegu Elísabetar I. Eng- landsdrottningar sem Díana réttlætist af skír- lífi hennar og að sem persónugervingur hins veraldlega heimsveldis endurvarpar hún birtu Almættisins og Amphitrite rétt eins og tunglið endurvarpar birtu sólarinnar. Hátindur erótískrar reynslu Svipmynd Akteons í minniskerfi Bruno er mynd þess manns er leitar sannleikans í krafti allrar rökvísi skilningsins og allrar órökvísi til- finninganna. Þegar Akteon sér Díönu jafn- gildir það dauða hans eða brotthvarfi úr mann- legu samfélagi. En þessi dauði er aðeins önnur hliðin á þeirri innvígslu í heim sannleikans sem Díana veitir honum þar sem hann yfirgefur heim skynvillunnar og gengur inn í heim hins eina, hreina og ódeilanlega skilnings. Sem slík- ur er hann „lifandi dauður“. Hann hefur um- breyst í það sem hann þráði sjálfur, veiði- bráðina sem er sjálfur guðdómurinn. Akteon er ekki lengur maður, hann er orðinn að guði í mynd hjartarins/náttúrunnar. Frásögn Bruno af þessari goðsögn ber þess merki að hann sér sjálfan sig í sporum Akteons: maður sem hefur sagt sig úr mannlegu samfélagi og sameinast Guði, en er þó enn á meðal manna. Goðsagan um örlög Akteons er jafnframt sagan um há- tind hinnar erótísku reynslu, þegar elskhuginn nær að snúa baki við heiminum og ganga á vit hins andlega sannleika skilningsins. Almennt um hlekki Önnur hlið á margbrotnum persónuleika Gior- dano Bruno birtist í kenningum hans um gald- ur, einkum í ritinu De vinculis in genere, (Al- mennt um hlekki) frá 1590. Couliano segir þetta ritið hafa verið vanrækt og misskilið af fræðimönnum til þessa, en þar dragi Bruno hinar rökréttu niðurstöður af kenningu Ficino um Eros og galdramátt hans, eins og hún er sett fram í skýringunum við Samdrykkju Plat- ons. Samkvæmt því birtist galdur Erosar ekki bara í kynferðislegu sambandi tveggja ein- staklinga eða í sambandi einstaklingsins við Guð, heldur er Eros alls staðar að verki í nátt- úrunni og alheiminum, enginn skapaður hlutur kemst undan áhrifavaldi hans eða er í raun hugsanlegur án Erosar. Það sem gerir gæfu- muninn í galdrafræðum Bruno er að sumir eru óvirkir leiksoppar Erosar á meðan aðrir geta öðlast þá ofurmannlegu náðargáfu sem þarf til að tileinka sér og virkja mátt hans og öðlast þar með yfirnáttúrulegt vald. Í tungutaki Bruno felst þetta vald í því að koma „böndum“ eða „hlekkjum“ á þolanda galdursins. Gald- urinn snýst ekki bara um það að ná valdi á ást- konu eða ástmegi, heldur má ekki síður nota hann til þess að ná valdi yfir fjöldanum. Það er í þessu samhengi sem Couliano birtir okkur hina óvæntu mynd af Giordano Bruno sem hin- um nútímalegasta allra heimspekinga. Í ljós kemur að rit hans um hlekkina hefur að geyma sambærileg ráð og hægt er að finna í fræði- bókum og handbókum þeirra valdastétta í samtíma okkar sem hafa atvinnu af því að móta almenningsálitið: sálfræðinga, almanna- tengslamanna, áróðursmeistara, njósnara, markaðsfræðinga, stjórnmálamanna og ann- arra sem gegna því hlutverki að halda sam- félagi hinnar fjölþjóðlegu tæknivélar í böndum í gegnum fjölmiðla, fjarskiptatækni og eft- irlitsstofnanir samtímans. Couliano bendir á að ritið um hlekkina eigi sér ákveðna hliðstæðu í hinu fræga riti Macc- hiavellis, Prinsinn. Hins vegar blikni frægð- arsól þessa rits í samanburðinum við De vin- culis. Á meðan Macchiavelli takmarkar sig við almennar leiðbeiningar til stjórnmálamanna um beitingu kaldrifjaðrar hentistefnu, sem fáir myndu taka sér til beinnar fyrirmyndar á okk- ar dögum, þá virkjar Bruno galdur Erosar í þágu fjöldasálfræðinnar með tungutaki og hugsun sem gæti staðið í starfslýsingu al- mannatengslafulltrúa eða njósnara hvaða fjöl- þjóðafyrirtækis sem er í samtíma okkar. Eros og fjöldasálfræði samtímans Hinn erótíski galdur Giordano Bruno beinist að því að færa galdrameistaranum vald yfir einstaklingum og fjöldanum. Hann byggist á þeirri sannfæringu að það meðal sem gerir þetta mögulegt sé fyrst og fremst eitt, Eros í sinni víðustu merkingu: það sem við elskum, allt frá holdlegum losta til hinna ólíkustu hluta er hafa með auðæfi, völd og athyglisþrá að gera. Allt er þetta skilgreint út frá Erosi í De vinculis, þar sem „allar hneigðir og bönd vilj- ans má smætta niður í tvennt, andúð og þrá eða hatur og ást. Sjálft hatrið umbreytist í ást þegar tekið er tillit til þess að einu bönd viljans eru Eros … Hatur er því ekkert annað en ást á hinu gagnstæða … rétt eins og reiðin er ein- ungis ein tegund ástar. Hvað varðar þá sem helga sig heimspeki eða göldrum, þá er þeim ljóst að hin traustustu bönd, þau mikilvægustu og almennustu eru af ríki Erosar. Það er líka ástæða þess að Platonistarnir kölluðu ástina Hinn Mikla Demón, daemon magnus.“ Auk þekkingar á þessum grundvall- aratriðum í fjöldasálarfræði lagði Bruno mikla áherslu á trúarsannfæringu galdramannsins og þolandans. Í því sambandi gerir hann grein- armun á virkri sannfæringu gerandans og óvirkri sannfæringu þolandans. Fyrir Bruno er augljóst að hinir fávísu eru auðveldust bráð þeirra tálmynda sem galdrameistarinn heldur á lofti, hvort sem það er í nafni guðfræðinnar eða læknisfræðinnar: hjá hinum fávísu „gal- opnast sálin þannig að þær myndir sem ger- andinn bregður upp eiga greiða leið inn um glugga sem hjá öðrum eru alltaf lokaðir. Ger- andinn hefur þau meðul til reiðu sem gera hon- um kleift að smíða alla þá hlekki sem hann vill: von, samúð, ótta, ást, hatur, vanþóknun, reiði, gleði, þolgæði …“ Bruno gerði sér grein fyrir að valdastofn- anir á borð við kirkjuna beita sefjunargaldri í boðun sinni á fagnaðarerindinu, en það þýddi ekki að hann fordæmdi trúarbrögðin sem slík. Þekking á galdramætti Erosar tilheyrði að hans mati því sem hann kallar civilis speculatio eða borgaralega hugsun, sem er óháð trúar- kreddum og mannúðarsjónarmiðum. Í augum guðfræðinnar eru til sönn trúarbrögð og falsk- ur átrúnaður. Guðfræðin hefur ekkert við það að athuga að fjöldinn eða einstaklingar séu beittir sefjunargaldri, aðeins ef það er gert í þeim tilgangi að snúa þolandanum til hins rétta átrúnaðar. Bruno gerir engan grein- armun á réttu og röngu í þessu samhengi, það eina sem vakir fyrir honum er lögmál Erosar, aðferðin sem beitt er til að sefja fjöldann til trúar og finna þannig tilfinningaþörfum hans farveg. Það er í þessari umfjöllun sem hringurinn lokast skyndilega í rannsókn Couliano, og at- hyglin hans hverfur frá endurreisnartímanum sem slíkum en beinist þess í stað að því hvern- ig upphafning hans á ímyndunaraflinu birtist í samtíma okkar í afskræmdri mynd. Kyngerving Náttúrunnar og Lögmálsins Harmsöguleg endalok Bruno verða Couliano tilefni tengingar við þau sögulegu umskipti er áttu sér stað í Evrópu á svipuðum tíma. Til- koma siðaskiptanna með tilheyrandi klofningi kirkjunnar leiddi af sér gagnsiðbótina og Rannsóknarréttinn í hinum kaþólska hluta álf- unnar og píetismann í norðurhlutanum. Þótt hér hafi verið um andstæðar trúarhreyfingar að ræða áttu þær það sameiginlegt að berjast með oddi og egg gegn þeirri náttúruheimspeki sem Giordano Bruno stóð fyrir. Með píetism- anum og gagnsiðbótinni var Guð gerður brott- rækur úr ríki náttúrunnar og þannig vísað út fyrir mörk sköpunarverksins. Um leið var brautin rudd fyrir þá guðlausu mynd náttúr- unnar sem vísindi mælanleikans hafa fært okkur. Sú kenning miðaldakirkjunnar að nátt- úran og líkami mannsins væru í eðli sínu af hinu illa og merkt syndinni var endurvakin. Um þetta segir Couliano: „Um leið og Guð læt- ur sig hverfa yfir í hreina handanveru verður sérhver mannleg viðleitni til þess að rannsaka mynd hans dæmd til skelfilegrar þagnar. Þessi „þögn Guðs“ er í raun og veru þögn heimsins, þögn Náttúrunnar. Listin að lesa í „bók Nátt- úrunnar“ var sú grundvallarreynsla sem end- urreisnartíminn byggðist á. Siðbótin lét einsk- is ófreistað í viðleitni sinni að loka þessari bók. Hvers vegna? Vegna þess að siðbótin leit ekki á Náttúruna eins og það sem manninum bæri að nálgast, heldur bæri hún meginábyrgð á firringu Guðs frá manninum.“ Náttúran er í eðli sínu tillitslaus um mann- lega hagi: hún er tælandi fögur og ógnvekj- andi, hún er nærandi og tortímandi í senn. Það er sögulegt hlutverk trúarbragðanna að vernda manninn fyrir tortímingu náttúruafl- anna, setja Lögmálið yfir Óreiðu náttúrunnar og skapa manninum öruggt andlegt skjól. Frá sjónarhóli kynjaskiptingar og kynjahlutverka er konan í hlutverki Náttúrunnar á meðan karlmaðurinn gegnir hlutverki Lögmálsins og trúarbragðanna. Þýðing þessa varð ljós á tím- um píetismans, þegar allt var gert til að hylja og fela líkamsform konunnar, einkum lendar og brjóst, sem urðu nú tákn þeirrar hættulegu náttúru sem vakti upp svipmyndir og tálsýnir Erosar í sál karlmannsins. Couliano segir tæknimenningu samtímans eiga rætur sínar í Siðaskiptunum. Þau boði í raun trú án innihalds um leið og þau viðhaldi formi helgisiðanna. Um leið hafa þau falið myndina af heiminum í hendur þeirrar vís- indahyggju er byggir allan sinn sannleika á mælikvarða tölfræðinnar og grafi þannig und- an merkingu og gildi þess ímyndunarafls og þeirrar reynslu er áður tengdi manninn jöfn- um höndum við Náttúruna og Guð. Bannfær- ing Lúthers og Kalvíns á helgimyndunum og dauðadómur Rannsóknarréttarins yfir Gior- dano Bruno byggðust á sömu hugsuninni: ótt- anum við ímyndunaraflið og mátt Erosar. Á sama hátt hafa vísindin hreinsað heimsmynd okkar af ímyndunarafli og beinni einstaklings- bundinni skynreynslu í nafni tölfræðinnar. Eftir stendur samtímamaðurinn sviptur rétti sínum til ímyndunaraflsins og ófær um að gera sér mynd af heiminum og náttúrunni í öðru formi en því sem felst í vélrænni fram- lengingu tölfræðilíkananna. Afleiðingin er lamandi taugaveiklun og viðvarandi ófull- nægja er birtist í hömlulausri framleiðslu á friðþægingu sem gegnir fyrst og fremst því hlutverki að yfirgnæfa hina ærandi þögn Nátt- úrunnar og Guðs. Couliano lýkur bók sinni með spurningu um hvort von mannkyns geti falist í nýrri End- urfæðingu (Renaissance), nýrri fæðingu heimsins, er gera muni manninum kleift að yf- irstíga taugaveiklun sína og ótta og leysa þær ósættanlegu deilur er einkenna samtíma okk- ar. Þessi spurning Couliano verður opin til um- ræðu á námskeiði sem undirritaður stendur fyrir á vegum Endurmenntunar Háskóla Ís- lands undir heitinu „Eros og galdrar á end- urreisnartímanum“ og hefst mánudaginn 26. september næstkomandi. Þar verður þess jafnframt freistað að tengja þessa umræðu sögu myndlistarinnar.  Tilvísanir: Ioan P. Couliano: Eros et magie à la Renaissance, Paris 1984; hér stuðst við enska þýðingu Margaret Cook: Eros and Magic in the Renaissance, 1987. 2 Marsilius Ficinus: Convito di Platone: Commento di Marsilio FiciniFlorentino sopra il Convito di Platone, Mil- ano 1973, tilvitnun frá Couliano. 3 Giordano Bruno: Theses de Magia, vol. LVI, Op. lat., III. bls. 491. Orðalagið daemonus magnus er komið úr Comm- ento sopra il Convito di Platone eftir Ficino, en var síðan einnig notað í þessu samhengi af Pico della Mirandola. 4 Giordano Bruno: De Magia, III, bls. 453–4. myndunaraflsins Hypnerotomachia Poliphile Eða Ástarrauna- draumur Poliphilusar. Myndin er úr samnefndri bók eftir Francesco Colonna, fyrst útgefin í Fen- eyjum 1499. Þetta er skáldsaga sem gerist í draumi og lýsir stríði Poliphilusar við að ná ást- um Poliu. Þessi mynd lýsir draumi Poliu. Hún situr í skjóli trjánna og horfir á hvernig Eros leggur bönd á stallsystur hennar sem hinn harði húsbóndi og knýr þær til fylgilags við drauma- heim sinn. Myndin er úr franskri útgáfu sög- unnar frá 1554. Höfundur er listfræðingur. ’Í augum Platons erhinn fullkomni elskhugi ekki sá sem hefur náð besta valdi á leynd- ardómum kynlífsins [...]‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.