Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 | 9
G
óðar kvikmyndir snúast um að
vera sjálfum sér nægar, hafa
lífsneista í sér, rétt hlutföll af
margræðni og dulúð, svolítið
eins og lífið sjálft en þó ekki.
Sjálfur vil ég „myndhöggva“
kvikmyndina, fremur en að skjóta bara eitt-
hvert handrit.“ Svo komst Pawel Pawlikowski
að orði í samtali við Morgunblaðið, en kvik-
mynd hans, Sumarást, verður sýnd á Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík á næstunni.
Pawlikowski er ennfremur
formaður dómnefndar há-
tíðarinnar, sem velja mun „Uppgötvun ársins“
úr hópi mynda sem sýndar verða á hátíðinni.
Upprunalegt heiti Sumarástar er My
Summer of Love og hugmyndin að henni
byggð á samnefndri skáldsögu Helen Cross.
Myndin segir frá tveimur stúlkum úr ólíkum
stéttum, Monu og Tamsin, og kærleikum er
takast með þeim. Pawlikowski segir karakter
Monu í bók Helenar Cross hafa vakið athygli
sína og fengið hann til að vilja gera kvikmynd
upp úr bókinni. „Bókin er skrifuð í fyrstu per-
sónu og mér líkaði mjög vel rödd hennar.
Svartsýni hennar og óþolinmæði gagnvart
heiminum, löngun hennar, húmor og alvarleiki
– þessi blanda fannst mér mjög spennandi.
Slíkir karakterar eru sjaldgæfir í raunveru-
leikanum, og því er enn meiri ástæða til að
veita þeim athygli þegar maður rekst á þá,“
segir hann.
Fremur persónur en plott
Söguþráður bókarinnar og plott er mun flókn-
ara en bíómyndarinnar, enda segist Pawli-
kowski hafa haft á því lítinn áhuga og meiri
áhuga á karakterunum sjálfum. Hann hafi tek-
ið fjölda persóna út og aðeins leyft Monu að
standa ásamt Tamsin og bróður sínum auk fá-
einna annarra, en í bókinni á hún stóra fjöl-
skyldu. Þar komi einnig við sögu fjöldamorð-
ingi og verkfall námumanna, en engu af þessu
hafi hann viljað skila í myndina. „Það hentar
ekki mínum kvikmyndagerðarstíl, sem er ekki
mjög „plottaður“. Ég hafði heldur engan
áhuga á félagslegum raunveruleika sögunnar,
sem gerist á mjög einangruðum stað í N-
Englandi í byrjun 9. áratugarins. Ég hef séð
milljón slíkar myndir og það er ekki minn
stíll,“ segir hann.
En hvernig er þá stíll hans? Pawlikowski
segir að auk þess að hafa fremur áhuga á per-
sónum en plotti leitist hann gjarnan við að
birta raunveruleikann sem nokkurs konar
draumkennt ástand, fremur en að mynda hann
eins og hann kemur af skepnunni. „Ég hef
engan áhuga á því að skoða heiminn með gler-
augum félagsfræðinnar, heldur hef miklu
fremur áhuga á hlutum og tilfinningum sem
eru tímalaus og gegnumgangandi fremur en
að sýna hluti sem eiga að endurspegla sam-
félagið eins og við höldum að það sé. Og mér
líka kvikmyndir þar sem hið sjónræna helst í
hendur við frásögnina, þar sem sagan er sögð
með myndavélinni en ekki endalausum díalóg
til að koma upplýsingum á framfæri,“ segir
hann og bætir við að slíkt sé algengt í breskri
kvikmyndagerð. „Það gerir það alltaf að verk-
um að myndir kollfalla, að mínu mati.“
Óþekkt andlit og rétt landslag
Með hlutverk Monu og Tamsinar í Sumarást
fara tvær óþekktar leikkonur, Nathalie Press
og Emily Blunt, og hafa þær fengið glimrandi
umsagnir fyrir leik sinn í myndinni. Pawli-
kowski segist hafa lagt áherslu á að fá óþekkt
andlit til að fara með aðalhlutverkin í mynd-
inni og leitað lengi að hinum réttu. „Ég var að
leita að andlitum sem væru óþekkt en spenn-
andi. Mér finnst sjálfum alltaf gaman að sjá
kvikmyndir með ferskum andlitum, sem hafa
ekki enn komið sér upp kunnuglegum belli-
brögðum eins og þekktir leikarar gera oftast.
Því leitaði ég í nokkurn tíma, því ég vissi að ég
yrði að fá réttu konurnar í þetta áður en ég
gæti farið að vinna í myndinni,“ útskýrir hann.
Emily Blunt, sem leikur Tamsin, hafði
reynslu af leik bæði í sjónvarpi og sviði þó tak-
mörkuð væri, og að sögn Pawlikowski var hún
því nokkuð öruggari en Nathalie Press, sem
leikur Monu, sem hafði nánast enga reynslu.
„En hún var heillandi og er í raun mjög
óvenjuleg manneskja. Mér líkaði hún um leið
og ég hitti hana,“ segir hann.
Auk leitarinnar að réttu andlitunum gerði
Pawlikowski umfangsmikla leit að réttu stöð-
unum til að skjóta myndina á. Hann segist
hafa leitað að landslagi sem væri raunverulegt
en þó óraunverulegt, tímalaust og staðlaust.
„Fyrir mér er það hluti af því að gera kvik-
mynd, að huga vandlega að þessum þáttum.
Landslag og mannsandlitið eru meginorða-
forðinn í kvikmyndagerð minni,“ segir hann.
Bjargvættur nútímakvikmyndagerðar
Pawel Pawlikowski er fæddur í Varsjá í Pól-
landi en hefur búið í Bretlandi frá árinu 1971.
Hann lagði stund á bókmenntir og heimspeki
og starfaði síðar við rannsóknir við Oxford-
háskóla. Snemma á tíunda áratugnum gerði
hann nokkrar heimildarmyndir fyrir breska
ríkisútvarpið, BBC. Fyrsta mynd hans í fullri
lengd, The Stringer, var sýnd á Kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes árið 1998 og fyrir þá mynd og
aðra mynd sína, Last Resort, hlaut Pawli-
kowski mikla viðurkenningu.
Sú hefur ekki síður orðið raunin með Sum-
arást. Kvikmyndinni hefur verið afar vel tekið
og hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna á
kvikmyndahátíðum víða um heim, auk lofsam-
legra dóma bæði kvikmyndagagnrýnenda og
almennings. Sem dæmi um þær viðurkenn-
ingar sem hún hefur hlotið má nefna titilinn
besta mynd á Edinborgarhátíðinni árið 2004,
og besta breska myndin á BAFTA-verð-
launahátíðinni í ár. Hafa hin jákvæðu viðbrögð
orðið til þess að Pawlikowski hefur verið kall-
aður bjargvættur nútímakvikmyndagerðar í
Bretlandi.
Hann gerir sjálfur lítið úr þessari staðhæf-
ingu. „Ég dreg í efa að ég sé bjargvættur. Og
öll þessi verðlaun koma mér í raun og veru á
óvart,“ segir hann og hlær við. „Fjölmiðlar
hæpa mann upp. Ég er orðinn of gamall til að
velta mér uppúr því, er orðinn fertugur og því
ekkert starfsframasinnað ungmenni. Það er
nógu erfitt fyrir mig að gera mynd sem ég er
sjálfur ánægður með – það er mitt meg-
invandamál.“
Að skapa heim og persónu
Hann segir marga hafa veitt sér innblástur og
úr heimi kvikmyndanna nefnir hann sem dæmi
fyrstu myndir Terence Malik og Emirs Kustu-
rica, tékknesku nýbylgjuna á borð við elstu
myndir Milos Forman og nokkrar myndir frá
8. áratugnum, meðal annars Taxi Driver og
Mean Streets. „Kvikmyndir þar sem leikstjór-
inn getur skapað heim sem er tímalaus og per-
sónur sem hafa orku og eru að fást við eitt-
hvað. Þar sem leikarar sem geta orðið að
persónum myndarinnar eru valdir. Þetta
tvennt, að skapa heim og persónu með aðstoð
góðs leikara, er lykillinn að góðri mynd. Og
þar fyrir utan, að leikstjórinn hafi eitthvað að
segja. Það vantar í margar myndir nú til dags,
að mínu mati,“ segir hann og heldur áfram:
„Það er alltof mikið framleitt af öllu um þessar
mundir, sérstaklega í listum, og alltof fáir hafa
eitthvað að segja. Þó hef ég séð nokkrar góðar
myndir að undanförnu, en ég get ekki nefnt
nein nöfn því sumar þeirra eru í keppninni
sem ég tek þátt í að dæma á Íslandi! En maður
finnur mjög fljótt hvort viðkomandi er að gera
mynd vegna þess að hann eða hún vilji koma
einhverju á framfæri, eða bara til þess að búa
til kvikmynd.“
Mikilvægt hlutverk hátíða
Sem formaður dómnefndar á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík segist Pawli-
kowski munu leita að sömu hlutum og hann
hefur áður nefnt í viðtali okkar. „Fólki sem
hefur eitthvað að segja og gerir það á áhuga-
verðan hátt. Það er raunar sjaldgæft að mér
finnist fólk geta sagt mér eitthvað af öryggi á
tungumáli kvikmyndarinnar,“ segir hann.
Pawlikowski hefur margoft setið í dóm-
nefndum kvikmyndahátíða og segist njóta
þess starfs mjög, enda hafi kvikmyndahátíðir
mikilvægu hlutverki að gegna. „Oft taka þær
til sýninga myndir sem hafa ekkert batterí
sem knýr þær, og þannig eru þær lykilatriði í
að viðhalda ákveðinni kvikmyndamenningu.
Um leið skapa þær grundvöll fyrir áhuga og
aðgengi að annarri gerð kvikmynda, almenni-
legum kvikmyndum að mínu mati. Guði sé lof
fyrir kvikmyndahátíðir.“
Orðaforði úr landslagi og andlitum
Úr Sumarást. Emily Blunt í hlutverki Tamsin.
Pawel Pawlikowsky „Það er alltof mikið framleitt af öllu um þessar mundir, sérstaklega í listum, og allt-
of fáir hafa eitthvað að segja. Maður finnur mjög fljótt hvort viðkomandi er að gera mynd vegna þess
að hann eða hún vilji koma einhverju á framfæri, eða bara til þess að búa til kvikmynd.“
Eftir Ingu Maríu
Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Pawel Pawlikowski er leikstjóri kvikmynd-
arinnar Sumarást, sem sýnd verður á Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og
jafnframt formaður dómnefndar hátíð-
arinnar. Hann segir sér geðjast að kvikmynd-
um þar sem mynd, ekki síður en orð, er notuð
til að koma sögu til skila.