Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 | 13 Þ ótt það sé í sjálfu sér kjánalegt að taka um afríska tónlist eins og um sé að ræða einsleita tónlist og sviplíka verður varla á móti því mælt að risarnir í afrískri tónlist eru tveir, Fela Kuti og Franco, sem báðir eru látnir. Franco var kóngurinn í Kongó, gítarhetja, snilldar lagasmiður og hljómsveitarstjóri, en Fela byltingarmaður, sí- fellt upp á kant við nígerísk stjórnvöld. Hann fékk líka að kenna á því, ofsóttur, pyntaður og kvalinn, varð fyrir sífelld- um árásum lögreglu- og hermanna, sat í fangelsi fyrir upplognar sakir, varð að þola það að móð- ur hans var misþyrmt og hún síðan barin til bana og svo má telja. Þrátt fyrir það lét hann aldrei deigan síga, varð háværari og bein- skeyttari eftir því sem yfirvöld léku hann harð- ar. Tónlistarferill Fela Kuti hófst frá 1959, þótt sú saga verði ekki frekar rakin hér, en hann náði gríðarlegum vinsældum í Nígeríu í upp- hafi áttunda áratugarins. Fela bauð sig fram í forsetakosningum 1979 en var meinað fram- boðið af yfirvöldum og í kjölfarið réðust lög- reglumenn enn inn á heimili hans, börðu alla sem þar voru og lögðu heimilið í rúst. Hljóm- sveitin sem Fela hélt úti á þeim tíma hét Af- rika 70, en er hún leystist upp stofnaði hann nýja, Egypt 80, sem í voru áttatíu manns eins og nafnið gefur til kynna en það vísaði annars til almennrar afrískrar samkenndar. Lögin sem sveitin flutti urðu lengri og útsetningar flóknari, grunnbygging þeirra klifun skreytt með snarstefjun Fela á saxófón og hljómborð. Fyrsta platan með Fela og Egypt 80 var Orig- inal Suffer Head og kom út 1981. Titillag plötunnar er rétt rúm 21 mínúta að lengd og fjallar um það hvernig vaxandi olíu- auður Nígeríu skilaði sér ekki til íbúanna, hvernig almenningur bjó við sífelldan skort, ekkert vatn, ekkert brauð, ekkert húsnæði – Nígería er þróunarríki, syngur hann; „þeir sem búa í London / búa eins og lávarðar / þeir sem búa í New York / búa þar eins og kon- ungar / við sem búum í Afríku / búum eins og þjónar“. Heiti lagsins vísar einmitt í þjáningar sem Fela rekur til nýlendustefnu vesturveld- anna og einnig nígerískrar spillingar. Eins og jafnan syngur Fela á pidgin ensku til að tryggja að allir íbúar Nígeríu skilji hvað hann er að fara og ekki síður aðrir íbúar Vest- ur-Afríku, en í laginu er líka óvenju mikið um orð úr jorúba, þar á meðal í hvatningunni að íbúar Afríku eigi að hætta að vera „suffer- head“ og verða „jefahead“, en „jefa“ er orð úr jorúba yfir gæfumann: „Me I say sufferhead must go O O / Jefa-Head must come.“ Eins og getið er kom Original Suffer Head fyrst út 1981 með Original Suffer Head á a- hliðinni og Power Show, lag sem áður kom út með Fela og Afrika 70, á b-hliðinni. Shanachie gaf lagið út á geisladisk 1991, kallar það og plötuna reyndar Original Sufferhead, en á henni eru líka lögin Sorrow Tears and Blood, Colonial Mentality og ITT. Betri útgáfa er í endurútgáfuröðinni miklu sem Universal hrinti af stað fyrir nokkrum árum, en þá voru allar plötur Fela gefnar út á diskum, tvær á hverj- um disk. Original Suffer Head er þar á disk með Power Show og þar með lagið I.T.T., Int- ernational Thief Thief sem kom út 1980 á plötu með fyrrihluta lagsins á hlið a og hinn hlutann á hlið b. Í því lagi er Fela að leika sér með heiti alþjóða símarisans umdeilda International Telephone and Telegraph, og bendlar við það „þjófana tvo“ Olusegun Obasanjo forseta Níg- eríu og M.K.O. Abiola, stjórnarformann Decca- plötuútgáfunnar í Nígeríu. Sú plata var skrifuð á Fela Anikúlapó Kuti & Afrika 70. Byltingarmaðurinn Fela Kuti Poppklassík eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í síðustu Lesbók var rangur höfundur sagður að Poppklassík. Réttur höfundur var Svanur Már Snorrason. Beðist er velvirðingar á þessu. Í ÞESSU gríðarlega flóði tónlistar um heiminn rekst maður endrum og sinn- um á stórkostlega listamenn, sem ef til vill eru jafnóþekktir og þeir eru snjallir. Fyrir nokkrum árum var það Sufjan Stevens, sem síðan hefur náð nokkurri hylli. Nú er það Kanadamaðurinn Jim Guthrie, sem sendi frá sér meistaraverkið Now, More Than Ever í heimalandi sínu árið 2003 og á bandarískum markaði ári seinna. Platan var tilnefnd til „kanadísku Grammy- verðlaunanna“, Juno, en hefur þó ekki fært Guthrie þá heimsfrægð sem hann á skilda. Sá sem þetta ritar hefur ekki heyrt betri plötu. Now, More Than Ever er þriðja plata Gut- hries, á eftir A Thousand Songs sem kom út ár- ið 1999 og Morning Noon Night frá árinu 2002. Jim Guthrie fæddist í bænum Guelph í Ont- ario-fylki í Kanada og segist hafa lært allt sem hann kann á þeim 27 árum sem hann bjó í bæn- um. Á þeim tíma fjölgaði íbúum bæjarins úr 60.000 upp í 110.000. „Þetta er auðvitað frekar lítill bær, en listalífið hefur alltaf verið mjög kraftmikið,“ segir hann. Notaði tvö kassettutæki Guthrie keypti fyrsta gítarinn sinn þegar hann var 17 ára, en hafði alltaf haft eyra fyrir tón- list. „Ég byrjaði strax að semja og taka upp lög. Ég notaði tvö kassettutæki; byrjaði á að taka upp á annað og spilaði svo með þeirri upp- töku inn á hina kassettuna. Ári seinna keypti ég mér fyrsta fjögurra rása upptökutækið,“ segir hann. Guthrie „neyddist“ til að spila á öll hljóðfæri sjálfur, þar sem vinir hans fengust allir annaðhvort við skriftir eða sjónræna list- sköpun. „Ég stofnaði ekki hljómsveit á þessum tíma. Ég tók bara upp endalaust efni heima hjá mér; hver einasta litla hugmynd fór á segulband, svona eins og hjá Lou Barlow, Ween og The Beatles. Í raun má segja að þetta hafi verið einskonar hljóðdagbók,“ segir hann. Nokkrum árum seinna varð Guthrie mjög áberandi í tónlistarlífinu í Guelph og spilaði í fjölda hljómsveita, auk þess að stjórna útvarps- þætti þar sem hann spilaði bara heimaupptökur listamanna úr heimabænum. Skömmu seinna stofnaði hann, ásamt öðrum, útgáfufyrirtækið Three Gut Records, en nafn hennar er næstum því nefnt eftir Guthrie, þótt stafirnir séu í ann- arri röð og ekki alveg þeir sömu. Konungleg borg Um sama leyti hóf hann spilamennsku í hljóm- sveitinni Royal City, Konunglegri borg, sem gárungar hafa stundum kallað smábæinn Gu- elph. Á endanum flutti sveitin til Toronto og hlutirnir fóru að gerast. Tvær stúlkur, Lisa Moran og Tyler Burke, tóku útgáfufyrirtækið yfir og náðu töluverðum árangri. Auk þess að gefa út efni Guthries og Royal City fékk fyr- irtækið sveitina The Constantines til liðs við sig, en hún hefur vakið mikla athygli víða að undanförnu. Upptökur á Now, More Than Ever fóru fram í bænum London í Ontario. Upptökustjórinn, Andy Magoffin, hefur unnið með Toronto- sveitum á borð við The Hidden Camera, fyrr- nefnda The Constantines og Royal City, auk fjölmargra annarra. Strengjaútsetningar á plötunni eru magnaðar, en þær eru höfund- arverk Owens Pallets, sem unnið hefur fyrir Arcade Fire, Hidden Cameras og Final Fan- tasy. Geimvera útsetti strengina Spurður um þær segir Guthrie: „Ég tók fyrst upp grunninn að lögunum með hljómsveitinni minni og svo fórum við aftur í hljóðverið til að taka upp fleiri hljóðfæri, m.a. strengina. Ég man að við vöknuðum snemma á morgnana og hann samdi strengjaútsetninguna áður en Andy vaknaði og tók strengina upp. Ekkert smáafrek hjá honum, ef maður hlustar á af- raksturinn. Owen er mjög líklega geimvera, þótt hann sé ekki jafnógnvænlegur og maður myndi halda,“ segir Guthrie og hlær. Platan er lúmsk, segir Guthrie. „Hún rotar mann ekki við fyrstu hlustun. Ég vildi reyndar hafa meiri höggkraft á sínum tíma, en einhvern veginn æxluðust upptökurnar ekki þannig. Það breytir því ekki að við skemmtum okkur kon- unglega í hljóðverinu á þessum þremur vikum sem við eyddum þar,“ segir hann. Guthrie segist ekki hafa hugmynd um hvað- an tónlistin komi. „Ég veit aldrei hvernig lögin eiga eftir að verða. Þess vegna lít ég í raun ekki á mig sem lagasmið, heldur frekar eins konar hljóðsafnara. Reyndar eru fyrri tvær plöturnar mínar, A Thousand Songs og Morn- ing Noon Night, betri dæmi um tilrauna- mennskuna í tónlistinni minni. Morning Noon Night var aðallega samin og tekin upp á Sony PlayStation leikjatölvu. Í hvert skipti sem ég sest niður til að semja lag reyni ég að gleyma öllu sem ég kann um tónlist.“ Hefur engan útgefanda Guthrie segist eiga mikið efni á lager, sem eigi eftir að taka upp og gefa út. „Ég er að núna að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera næst. Three Gut Records, útgáfufyrirtækið mitt, er að hætta um þessar mundir. Ég ætla að byrja að taka upp nýja plötu í vor, eða jafnvel fyrr, en hef engan útgefanda eins og stendur. Ég er eiginlega of afslappaður í þessum málum. Ég þyrfti að fá duglegt spark í afturendann!“ Kanadískur safnari hljóða Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Guthrie keypti fyrsta gítarinn sinn 17 ára. Norðan við Bandaríkin er land sem heitir Kan- ada. Þar býr tónlistarmaðurinn Jim Guthrie. Shirley Manson, söngkona Gar-bage, segir að sveitin sé ekki að fara að hætta starfsemi, þótt hún hafi tilkynnt að hún hyggist taka sér frí eftir erfiða tónleikaferð. „Við höfum rætt þetta og ég held að ekkert okkar hafi áhuga á að sveitin hætti,“ segir hún í samtali við AP-fréttastofuna. „Okkur hefur fundist þessi tónleika- ferð frábær og okkur finnst við hafa gert mjög góða plötu. Við viljum bara taka okkur smáfrí á meðan það er ennþá gott andrúmsloft á milli okk- ar,“ segir hún við AP. Hljómsveitin tilkynnti nýlega að tónleikum í Frakklandi, Belgíu og Bretlandi, sem áttu að vera í október, hefði verið af- lýst.    Jason Lytle, söngvari Grandaddy,segist þurfa að yfirgefa fæðing- arbæ sinn, Modesto í Mið-Kaliforníu, sem fyrst. Hann geti þó ekki látið verða af því fyrr en næsta plata sveit- arinnar verði fullgerð, en með henni ætlar hann að kveðja heimahagana. Platan mun bera heitið Just Like the Family Cat, „vegna þess að þegar fjölskyldukötturinn deyr, gerir hann ekki stórmál úr því,“ segir Lytle við MTV.com. „Hann deyr með látlaus- um og þokkafullum hætti, án alls til- stands. Hann gefur ekki frá sér dramatískt ískur og veltist ekki um á stofugólfinu af kvölum. Hann bara hverfur.“ Það hyggst Lytle gera með plöt- unni, sem er væntanleg snemma á næsta ári. Með henni lýkur stórum kafla í lífi þessa síðskeggjaða laga- smiðs, en hann hefur búið í Modesto allt sitt líf, bæ sem „sýgur til sín sálir fólks,“ hvorki meira né minna, ef marka má Lytle. Í frétt MTV segir að um 75% plöt- unnar séu tilbúin, sem stemmir að vísu ekki við þá staðreynd, sem kem- ur einnig fyrir í fréttinni, að 12 af 15 eða 16 lögum séu fullunnin.    Wayne Coyne og félagar í TheFlaming Lips ætla að venda kvæði sínu í kross með næstu plötu. Á henni snúa þeir sér aftur að gít- arrokki. „Ég held að við höfum fund- ið gítarrokk sem við erum mjög spenntir fyrir, án þess að það hafi verið ætlunin þegar lagt var af stað,“ segir Coyne. „Fólk mun sjá að hluti plötunnar verður helgaður furðu- rokki,“ heldur hann áfram. Platan, sem bera mun heitið At War With the Mystics, mun einnig vera frábrugðin fyrri verkum sveit- arinnar þegar kemur að textasmíð Coynes. Hingað til hefur hann ein- beitt sér að framúrstefnulegri texta- gerð, en nú hyggst hann snúa sér að málefnum líðandi stundar, á borð við Íraksstríðið og frammistöðu rík- isstjórnar George W. Bush í Banda- ríkjunum. Grandaddy Shirley Manson Flaming Lips Erlend tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.