Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Síða 4

Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Síða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 1. maí 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAD FYRIR MLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausa- I sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur S Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. | Prents: ðja Þjóðviljans h.f. iinnnnnniiimrnii .mg—iniinniiiinimiiiniiir—■iiiininininninHTTiimninunffTfU""^- Afengismálin Allir hljóta að vera sam- mála um það, að ástandið í áfengismálunum hér á landi er ískyggilegt. Margir tugir eða kannski hundruð manna og kvenna hér á landi eru orðnir hreinir aumingjar af ofnautn áfengis. Fjöldi af slíku fólki er einnig úti á landi. Næstum því hvert þorp á landinu á sinn þorps- ræfil, sem slangrar dauða- drukkinn um göturnar næst- um daglega, börnum og ungl- ingum til athlægis, en rosknu fólki og ráðsettu til hneyksl- unar og vandlætingar. Tugir þess korjar manna hér á landi bera hið miður skemmti lega viðurnefni „sífulli“. Það má deila um það, hverjir eigi mesta sök á þessu ófremdarástandi. Hjá mörgum er það alltaf við- kvæðið, að þetta sé allt sam- an ríkinu að kenna, því að það hafi áfengissöluna að gróðalind. Það er satt, að margt má finna að fyrirkomu lagi áfengissölunnar hér á landi. Vörurnar eru oftast lélegar og fábreyttar. Allt of lítið hefur verið gert að því að hafa góð, létt vín á boð- stólum. Sú skoðun er auð- sjáanlega ríkjandi hjá þeim, sem hafa yfirstjórn þessara mála, að íslendingar smakki ekki áfengi í öðrum tilgangi en þeim að drekka sig útúr- fulla. Það getur vel verið, að þetta byggist á slæmri reynslu af drykkjuháttum ís- lendinga, en væri samt ekki reynandi að taka ofurlítið tillit til þeirra, sem vilja drekka annað en svartadauða og hafa áfengi um hönd eins og siðaðir menn. Þótt ýmislegt megi að á- fengisverzluninni finna, er ekki fljótséð, hvaða fyrir- komulag á þessum málum myndi gefast betur. Fáum eða engum mun detta í hug að afnema einkasölu ríkisins á áfengi og veita einstakl- íngum rétt til áfengissölu. í fyrsta lagi mundi íslenzka ríkið verða gjaldþrota á fá- ium mánuðum, ef það missti áfengisgróðann. í öðru lagi væri hætt við því, að spill- íngin í áfengismálunum mundi enn aukast, ef margir menn og misjafnir stunduðu ófengissölu. — Þá er það bannið. Sumir menn, og þá fyrst og fremst góðtemplarar, halda því fram, að ef komið væri á að- flutningsbanni á áfengi, væri allur vandinn leystur með töfrasprota. Þá mundi eng- inn drekka framar og allt væri 1 himna lagi. Þetta er ákaflega grunnfærnisleg á- lyktun. Eg held, að margir templarar haldi þessu frekar fram af þrjózku og eintrján- ingshætti en af því, að þeir trúi þessu í hjarta sínu. Hérna áður fyrr var áfeng- isbann á íslandi í mörg ár, og það gaf ekki góða raun. Stórfellt smygl þreifst í skjóli bannsins, og fjöldi borgara, sem annars voru lög hlýðnir skikkanlegheita- menn, vöndust á að brjóta þessi lög, en það varð aftur til þess að draga úr virðingu fyrir öllum lögum í landinu. Önnur og enn óhugnanlegri afleiðing bannsins var heima bruggið. Menn fóru að brugga landa úr hinum og þessum hráefnum og létu hann stundum gerjast í fjós- haugnum. Stöku sinnum''gat landinn verið dágóður, en langoftast var hann ódrekk- andi óþverri, sem gerði menn viti sínu fjær. Þegar mest kvað að brugginu, mátti heita, að bruggað væri á hverjum bæ í sumum sveit- um á íslandi. Þess voru jafn vel sögð ekki allfá dæmi, að flest eða allt heimilisfólkið gengi þéttingsfullt að hey- vinnu. iBjöán Blöndal var stöku sinnum að skjótast upp í sveit og taka einn og einn bruggara af handahófi, en yfirleitt voru allar aðgerðir hins opinbera gegn brugg- urunum líkastar því, að skvett væri vatni á gæs. Því verður þó ekki neitað, að þessi ófögnuður hefur næst- um algjörlega horfið, eftir að leyft var að selja sterk vín í lándinu. Þeir, sem endilega vilja verða drukknir, finna alltaf rá.ð til þess að ná í áfengi í einu eða öðru formi. Ef ekki er hægt að ná í venjulegt, drykkjarhæft áfengi, drekka menn bara einhvern óþverra. Tréspíritus varð tugum manna hér á landi að bana á bannárunum. Þá drukku menn einnig allar tegundir af bökunardropum og hár- vötnum, skósvertuseyði og jafnvel bæs eða seyðið af trélími. Alla þetta hefur að mestu leyti horfið "með bann- inu. Þar að auki er það alveg víst, að það mundi reynast gersamlega ógerlegt að fram- fylgja banni hér á landi nú á dögum. Samgöngur við út- lönd eru nú svo miklar, að áfengissmygl til landsins mundi verða margfalt meira en nokkurntíma var á dögum gamla bannsins. Hinir ame- rísku starfsmenn á Keflavík- urflugvelli vilja fá að flytja til landsins eins miklar birgð ir af áfengi og þeim sýnist, og flugvöllurinn mundi verða stórkostleg smyglstöð undir eins og áfengisbanni væri komið hér á. En á þetta forð- ast templarar að minnast. Þeim finnst þó varla betra, að gróðinn af áfengissölunni lendi í vösum einhverra út- lendra labbakúta á flugvell- inum en hjá íslenzka ríkinu.. En í þessu efni, eins og svo oft endranær, er eins og templarar séu að tala óráðs- hjal upp úr svefni. Það væri gaman að fá hjá einhverjum þeirra afdráttarlaust svar við þeirri spurningu, hvernig eigi að fara að því að hindra stórfellt áfengissmygl um Keflavíkurflugvöll, ef áfeng- isbanni væri komið á á ís- landi. Saga Góðtemplarareglunn- ar á íslandi er að mörgu leyti hálfgerð raunasaga. Því skal ekki neitað, að hún hef- ur látið ýmislegt gott af sér leiða. Á fyrri árum störfuðu í henni ýmsir mætir menn, og kannske er svo enn. En þegar á allt er litið, verður því varla neitað, að starf templara hefur ekki borið þann árangur, sem ætla mætti. Þ'eim hefur ekki tek- izt að hindra, að drykkju- skapur hefur færzt hér stór- lega í vöxt, og starf þeirra hefur alls ekki mætt almenn um, skilningi meðal íslenzku þjóðarinnar. Hvernig stendur á þessu? Það er að nokkru levti af skökkum og úreltum starfsaðferðum, en þó öllu fremur af þeim eintrjánings- lega og lífsframandi hugsun- arhætti, sem nú ríkir- í Góð- templarareglunni. Starf templara et: algerlega staðn- að í úreltum og ólífrænum formum. Allt of mikil orka fer í þrautleiðinleg fundar- höld, þar sem allt ætlar að kafna í kjáiialegum siða- reglum og þar sem sjálfs- glaðir og hundleiðinlegir froðusnakkar láta ljós sitt skína í tíma og ótíma. Það ■er sama frarnhleypna leið- indafólkið, sem alltaf tekur til máls í stúkunum, svo að öllu venjulegu fólki er það sár raun að sitja slíka fundi. jEg þekki þetta af eigin reynslu, því að ég var eitt sinn í stúku um alllangt skeið. Væri ekki hægt að ein- beita starfskröftum templara að einhverjum lífrænni verk efnum heldur en að eyða þeim í vita þýðingarlaus fundahöld, sem ekki bera hinn minnsta árangur? Hvernig í ósköpunum stend- ur á því, að templarar, sem eiga yfir miklu fé að ráða, skuli ekki vinna að þvíj að hér verði komið upp sóma- samlegu drykkjumannahæli? Það virðist þó vera það verk efni í þessum málum, sem næst liggur. En templarar hafa lítið gert til að reyna að hjálpa þeim tugum eða hundruðum aumingja, sem reika heimilislausir um í Hafnarstræti eða á Arnar- hóli. Ef þeirri orku og því fé, sem templarar hafa varið í leiðinleg og tilgangslaus fundahöld og kaffikvöld á undanförnum fimm árum, hefði verið einbeitt að þessu verkefni,, væri þegar risið upp hér á landi drykkju- mannahæli af fullkomnustu gerð. — En þótt skakkir starfshætt ir og framtaksleysi templara eigi sinn þátt í litlum vin- sældum þeirra, eiga óvin- sældir þeix’ra sér aðrar og dýpri rætur. Það er hinn al- menni hugsunarháttur, sem ríkir í stúkunum, sem fyrst og fremst veldur því. að al- menningur lítur á góðtempl- araregluna sem leiðinlega síorgandi fýlupokaklíku, en ekki sem þjóðþrifafélagsskap eins og vera mundi, ef rétt væri að farið. Afstaða templ ara til drykkjumanna er þveröfug við það, sem vera ætti. Hún einkennist fyrst og fremst af hneykslum, geð- vonzku, sjálfsgleði og jafn- vel fyrirlitningu á þessum ó- gæfusömu meðbræðrum, sem Framhald á 8. síðu. GULLFAXI“ Aætlaðar flugferðir í maí 1950 Reykjavík—Kaupmannahöfn: Laugardaga 6., 13., 20. og 27 maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 08:30. Til Kastrupflugvallar kl. 16:20. Kaupmannahöfn—Reykjaví'k: Sunnudaga 7., 14., 21. og 28. maí. Frá Kastrupflugvelli kl. 13:30. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 19:45. Rey kj av ík—London: * Mánudaga 1., (8.), 15., (22.), og 29. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 08:00. Til Northoltflugvallar 15:18. London—Reykjavík: Mánudaga 1., (8.), 15., (22.), og 29. maí. Frá Northholtflugvelli kl. 17:20. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 22:45. *) Flugferðirnar til og frá London eru starfrækt- ar í samvinnu viö Loftleiðir h.f. þannig, að Gull- faxi og Geysir fara sína vikuna hvor. Gullfaxi ann- I; ast ferðirnar 1., 15., og 29. maí, en Geysir 8. og j| 22. maí. í MgreiSsIur erlendis: L ■: Kaupmannahöf: Det Danske Luftfartselskap A/S (DDL/SAS)’ Dagmarhus, Raadhuspladsen. Sími Central 8800; London: British European Airways (BEA). Pantanir og upplýsingar: Dorland Hall, Lower Regent Street, London, S'. W. 1. Sími GERrard 9833. Farþegaafgreiðsla (brottför bifreiða til flug- vallar): Kensington Air Station, 194—200 High St., London W. 8. Sími WEStern 7227. Allar nánari upplýsingar fáið þér í skrifstofu vorri, Lækjargötu 4, símar 6600 og 6608. Flugfélag íslands hi.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.