Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Blaðsíða 8
Í kjölfar Kristnihátíðarinnar sem var hald- in á Þingvöllum sumarið 2000, til að minnast þess að 1.000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Ís- landi, var lagður grunnur að svonefndum Kristnihátíðarsjóði, sem síðan varð að lögum í febrúar árið 2001. Var ráðgert að starfstími sjóðsins yrði fimm ár, og rík- issjóður myndi leggja 100 milljónir til á hverju starfs- ári sjóðsins. Þetta hefur gengið eftir og nú er komið að síðustu úthlutun úr sjóðnum. Í Þjóðmenningarhúsinu næst- komandi miðvikudag, 1. desember, kl. 12, verður út- hlutað styrkjum til 59 verkefna sem tengjast menn- ingar- og trúararfi þjóðarinnar sem og fornleifa- rannsóknum, samtals að fjárhæð um 96 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt. Annars vegar er hon- um ætlað að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífs- gildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Hins vegar er hlutverk sjóðsins að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, meðal annars á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Stjórn sjóðsins er kjörin af Alþingi og skipa hana Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, sem jafnframt er formaður, Anna Agnarsdóttir, prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Stjórnin skipaði tvær verkefnisstjórnir sem gert hafa tillögur til stjórnar um verkefni og framlög til þeirra fyrir hvert starfsár, auk þess að vera stjórninni til ráðgjafar. Formaður verkefnisstjórnar á sviði menningar- og trúararfs, sem hefur aðsetur á Ak- ureyri, er Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Formaður verkefnisstjórnar á sviði fornleifafræði, með aðsetur í Reykjavík, er Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands. Eftir að þessari síðustu úthlutun sjóðsins verður lokið hefur um 500 milljónum króna verið veitt til rannsókna á þessum sviðum. Af því tilefni verður efnt til ráðstefnu, sem ber heitið „Hin forna framtíð“, en hún hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 14 hinn 1. desember, að lokinni úthlutun úr sjóðnum. Sam- nefnd sýning verður opnuð sama dag í bókasal Þjóð- menningarhússins. Jafnframt var ákveðið að gefa út rit, þar sem meðal annars má finna stuttar lýsingar á flestum verkefnum sem sjóðurinn hefur styrkt; sum að fullu, önnur að hluta. Nýjar niðurstöður að Skriðuklaustri Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur er verk- efnisstjóri eins verkefnanna, sem hlotið hefur styrki úr Kristnihátíðarsjóði á undanförnum árum; rann- sóknir á klaustrinu að Skriðu. Á ráðstefnunni á fimmtudag mun Steinunn halda erindi sem nefnist Skriðuklaustur – staður menningar og líknar. „Árið 2000 fór forkönnun á svæðinu fram, þar sem leitað var að staðsetningu klaustursins með fjárstyrk úr Rannís. Þá var hvorki vitað hve stórt það var né hvar það hafði staðið – þess var einungis getið í rit- uðum heimildum að þarna hefði staðið munkaklaustur í Ágústínusarreglu, svo það var vitað að það hafði ver- ið til,“ segir Steinunn. Það var síðan með fjárstyrk úr Kristnihátíðarsjóði ári síðar, sem hægt var að hefja rannsóknir fyrir al- vöru árið 2002, byggðar á þeim gögnum sem fyrir lágu, en ljóst var að þar höfðu staðið afar stórar bygg- ingar sem voru alveg horfnar í jörðu. Einnig bentu rannsóknir til þess – ólíkt öllum öðrum þekktum klausturstöðum á Íslandi – að ekkert hafði verið byggt ofan á rústirnar klaustursins, sem talið er að hafi hætt starfsemi árið 1554. „Þetta leit út fyrir að vera eins einfalt og svona getur verið, það væri hrein- lega hægt að fletta ofan af rústunum. Við sáum því mikil tækifæri í að hægt væri að rannsaka heillegra klaustur en áður hafði verið hægt,“ segir Steinunn. Hún segir að rannsóknin hafi varpað nýju ljósi á klausturhald á Íslandi á miðöldum, fyrst og fremst á Skriðu, en einnig megi telja að klausturhald annars staðar á Íslandi hafi verið með svipuðum hætti. „Stóra uppgötvunin er síðan sú að klaustrið á Skriðu hafi verið mjög svipað og önnur klaustur í Evrópu á þess- um tíma. Hingað til hefur alltaf verið haldið að klaust- ur á Íslandi hafi séríslenskt lag, og að starfsemin hafi verið öðruvísi en annars staðar og hafi fyrst og fremst gegnt hlutverki miðstöðvar mennta, menningar og auðsöfnunar. Hlutverk klaustra annars staðar var Kristnihátíðarsjóðu Hjónaband samkynhneigðra Sólveig A. Bóasdóttir segir rök fyrir mismunun hvergi að finna í neinu sem kalla mætti góð fræði. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur og Ásgeir Ingvarsson ingamaria@mbl.is asgeiri@mbl.is Fimm hundruð milljónir munu hafa verið veittar úr Kristnihátíðarsjóði næsta fimmtudag, en þá fer loka- úthlutun sjóðsins fram. Hér er stuttlega rakin saga sjóðsins og hlutverk, og rætt við þrjá aðila sem stjórn- að hafa verkefnum sem hlotið hafa styrk þaðan. 8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.