Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005 | 11
Það er hreint óvenjulegt afrek hjá HilmariJónssyni að hafa komið út Stóru orða-bókinni um íslenska málnotkun semJPV gefur út. Þetta er gríðarmikið verk,
tæpar 1600 síður í stóru broti og í kaupbæti er
geisladiskur með rafrænni útgáfu bókarinnar sem
býður upp á aðra leitarmöguleika en prentaða
verkið. Bókin leiðbeinir um
orðaval í ræðu og riti um leið
og hún gefur mynd af íslensk-
um orðaforða og innra sam-
hengi hans, eins og það er kallað. Hún sýnir orð í
margs konar samhengi, svo sem í orðasam-
böndum og samsetningum, og ætti þannig að geta
auðveldað fólki að fara vel með málið. Bókin skipt-
ist í tvo meginhluta, annars vegar er sjálf orða-
bókarlýsingin með rösklega 13.000 flettiorðum en
hins vegar er sjálfstæð skrá um öll orð og orða-
sambönd í orðabókartextanum, um 85.000 talsins.
Bókin er byggð á tveimur eldri bókum höf-
undar, Orðastað (1994) og Orðaheimi (2002), en
þær fjölluðu einnig um íslenska málnotkun hvor á
sinn hátt. Í þessari bók er efni þeirra og hlutverk
sameinað með nokkrum viðbótum. Líklega hefur
Jón Hilmar verið ötulastur manna við að vinna að
orðabókagerð hérlendis síðustu ár. Íslenska orða-
bókin í ritstjórn Marðar Árnasonar kom út hjá
Eddu árið 2002. Þar var um að ræða endurskoð-
aða og endurbætta útgáfu eldri bókarinnar sem
kennd hefur verið við Menningarsjóð í gegnum
tíðina. Þessar bækur skipta gríðarlegu máli fyrir
fólk sem talar og ritar íslenskt mál, ekki síst þá
sem hafa atvinnu af því að skrifa. Því fer fjarri að
þeir skrifi alltaf orðabókarmál en því fer líka fjarri
að íslensk tunga eigi allar þær orðabækur sem
hún þyrfti. Það er til dæmis óþarflega langur tími
liðinn síðan Íslensk samheitaorðabók kom út árið
1985. Þeir sem vinna við að skrifa íslensku vita að
þar var að finna mikla hjálp. Bókin hefði hins veg-
ar þurft að vera mun ítarlegri. Vonandi verður
ekki mikið lengri bið eftir endurbættri sam-
heitaorðabók. Ensk-íslenska orðabókin frá Erni
og Örlygi er einnig orðin gömul og raunar úrelt,
þetta stórvirki kom út árið 1984. Það er kominn
tími til að endurbæta þá bók. Orðabækur þurfa að
vera í sífelldri endurskoðun. Hér hefur hins vegar
aldrei verið til almennileg íslensk-ensk orðabók.
Danska, norska og sænska hefur líka legið óbætt
hjá garði um langt skeið; líklega er óhætt að segja
að engin góð orðabók sé til um þessi tungumál á
íslensku. Og þannig mætti lengi halda áfram.
Góðar orðabækur skipta gríðarlegu máli fyrir
íslenskuna en hún býr við þá staðreynd að þjóðin
sem talar hana er svo fámenn að hún ber varla út-
gáfu svo kostnaðarsamra bókverka. Og útgef-
endur, einkarekin bókaforlög, eiga sömuleiðis erf-
itt með að halda úti orðabókadeildum til langs
tíma sem vinna að rannsóknum sem skila sér í
nýjum og endurútgefnum bókum. Kannski þarf að
huga aðeins að þessum þætti í íslenskri bókaút-
gáfu. Hugsanlega væri ráð að safna saman orða-
bókaþekkingunni, sem þegar er til, undir einn
hatt, til dæmis innan vébanda Háskóla Íslands, og
styrkja síðan samstarfið við útgefendur. Hugs-
anlega mætti stofna sérstakan orðabókasjóð sem
einstaklingar og fyrirtæki gætu sótt í.
En auðvitað er líka hægt að leggja bara niður
íslenska tungu, það er hagkvæmast eins og hag-
fræðingurinn sagði.
Orðabókamál
Erindi
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
’En auðvitað er líka hægt að leggja bara niður íslenskatungu, það er hagkvæmast eins og hagfræðingurinn sagði.‘
Anne Rice, sem er hvað best þekktfyrir sagnaflokkinn um vamp-
írurnar sem m.a. var gerður að kvik-
myndinni An
Interview with a
Vampire fjallar
um æsku Jesú
Krists í nýjustu
bók sinni Christ
the Lord: Out of
Egypt og segir
söguna frá sjón-
arhóli barnsins,
Jesús Krists.
Gagnrýnandi
New York Times segir Rice farast
hlutverk sitt betur úr hendi en hann
hefði ætlað að óreyndu. Hún forðist
þær öfgar sem svo gjarnan einkenni
trúarleg skrif og dragi þess í stað
fram hlýlega fjölskyldumynd. Bókin
einkennist þó af samskonar myndlýs-
ingum og smáatriðum og hennar fyrri
verk þó ritstíllinn hér sé mun agaðri.
Bók Ole Robert Sunde, Jeg er somen åben bok, er að mati gagn-
rýnanda norska dagblaðsins Aften-
posten ein metnaðarfyllsta bók sem
kemur út í Noregi þetta árið. Bókin
sé jafn fjarri hefð-
bundnum auðlesnum
fjölskyldusögum og
hægt sé og þó höf-
undinn sé ekki lengur hægt að flokka
með norskum framúrstefnuhöf-
undum þá búi Jeg er som en åben
bok yfir bæði nýjum og róttækum
eiginleikum sem snúi ekki hvað síst
að tímanotkun innan sagnaformsins.
Mexíkóskir hermenn sem sendireru til að halda uppi vörnum á
lítilli eyju en eru síðan yfirgefnir er
viðfangsefni nýjustu bókar Laura Re-
strepo, Isle of Passion. Bókin er
byggð á raunverulegum atburðum,
en hópur mexíkóskra hermanna var í
byrjun 20. aldar sendur, ásamt fjöl-
skyldum sínum, til eyjarinnar Clip-
perton í Kyrrahafi ef svo ólíklega
vildi til að Frakkar gerðu innrás.
Eins konar útópía myndast á eyjunni,
sem þó skyndilega breytist í and-
hverfu sína eftir að fellibylur og síðan
skyrbjúgur gerir íbúunum lífið erfitt
og ekkert bólar á aðstoð frá meg-
inlandinu. Að mati gagnrýnanda
Washington Post nær Restrepo
einkar góðum tökum á viðfangsefni
sínu og þeim breiða skala mannlegra
tilfinninga sem einkenna þessa
heillandi sögu af strandaglópum.
Hún er dapurleg myndin semNadine Gordimer dregur fram
af Suður-Afríku í bók sinni Get a Life,
enda hafa flest
verk höfundarins
mótast af barátt-
unni gegn að-
skilnaðarstefn-
unni. Í þessari
nýjustu skáld-
sögu sinni segir
hún að á meðan
hin gamla Suður-
Afríka hafi verið
afmynduð vegna
kynþáttahaturs
þá sé ekki minni galla að finna á hinn
nýju. Þannig véfengir bókin fram-
farastefnuna sem svo hvatvíslega
krefjist þess að fortíðin sé þurrkuð út
og byrjað upp á nýtt bæði á mann-
legum og vistfræðilegum grunni. Get
a Life segir sögu Paul Bannermen,
barns frjálslyndra foreldra og að
sögn gagnrýnanda Guardian segir
Gordimer í þessum skrifum sínum,
líkt og þeim fyrri, ýmislegt sem fólk
ekki vill heyra. Að paradís muni alltaf
tapast og hennar ævarandi vera
saknað, fortíðina sé ekki hægt að
flýja og að blökkumenn í Suður-
Afríku muni aldrei ná sömu stöðu og
hvítir landar þeirra.
Smásagnasafn Rose Tremain, TheDarkness of Wallis Simpson and
Other Stories, fjallar líkt og titillinn
gefur til kynna um Wallis Simpson og
aðra einstaklinga. Í þeim tólf sögum
sem bókin geymir leitast Tremain við
að draga fram mynd af söguhetju
hverrar sögu á þeirri ögurstundu sem
hún tapar þeim eiginleika sem hvað
best einkennir persónu hennar.
Erlendar
bækur
Anne Rice
Nadine Gordimer
F
riðþjófur Helgason er víðkunnur
fyrir færni sína með kvikmynda- og
ljósmyndavélar. Um árabil var
hann ljósmyndari á dagblöðum,
fyrst Alþýðublaðinu og síðast hér á
Morgunblaðinu. Þá tók hann upp
kvikmyndavélina og flutti sig yfir á Ríkissjónvarpið
þar sem hann vann við fréttir og þáttagerð, meðal
annars með Ómari Ragnarssyni, en síðustu árin
hefur hann starfað með Páli Steingrímssyni að gerð
heimildarmynda sem hafa hlotið
verðskuldað lof og viðurkenningar.
Friðþjófur hefur þó aldrei lagt frá
sér ljósmyndavélina. Hann hefur
gert tvær bækur um fæðingarbæ sinn, Akranes, og
þetta árið er hann bæjarlistamaður á Akranesi.
Fyrir skemmstu gaf Friðþjófur út nýja ljós-
myndabók með myndum sem hann hefur tekið í
miðborg Reykjavíkur, hverfinu sem bókin sækir
heitið í, 101 Reykjavík, en hann hefur sterkar
taugar til miðborgarinnar.
„Þegar ég flutti til Reykjavíkur árið 1973, þá
gekk ég frá borði á Akraborginni inn í hverfi 101,
inn á Hressó og fékk mér þar fyrstu samlokuna
með skinku og osti sem ég borðaði um dagana,“
segir Friðþjófur. „Svo fór ég að vinna á Alþýðu-
blaðinu, sem var á Hverfisgötunni. Fljótlega kynnt-
ist ég Guðfinnu konu minni, hún er fædd og uppalin
í 101. Fyrsta íbúðin okkar var á Laugavegi og það
lengsta sem ég hef fengið konuna til að flytjast frá
þessu hverfi er 400 metrar, upp í Stangarholt þar
sem við búum nú. Ég hef því lifað og hrærst í mið-
bænum síðan ég flutti til Reykjavíkur.“
Þegar hugmyndin að þessari bók varð til, var
Friðþjófur nýkominn frá Nepal, þar sem þeir Páll
unnu að kvikmynd, og var að klippa hana í vinnu-
stofu við Garðastræti. „Í tæpa tvo mánuði gekk ég
alltaf í vinnuna og var með myndavélina með mér.
Ég tók myndir á leiðinni, fyrst í stað þar sem ég
gekk niður Laugaveginn en eftir viku tók ég að
finna nýjar gönguleiðir, fór Grettisgötuna í ein-
hverja daga, þá Njálsgötuna, loks var ég kominn
vestur undir flugvöll en ég endaði alltaf í Garða-
stræti. Fljótlega fór ég að hugsa um að gaman væri
að gera bók úr þessum myndum.“
Hrærigrautur sem gengur upp
Elsta myndin í bókinni er 20 ára gömul en obbinn
var tekinn á tæpum tveimur mánuðum árið 2003.
Síðustu myndina segist Friðþjófur hafa tekið
tveimur dögum áður en bókin fór í prentun.
„Þetta er engin rannsókn á hverfinu, einungis
upplifanir frá þessum gönguferðum. Ég lifi í núinu
og upplifunum augnabliksins,“ segir hann.
„Ég held að fjölbreytnin í bókinni endurspegli
margbreytileika hverfisins, sem er, eins og segir í
innganginum, kokteill af öllu mögulegu. Hér eru
nánast á sama blettinum bakarí, apótek, fataversl-
anir, bar, skósmiðir … þetta er svolítil hrærigraut-
ur en gengur alveg upp.“
Sterk formhugsun er í myndum Friðþjófs, hann
teflir saman línum, litum og hreyfingu í umhverf-
inu, en myndir bókarinnar eru bæði í lit og svart-
hvítu.
„Í gegnum árin hef ég mikið verið að spá í form
og gjarnan að tefla saman andstæðum. Margar af
þessum myndum væru ekki að ganga upp ef þær
væru ekki í lit og sumar verða að vera í svarthvítu.“
Helgi Daníelsson, fyrrverandi rannsóknarlög-
reglumaður, faðir Friðþjófs, rekur lítið bókaforlag,
Akrafjallsútgáfuna, og þeir feðgar ákváðu að gefa
bókina út saman.
„Ég vann bókina að öllu leyti sjálfur, tölvutæknin
er orðin svo þægileg að þetta er ekkert svo mikið
mál. Pabbi talaði við Hallgrím Helgason rithöfund,
sem á eiginlega heiti bókarinnar þar sem hann
hafði notað það áður, og hann féllst á að skrifa inn-
ganginn, texta sem er rammpólitískur en stór-
skemmtilegur,“ segir Friðþjófur brosandi.
Þakkar fyrir framsýnina
Friðþjófur hefur ekki bara vottað miðborg Reykja-
víkur virðingu sína á prenti, heldur er hann bæj-
arlistamaður á Akranesi, en hann hefur gert tvær
bækur um Skagann. „Sú þriðja kemur út 4. nóv-
ember á næsta ári en Kristján Kristánsson í Upp-
heimum gefur hana út,“ segir hann. „Ég fer tölu-
vert mikið upp á Skaga, að hitta fjölskylduna og
taka myndir. Ég ákvað að gera nýja bók því mér
fannst ég þurfa að þakka fyrir mig og ég vil þakka
fyrir þessa framsýni, að velja ljósmyndara sem
bæjarlistamann. Hingað til hafa ljósmyndarar ekki
verið hátt skrifaðir sem listamenn en mér finnst
það vera svolítið að breytast. Rax fékk þessa fínu
viðurkenningu hjá Myndstefi og ég var valinn bæj-
arlistamaður.“
Friðþjófur segist alltaf vera með ljósmyndavél í
farteskinu, líka í kvikmyndaleiðöngrum.
„Ég fer varla í bíó án þess að vera með mynda-
vél,“ segir hann hlæjandi. „Ég ferðast yfirleitt með
tvær ljósmyndavélar og tvær kvikmyndatökuvélar.
Stafræna tæknin hefur breytt gríðarlega miklu. Nú
er miklu þægilegra að eiga við það að taka myndir –
og miklu ódýrara.
Kvikmyndun og ljósmyndun fer ekkert mjög vel
saman því maður þarf alltaf að einbeita sér að öðr-
um miðlinum. Nú er ég til dæmis að fara til Ástr-
alíu, þar sem ég vinn að náttúrulífsmynd í nokkrar
vikur. Á þeim vettvangi kem ég bara til með að nota
ljósmyndavélina fyrir hálfgerðar skyndimyndir.
Svo einbeiti ég mér að ljósmynduninni á milli, ef ég
kemst í borgarferðir þá mynda ég mannlífið og skil
kvikmyndavélina eftir. Ég á orðið mikið safn af
skemmtilegum mannlífsmyndum víða að úr heim-
inum. Kannski ætti ég næst að gera bók sem heitir
Fimm höfuðborgir í fimm heimsálfum,“ segir hann
hugsi. Bætir svo við: „Maður er alltaf að láta sér
detta eitthvað í hug. En ég á eftir að gefa út fleiri
bækur, það er klárt mál. Gaman væri að gefa út
landslagsmyndabók í svarthvítu, þannig bók vantar
alveg á markaðinn. Ég er tilbúinn með hana í tölv-
unni, 200 bls. bók. En ég ætla að koma þessari frá
mér fyrst, tek eitt skref í einu.“
Upplifanir á gönguferðum
Fjölbreytnin í bókinni endurspeglar margbreyti-
leika hverfisins, segir Friðþjófur Helgason, ljós-
myndari og kvikmyndatökumaður, um nýja ljós-
myndabók sína, 101 Reykjavík.
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
efi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Friðþjófur Helgason „Ég lifi í núinu og upplifunum augnabliksins.“
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
Austurstræti Úr bókinni 101 Reykjavík.