Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005
Hryðjuverkaárásirnar á Banda-ríkin þann 11. september árið
2001 virðast ætla að vera óþrjótandi
uppspretta kvik-
mynda þar vestra.
Nú hefur verið til-
kynnt um þriðju
stórmyndina sem
er í bígerð og
byggist á atburð-
um þessa dags.
Myndin hefur
hlotið nafnið
Reign Óer Me og
leikstjóri mynd-
arinnar er Mike Binder (The Upside
of Anger).
Leikarinn Don Cheadle (Hotel
Rwanda, Oceans 11) fer með aðal-
hlutverk myndarinnar en hann leikur
lækni sem hjálpar
æskuvini sínum að
takast á við fjöl-
skyldumissi í kjöl-
far árásanna. Með hlutverk æskuvin-
arins fer Adam Sandler (Happy
Gilmore, Spanglish)
Leikstjórarnir Paul Greengrass
(Bourne Supremacy) og Oliver Stone
(JFK, Alexander) eru einnig að gera
myndir byggðar á hryðjuverkaárás-
unum hinn 11. september. Önnur
þeirra fjallar um flugvélina sem
hrapaði í Pennsylvaníu og hin um tvo
lögreglumenn sem eru staddir í Tví-
buraturnunum þennan örlagaríka
dag.
Nú hefur verið tilkynnt hvaða 10teiknimyndir koma til greina til
verðlauna sem besta teiknimyndin á
Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram
fer í Los Angeles í byrjun næsta árs.
Fyrsta teikimyndin í fullri lengd
um þá félaga Wallace og Gromit er
meðal þeirra sem koma til greina auk
teiknimyndarinnar Valiant, þar sem
þeir Ewan McGregor (Train-
spotting) og Ricky Gervais (The Of-
fice) ljá aðalpersónunum raddir sína.
McGregor talar jafnframt inná fyrir
eitt vélmennanna í myndinni Robots
sem jafnframt er í þessum 10 mynda
hópi.
Nokkrar myndanna hafa verið
sýndar í íslenskum kvikmynda-
húsum, til dæmis Ungi litli (Chicken
Little), Tim Burtońs Corpse Bride
og Madagaskar. Auk þeirra koma
myndirnar Gulliveŕs Travel, Hoodw-
inked, Howĺs Moving Castle og
Steamboy til greina.
Fimm þessarra mynda fá svo
formlega tilnefningu til verð-
launanna eftirsóttu en hverjar þær
verða verður tilkynnt þann 31. jan-
úar næstkomandi.
Breskir og bandarískir kvik-myndahúsagestir fá ekki að sjá
sömu útgáfu af kvikmyndinni Hroki
og hleypidómar
(Pride and Preju-
dice) sem gerð er
eftir sögu Jane
Austen.
Sú útgáfa
myndarinnar sem
sýnd er í Banda-
ríkjunum er 8
mínútum lengri
en sú sem Bretar
fá að sjá þar sem í
ljós kom á prufusýningu í Bretlandi
að áhorfendum þar þótti endirinn
„allt of væminn“.
Nú í lok nóvember gefst þó kvik-
myndahúsagestum í Bretlandi kost-
ur á að berja hina lengri útgáfu aug-
um á nokkrum útvöldum sýningum á
myndinni þar í landi áður en horfið
verður aftur að hinni styttu útgáfu.
Það eru þau Kiera Knightley
(Pirates of the Caribbean) og Matt-
hew MacFayden (Spooks) sem fara
með hlutverk elskendanna ungu
Elizabeth Bennett og herra Darcy.
Donald Sutherland (Mash) fer með
hlutverk herra Bennett.
Erlendar
kvikmyndir
Wallace og Gromit.
Kiera Knigtley
Don Cheadle
Það nauðsynlega er nægilegt,“ sagði sögu-frægasti kvikmyndaleikstjóri Dana, CarlTh. Dreyer. Þetta er vel mælt og mættigjarnan verða mörgum nútímaleik-
stjórum umhugsunarefni, þeim sem halda að of
mikið sé nægilegt og alltof mikið frábært.
Fyrir sléttri viku lést í Danmörku spor-
göngumaður Dreyers, leikstjórinn og handritshöf-
undurinn Erik Balling. Hann
var áttræður. Balling var ekki
tímamótamaður í kvikmynda-
listinni eins og Dreyer, en hann
var samt tímamótamaður í
danskri kvikmyndagerð að því leyti að hann átti
einna stærstan þátt í því að gera danskar kvik-
myndir að almenningseign með því að segja sögur
sem höfðuðu beint til þjóðarsálarinnar. Hann var
líka tímamótamaður í íslenskri kvikmyndagerð að
því leyti að án hans hefði kvikmyndin 79 af stöðinni
eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar tæplega
séð dagsins ljós árið 1962. Balling hafði orðið yf-
irmaður helsta kvikmyndafélags Danmerkur, Nor-
disk Film, árið 1957 og gegndi því starfi til ársins
1986, auk þess að leikstýra nokkrum vinsælustu
myndum danskrar kvikmyndasögu. Íslenska kvik-
myndafélagið Edda Film, sem áður hafði sam-
framleitt með Svíum Sölku Völku eftir skáldsögu
Halldórs Laxness, náði samkomulagi við Balling
um að Nordisk Film kæmi til liðs við gerð 79 af
stöðinni og sjálfur myndi hann leikstýra henni. Út-
koman er ómetanleg myndheimild um þessa mik-
ilvægu sögu af þjóðarsálarstríðinu milli gamla ís-
lenska sveitasamfélagsins og nýja borgarlífsins, og
ekki síður um tökustaðina, um túlkun afburða leik-
ara eins og Gunnars Eyjólfssonar, Kristbjargar
Kjeld og Róberts Arnfinnssonar. Athyglisvert er
að 79 af stöðinni, sem á dönsku nefndist Pigen
Gogo, er ekki að finna á skrá yfir verk Eriks Ball-
ing sem birtist í Politiken að honum látnum.
Kannski að hún sé talin til íslenskra kvikmynda
frekar en danskra, enda reyndi Balling ekki að
gera hana danska.
Það er einmitt einkennandi fyrir Erik Balling að
sjálfur er hann ekki mikið að flækjast fyrir þessari
sögu. Hann bara segir hana. Hann endursegir
hana í myndmáli, einföldu, skýru og stælalausu.
Balling var handverksmaður, persónuleikstjóri,
sögumaður sem hafði í verkum sínum meiri áhuga
á öðru fólki en sjálfum sér. Fyrsta mynd þessa
sögumanns, sem var reyndar menntaður dýra-
læknir, heitir Adam og Eva (1953). Í ævisögu sinni
segir Balling um tilurð hennar: „Myndin óx í raun-
inni út úr algjörri og örvæntingarfullri sálrænni
óreiðu, sem var ekki á nokkurn hátt deigla fyrir
innri sýn eða háfleygar hugsanir, heldur gat ein-
faldlega af sér praktíska, áþreifanlega hugmynd
sem ég gat unnið áfram úr.“ Praktísk, áþreifanleg
hugmynd til að vinna úr. Þetta er góður grunnur
fyrir kvikmynd. Engu að síður virðist hann oft
víðsfjarri í kvikmyndaframleiðslu samtímans, jafn
einfaldur og hann er. Sporgöngufólk Ballings í
Danmörku hefur þó í seinni tíð byggt fjölda góðra
kvikmynda á honum og kannski er hann und-
irstaða þeirrar miklu velgengni sem danskar kvik-
myndir njóta um þessar mundir. Núna í vikunni,
nokkrum dögum eftir að Balling lést, birti Danska
kvikmyndastofnunin þær upplýsingar að árið 2005
verði sennilega mesta aðsóknarár innlendra kvik-
mynda frá árinu 1981. Um miðjan nóvember höfðu
3,7 milljónir aðgöngumiða selst á danskar bíó-
myndir á árinu, en 1981 voru þeir 4,1 milljón.
Fjórtán myndir um Olsenbófana, Midt om natt-
en, sjónvarpsþættirnir Matador, svo nokkur vin-
sælustu verk Eriks Balling séu nefnd, verða trú-
lega seint talin til tímamótaverka
kvikmyndasögunnar, öfugt við helstu myndir
Dreyers. En þau eru skýr vitnisburður um alþýð-
lega sagnalist á hvíta tjaldinu og skjánum sem lað-
ar fólk til sín eins og baðherbergisspegill að
morgni.
Það er nauðsynlegt að líta í spegil annað slagið
og það nauðsynlega er nægilegt.
Maður með spegilmyndir
’Balling var handverksmaður, persónuleikstjóri, sögumað-ur sem hafði meiri áhuga á öðru fólki en sjálfum sér …‘
Sjónarhorn
Eftir Árna
Þórarinsson
ath@mbl.is
Þ
að sem öðru fremur virðist ætla að
móta heimsmynd fyrsta áratugar
tuttugu og fyrstu aldarinnar er
„stríðið gegn hryðjuverkum“ sem
hófst í kjölfar árásarinnar á Man-
hattan hinn ellefta september 2001.
Manhattan var að vísu ekki eini vettvangur hryðju-
verkaárásanna en hrun turnanna tveggja hefur á
táknrænan hátt verið sett í aðalhlutverk í almanna-
vitund og því er kannski afsakanlegt að kenna upp-
haf hryðjuverkastríðsins við Manhattan-eyju. En
var hrun turnanna tveggja upphafið? Þetta er
spurning sem nýleg heimildarmynd eftir Adam
Curtis, The Power of Nightmares: The Rise of Poli-
tics of Fear (Máttur martraða:
Uppgangur og pólitísk not ótta),
varpar fram. Svarið samkvæmt
henni er neitandi. Atburðinn hinn
ellefta september er ekki hægt að
skilja, heldur myndin fram, nema litið sé til sög-
unnar. Ellefta september verður að setja í sam-
hengi og það þýðir að við verðum að líta um öxl. Að
sjálfsögðu er auðvelt að hafna slíkum nálg-
unarleiðum; útskýringar líkjast í hugum sumra af-
sökunum, og atburð þennan er vitanlega ekki hægt
að afsaka. En á sama tíma hljótum við að við-
urkenna að hlutir skýra sig sjaldnast sjálfir; raun-
vísindin kenna okkur að afleiðing tengist orsök og
ef við ætlum að reyna að skilja hvað gerðist á Man-
hattan fyrir fjórum árum verðum við að leita út-
skýringa og orsaka. Ástæður eru alls ekki það
sama og afsakanir. Og við getum ekki bara einblínt
á afleiðingarnar. Mynd þessi er einmitt tilraun til
þess að líta handan yfirborðsins og einfeldnings-
legra upphrópana (múslimar hata frelsi) og sem
slík er hún ekki einvörðungu upplýsandi heldur
einnig meistaralegt dæmi um samþættingu frá-
sagnarfræðilegra aðferða, sundurgreinandi rökvísi
og sögulegra rannsókna. Myndin reynir að setja
hluti í samhengi á máta sem varpar ljósi á óend-
anlega flókna orsakakeðju. Og henni tekst betur til
en nokkur önnur heimildarmynd sem ég hef séð á
síðustu árum.
Stjórnendur frekar en leiðtogar
Hér er litið til þeirra margflóknu umbreytinga sem
mótuðu öldina sem leið. Hvernig vonir og vænt-
ingar um nýjan og betri heim strönduðu á skeri
tveggja heimsstyrjalda; hugmyndafræði sem slík
var ekki lengur traustverðug, hvaðan svo sem hún
kom. Eftir Hitler og Stalín var ekki leitað að sterk-
um leiðtogum, pólitíkusar urðu stjórnendur (líkt og
þjóðir væru fyrirtæki) frekar en leiðtogar. Þeir áttu
að sjá til þess að þjóðarskútan sigldi lygnan sjó,
ekki stýra henni í orrustur. Þetta átti eftir að breyt-
ast á nýjan leik og myndin rekur þráðinn aftur til
Colorado-ríkis í Bandaríkjunum og til ársins 1949.
Þá og þar var egypskur menntamaður, Sayed Kotb
að nafni, við nám í menntunarfræðum. Það sem
hann sá í Bandaríkjunum, og kannski enn frekar
hvernig hann túlkaði það sem hann sá átti eftir að
reynast afskaplega örlagaríkt fyrir framtíðina.
Hann fylltist óhug í garð þess óhefta neysluríkis
sem hann leit í kringum sig og þegar hann sneri
aftur til síns heima lagði hann í röð bóka grunninn
fyrir ákveðna túlkun á íslamstrú sem síðar skipti
sköpum fyrir menn eins og Osama bin Laden.
Vestrinu var hafnað og hefðir íslamstrúar voru
upphafnar. Það sem gerir myndina sem hér um
ræðir áhugaverða er sú staðreynd að öfgarnar sem
felast í skoðunum Kotb eru ekki settar fram sem
einstök og sérstæð birtingarmynd vafasamrar hug-
myndafræði. Curtis vill meina að sams konar
hreyfing hafi verið að fæðast í Bandaríkjunum á
sama tíma, upphaf þess sem í dag er kennt við síð-
íhald („neo-conservatism“) og ræður nú um mundir
ríkjum í Hvíta húsinu.
Myndin er með öðrum orðum dálítið ögrandi
hvað það varðar að hún bendir á ákveðinn samslátt
milli þeirrar hugmyndafræði sem í Austurlöndum
leiddi til heilags stríðs gegn vestrinu (og Ísrael), og
þeirrar hugmyndafræði sem í Bandaríkjunum hef-
ur leitt til heilags stríðs gegn austrinu. Í báðum til-
vikum er um öfgakennda hugmyndafræði að ræða,
heldur myndin fram, hugmyndafræði sem á alvar-
legan máta er fráskilin veruleikanum.
Áhugaverður persónuleiki
Rætur bandaríska afbrigðisins má einnig rekja til
fimmta áratugarins, í þessu tilviki til háskólans í
Chicago og prófessors í klassískum fræðum og
heimspeki sem þar kenndi lengi, Leo Strauss. Leo
Strauss er um margt áhugaverður persónuleiki og
fræðimaður. Skrif hans um Platón hafa haldið nafni
hans á lofti, og þótt það sé kannski ekki klassísk
heimspeki sem hreif sporgöngumenn hans þá reyn-
ist ákveðinn hluti af túlkun hans á Platón mik-
ilvægur. Það er vitanlega ekki bara áhugavert og
skemmtilegt að lesa Ríkið eftir Platón, það er eig-
inlega nauðsynlegt ef maður vill sjá eitthvað sam-
hengi í heimspekisögunni. Ríkið er líka grundvöllur
allrar umfjöllunar um listir og fagurfræði síðustu
tvö árþúsund. Ýmislegt kann þó að koma nútíma-
legum lesendum annarlega fyrir sjónir í þessari
ágætu bók. Ber þar fyrst að nefna að Platón var
ekkert sérstaklega vinsamlegur í garð lýðræðis,
þess sem við í dag lítum á sem eitthvert mikilvæg-
asta framlags Grikklands hins forna til heimssög-
unnar. Notkun Platóns á hundum sem táknmynd
fyrir heimspekilega rétthugsun er til að mynda dá-
lítið skondin. Það sem ekki er skondið er hugmynd
hans um hina „göfugu lygi“ en hún reynist grund-
völlur hins réttláta þjóðríkis (í tilviki Platóns væri
reyndar betra að tala um borgríki). Platón heldur
því fram með öðrum orðum að leiðtogar, þjóðhöfð-
ingjar, hafi ekki aðeins rétt heldur beri nauðsyn til
að ljúga að þegnum sínum. Það er þá gert til að við-
halda samfélagseiningunni. Platón hélt fram gildi
hinnar göfugu lygi í sambandi við réttlætingu á
stéttarskiptingu en það sem var mikilvægt fyrir
Strauss var tvennt. Leiðtogar ljúga að þegnum sín-
um, þeim til góða, án þess að trúa sjálfir lyginni.
Sögur eða eins konar goðsagnir eða ævintýri (mýt-
ur) varð að búa til svo samfélagsheildin væri þétt-
riðin. Upplognar sögur höfðu gildi vegna þess að
allir gátu trúað á þær (utan við elítuna) og þannig
var samhentur þjóðarlíkami skapaður. Þetta voru
skilaboðin sem lærlingar Strauss meðtóku og nú
um mundir stjórna þeir Bandaríkjunum. Og þeir
lærðu svo sannarlega lexíuna. Íraksstríð númer tvö
og hryðjuverkastríðið eru fullkomin dæmi um
hvernig lygasaga getur verið notuð til að stjórna al-
þýðunni og skapa samstöðu um uppfundið æv-
intýri. Enda þótt þeir sem breiða söguna út og
finna hana upp trúi henni ekki sjálfir.
Martraðir nútímans
En var hrun turnanna tveggja upphafið að
hryðjuverkastríðinu? Þetta er spurning sem ný-
leg heimildarmynd eftir Adam Curtis, The Pow-
er of Nightmares: The Rise of Politics of Fear
(Máttur martraða: Uppgangur og pólitísk not
ótta), varpar fram. Svarið samkvæmt henni er
neitandi. Atburðinn hinn ellefta september er
ekki hægt að skilja, heldur myndin fram, nema
litið sé til sögunnar.
Reuters
Bush forseti „Upplognar sögur höfðu gildi vegna þess að allir gátu trúað á þær (utan við elítuna) og þannig
var samhentur þjóðarlíkami skapaður. Þetta voru skilaboðin sem lærlingar Strauss meðtóku og nú um
mundir stjórna þeir Bandaríkjunum,“ segir í greininni.
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson
@wisc.edu