Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. september 2005 | 7 og reynir að byggja upp heildstæða mynd af honum. En það flækir málið að sá texti sem Glerborgin hefur að geyma er á einhvern máta meðvitaður um sitt skáldlega eðli: Quinn virðist oft efast um þann raunveruleika sem hann er hluti af: „Ef þetta er í raun og veru að gerast, sagði hann, þá er heldur bet- ur vissara að hafa augun opin.“ Meira um höfund(a) Eins og hér hefur komið fram í tengslum við sögu Austers víkja klassískar spurningar leynilögreglusögunnar fyrir öðrum sem koma í staðinn: Hver segir söguna? Hvernig er hún sögð? Af hverju er hún sögð á þann hátt? Umræðan um hvaða máli skiptir hver segi söguna hefur verið lífseig í bókmenntafræð- um 20. aldarinnar. Höfundurinn er nafnið sem í gegnum tíðina hefur verið útgangspunktur fyrir alla túlkun. Þar skiptir allt sem tengist honum á einn eða annan hátt máli, til dæmis fé- lagsleg staða, líferni og margt fleira, en nafn höfundarins stendur einnig fyrir ábyrgð og gefur verkum einhvers konar ytra andlit. Nafnið sem er skrifað framan á kápu Glerborg- arinnar er Paul Auster en það er líka nafn á einni persónu í verkinu. Torfi Tulinius hefur spurt Auster um þessa undarlegu per- sónu sem birtist í sögunni. Auster segir: „[É]g hef áhuga á muninum milli þess hver maður er sem rithöfundur og hver maður er sem maður. […] Þess vegna held ég að ég setji per- sónu í bókina sem ber nafn mitt, til að kanna hvað er í þessu bili á milli nafnsins á kápunni og nafnsins inni í bókinni.“ Madeleine Sorapure hefur rannsakað söguna með tilliti til þessara vangaveltna en á sama hátt og sjá má allar persónur bókarinnar sem leynilögreglumenn þá má einnig sjá þær sem höfunda. Allar þessar „höfundarpersónur“, Quinn, Stillman, „Auster“ og sögumaðurinn, reyna að notfæra sér rökvísi hefð- bundnu leynilögreglusögunnar en átta sig á því að bókmennta- greinin hrekkur skammt þegar kemur að nákvæmni og hæfni. „Höfundurinn“ Stillman gengur um götur New York og reynir að skrásetja nöfn á hlutum sem hafa engin nöfn, t.a.m. veltir hann fyrir sér af hverju brotin regnhlíf sé enn kölluð regnhlíf þrátt fyrir að hún sé í rauninni eitthvað allt annað. En slíkt minnir auðvitað á „ófullkomleika“ tungumálsins og tilraun Stillmans til að endurheimta hið eina og sanna tungumál og með því paradís. Svo er það „höfundurinn“ Quinn sem gengur á eftir Stillman og skrásetur ferðir hans, þegar hegðun Still- mans er að fara með Quinn heimsækir hann „höfundinn“ Paul Auster sem er svo engin sérstök hjálp þar sem hann er sjálfur önnum kafinn við að skrásetja hugmyndir um höfund Don Kíkóta. Sögumaðurinn er einnig „höfundur“ sem fylgir eftir rauðri stílabók til að skrásetja söguna sem við (lesendur) þekkjum. Það er einmitt sögumaðurinn sem kannski undirstrikar ein- kenni allra þessara skrásetjara hvað best. Í lok bókarinnar er rödd hans sterkust og lesendur átta sig í rauninni fyrst á að það er ekki alvitur sögumaður sem segir söguna heldur per- sóna í bókinni. Á síðustu síðum hennar lesum við orð hans: „Hér verður söguþráðurinn óljós. Engar frekari upplýsingar eru fyrir hendi og við munum aldrei vita hvað gerðist í fram- haldi af þessari síðustu setningu. Það væri glapræði að reyna geta sér til um það. […] Ég hef reynt að þræða mig í gegnum rauðu minnisbókina eins vandlega og mér er unnt og öll óná- kvæmni í þessari frásögn er á minni ábyrgð.“ Allt er í heim- inum hverfult og saga Quinns, ásamt öllum tilraunum til ein- hvers konar skrásetningar. Sögumenn Austers hafa nefnilega undantekningarlaust sagnfræðilegan fyrirvara á „frásögnum“ sínum. Þeir minna lesendur sína á að frásögn þeirra sé þeim annmörkum háð, yf- irleitt vegna óáreiðanlegra heimilda, að þar sé kannski ekki á ferðinni lýsing sem er samkvæm sannleikanum, eða því sem „gerðist“, heldur eins nálægt þeim sannleika og mögulegt er sökum aðstæðna (yfirleitt vegna einhvers konar fjarlægðar). Auster minnir því markvisst á togstreitu texta og raunveru- leika, eða þeirrar skálduðu sagnfræði sem í sögum hans ligg- ur. Þegar sögumaður er meðvitaður um sín eigin takmörk myndast ákveðin togstreita milli textans og lesandans sem er minni í póstmódernískum skáldskap. Þetta er sérstaklega áberandi í Tunglskinshöllinni sem verður síðar til umfjöllunar. Frændi sögumannsins í Tunglskinshöllinni orðar það kannski best þegar hann segir að „hver manneskja sé höfundur eigin lífs“. Glerborgin minnir markvisst á höfundinn enda ber per- sóna í verkinu nafnið Paul Auster. Fyrstu orð Stillmans við Quinn eru þessi: „Er þetta Paul Auster? […] Gæti ég fengið að tala við Paul Auster?“ Með því að setja persónu sem ber hans nafn inn í söguna reynir söguhöfundur að „hrista“ upp í „viðteknum gildum“. Þegar Quinn svarar loksins dularfullum símtölum með orð- unum: „Þetta er hann. Það er Auster sem talar.“ Má vel sjá það svo að Quinn sjálfur viti að fullyrðing hans er innst inni sönn, því sá sem leggur honum orð í munn er auðvitað rithöf- undurinn Paul Auster. En alveg eins og „raunveruleg“ per- sóna er skrifuð inn í verkið má sjá svipaða tilraun þegar „skáldaðar“ persónur eru skrifaðar út úr því. Í sögunni gufar Stillman nefnilega upp fyrir framan nefið á Quinn. Hann hverfur af hóteli og Quinn er ómögulegt að finna hann: „Stillman var endanlega horfinn. Sá gamli var einungis orðinn hluti af borginni. Lítill blettur eða punktur, einn múr- steinn innan um aðra múrsteina í vegg. […] „Nú var ekki leng- ur hægt að byggja á neinu ákveðnu, nú var allt tilviljunum háð.“ Ef borgin er „texti“ má vel sjá hvernig táknin og orðin éta hann upp í þessari lýsingu. Quinn gerir þá tilraun til að snúa aftur til síns gamla sjálfs. Það kemur í ljós að „stöðu“ Quinns í borginni er búið að taka frá fyrir annan. Íbúðin hans er komin í vörslu ungrar konu og öll ummerki um hann eru horfin: Hann reynir því að taka sér „stöðu“ þeirra sem hafa horfið og fer yfir í íbúð Stillmans yngri. Í New York-þríleiknum er smásagan Draugar einnig gott dæmi um þetta en þar dregur Auster upp mynd af gríðarlegri einveru nokkurra einstaklinga í borginni, sem ráða einka- spæjara til að fylgjast með öllum ferðum sínum, eingöngu til þess að ljá tilveru sinni merkingu. Þrátt fyrir að persónan Blue sé ráðin (af Black) til þess að fylgjast með Black ríkir al- gjör stöðnun í verkinu. Báðir eru að mestu fastir inni í lokuðu herbergi og fylgjast hvor meðöðrum hvor út um sinn gluggann. Líkt og Stillman er Quinn einnig að hverfa inn í óend- anlegan texta New York. Þegar Quinn klárar rauðu stílabók- ina hverfur hann úr sögunni. Í lok bókarinnar er New York þakin snjó. Sögumaðurinn fer að leita að honum ásamt persón- unni Paul Auster, hann segir lesendum: „Þá fórum við út úr húsinu og gengum út á snævi þakta stéttina. Hvít slæða lá yfir allri borginni og snjónum kyngdi niður án afláts.“ Borgin (textinn) orðin hvít (auð blaðsíða). Sagan er búin og lifir ein- ungis í minningu lesandans. Hin nýja auða blaðsíða mun hins vegar veita nýjum „höfundum“ og jafnframt „lesendum“ tæki- færi á að koma og merkja fótspor sitt, hvort sem er með pennastriki eða sjálfum lestrinum, í táknkerfi blekkingarinnar. Lesandi verksins er á eilífðarferð um texta, eins og fyrir margar persónur sögunnar er honum þó jafn auðvelt að týna sjálfum sér.  Heimildir Auster, Paul. 1993. Glerborgin. Þýðandi: Bragi Ólafsson. Bjartur, Reykjavík. Ástráður Eysteinsson. 1999. „Baráttan um raunsæið. Um módernisma, raunsæi og hefð“. Umbrot: Bókmenntir og nútími, bls. 30–56. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Ástráður Eysteinsson. 1996. Tvímæli. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Barthes, Roland. 1991b. „Frá verki til texta“. Spor í bókmenntafræði 20. aldar, bls. 181–190. Iser, Wolfgang. 1978. The Act of Reading: A Theory of Aesthetic Responce. The Johns Hopkins University Press, Baltimore and London. Torfi Tulinius. 1997. „Viðtal við Paul Auster“. Paul Auster, bls. 71–84. [Þýðandi ókunnur]. Bjartur og frú Emilía [tímarit um bókmenntir og leiklist]. Bjartur, Reykjavík. Hutcheon, Linda. 1992. A Poetics of Postmodernism: History, Theory, Fiction. Routledge, London. Herzogenrath, Bernd. 1999. An Art of Desire: Reading Paul Auster. Postmodern Studies 21. Rodopi B.V., Amsterdam. Kundera, Milan. 1999. List skáldsögunnar. Íslensk þýðing: Friðrik Rafnsson. Mál og menning, Reykjavík. Saussure, Ferdinand de. 1966. Course in General Linguistics. Ritstjórar: Charles Bally og Albert Sechehaye. Ensk þýðing: Wade Baskin. MacGraw-Hill, New York. Sorapure, Madeleine. 1995. „The Detective and the Author“. Beyond the Red Notebook: Essays on Paul Auster, bls. 71–87. Ritstjóri: Dennis Barone. University of Pennsylvania Press, Philadelphia. Morgunblaðið/Einar FalurPaul Auster „Margir gagnrýnendur hafa lofað Paul Auster fyrir byltinguna í skáldskap hans en hann segist ekki skilja þá umræðu.“ Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.