Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Blaðsíða 1
Laugardagur 17.9. | 2005 [ ]Javier Cercas | Sagan um það hvernig tekið er viðtal við Javier Cercas | 5Paul Auster | Glerborgin er fyrsta skáldsagan í New York-þríleiknum | 6Kvosin – Keldnaholt | Hvar og hvernig á að þétta byggð í Reykjavík? | 8 LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 Þ au voru þung höggin sem féllu á síðum Lesbók- arinnar síðasta laugardag; Hermann Stef- ánsson sagði að íslenska bókmenntakerfið væri ákaflega skrýtið, óheilbrigt, jafnvel sjúkt; Þröstur Helgason velti fyrir sér hvort bók- menntir séu þarflaus iðja, dútl við orð sem enga athygli vekur og hreyfir ekki við neinu í samfélaginu; Eiríkur Guðmundsson sagði að á Íslandi hafi aldrei verið til siðs að velta fyrir sér hvað bókmenntir séu og Stefán Máni tekur undir hálfrar aldar gamalt slagorð um að skáldsagan sé dauð, hún tilheyri fámennum gáfumannahópi, hún sé, og hafi alltaf verið, snobb, og hann staðhæfir síðan að eina von skáldsögunnar sé að verða einn daginn að kvikmynd. Hin tæra lind Hermann Stefánsson segist fara í veislur og hlera þar orð á stangli um bókmenntir, til dæmis að fólk „sé nú bara farið að lesa bækur til að njóta þeirra og halli sér því að glæpasögum“. Það eru heldur ógæfulegir lesendur sem Hermann lýsir þarna, fólk sem ekki les sér til ánægju heldur til að sýnast, ekki af innri þörf heldur af hreinræktuðu snobbi. Ég hef alltaf vorkennt fólki sem les bækur sér til leiðinda, en sjálfsagt eru sumir til- búnir að leggja ýmislegt á sig til að koma vel út í veislum. Hermann talar um að nú sé tími glæpasagna, bókmenntaform sem lengi framan af var litið hornauga hérlendis. „Í heilbrigðu bók- menntakerfi“, skrifar Hermann Stefánsson, „þrífast glæpasögur og fagurbókmenntir hlið við hlið.“ Þetta er hárrétt, og það er líka hárrétt hjá Hermanni að bókmenntaumhverfið hér sé, og hafi löngum verið, í talsverðu ójafnvægi, það vantar alla afslöppun; þegar farið er með ljóð kemur guðræknislegur svipur á viðstadda. Ef byrjað er að tala um nýjustu skáldsöguna verðum við ann- aðhvort mjög alvarleg og þungt hugsi, eða reynum umsvifalaust að finna persónum hennar stað í samtíma sínum. Talaðu um skáld- skap og við verðum yfirmáta hátíðleg eða sunkum niður í kjafta- sögurnar. Eiríkur Guðmundsson var ekki heldur dús við íslenska bók- menntaumræðu, hann hefur á tilfinningunni að hún búi við furðu- lega einangrun, hér sé ekki til siðs að ræða um eðli og inntak bók- mennta. Ég held að það sé ýmislegt til í þessu hjá Eiríki, við tókum til að mynda seint og illa á móti bókmenntafræðinni og þeim möguleikum sem í henni búa. Okkur er satt að segja ennþá meinilla við bókmenntafræði, lítum á skáldskapinn sem eins konar náttúruuppsprettu sem óhreinkist og spillist ef við reynum að skil- greina hann. Við höfum vanist því að helstu páfar bókmennta séu pennar á borð við Sigurð Nordal; einstaklingar sem skrifa fallegan og skáldlegan stíl. Ástráður Eysteinsson fékk líka aldeilis að finna fyrir því þegar hann snemma á níunda áratugnum, fór að beita að- ferðum bókmenntafræðinnar hér á landi. Á þeim árum var Ástráð- ur að baksa við það erfiða og vanþakkláta verk að þýða erlenda fræðihugsun yfir á íslensku, það setti mark sitt á stíl hans til að byrja með, og hann fékk gusuna yfir sig; hvað er svona stirðbusa stílisti að vilja upp á dekk? Við gátum ekki fyrirgefið Ástráði að skrifa ekki „fallegan“, helst „ljóðrænan“ stíl, og við gátum ekki fyrirgefið honum að nálgast skáldskapinn með fræðilegum hug- tökum. Hann var „umsvifalaust flautaður út af vellinum“; þeir sem vilja fjalla um bókmenntir eiga að skrifa þannig að allir skilji, það má ekki vera nein fyrirstaða. Um þessar mundir er deilt um hvort Skjár einn hafi einkarétt á að sýna enska boltann, húsráðendur á þeim bæ vildu setja lögbann á aðra aðila. Fyrir um 20 árum hefði íslenska bókmenntaelítan gjarnan viljað sitja lögbann á Ástráð Eysteinsson, því bókmenntafræðin spillir hinni tæru upp- sprettulind sem sprettur fram í íslenskri þjóðarsál. Lesið Stríð og frið á 50 mínútum! Þröstur og Stefán Máni hafa báðir áhyggjur af stöðu skáldsög- unnar, og bókmennta almennt. „Að sumu leyti“, segir Þröstur „virðast bókmenntirnar ekki hafa mikinn áhuga á því sem er að gerast utan þeirra og að sumu leyti virðast þær hreinlega „Í gær fór einhver út með hatt á höfði“ Í síðustu Lesbók birtust nokkrar greinar um íslenskt bókmennta- ástand í tilefni af Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hér birtist svar skálds sem er ósammála flestu sem fram kom í þessum skrifum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Jón Kalman Stefánsson kalman@bjartur.is  3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.