Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Síða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 | 5
sníður mér kufl úr snjó
snýr strengi
blárra geisla á boga
barnsins sem fæðist í kvöld
– allt er nú hreint: íslandið ég
og ástin mín.25
Ljóðið boðar frið vegna þess sístæða jóla-
undurs að Jesús fæðist um hver jól og end-
urnýjar þannig mann og heim, skapar for-
sendur friðar og réttlætis. Þá leiðir hinn hvíti
jólasnjór til hreinsunar – kaþarsis – í huga
skáldsins. Áleitinnar tómhyggju gætir hins
vegar í aðventuljóðinu Jólaföstu (Ný og nið
1970):
Hægt silast skammdegið áfram
með grýlukerti sín
hangandi í ufsum myrkursins.
Þegar búið er að kveikja
vitrast mér tvennskonar stórmerki:
gestaspjót kattarins
og hringsól gestaflugunnar.
Ég hlusta og bíð í ofvæni
en það kemur enginn 26
Hátíð fer að höndum ein
Í jólakveðskap Jóhannesar fléttast saman
gaman og alvara, trú og tómhyggja, þjóð-
félagsádeila og draumkennd íhugun. Sums
staðar er tónninn hvass en sums staðar ang-
urblíður og á hið síðarnefnda ekki síst við um
elstu ljóðin og æskuminninguna í Mater
dolorosa.
Hinn lágstemmdi tónn íhugunarinnar kem-
ur þó e.t.v. hvergi betur fram en í fjórum erind-
um sem Jóhannes orti við fornt viðlag úr fórum
Grunnavíkur-Jóns (1705–1779), Hátíð fer að
höndum ein:27
Gerast mun nú brautin bein,
bjart í geiminum víðum,
ljómandi kerti á lágri grein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Sæl mun dilla silkirein
syninum undurfríðum,
leið ei verður þá lundin nein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Stjarnan á sinn augastein,
anda mun geislum blíðum,
loga fyrir hinn litla svein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Heimsins þagna harmakvein,
hörðum er linnir stríðum,
læknast og þá hin leyndu mein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.28
Er fyrsta og síðasta erindið að finna í sálma-
bók þjóðkirkjunnar.29
Í fyrsta erindi Jóhannesar í þessum „sálmi“
gætir hugrenningatengsla við þau orð sem sótt
eru til Spádómsbókar Jesaja (40: 3) og heim-
færð upp á Jóhannes skírara m.a. í Matteus-
arguðspjalli (3:3):
Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jes-
aja spámanni:
Rödd hrópanda í eyðimörk:
Greiðið veg Drottins,
gjörið beinar brautir hans.
Eru þessi orð Jesaja þekktur aðventutexti
sem lesinn er á 3. sunnudegi í jólaföstu.30 Loka-
erindið verður aðeins skilið í ljósi þeirrar fram-
tíðarvonar sem víða kemur fram í kveðskap Jó-
hannsear og felur í sér hugsjón um endurnýjun
gjörvalls mannlegs samfélags og er saman-
tvinnuð úr róttækri byltingarhugsjón og
kristnum hugmyndum um guðsríkið.31
Lokaorð
Jólakveðskapur Jóhannesar úr Kötlum er at-
hyglisverður aldarspegill og sýnir hver opin
kvika tilfinningalíf skáldsins var fyrir að-
stæðum heimsmála á hverjum tíma. Hinn
stríði tónn sem fram kemur á kreppu- og
stríðsárunum sýnir það best.
Þá takast á gaman og alvara í þessum kveð-
skap sem og trú og tómhyggja. Andstæðurnar
sem fram koma eru miklar, allt frá góli útburð-
arins á Miðnesheiði til fölskvalausrar framtíð-
arsýnar um að hulin mein muni læknast við
komu Krists.
Víðast má segja að róttæknin og trúarhugs-
unin í jólaljóðunum skerpi hvor aðra fremur en
að önnur brjóti brodd af hinni.
Heimildir og hjálpargögn
Biblían, 1981.
Handbók íslensku kirkjunnar, 1981.
Hjalti Hugason, 2004: „Kristur og framtíðarlandið.“ And-
vari. 129. ár.
Hjalti Hugason, án árt.: „Á mótum dulhyggju og fé-
lagshyggju.“ (ób. ritg.).
Hörður Ágústsson, 2000: Íslensk byggingararfleifð 1. b.
Jakob Benediktsson, 1989. Hugtök og heiti í bókmenntafræði.
Ljóðasafn, 1972–1984: Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn.
1.–5. og 7–9. b.
Sálmabók íslensku kirkjunnar, 1997.
Silja Aðalsteinsdóttir, 1984: „Eftirmáli.“ Í Jóhannes úr Kötl-
um: Ljóðasafn 9. b.
1 Jakob Benediktsson 1989: 158–159.
2 Ljóðasafn 1984(9): 27.
3 Ljóðasafn 1984(9): 27.
4 Ljóðasafn 1972(1): 124–125.
5 Ljóðasafn 1972(1): 127.
6 Ljóðasafn 1972(1): 259.
7 Ljóðasafn 1973(4): 59.
8 Hjalti Hugason 2004: 78.
9 Hjalti Hugason án árt.: 12.
10 Ljóðasafn 1972(2): 32.
11 Ljóðasafn 1972(2): 30.
12 Ljóðasafn 1973(3): 170.
13 Ljóðasafn 1973(3): 171.
14 Ljóðasafn 1974(5): 84.
15 Ljóðasafn 1974(5): 84.
16 Ljóðasafn 1974(5): 81.
17 Ljóðasafn 1973(4): 15
18 Ljóðasafn 1973(3): 161.
19 Ljóðasafn 1973(3): 162.
20 Ljóðasafn 1973(4): 128.
21 Ljóðasafn 1974(5): 156–157.
22 Ljóðasafn 1974(5): 150–151.
23 Ljóðasafn 1976(7): 67–68.
24 Hörður Ágústsson 2000: 261–266.
25 Ljóðasafn 1976(8): 31.
26 Ljóðasafn 1976(8): 153.
27 Silja Aðalsteinsdóttir 1984: 156.
28 Ljóðasafn 1984(9): 138–139.
29 Sálmabók 1997 sálmur 722.
30 Handbók 1981: 64.
31Hjalti Hugason 2004: 86–90.
ein
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hjarðarholtskirkja, Laxárdal, Dalasýslu „Sumum kann að finnast lýsing Jóhannesar á íslenskri sveitakirkju yfirdrifin þar sem hann ræðir um mikið hús með hvelfingu. Þó kunna hér að vera gildar forsendur fyr-
ir hrifningunni. Sóknarkirkja fjölskyldunnar var í Hjarðarholti en þar stóð fyrsta krosskirkja Rögnvaldar Ólafssonar (1874–1917) húsagerðarmeistara í rómantískum, nýgotneskum stíl.“
Höfundur er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.
’Jól 1936 (Hart er í heimi) er ljóð sem sýnir hvernig Jó-hannes brást við samtíma sínum. Þar lýsir hann því er
sprengju var varpað á hóp barna sem dönsuðu kringum
jólatré. Sögusviðið er Madríd á dögum borgarastyrjald-
arinnar. Um afdrif barnanna segir: „Og öll þau hurfu
úr lífsins leik:/þau leystust upp – þau urðu að reyk.“18 Í
kjölfarið fylgir svo vægðarlaus spurn skáldsins um sam-
band réttlætisins og vilja Guðs …‘