Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005
F
yrsta skáldsaga Kristofs
Magnússonar (f. 1976) kom út
í lok ágúst í Þýskalandi og
hefur hlotið ljómandi góða
dóma. Bókin heitir Zuhause
(Heima) og gerist á Íslandi í
desember. Ég veit ekki hvort það var ein-
göngu nostalgían sem varð til þess að ég
negldist á bókina strax í bókabúðinni en það
þarf ekki að lesa lengi til að rekast á atriði
sem ýta undir heimþrá, ég fann lykt af pyls-
unni sem söguhetjan kaupir sér á fyrstu
blaðsíðum bókarinnar og heyrði skrjáfið í
bréfinu utan af Lakkrísdraumnum. Nostalgía
eða ekki, ég var strax
komin til Reykjavíkur í
andanum og fylgdi
sögumanninum Lárusi
eftir í daglegu lífi, á djamminu og síðar í
gegnum ótrúleg ævintýri þar sem við sögu
koma harðskeyttir viðskiptamenn ásamt
söguhetjunum ungu.
Bókinni hefur einmitt sérstaklega verið
hælt fyrir að sýna nýja hlið á Íslandi og
Kristofi hampað sem verðugum fulltrúa þess
hóps sem kann að meta dægurmenningu og
fólkið á Íslandi og einblínir ekki eingöngu á
náttúruna og hreina vatnið. Bókin ætti þann-
ig að höfða til fólks sem kemur á Airwaves
og kannar næturlífið í Reykjavík en hefur
takmarkaðan áhuga á gönguferðum í
ósnertri náttúrunni. Kristof sjálfur vill meina
að þeir Þjóðverjar sem helst koma til Íslands
séu í ,,múslídeildinni“ og hafi rómantískar
hugmyndir um að hjóla út um allt og drekka
vatn en það sé óskandi að bókin kveiki
áhuga á Íslandi hjá fólki sem hefur einnig
áhuga á nútímalegu borgarlífi.
Sögumaðurinn Lárus á nokkurs konar
heimili að heiman í Reykjavík. Oftast býr
hann í Hamborg en faðir hans er íslenskur
og Lárus kemur til Íslands á sumrin og í frí-
um. Lárus og Matilda, íslensk vinkona hans,
eru aðalsöguhetjur bókarinnar og vinskapur
þeirra myndar uppistöðu hennar. Þau ætla
að eyða jólunum saman á Íslandi með kær-
ustum sínum en það kemur í ljós að þrátt
fyrir síbætta samskiptamöguleika þessi tutt-
ugu ár sem þau hafa verið búsett sitt í hvoru
landinu hafa þau ekki verið alveg hreinskilin
hvort við annað. Bæði eru orðin einhleyp og
ekki líður á löngu fyrr en ljóst er að breyttar
aðstæður hafa einnig orðið til þess að þau
eru að vaxa sitt í hvora áttina. Í dimmum
desembermánuði reyna þau svo að finna sig
upp á nýtt og kynnast nýju fólki eða end-
urnýja kynnin við gamla skólafélaga. Matildu
vegnar betur en Lárusi sem enn er í sárum
eftir sambandsslitin en í gegnum flókna at-
burðarás lendir Lárus upp á kant við áhrifa-
mestu fjölskyldu Íslands, eigendur fjöl-
skyldufyrirtækisins Mýra hf., og Matilda og
hennar vinir dragast einnig inn í atburða-
rásina.
Kristof slær melankólískan tón strax í
upphafi bókarinnar og hann notar oft vísanir
í tónlist til að skapa rétta andrúmsloftið.
Hann dregur upp raunsanna mynd af ungu
íslensku fólki, mynd sem kristallast í Mat-
ildu. Hún þekkir bæði landið og næturlífið
eins og lófann á sér. Hún hættir með sænska
kærastanum sínum til margra ára því hann
er svo fullkominn. Hún selur nútímalegu
íbúðina sína og er hætt að lóðsa erlenda
blaðamenn um landið og djammið, er flutt í
kommúnu við sjóinn og vill opna súpueldhús.
Ungt íslenskt fólk er jú hugmyndaríkt og oft
ekki hrætt við miklar breytingar á lífi sínu
og umhverfi en það hefur þó oft óvenju mikil
og sterk tengsl við fjölskyldu sína sem
myndar nokkurs konar öryggisnet. Ein að-
alpælingin í bók Kristofs er einmitt sú hvort
að það sé hægt að vera óháður einstaklingur
á Íslandi, þar sem fjölskyldan skipar sterkari
tengsl en gengur og gerist úti í hinum stóra
heimi. Bókin er þó bara að hluta fjöl-
skyldusaga, hún er einnig þroskasaga ungs
fólks, ástarsaga og spennusaga. Mér lék for-
vitni á að vita meira um þennan rithöfund
sem hælt hefur verið svo mjög á síðum
helstu dagblaða Þýskalands undanfarnar vik-
ur og mælti mér mót við hann nú í byrjun
október.
Kristof er á upplestrarferðalagi um Mið-
Evrópu og er því mikið á ferðinni. Því til
vitnis þá hittumst við á lestarstöðinni í
Mannheim í Suður-Þýskalandi þar sem hann
var á leiðinni frá Basel til Berlínar. Í upphafi
samtals okkar afsakar Kristof sig og segir
íslenskuna aðeins ryðgaða en það er al-
gjörlega ástæðulaust –hann talar reiprenn-
andi íslensku og hefur mjög gott vald á mál-
inu. Kristof ólst upp í Hamborg og þar býr
fjölskylda hans en hann á einnig æskuminn-
ingar frá Íslandi þar sem hann borðaði ís og
pulsur á sumrin. Kristof sinnti samfélags-
þjónustu í New York, hann var í há-
skólanámi í Leipzig og hann bjó í ár á Ís-
landi til að ná íslenskunni almennilega.
Kristof dvelur nú á listamannastyrk í Sviss
en mig langar fyrst til að vita hvar hann telji
sig í raun eiga ‘heima’. Honum finnst þetta
greinilega erfið spurning og eftir langa um-
hugsun segist hann eiga góðar minningar frá
ýmsum stöðum en hann eigi heima í Ham-
borg, Berlín og Reykjavík. Minningar og vin-
ir skapa notalegustu heimilin, maður tengist
ekki stað eða borg nema í gegnum upplifanir
og fólk.
Þótt hann sé ungur að árum er Kristof nú
þegar búinn að skrifa nokkrar smásögur, rit-
gerðir og þrjú leikrit. Kristof hefur náð heil-
miklum árangri á tiltölulega nýhöfnum ferli
sínum, leikritið Männerhort (,,Karlagæsla“)
hefur þannig gengið fyrir fullu húsi í Bonn í
bráðum þrjú ár og verður frumsýnt í Thea-
ter am Kurfürstendamm í Berlín í lok októ-
ber. Karlagæsla fjallar um fjóra karlmenn
sem fela sig í kjallaranum á verslunarmið-
stöð því þeir vilja ekki versla með konunum
sínum og Kristof segir hógvær að þetta sé
,,svona verk sem saumaklúbbar sjá til að
hlæja að karlmönnum“. Zuhause er fyrsta
skáldsagan hans og ég spyr hvort hann hafi
lengi gengið með þessa hugmynd í vasanum.
,,Já, ég var með þessa hugmynd þegar ég
kom til Íslands um áramótin 2001–2002 og
ég safnaði fullt af efni á Íslandi en tókst ekki
að byrja á sögunni þar. Mér tókst aldrei að
skrifa neitt um Ísland þegar ég var á Ís-
landi, gat bara skrifað um Þýskaland þar og
skrifaði reyndar meirihluta Männerhort þeg-
ar ég bjó á Íslandi.
Það var eiginlega fyrst árið eftir að ég
kom frá Íslandi sem ég gat farið að skrifa
söguna og það varð alltaf augljósara hversu
vel Ísland passaði sem umgjörð fyrir þessar
pælingar um fjölskylduna og hlutverk henn-
ar. Ég held, að þótt ég hefði ekki verið á Ís-
landi og ekki átt ættingja þar, þá hefði ég
samt kosið Ísland sem sögusvið bókarinnar.
Hlutverk fjölskyldunnar er svo sérstakt á Ís-
landi og þessi pæling um hvar er heima og
hvar vill maður eiga heima svo sterk. Einnig
hefur heimilið sjálft sem umgjörð mikilvæg-
ara hlutverki að gegna á Íslandi en annars
staðar, sérstaklega á veturna, og þess vegna
gerist bókin í desember. Fólk er ofboðslega
upptekið af heimilinu og kannski líka bílum
og ferðalögum en svo er lítið meira sem fólk
hugsar um. Mér finnst þetta oft mjög huggu-
legt við Ísland en þetta pirrar mig stundum
líka, ég sakna þess að geta ekki hoppað upp
í lest og verið í annarri borg, jafnvel öðru
landi eftir bara nokkra klukkutíma. Alltaf
þegar ég er búinn að vera á Íslandi í nokkra
mánuði þarf ég að komast í burtu.
Í ljósi þess að í Þýskalandi er bókinni sér-
staklega hampað sem nútímalegri, álfalausri
sögu, þá spyr ég Kristof hvort þessi saga sé
um Ísland eins og það er, köld raunveru-
leikasaga. ,,Nei, nei,“ segir hann, ,,það fjallar
ekki allt á Íslandi um djamm, það er bara
ein hlið af daglegu lífi á Íslandi. Reyndar
hafa margir spurt mig þegar ég er að lesa
upp, hvort fólk sé almennt meira þunglynt á
Íslandi en í Þýskalandi. Norðurlöndin hafa
þessa ímynd hér – að þar búi melankólískt
fólk sem drekkur meira en góðu hófi gegnir.
Það sem mér finnst meira ekta íslenskt við
söguna er fjölskylduþemað, fjölskyldan er
svo miklu mikilvægari á Íslandi en í Þýska-
landi. Fólk sem þekkist ekki í Þýskalandi en
tekur tal saman byrjar á því að tala um
seinkanir í lestarkerfinu eða yfirfullar hrað-
brautir en á Íslandi byrja allir strax á því að
spyrja hverra manna ertu, hvar varstu í
skóla og svo framvegis. Þú myndir aldrei
spyrja einhvern á bar í Þýskalandi um fjöl-
skyldu hans, það er svo rosalega langsótt, en
á Íslandi er þetta raunhæf spurning. Þess
vegna var Ísland fullkominn staður fyrir
svona sögu og þessa pælingu um hvernig
maður á að lifa. Hvort maður komist upp
með að vera einstaklingur og hverfa í borg-
ina eins og hægt er í erlendum stórborgum
og hversu mikið maður eigi að tilheyra göml-
um vinahópum eða fjölskyldu.“ Þetta er svo
líka svona pæling um hversu mikilvæg fjöl-
skyldan á að vera í lífinu. En myndir þú
flokka bókina sem fjölskyldusögu? ,,Já, en
þetta er líka ástarsaga, glæpasaga, djamm-
saga og kannski líka skálkasaga. Sumir
gagnrýnendur finna að þessu og segja þetta
efni í margar sögur en öðrum finnst það
gott. Fjölskylduþemað er vissulega ráðandi
en ég vildi ekki skrifa bók sem sýnir Ísland
sem hefðbundið land þar sem allir eru ein-
ungis í gamaldags fjölskyldusamhengi. Fjöl-
skyldan skiptir vissulega miklu máli á Ís-
landi en Ísland er nútímaland þar sem menn
eru fráskildir eins og annars staðar. Það var
erfitt að ná þessu, að skrifa um stórt hlut-
verk fjölskyldulífsins en samt ekki búa til
einhverja fjölskylduklisju, þar sem allir eru
alltaf rosalega glaðir með að vera heima í
faðmi fjölskyldunnar.“
Það er helst í þeim hluta bókarinnar sem
fjallar um fjölskyldufyrirtækið Mýrar að
hefðbundin ‘alíslensk’ gildi koma fram. Fjöl-
skyldan rekur ættir sínar til Egils Skalla-
grímssonar, ættfræði- og söguáhuginn kem-
Nútímalegt Ísland án
Heima nefnist fyrsta skáldsaga Kristofs
Magnússonar sem kom út í ágúst í Þýska-
landi. Sögusvið bókarinnar er Ísland í desem-
ber. Í bókinni spyr Kristof meðal annars
hvort hægt sé að vera óháður einstaklingur á
Íslandi, þar sem fjölskyldan skipar sterkari
tengsl en gengur og gerist úti í hinum stóra
heimi. Hér er rætt við höfundinn.
Kristof Magnússon „Ég held að þó ég hefði ekki verið á Íslandi og ekki átt ættingja þar hefði ég samt kosið Ísland sem sögusvið bókarinnar. Hlutverk fjöl-
skyldunnar er svo sérstakt á Íslandi og þessi pæling um hvar er heima og hvar vill maður eiga heima svo sterk.“
Eftir Rósu
Magnúsdóttur
rosa@email.unc.edu