Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Qupperneq 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 | 7
ur sterkt fram og maður sér einnig ákveðin
tengsl við samtímann á Íslandi, þá aðallega
viðskiptaumhverfið. ,,Jú, ég er dálítið hrædd-
ur um að þetta komi þannig út. Þetta er
náttúrlega ekki bein lýsing við raunveruleik-
ann, en er samt oft dálítið líkt íslenskum við-
skiptaveruleika. Ég hef alltaf haft áhuga á
efnahagslífi og svona mónópól eins og fyr-
irfinnast á Íslandi væri ekki hægt að ímynda
sér í Þýskalandi. Ísland er að vissu leyti
mjög góð líking á hnattvæðingu, þar sem
stórfyrirtæki eru að kaupa hvert annað og í
Mýrum er komið fjölskyldufyrirtæki sem
hefur ítök á mörgum sviðum samfélagsins.
Ég var samt dálítið hræddur við að vera rit-
höfundur sem er alltaf að vara við og krít-
ísera og gagnrýna allt. Mér fannst bara
áhugavert að sýna þetta og hafa sögumann
eins og Lárus sem vill helst ekki vinna að
neinu og vill helst ekki hafa neitt sérstaklega
mikið með fjölskylduna að gera en hafa svo
þessa andstæðu í Kjartani sem man allt sem
hefur gerst í þúsund ár og byggir allt sitt á
því að vera afkomandi Egils Skallagríms-
sonar. Þetta pólitíska kemur bara svona sem
aukaatriði dálítið en það sem er að gerast á
persónulega sviðinu er númer eitt.“
Nú hefur þér verið líkt við Nick Hornby
og stíllinn er vissulega svolítið svipaður. En
geturðu nefnt einhverja íslenska áhrifavalda
til sögunnar? ,,Ég hef alltaf lesið talsvert af
íslenskum bókmenntum, Laxness og allt það.
Mér fannst gaman að lesa Laxness, enda vel
skrifaðar bækur, en samt náði ég þessu ekki
alveg, fannst þetta ekki hafa mikið að gera
með mitt líf. Það var fyrst þegar ég fór að
lesa Einar Kárason og fann stíl sem byrjaði
að segja mér eitthvað að íslenskar bók-
menntir snertu mig. Efnin sem Einar skrifar
um eru áhugaverð og ég finn tengsl við bæk-
ur hans þótt hann skrifi ekki um kynslóðina
mína. Það er samt mikið í þessu sem nær til
mín, hann er af rokk og ról og Bítlakynslóð-
inni en ég kannski meira svona Belle and
Sebastian og Sigurrós. Svo má segja að 101
Reykjavík eftir Hallgrím Helgason hafi
markað nokkurs konar þáttaskil, enda mjög
áhrifamikil bók. Mig langaði að skrifa eitt-
hvað í þeim stíl, svona borgarsögu, bara
meiri sögu og minna klám. En stíllinn sem
ég er að skrifa er kannski ekki mjög íslensk-
ur, frekar breskur eða jafnvel bandarískur,
Nick Hornby og Michael Chabon eru t.d.
áhrifavaldar.“
Er eitthvað sem hefur komið þér sér-
staklega á óvart í viðbrögðum Þjóðverja?
,,Fyrir utan þetta með þunglyndið og alkó-
hólismann þá má kannski segja að ég hafi
verið hálfhræddur við að lesa upp því alltaf
þegar ég fór á upplestra með Einari Má eða
Einari Kárasyni þá voru einhverjar þýskar
konur í salnum sem stóðu upp og sögðu frá
hestaferðum um Ísland og höfðu ekkert fram
að færa um skáldsögur þeirra eða upplest-
urinn. Þetta gerist ekki hjá mér og það er
kannski eitthvað sem kom á óvart.“
Er það kannski einmitt út af því að bókin
þín höfðar til ungs fólks sem hefur meiri
áhuga á Björk og Sigur Rós en álfum og
heitum hverum? ,,Já, það getur verið en svo
hefur fólk líka komið til mín sem var með
samviskubit yfir því að hafa hugsað svona
klisjukennt um Ísland en þá fæ ég aftur á
móti samviskubit að vera að skemma þetta
fyrir fólki því mér finnst allt í lagi að hugsa
svona. Það eru svo mörg lönd í heiminum og
þú getur ekki haft flókna og fjölbreytta
þekkingu um hvert einasta land í heiminum.
Mér finnst ég oft þurfa að segja, að það sé
allt í lagi að vera með svona klisjukenndir.
Ég er í þessari sérkennilegu stöðu að þurfa
alltaf að vera að verja Ísland í Þýskalandi og
öfugt. Ég sjálfur bölva endalaust öllu þýsku
en verð fúll þegar Íslendingum finnst brauð-
ið vont í Þýskalandi og svo eru Þjóðverjar
víst allir með yfirvararskegg og sítt að aftan
en ég hef mjög gaman af klisjum almennt og
þetta er áhugaverð staða, að vera fulltrúi
beggja landanna og að vera á sama tíma út-
lendingur og átoritet um bæði löndin.“
Nú leiðast samræður okkar út í umræður
um stereótýpur og þessa sérkennilegu stöðu
að vera heima hjá sér á mörgum stöðum í
mörgum löndum. Það er alveg ljóst að Krist-
of hefur nýtt sér reynslu sína af bæði Þýska-
landi og Íslandi á góðan hátt í Zuhause, bók-
in höfðaði alla vega til þessa Íslendings í
útlegð og það heldur áfram að kitla þjóð-
arstoltið að sjá hvað bókinni er vel tekið af
Þjóðverjum, hvort sem þeir eru hrifnir af
álfum eða ekki.
álfa
Höfundur er sagnfræðingur.
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri
The Family Stone (HJ)
The Ice Harvest (SV)
The Descent (SV)
Smárabíó
The Family Stone (HJ)
The Ice Harvest (SV)
Saw II (HJ)
The Exorcism of Emily Rose
(SV)
In Her Shoes (HJ)
The Legend of Zorro (SV)
Regnboginn
The Family Stone (HJ)
The Ice Harvest (SV)
Saw II (HJ)
The Exorcism of Emily Rose
(SV)
Laugarásbíó
King Kong (SV)
Saw II (HJ)
Háskólabíó
King Kong (SV)
Green Street Hooligans
(SV)
Harry Potter og eldbikarinn
(HJ)
Lord of War (SV)
La Marche de L’Empereur
(HJ)
Noel (HJ)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
King Kong (SV)
Green Street Hooligans
(SV)
Harry Potter og eldbikarinn
(HJ)
Litli kjúllinn (SV)
Just Like Heaven (HJ)
Myndlist
Artótek, Grófarhúsi: Björg Þor-
steinsdóttir til desemberloka.
Aurum: Lóa Hjálmtýsdóttir.
Café Babalu: Claudia Mrugowski
til desemberloka.
Gallerí 101: Jólasýning til 6. jan.
Gallerí Húnoghún: Soffía Sæ-
mundsdóttir til 5. jan.
Gallerí Sævars Karls: Hrund Jó-
hannesdóttir, Hlaðgerður Íris
Björnsdóttir, Kolbrá Bragadótt-
ir, Kristín Helga Káradóttir,
Margrét M. Norðdahl og Ólöf
Björg Björnsdóttir sýna í desem-
ber.
Gerðuberg: Eggert Magnússon
til 9. janúar.
Grafíksafn Íslands: Samsýning
17 félagsmanna í íslenskri grafík.
GUK+: Hartmut Stockter til 16.
janúar.
Hafnarborg: Jón Laxdal til 31.
desember.
Hallgrímskirkja: Kristín Gunn-
laugsdóttir og Margrét Jóns-
dóttir til febrúarloka.
Hitt húsið: Nemendur af list-
námsbraut í FB sýna verk sín til
5. jan.
Hrafnista, Hafnarfirði: Ellen
Bjarnadóttir sýnir í Menning-
arsal til 7. febrúar.
Iða: Þóra Guðrún Benedikts-
dóttir sýnir til loka janúar
Kaffi Mílanó: Ingvar Þorvaldsson
sýnir Vatnslitamyndir til ára-
móta.
Kaffi Sólon: Dóra Emils – Heyr
himna smiður – til 14. jan.
Karólína Restaurant: Óli G. til
aprílloka 2006.
Listasafn Einars Jónssonar:
Fastasýning.
Listasafn Íslands: Sýning á verk-
um 13 íslenskra samtímalista-
manna. Til 12. febrúar.
Listasafn Reykjavíkur,
Ásmundarsafn: Bernd Koberling
til 22. janúar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafn-
arhús: Guðrún Vera Hjartar-
dóttir til 30. desember. Erró til
23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvals-
staðir: Jóhannes Sveinsson Kjar-
val. Til 19. mars.
Listasmiðjan Þórsmörk, Nesk.:
10 listakonur, fram í janúar 2006.
Listhús Ófeigs: Dýrfinna Torfa-
dóttir, Rósa Helgadóttir, Þor-
björg Valdimarsdóttir til 31. des-
ember.
Ráðhús Reykjavíkur: Helga
Birgisdóttir (Gegga) til áramóta.
Safn: Guðrún Hrönn Ragn-
arsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson
– Stöðug óvissa. Jón Laxdal –
Tilraun um mann. Út desem-
bermánuð.
Skaftfell: Rúna Þorkelsdóttir til
desemberloka.
Smekkleysa plötubúð – Humar
eða frægð: Jólasýning Lóu og
Hulla.
Sundlaugin í Laugardal: Árni
Björn Guðjónsson fram yfir jól.
Yggdrasill: Tolli til 25. jan.
Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur
Sveinsson til áramóta.
Þjóðmenningarhúsið: Hjörtur
Hjartarson. Íslenskt bókband.
Þjóðminjasafn Íslands: Huldu-
konur í íslenskri myndlist, í
Bogasal til 28. maí. Ljósmyndir
Marco Paoluzzo í Myndasal og
ljósmyndir Péturs Thomsen í
Myndasal. Til 20. febrúar.
Leiklist
Borgarleikhúsið: Salka Valka,
mið. Woyzeck, fim., fös. Kalli á
þakinu, mán. Carmen, fors. 12.
jan. Manntafl, mið. Alveg brillj-
ant skilnaður, fim., fös. Belgíska
Kongó, 7. janúar.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Himna-
ríki, fim.
Iðnó: Ég er mín eigin kona, þri.,
mið., fim.
Leikfélag Akureyrar: Fullkomið
brúðkaup, mið., fim., fös.
Nasa við Austurvöll: Typpatal
með Audda, mán., fim., fös. Sýn-
ingin verður einnig á Kaffi Króki,
Sauðárkróki, þri. og mið.
Þjóðleikhúsið: Túskild-
ingsóperan, mán., þri., mið., fim.,
fös. Klaufar og kóngsdætur, 15.
jan. Eldhús eftir máli, fim., fös.
Leitin að jólunum þri., mið.
NÝLEGA heyrði ég það sagt að meginvið-
fangsefni bókmenntafræðinnar væru ekki
bókmenntirnar heldur bókmenntafræðin
sjálf. Eflaust má líta á slíka alhæfingu og yf-
irlýsingu sem málskrúð en því er ekki að
neita þessi hugsun gerðist æ ásæknari við
lestur nýlegs fræðirits sem fjallar um ljóðlist
og nefnist Heimur ljóðsins. Í þeirri bók er að
finna 26 greinar sem byggðar eru á erindum
sem flutt voru á ráðstefnunni ,,Heimur ljóðs-
ins“ sem Bókmenntafræðistofnun Háskóla Ís-
lands hélt í apríl í vor.
Helsta einkenni þessarar bókar er þó fjöl-
breytileiki erindanna. Margar greinarnar eru
skrifaðar af þvílíkum lærdómi að gagnrýn-
andi út í bæ beygir höfuð sitt í lotningu.
Fjallað er um ljóðlist frá Hórasi til Hallgríms
Helgasonar. Hér er með öðrum orðum fjallað
um innlenda ljóðagerð sem erlenda og koma
þar nærri bæði innlendir og erlendir höf-
undar. Viðfangsefnin eru af mörgum gerðum.
Margir höfundanna hafa þann háttinn á að
spinna utan um eitt eða tvö kvæði mikinn lær-
dóm og margvíslegar skilgreiningar hugtaka.
Sömuleiðis gætir tilhneigingar til að flétta
saman slíkum hugtökum, hvernig þau eru
notuð af þekktum erlendum höfundum og
hvernig aðferð þeirra síðan speglast í íslensk-
um ljóðum. Einna besta skrifaða dæmið um
þessa nálgun viðfangsefnis er ritgerð Dagnýj-
ar Kristjánsdóttur um Kyndilmessu Vilborg-
ar Dagbjartsdóttur.
En þó finnst mér einhvern veginn víða sem
ljóðið verði ofurlítið utangarðs í öllum fræð-
unum. Sumar greinarnar fjalla nefnilega
miklu fremur um hugtök fræðanna og kenn-
ingar fræðimanna um ljóðlist en ljóðin sjálf.
Þannig gegnir þýðingarfræði mikilvægu hlut-
verki í nokkrum erindanna. Hugtök á borð við
staðsetningu í ljóði, staðarljóð, verður t.d Ást-
ráði Eysteinssyni að umræðuefni og kemur
Heidegger þar nokkuð við sögu í stiklu-
kenndri og allt að því heimspekilegri grein.
Þá er tekið upp gamalt hugtak úr nýrýninni
blessuðu um listræna heild ljóðabóka í grein
eftir Svein Yngva Egilsson, umræða sem ég
sannast sagna hélt að tilheyrði fortíðinni en
virðist nú öðlast nýtt líf. Þó að póstmódernísk
viðhorf séu algengust í greinum þessa rits
veltir maður fyrir sér út frá þessari grein og
öðrum hvort dagar hins sundrandi póstmód-
ernisma séu senn taldir og við getum horft að
nýju til bókmenntafræði sem leitar eftir upp-
byggingu listaverks í stað þess að vinna að af-
byggingu þess. Kannski rómantíkin sé ekki
dauð úr öllum æðum og hin lífræna heild og
heildarhyggjan fái að nýju sess í bókmennta-
fræðiumræðunni. Eins víst þó að hér sé á
ferðinni stakt misgengi.
Forvitnileg þótti mér grein eftir Helgu
Kress um kvenrödd í ljóðum Halldórs Lax-
ness og sú niðurstaða hennar að kvenröddin
lifði sem ,,vísvitandi antíregla“, uppspretta og
undirtexti í ljóðum Halldórs ,,og væru þau
ekki til án hennar“. Raunar finnst mér allra
síðasta fullyrðingin um hugsanlegt til-
veruleysi ljóða Halldórs án þessarar raddar
hæpin og óþörf í ljósi þess að rödd hans var
sannanlega karlrödd og flest það sem hann
skrifaði bundið karllegum sjónarmiðum. Ljóð
hans væru hugsanlega til án kvenraddar þó
að umræða um tilvist einhvers annars en þess
veruleika sem við höfum í höndunum sé vissu-
lega undarleg þáskildagatíðarsagnfræði. Ég
lít nefnilega svo á að karlrödd geti verið höll
undir kvenréttindi, að karlmenni geti sett sig
í spor kvenna og að þeir karlmenn finnist sem
vilji gera konum hátt undir höfði án þess að
raddir þeirra breytist í kvenraddir. Hin kven-
lega sýn í texta Halldórs Laxness er óhjá-
kvæmilega tilbúningur, listræn blekking karl-
manns sem sannarlega hefur kunnað að hrífa
konur. Það er þess vegna sem hún var ,,vísvit-
andi antíregla“ eins og Helga raunar bendir
á.
Áhugaverðust í ritinu þótti mér raunar
fjörlega skrifuð grein eftir Anette Lassen,
sem hún nefnir Völu-rapp H.C. Andersens,
tilhlýðileg grein á þessu mikla „jubileum“ ári
þessa indæla skálds. Og kemur í ljós sem mig
grunaði að hann hefur sinn bókmenntalega
vísdóm að nokkru frá Íslendingum. Hann
skrifaði leikrit, raunar eitt sitt fyrsta verk og
þess vegna ekki merkilegasta verk sitt og
byggði á íslenskum fornritum. Því fylgir svo
mikil kátína að Lassen kemst að þeirri nið-
urstöðu að það hafi orðið Andersen og þá
kannski heiminum til happs að hann sneri
baki við ,,forníslenskum bókmenntum og not-
aði í staðinn t.d. fjónskar alþýðusögur, sér-
staklega í ævintýrum sínum“.
Heimur ljóðsins er fjölbreytileg bók, full
með fræði um ljóð og fræði um fræði um ljóð
en kannski ekki svo mikið um innihald ljóð-
heimsins sjálfs. Greinarnar í bókinni standa
þó margar fyrir sínu og sumar þeirra vekja
vonandi upp umræðu um ljóðið.
Af ljóðum og
bókmenntafræðum
Skafti Þ. Halldórsson
BÆKUR
Fræðirit
Ritstjórar: Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjáns-
dóttir og Sveinn Yngvi Egilsson. 350 bls. Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005.
HEIMUR LJÓÐSINS
Morgunblaðið/Þorkell
Ritstjórarnir Sveinn Yngvi, Dagný og Ástráður „Heimur ljóðsins er fjölbreytileg bók, full með fræði um ljóð
og fræði um fræði um ljóð en kannski ekki svo mikið um innihald ljóðheimsins sjálfs,“ segir í dómnum.