Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Qupperneq 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 Reykingar eru frá mínum bæjardyrumséð eini tilgangur þess að vera fullorð-inn,“ sagði bandaríski húmoristinnFran Lebowitz einhvern tímann. „Ein- hvern tímann“ hlýtur í þessu tilfelli að vera fyrir löngu. Löngu fyrir tíma pólitískrar rétthugsunar í heilbrigðum lífsháttum. Löngu fyrir tíma for- sjárhyggjunnar sem inn- leiðir boð og bönn eins og sjálfsagða skerðingu á einkalífi fólks. Löngu fyrir tíma þeirra sanninda að reykingar eru hættu- legar. Því það eru þær auðvitað. Þegar fram undan er tími heitstrenginga um að verða betri manneskja með betra líf – trúlega kallast það núna „hámörkun lífsgæða“ – tók breska dagblaðið The Guardian upp á því að fjalla um kvikmyndir sem athvarf þeirra sem í æ færri hús eiga að venda, þ.e. reykingafólks. Stað- reyndin mun sumsé sú, að sjaldan hefur verið meira reykt í Hollywoodmyndum en þessa dag- ana. Á meðan gestum vínbara og veitingahúsa er umsvifalaust vísað á dyr ef þeir fá sér sígó svæla menn sem aldrei fyrr í kvikmyndaverunum við hliðina. Eða svo nákvæmni sé gætt: Reykingar í Hollywoodmyndum hafa ekki verið meiri síðan á 6. áratugnum. Rannsókn hefur leitt í ljós að í úr- taki vinsælustu mynda síðustu 50 ára drógust reykingar saman frá 10,7 „atburðum“ á klukku- stund árið 1950 í 4,9 árið 1982 en höfðu rokið uppá ný í 10,9 árið 2002. Á vönduðu fræðimanna- máli merkir „atburður“ allt frá því að persóna á tjaldinu kveiki sér í til þess að fyrir augu beri tóbaksauglýsingu. Það fylgir sögunni að í næst- um 80% kvikmynda sem ætlaðar eru eða leyfðar ungum áhorfendum eru þessir skelfilegu „at- burðir.“ Og samkvæmt rannsókninni byrjar um helmingur reykjandi unglinga að fikta við það vegna áhrifa frá svælingum á tjaldinu. Þá blasir næsta skref við: Höfundar rannsóknarskýrsl- unnar leggja auðvitað til að bíómyndir sem birta reykjandi fólk verði bannaðar fyrir börn og ung- linga. Þetta er athyglisvert og á ýmsan hátt lýsandi fyrir samtímann. Ég ætla bara rétt að vona að meðan beðið er eftir þessu banni fái bandarískir unglingar áfallahjálp að loknum þeim hryllingi að hafa orðið vitni að reykjandi fólki í Holly- woodmynd. En eftir stendur spurningin: Hvers vegna er æ meira tendrað uppí tóbaki í banda- rískum bíómyndum þegar æ minna er reykt í raunveruleikanum sem þær eiga að gerast í? Því hefur verið haldið fram að tóbaksfyrirtækin leggi háar fjárhæðir, sem flokkaðar eru undir kynning- arkostnað, til Hollywoodframleiðenda svo varn- ingur þeirra sjáist á tjaldinu. Fyrirtækin hafa neitað þessu æ ofaní æ, en grunsemdir eru engu að síður um að þetta sé gert með laumulegum hætti til að halda neytendum við þetta umdeilda eiturefni sem hvarvetna er verið að úthýsa. Um þetta er erfitt að fullyrða. En frá gamalli tíð eru aðrar ástæður fyrir reykingum í leiknu efni, í hvaða miðli sem er. Í fyrsta lagi er þægi- legt að koma hreyfingu á kyrrstæð samtalsatriði með því að persónur fái sér reyk eða kveiki í hver hjá annarri, rétt einsog þær hella í kaffibolla eða vínglas. Í sviðsetningum mannlegra samskipta skapast þannig ákveðin nánd milli persóna. Sama gildir um raunveruleikann, eða hvaða „pikköppl- ína“ er algengari en: Áttu eld? Eða: Áttu sígar- ettu? Í öðru lagi hafa reykingar lengi haft yf- irbragð þess að vera „kúl“, þótt sífellt saxist nú á þá ímynd. Eða væri Humphrey Bogart jafn sval- ur jórtrandi á nikótíntyggjói og hann er með síg- arettu í munnvikinu? Clint Eastwood með smá- vindilinn jafn töff í spaghettívestrunum ef hann biti í nikótínlaust munnstykki? Væru elskendur í rúmi eftir velheppnaðar samfarir jafn sexí ef þau í staðinn fyrir að reykja strykju hvort öðru um plástrana á bakinu? Á meðan beðið er eftir svörum og undirbún- ingur stendur yfir fyrir næstu heitstrengingu geta menn þó huggað sig við þær óbeinu reyk- ingar sem fást í bíóum gegnum Hollywoodmynd- ir. Þær eru skaðlausari en aðrar slíkar. Ég óska Fran Lebowitz gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári. Áttu eld? ’Hvers vegna er æ meira tendrað uppí tóbaki í bandarísk-um bíómyndum þegar æ minna er reykt í raunveruleik- anum sem þær eiga að gerast í?‘ Sjónarhorn Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Á síðasta ári skók heimildarmyndin Super Size Me, fitumettaðan ham- borgaraheiminn, ekki síst veldi McDonalds. Hún lýsti á létt- hrollvekjandi hátt hversu grátt viðstöðulaust, einhliða hamborg- araát getur leikið mannslíkamann. Flestir tóku myndina sem svarta kómedíu en ádeilubroddurinn varð engu að síður til þess að skyndibitaveldið fór að endurskoða matseðlana og hyggja betur að samsetningi innihaldsins. Fyrir nokkrum árum las ég metsölubók- ina Fast Food Nation eftir blaðamanninn Eric Schlosser (Penguin Press 2001), sem veitti stór- fróðlegar upplýsingar um skyndibitaiðnaðinn, og framleiðsluaðferðir ruslfæðis og bar bókin und- irtitilinn „Hvað er hin alameríska máltíð að gera heiminum?“ Þetta er ósvikin hrollvekja þar sem höfundur leiðir lesendur í allan sannleikann um hvað gerist á bak við tjöldin í þessari grundvallar viðskiptagrein. Yfirhöfuð miður geðsleg lesning. Nú má reikna með því að jarðskjálftamælarnir hjá McDonalds, Kentucky Fried. Burger King og öll- um þeim félögum, taki hressilegan kipp því tökum er að ljúka á þessari lærdómsríku lesningu. Spurningin er sú, hversu langt kvikmynda- framleiðendurnir ganga í að tíunda innihald bók- arinnar. Ástæðan? Super Size Me er eins og snjóbolti við hliðina á fallbyssukúlu í samanburði við Fast Food Nation. Í bókinni er fjallað um rannsóknir höf- undsins á innihaldi skyndibitanna á vísindalegan, þó sposkan hátt. Heimsóttar efnaverksmiðjur í New Jersey sem framleiða hvaða bragð og lykt sem óskað er og fyrifinnst á jarðríki; Kart- öflugarðar í Idaho, stærri en Suðurlandsund- irlendið þar sem öll framleiðslan fer í franskar, sérhannaðar fyrir djúpsteikingarpottana; Nautgripabú McDonalds, sem fær óblíða umfjöll- un. Hver gripur fær agnarlítið pláss í fjósum á stærð við fótboltavelli og næringu er meira og minna dælt beint í æð. Til að sjá, líta því skepn- urnar út eins og sjúklingar í gjörgæslu. Svo mætti lengi telja. Tökurnar hófust í október í Texas, síðan er þeim haldið áfram í Colorado, New Jersey og Mexíkó, en myndin verður frumaýnd að ári. Leikstjóri er Richard Linklater, en hann á að baki smellina Bad News Bears, The School of Rock, ofl. Algjör leynd hvílir yfir vinnu kvikmyndagerðarmannanna sem földu viðfangsefnið lengi vel undir dulnefninu „Co- yote“. Um síðustu mánaðamót var hulunni aðeins létt af Coyote og var þar að verki dálkahöfundur frá dagblaði í Austin, Texas. Það upplýsti einnig að dulnefnið hefði komið að góðu gagni þegar kvikmyndagerðarmennirnir voru að leita upplýs- inga á matsölustöðum, ekki síst hjá sérleyfishöfum þekktra skyndibitamerkja, sem þeir hefðu ekki nálgast öðruvísi. Ekki náðist í Linklater en aðstoðarframleiðand- inn, Ann Carli, reyndi að draga úr því að myndinni væri ætlað að fletta ofan af ruslfæðuiðnaðinum og tjáði blaðamanninum að þessi tiltekni heimur nýttist þeim eingöngu sem umhverfi hinna fjöl- mörgu sögupersóna. „Í myndinni er kafað ofan í sálarlíf einstaklinga sem vinna við skyndibitaiðn- aðinn. Hún fjallar um hvernig fólk þroskast og lærir að taka eigin ákvarðanir.“ Mönnum er til efs að þessi loðna lýsing komi heim og saman við inni- hald myndar Linklaters, það kemur í ljós. Fast Food Nation var fyrst kynnt til sögunnar af Participant Production, rétthafa bókarinnar, á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí sl. Aðaleigandi þess er Jeff Skoll, annar stofnandi eBay. „Mark- mið okkar er að bjóða krefjandi afþreyingu sem tengir áhorfandann við málefni sem kemur ökkur öllum við.“ Participant er ungt fyrirtæki sem er ákveðið í að hasla sér völl á afmörkuðu og ágengu sviði. Fyrsta myndin sem frá þeim kom er Good Night, Good Luck, hún var frumsýnd í haust og hlaut frá- bæra dóma. Hún gerist á sjötta áratugnum og fjallar um harðvítuga baráttu blaðamannanna Edwards R. Murrow og Freds Friendly, sem buðu nornaveiðaranum Joseph McCarthy birginn á við- sjárverðum tímum ofsóknaræðisins. George Cloo- ney leikstýrir við góðan orðstír. Önnur mynd fyr- irtækisins nefnist North Country, og tekur ekki á síður róttækum málum í þjóðfélaginu, eða kyn- ferðislegu áreiti á vinnustað og heimilisofbeldi. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði og fékk frá- bærar móttökur gagnrýnenda. Ekki síst leikstjór- inn, Niki Caro, en þetta er fyrsta mynd hennar eftir að Whale Rider fór sigurför um heiminn fyrir þremur árum, og aðalleikkonan og Óskars- verðlaunahafinn Charlize Theron (Monster). Nýj- asta mynd Participant er Syriana, gerð af Steven Gaghan (handritshöfundur Trafic), með Clooney í aðalhlutverki og í brennidepli eru brennheit mál, olíuviðskipti Bandaríkjamanna í arabalöndum. Þar höfum við stefnuna sem Participant hefur mótað og þó svo að talsmenn þess hafi lýst því yfir að sem minnst verði látið uppi hvað snertir inni- hald Fast Food Nation fyrr en tökum er lokið, má telja víst að litlu verði skotið undan af viðkvæmu efni bókarinnar. Forkólfar skyndibitakeðjanna hafa rembst eins og rjúpan við staurinn að fá ein- hvern botn í hvað er að gerast frammi fyrir töku- véum Linklaters, en lítið haft upp úr krafsinu. Það er nýjast að frétta af kvikmyndagerðinni að um miðjan desember yfirtók hið sigursæla Fox Searchlight (Sideways, Kinsey, 28 Days), gerð myndarinnar og þar með dreifingarréttinn. Það upplýsti í leiðinni að kvikmyndatökum væri að ljúka, nokkurn veginn áfallalaust. Með helstu hlut- verkin fer forvitnilegur hópur skapgerðarleikara, þ.á m. Patricia Arquette, Luis Guzman, Catalina Sandino Moreno (Maria Full of Grace), Ethan Hawke, Greg Kinnear og Kris Kristofferson, svo einhverjir séu nefndir. Reiknað er með að bomban falli í kvikmyndahúsin að vori komanda. Syndaregistur skyndi- bitaþjóðarinnar Líður að jólum með tilheyrandi veislukosti, á sama tíma er tökum að ljúka á mynd sem af- hjúpar leyndarmál ruslfæðu. Fast Food Nation kvikmynduð „Nú má reikna með því að jarðskjálftamælarnir hjá McDonald’s, Kentucky Fried, Burger King og öllum þeim félögum, taki hressilegan kipp því tökum er að ljúka á þessari lærdóms- ríku lesningu.“ Úr kvikmyndinni Super Size Me eftir Morgan Spurlock. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@ heimsnet.is Önnur kvikmynd leikarans góð-kunna Georges Clooneys er væntanleg í kvikmyndahús í Bandaríkjunum í febrúar næst- komandi, en hún ber titilinn Good Night, and Good Luck (Góða nótt, og gangi þér vel). Í myndinni er fjallað um það andrúmsloft kommúnistaótta og hugmynda- kúgunar sem einkenndi McCarthy-tímabilið á 6. áratugn- um í Bandaríkjunum. Í myndinni er fjallað um útvarpsmenn frétta- skýring- arþáttarins CBS Report, fréttamann- inn Edward R. Murrow og fram- leiðandann Fred Friendly. Þeir Murrow og Friendly tóku afstöðu í nokkrum þáttum gegn ofsóknum McCarthys öldungadeildarþing- manns á hendur bandarískum borgurum sem bendlaðir voru við kommúnisma. Good Night, and Go- od Luck fetar í fótspor fyrri mynd- ar Clooneys, Confessions of a Dan- gerous Mind, hvað afgerandi stíl varðar. Myndin er í svart-hvítu og skartar m.a. leikurunum Robert Downey Jr., David Strathairn, Pat- ricia Clarkson og sjálfum leikstjór- anum, George Clooney.    Danska leikstýran Lone Scher-fig hefur hlotið styrk upp á 7,5 milljónir danskra króna til þess að gera sína næstu mynd sem ber titilinn Erik Nietzche – de unge år (Erik Nietzsche – ung- dómsárin). Um er að ræða grá- glettna gam- anmynd sem fjallar um ungan og upprennandi snilling í Danska kvikmyndaskól- anum. Þykir aðalsögupersónan, Erik Nietzche, minna mjög á Lars von Trier, umdeildasta og áhrifa- mesta leikstjóra samtímans í danskri kvikmyndagerð. Myndin lýsir því er hinn ungi og óöruggi Nietzsche fær inngöngu í Danska kvikmyndaskólann og hefur háar hugmyndir um sjálfan sig. Nietzsche þarf þó að takast á við óhjálplega lærimeistara, furðulega samnemendur og ýmsar óskrifaðar reglur. Hinn ungi Nietzsche fellur fyrir vikið í þunglyndi og þarf að glíma við tíðar og ótímabærar sal- ernisferðir. Handritshöfundur myndarinnar er að sögn Lone Scherfig bráðfyndinn og mikill snillingur en hann heitir Erik Nietzsche/Lars von Trier. Með hlutverk Eriks Nietzsches fer danski uppistandarinn Jonat- han Spang, en áætlað er að frum- sýna myndina í ársbyrjun 2007.    Bandaríski kvikmyndagerð-armaðurinn Morgan Spurlock er með nýja mynd í smíðum sem fjalla mun um andstöðu hægri- manna við ýmsar vísindarann- sóknir og raunvísinda- kenningar en hún er byggð á metsölubókinni The Republican War on Scienece (Stríð repúblik- ana gegn vís- indum) eftir Chris Mooney. Spurlock vakti mikla athygli fyrir sitt fyrsta verk á sviði heimildarmyndagerðar, Su- per Size Me, en þar gerði Spurlock úttekt á næringargildi skyndibita- fæðis í Bandaríkjunum með því að borða eingöngu af matseðli McDonalds-hamborgarakeðjunnar um mánaðarskeið. Skemmst er frá því að segja að Spurlock var nær dauða en lífi eftir tilraunina og olli myndin almennri vitundarvakningu um óhollustu skyndibita. Erlendar kvikmyndir Morgan Spurlock Lone Scherfig George Clooney

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.