Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Page 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 3
H
ugsanlegt er að árið
2005 hafi verið ár von-
arinnar í huga margra
tónlistarunnenda. Óp-
eruunnendur eign-
uðust a.m.k. von í kjöl-
far umræðu um
aðstöðuleysi Íslensku
óperunnar, sem var áberandi á fyrri hluta árs-
ins og átti sér aðallega stað á síðum Morg-
unblaðsins. Nú lítur út fyrir að óperuhús muni
rísa í Kópavoginum.
Umræðan um húsnæðismál Íslensku óp-
erunnar var vissulega ekki ný af nálinni, en hún
hafði legið niðri um nokkurt skeið. Þegar ég
skrifaði grein í Lesbókina í febrúar undir yf-
irskriftinni Er Íslenska óper-
an dauðadæmd tók hún sig
upp á nýjan leik, og það svo
um munaði.
Greinin var nokkurs konar
framhald pistils sem ég hafði ritað um upp-
færslu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Pucc-
ini nokkrum dögum áður þar sem ég gagnrýndi
sýninguna í alþjóðlegu ljósi. Óneitanlega var
sýningin á ýmsan hátt góð, söngurinn var t.d.
að mörgu leyti áhrifaríkur, en B-myndastíll
leikstjórans Jamies Hayes orkaði tvímælis og
voldugt hlutverk hljómsveitarinnar, sem er eitt
aðalsmerki óperunnar, skilaði sér engan veginn
úr lítilli gryfjunni. Auk þess hentaði þröngt
sviðið ekki svo stórri óperuuppfærslu, þótt leik-
myndin væri hugvitssamleg.
Greinin í Lesbókinni var tilraun til að skoða
mál Íslensku óperunnar í stærra samhengi og
var fyrst og fremst gagnrýni á listræna stefnu
hennar, sem ég taldi gallaða miðað við tak-
markaða möguleika Gamla bíós.
Barátta fyrir óperuhúsi
Nokkrir lykilaðilar innan Íslensku óperunnar
mótmæltu ýmsum staðhæfingum mínum, og í
kjölfarið hófst áðurnefnd umræða sem fljótlega
varð að sameiginlegri baráttu ólíkra ein-
staklinga fyrir bættri óperuaðstöðu á Íslandi.
Baráttan virðist hafa skilað árangri, því
snemma sumars tilkynnti Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri Kópavogs, að hann vildi byggja óp-
eruhús hjá Salnum við Gerðarsafn og hét fjár-
stuðningi við verkið. Að vísu hefur hann ekki
skuldbundið sig til neins fyrir hönd bæjarins,
en viljinn er a.m.k. til staðar og tölvugerðar
myndirnar af óperuhúsinu, sem birtar voru á
heimasíðu Kópavogsbæjar í sumar, lofa góðu.
Það er því loksins von til þess að Íslenska óper-
an eignist fullnægjandi aðstöðu fyrir sýningar
sínar og við getum séð alvöru uppfærslur á
stórum óperum eftir Puccini, Verdi og jafnvel
Wagner.
Útrás og innrás
En þótt stórar óperusýningar henti ekki í
Gamla bíói geta litlar kammeróperur notið sín
prýðilega þar, og kammeróperan The Turn of
the Screw eftir Benjamin Britten, sem sett var
upp í haust, þótti takast með afbrigðum vel.
Ríkarður Örn Pálsson, einn tónlistargagnrýn-
enda Morgunblaðsins, sagði m.a. um hana: „Í
heild gat hér að líta það magnaða óperusýningu
að mætti jafnvel þykja ástæða til að kanna
hvort hún gæti ekki blandað sér í eftirtekt-
arverða útrás íslenzkra leiklistarhópa nýverið
með sambærilegum árangri.“
Í þessu samhengi mætti einnig tala um INN-
RÁS íslenskra ópera, en fyrir utan barna-
óperur hafa þær átt erfitt uppdráttar hér á
landi. Þetta var einmitt eitt af því sem ég fann
að listrænni stefnu Íslensku óperunnar; ég
taldi hana ekki sinna íslensku tónskáldunum
nægilega vel. Menn hafa fullyrt að það sé engin
gróska í ritun ópera sem ná vinsældum, en
hvernig má það vera þegar nýjar óperur eru yf-
ir höfuð ekki settar á svið?
Bergþóra Jónsdóttir tónlistargagnrýnandi
spurði: „Hvar eiga [nýjar óperur] að ná hylli al-
mennings? Í útlöndum er sennilega skásta
svarið sem ég hef upp á að bjóða, því íslenskar
óperur virðast frekar eiga upp á pallborðið þar
en hér heima … við eigum nú tvær óperur sem
hafa vakið athygli erlendis, Fjórða söng Guð-
rúnar, eftir Hauk Tómasson, en fyrir verkið
fékk Haukur Tónlistarverðlaun Norð-
urlandaráðs fyrir skömmu; og óperu Hafliða
Hallgrímssonar byggða á ævi rússneska
skáldsins Daniils Kharms, en frumgerð þeirrar
óperu var flutt í Salnum fyrir nokkrum árum
við rífandi ánægju þeirra sem á horfðu.“
Vonandi fáum við að sjá þessar óperur hér á
landi áður en langt um líður.
Magnaðir söngvarar
Fyrst ég vitnaði í Ríkarð Örn og útrás og inn-
rás íslenskra tónlistarmanna verð ég að nefna
konu sem nú gerir það gott erlendis, en Íslend-
ingar hljóta að eiga töluvert í henni. Þetta er
hin færeyska Eivör Pálsdóttir, en hún var upp-
götvuð af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur þegar
hún hélt námskeið í Færeyjum fyrir nokkrum
árum. Í framhaldinu kom Eivör til Íslands og
hóf að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu og afraksturinn
hefur heyrst á tónleikasviðinu og í útvarpinu
síðustu tvö árin eða svo.
Sjálfur heyrði ég Eivöru á tónleikum sem
hún hélt í Salnum í febrúar og það er einhver
magnaðasta tónlistarupplifun ævi minnar. Hún
hefur einstaka rödd, hljómmikla og tæra, og
raddbeiting hennar var svo litrík að maður
naut hvers tóns. Túlkun hennar var þannig að
sérhvert blæbrigði sagði heila sögu, og í heild
var söngur hennar óvenju tilfinningaþrunginn
og einlægur. Tónleikarnir voru frábærir; lögin
kannski misjafnlega merkileg en flest afar seið-
andi og Eivør söng þau öll með þvílíkum til-
þrifum að unaður var á að hlýða.
Og annar söngvari kvaddi sér hljóðs á árinu,
Garðar Thór Cortes, en hann hélt útgáfu-
tónleika í Grafarvogskirkju núna í desember.
Tónleikarnir voru eftirminnilegir og persónu-
lega finnst mér geisladiskurinn hans frábær;
rómantískur og hugljúfur. Ég er viss um að
Garðar á eftir að ná árangri á erlendri grund.
Bryn Terfel og Sinfónían
Koma þriðja söngvarans, Bryns Terfels, vakti
einnig mikla athygli, en því miður ekki mjög já-
kvæða eins og flestir muna. Söngurinn með
Sinfóníuhljómsveit Íslands var vissulega aðdá-
unarverður en engu að síður voru lokaðir tón-
leikar þar sem eingöngu boðsgestir fengu að
njóta lifandi söngsins ekki aðeins tímaskekkja,
heldur líka smekkleysa. Þeir voru tímaskekkja
vegna þess að mörk há- og lágmenningar hafa
orðið æ óljósari á undanförnum árum og klass-
ísk tónlist er fyrir löngu hætt að vera einkaeign
aðalsins. Og þeir voru smekkleysa vegna þess
að Sinfónían, sem er að hluta til styrkt fyrir op-
inbert fé, gaf almenningi langt nef með því að
bjóða bara sumum á tónleikana, en ekki öðrum.
Aðkoma forsetans að þessu máli var líka
óheppileg.
Carreras og Domingo
Sem betur fer sóttu aðrir stórsöngvarar okkur
heim, og þar áttu allir þess kost að hlusta, þótt
sjálfsagt hafi margir hugsað sig tvisvar um áð-
ur en þeir borguðu þrjátíu þúsund krónur, eða
hvað það nú var sem bestu sætin kostuðu.
Þeir Jose Carreras og Placido Domingo
sungu hér með viku millibili í mars, sá fyrr-
nefndi í Háskólabíói en hinn síðarnefndi í Eg-
ilshöllinni. Tónleikarnir í Háskólabíói voru fyr-
irsjáanlegir; hljómburðurinn var auðvitað
vondur en tónlistarflutningurinn a.m.k. ómagn-
aður og eftir því eðlilegur. Útkoman var í heild
verulega skemmtileg.
Öðru máli gegndi um Domingo og leik Sin-
fóníunnar ásamt söng Óperukórsins í því mikla
gímaldi sem Egilshöllin er. Ótölulegur fjöldi
míkrófóna var á sviðinu, en þeir voru ekki
nægilega vel staðsettir; styrkleikajafnvægið á
milli mismunandi raddhópa í kórnum var und-
arlegt, t.d. heyrðist nánast ekkert í tenórunum
en nokkrir bassar voru alltof háværir og var
heildarhljómurinn einkennilega loðinn.
Hljóðkerfið bjagaði líka hljóminn í Sinfóní-
unni; óþægilega mikið heyrðist í einstaka
strengjaleikara, blásararnir voru of veikir en
dynkirnir í slagverkinu svo ægilegir að það var
eins og risaeðla gengi öskrandi um salinn.
Söngurinn kom hins vegar prýðilega út, en við
hliðina á öskrinu í risaeðlunni dugði hann eng-
an veginn til.
Tónlistarhöllin mun rísa!
Á slíkum hátíðarstundum er neyðarlegt að við
skulum ekki eiga almennilegt tónlistarhús.
Vonir standa til að úr muni rætast; fyrirhugað
tónlistarhús var kynnt með pomp og prakt í
haust og hafði Bergþóra, kollegi minn á Morg-
unblaðinu, eftirfarandi um það að segja:
„Það er varla hægt að ímynda sér annað –
eftir að hafa skoðað tillögur að nýja Tónlistar-
húsinu – en að um það muni ríkja sátt. Tónlist-
arfólk mun sjá, að þörfum þess um tónleika-
aðstöðu verður fullnægt. Tónleikasalirnir tveir,
fyrir 1.800 manns og 450 manns, verða glæsi-
legir. Það sem deilt hefur verið um, minni sal-
ur, sem tæki um 200 manns í sæti, verður til
staðar í húsinu. Þau salarkynni eru kynnt sem
fundaraðstaða, en fram kom á kynningarfundi
um húsið í síðustu viku, að þar verður hljóm-
burður fyrsta flokks, og sniðinn að þörfum tón-
listarinnar. Þetta er grundvallaratriði sem eng-
in ástæða er til að draga í efa að verði
framfylgt. Að auki eru til hér sérhönnuð tón-
listarhús og tónleikasalir sem henta tónleikum
af þessari stærðargráðu, Ýmir í Skógarhlíð,
Salurinn í Kópavogi og Hásalir í Hafnarfirði,
allt miklu meira en boðleg húsakynni til tónlist-
arflutnings, þótt tónlistarmenn hafi stundum
hneigst til þess að gera lítið úr gildi þeirra í við-
leitni sinni við að þrýsta á um byggingu Tón-
listarhússins.“
Ég tek undir þessi orð Bergþóru; fyrirhuguð
tónlistarhöll lofar svo sannarlega góðu.
Framtíðin lofar góðu
Og af hverju ættum við ekki að eiga allt gott
skilið? Tónlistarárið var svo sannarlega prýði-
legt – auðvitað með undantekningum, en þann-
ig er það alltaf. Myrkir músíkdagar voru t.d.
með blómlegasta móti, Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðluleikari hélt stórfenglega tónleika í Salnum
og í Ými, og annar fiðlu- og víóluleikari, Maxim
Vengerov, vakti mikla athygli fyrir snilli sína
og líka fyrir að dansa tangó í nýstárlegum
konsert eftir Benjamín Júsúpov. Píanó-
tónleikar Kristínar Jónínu Taylor voru meiri-
háttar, söngur Kiri Te Kanawa guðdómlegur,
tónlistin á Listahátíð ágætlega heppnuð, Reyk-
holtshátíðin snilld og Tónlistarsmiðja barnanna
í Skálholti með afbrigðum skemmtileg. Enn
betra verður það þegar tónlistarhöllin og óp-
eruhúsið rís. Ég hlakka til.
Ár vonarinnar í tónlistarlífinu
Forsalur tónlistarhússins „Vonir standa til að úr muni rætast; fyrirhugað tónlistarhús var kynnt með pomp og prakt í haust.“
Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.
Tónlist
Eftir Jónas Sen
sen@mbl.is