Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Page 5
Japan og vart hægt að hugsa sér betri land- kynningu. Hinsvegar Von Láru Stefánsdóttur, þar sem ungir og upprennandi dansarar, þau Saga Sigurðardóttir og Hannes Egilsson, voru í forgrunni. Miklar breytingar hafa átt sér stað í danslist- inni á síðastliðnum tíu árum. Með breyttum list- rænum áherslum og með nýrri kynslóð stjórn- enda fá fleiri dansarar nú tækifæri til að spreyta sig og er danslistin nú blómlegri en nokkru sinni. Árið 1999 var dans settur í nám- skrá grunnskóla. Á landsbyggðinni vantar enn menntaða kennara til kennslu í skapandi dansi. Börn í Reykjavík og nágrenni virðast vera bet- ur sett. Mál Listdansskóla Íslands, sem verið hefur vagga danslistarinnar hérlendis, er í bið- stöðu og strandar á fjárhagslegu hliðinni. Félag íslenskra listdansara, FÍLD er nú öflugt og veitir það bjartsýni. Dansmennt ehf. var stofn- uð fyrir skömmu en þar fara Ástrós Gunn- arsdóttir og Lauren Hauser í fararbroddi. Það er Dansmennt sem ætlar að taka á móti nem- endum Listdansskólans næsta haust en vilja- yfirlýsing við menntamálaráðuneytið hefur ver- ið undirrituð þess efnis að tryggja núverandi nemendum skólans áframhaldandi nám. Síðar er ætlunin að Dansmennt verði rekin sem einkaskóli. Listaháskóli Íslands opnaði síðan eins árs framhaldsdeild síðastliðið haust. Ef ætlunin er að sjá unga efnilega dansara stíga á svið og spreyta sig innan um atvinnudansara þá verður breytt rekstrarfyrirkomulag, það er að færa allt listnám í sama rekstrarfyrirkomulag innan menntakerfisins, að vera farsælt. Árin frá fjórtán ára til tvítugs er mikilvægur mót- unartími hjá listdansnemum. Tíðar æfingar eft- ir skilvirkri námskrá og undir handleiðslu fag- fólks skipta þar sköpum. Það er óskandi að framhald verði á gróskunni og uppganginum í danslistinni og að efnilegir dansarar sem eiga framtíðina fyrir sér verði áfram sýnilegir og ís- lenskri danslist til framdráttar. Höfundur er danslistargagnrýnandi Morgunblaðsins. fyrsta sinn en það var Gabríela Friðriksdóttir sem hlaut verðlaun Myndstefs. Aukaverðlaun frá Landsbanka fékk Rax. Fjórir karlmenn voru tilnefndir frá Íslandi til Carnegie- verðlaunanna, og einn þeirra, Eggert Pét- ursson, fékk önnur verðlaun í keppninni. Ekki má gleyma Íslensku lopavettlingunum sem í ár fóru til Ólafar Björnsdóttur, Lopameyju með meiru. Útrás Íslenska myndlistarmenn dreymir marga um að sigra heiminn en það var Gabríela sem fór hæst á árinu með þátttöku sinni í Tvíæringnum í Feneyjum. Hún tók nokkra listamenn með sér, Björk, Ernu Ómars og fleiri, í mjög svo nú- tímalegu þverfaglegu samstarfi. Það er svo spurning hvort ekki væri sniðugt einhvern tíma að senda fleiri en einn listamann saman til Fen- eyja, einhver stakk upp á að senda Klink og Bank eins og það leggur sig, eða lagði sig rétt- ara sagt því starfsemin tók enda í haust. Undanfarið hafa Þýskalandsfarir íslenskra myndlistarmanna hlotið nokkra umfjöllun, en þeir lögðu undir sig bæði Köln og Berlín. Kannski væri ekki vitlaust að senda einhvern svona hóp til Feneyja. Það væri a.m.k. í takt við tímann og eiga ekki slíkar sýningar fyrst og fremst að endurspegla og birta tíðarandann? Stefnur og straumar og hvert liggur leið? Gaman saman-stefnan er enn hæst á baugi hjá yngstu kynslóðinni og sýningar sem sameina tónleikahald og einhvers konar innsetningar afar vinsælar, það er opnun og lokun og eitt- hvað þess á milli líka. Þetta er sýningarform sem án efa á eftir að verða enn vinsælla á næstu árum og hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru mikil sköpunargleði, spontanítet, afhelgun á listinni og viss alþýðlegheit, hér er ekki gert út á intellektúalisma sem aðeins er fáum að- gengilegur. Þessir þættir eru þó einnig þess valdandi að áhersla á vinnubrögð sem lúta að hreinni myndsköpun, af hvaða toga sem er, lendir í bakgrunni og aðeins mjög fáir ná valdi á þeim miðlum sem hægt er að nota að ein- hverju gagni. Nýtt form kallar á sterka sýn og hún er fáum gefin. Myndlistarsýningar af þess- um toga höfða líka aðeins til nokkuð þröngs hóps en íslenskur listheimur er fjölbreyttur og það er mikils um vert að sem flestar hliðar hans séu aðgengilegar og sýnilegar almenningi. Þar eru ekki síst söfnin mikilvæg, t.d. Listasafn Ís- lands sem var gagnrýnt harðlega í grein Þóru Þórisdóttur á árinu. Safnið býr yfir eign þar sem kennir margra grasa sem mætti gera sér mat úr. Hlutskipti kvenna í íslenskum listheimi er síðan ekki í samræmi við framlag þeirra og það þarf að breytast. En í heildina held ég að við getum verið nokkuð ánægð með árið sem leið og framtíðarhorfurnar, markaðurinn er meira að segja að taka við sér og listin eftirsótt. Á meðan íslenskir listamenn rífast, skapa og láta sig dreyma erum við í góðum málum. Höfundur er myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu. S em endranær var mest um miðju- moð á árinu sem er að ljúka. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að gæðamyndir eru einnig blessunarlega margar. Því veld- ur að nokkru leyti sú grundvall- arbreyting sem hefur verið að festa sig í sessi á undanförnum árum, að kvikmyndahátíðir eru orðnar fastur liður í kvikmyndalandslag- inu. Þrjár slíkar stórveislur settu umtalsverðan svip á bíóárið. Tvær kenndar við Iceland Int- ernational Film Festival (IFF), að vori og í vetr- arbyrjun, og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík (AKR), á haustdögum. Reyndar er þessi tilhögun gagnrýniverð því tvær runnu nánast saman; AKR og síðari IFF-hátíðin. Farvegurinn er að mótast og verða þessir viðburðir vonandi dreifðari í framtíðinni, jafnvel þó að aðstand- endur þeirra beri sig vel yfir aðsókninni. Sá böggull fylgir skammrifi að aukin tíðni og markviss tímasetning kvikmyndahátíða virðast vera vel á veg komin með að drepa nið- ur þá litlu viðleitni sem kvikmyndahússtjór- arnir sýndu á sýningum evrópskra verka, eða réttara sagt flestöllu öðru en Hollywoodfram- leiðslu. Myndir frá meginlandinu hafa átt und- ir högg að sækja síðustu áratugina og nú er svo komið að sýningar þeirra heyra til und- antekninga utan hátíðadaganna. Óháðar amer- ískar myndir setja einnig síaukið mark á hátíð- arnar, afleiðingin er amerísk síbylja nánast alla aðra ársins daga. Þetta fyrirkomulag er hvimleitt öllu kvikmyndaáhugafólki en bíó- stjórarnir staðhæfa á móti að áhugi á öðru en Hollywoodframleiðslu sé hverfandi utan há- tíðadaganna og eru með á takteinum mörg dæmi því til staðfestingar. Þær næstbestu Annars staðar í blaðinu getur að líta hefðbund- inn lista gagnrýnenda blaðsins yfir myndatug- inn sem þeir völdu bestan á árinu. Það sem segir mér að árið hafi verið gott er sá grúi mynda sem var við það að komast inn á téðan lista. Í sannleika sagt hefðu myndirnar Diarias de motorcicleta, Hotel Rwanda, Ray og tvær, þrjár til viðbótar getað lent þar á kostnað ann- arra, svo mjótt er á mununum. Mér er ofarlega í huga hin norðurírska Omagh, afbragðsvel gerð mynd þar sem settir eru á svið skelfilegir atburðir í blóði drifinni sögu átakanna á milli trúarhópanna tveggja í landinu. Norsk-marokkóska dramað Le Reg- ard dró upp aðra ógleymanlega ljóta mynd af innanlandsátökum, sú þriðja í þessum hópi stríðsmynda, sem eru nánast sviðsettar heim- ildarmyndir, er Voices inocentes, sem greinir frá hroðalegum atburðum í San Salvador, þar sem börn eru skikkuð í herinn. Heimildamyndagerðarmenn fræða okkur um að slíkir glæpir viðgangist víða í heimi hér á því herrans ári 2005, m.a. í Úganda, og fjallað er um þá í þýsku heimildamyndinni Lost Children, sem kom hingað nánast ný. Shake Hand With the Devil fylgdist með kan- adíska hershöfðingjanum Roméo Dallaire heimsækja Rúanda, hann er hin raunverulega fyrirmynd persónunnar sem Nick Nolte leikur í Hotel Rwanda. History of Violence og heimildamyndin um mörgæsirnar, Le Marche de l’empereur, eru aðrar tvær myndir sem hefðu líklega náð inn á listann á mögru ári. Skammt undan eru ágætis myndir eins og National Treasure og Lord of War, báðar með Nicolas Cage; The Aviator eftir Scorsese, Being Julia, eftir Ungverjann István Szabó með Annette Bening – bæði í Óskars- verðlaunaformi – og The Life Aquatic with Steve Zissou, eftir furðufuglinn snjalla Wes Anderson, sem lúrir jafnan á persónulegum, skemmtilegum og frumlegum uppátækjum. Svipað gildir um Tim Burton sem átti tvö mögnuð innlegg; Corpse Bride, sömu gerðar og The Nightmare Before Christmas, og Charlie and the Chocolate Factory, mikið augnakonfekt með Johnny Depp í titilhlut- verkinu. Les Choristes var minnisstætt framlag Frakka í kapphlaupið um Óskar fyrir bestu er- lendu mynd ársins og framlag Spánverjans Almodóvars var La Mala educación, sem tók á slæmum kennsluháttum og afbrigðilegheitum á tímum Frankós. Star Wars lauk göngu sinni, í bili a.m.k., með þokkalegum endaspretti. Sin City var fersk blóðgjöf í bíóárið og grípandi til að byrja með en endurtekningasöm. Frum- legheit réðu einnig ferðinni í Napoleon Dyna- mite og Dark Water, jafnvel Wes gamli hroll- vekjusmiður Craven sýndi á sér fríska hlið í Red Eye, með framtíðarleikkonunni Rachel McAdams, og Cillian Murphy getur hugs- anlega lafað út áratuginn. The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy kom notalega á óvart, flestir höfðu fyrir margt löngu afskrifað bók- ina sem kvikmyndaefni. Einhverjir klóra sér enn í kollinum yfir gerska ævintýrinu Næturvaktinni, The Island, Cinderella Man, að ekki sé minnst á The Leg- end of Zorro. Mestmegnis vonbrigði Margt fer öðruvísi en ætlað er og brá kvik- myndaheiminum talsvert í brún þegar talið var upp úr kössunum eftir fyrstu sýning- arhelgi King Kong, nýjustu myndar Peters Jacksons. Hún flokkast þó engan veginn undir vonbrigði, líkt og Alexander, nýjasta „stór- virki“ Olivers Stones. Kingdom of Heaven brást mestmegnis vegna aðalleikaravalsins, en Ridley Scott gerði marga góða hluti. Batman Begins er ein leiðinlegasta mynd ársins og nýjasta Harry Potter-myndin fylgir fast á eft- ir. Eingöngu fyrir forfallna aðdáendur bók- anna. Önnur kvikmyndagerð frábærrar bókar sem mislukkaðist gjörsamlega er Ice Harvest, þar stóð ekki steinn yfir steini. Lesið bókina! Barbra Streisand bjargaði því sem bjargað varð í Meet the Fockers en enginn bjargvætt- ur kom til hjálpar Alfie, Elektru, Stealth, Life and Death of Peter Sellers eða Melinda Mel- inda. Þá voru bíógestir vongóðir um að Spiel- berg ætti kröftuga endurkomu í anda Jaws með The War of the Worlds, þvílík vonbrigði. Góðar brellur að vísu en flest annað þreytt og leitt og endirinn alverstur. Endurgerðir og framhaldsmyndir Mér er til efs að Endurvinnslan hafi nokkru sinni verið jafn afkastamikil og í ár. Í fljótu bragði virðast endurgerðirnar að vestan einar 10–12, og allar sem ein miklum mun verri en oftast góðar fyrirmyndirnar. Nokkrar af þeim verstu: Assault on Presinct 13, The Flight of the Phoenix, Alfie, The Longest Yard og The House of Wax. Framhaldsmyndafárið var skelfilegt, við fengum á þriðja tug útþynninga á borð við Blade 3, Saw 2, Son of the Mask, Be Cool, xXx 2 og Deuce Bigelow 2. Íslenskar myndir Dauft var yfir íslenskri kvikmyndagerð á yf- irstandandi ári. Við fengum reyndar nokkrar góðar heimildamyndir og „Mocumentary“ til sýningar í kvikmyndahúsum, í þeim hópi er Africa United minnisstæðust. Þegar komin voru jól og menn orðnir úrkula vonar kom Baltasar Kormákur eins og frelsandi engill neð endurbættan Skreppitúr til himna – A Little Trip to Heaven, og bjargaði andliti land- ans á síðustu metrunum. Gleðilegt ár! Ljósmynd/Óttar Guðnason A Little Trip to Heaven „Þegar komin voru jól og menn orðnir úrkula vonar kom Baltasar Kormákur eins og frelsandi engill með endurbættan Skreppitúr til himna – A Little Trip to Heaven, og bjargaði andliti landans á síðustu metrunum.“ Veðrabrigði kvik- myndaársins 2005 Kvikmyndir Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi á Morgunblaðinu. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.