Morgunblaðið - 04.01.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 F 13
Metár
Nýliðið ár var metár hvað varðar
veltu á fasteignamarkaði, en hún
jókst um 11% miðað við árið á und-
an. Fjárfest var fyrir hátt í 180 millj-
arða á fasteignamarkaði á höf-
uðborgarsvæðinu og á Akureyri , en
veltan á árinu 2003 var um 160 millj-
arðar kr.
Lægri hámarkslán
Landsbanki Íslands hefur hætt
veitingu 100% íbúðalána og lækkað
hámark lána í 90% af markaðs-
verðmæti íbúða. Vaxtakjör og skilyrði
fyrir lánveitingu eru óbreytt en bank-
inn vill með þessu hvetja ein-
staklinga til varfærni í lántökum.
Öldrunarþorp
Öldrunarþorp hefur verið skipu-
lagt í Vatnsendalandi í Kópavogi. Á
reit, sem kallast Heimsendi, ætlar
Hrafnista að reisa þjónustumiðstöð
fyrir aldraða auk fjölda íbúða, sem
munu tengjast miðstöðinni. Alls
munu 4,5 hektarar fara undir þetta
öldrunarþorp.
Verðbólguþrýstingur
Verðbólguþrýstingur er mikill sem
stendur segir Greining Íslands-
banka. Útlit er fyrir mikla hækkun á
húsnæðisverði og annað vegna hús-
næðis í vísitölu neyzluverðs mun
einnig hækka umtalsvert í kjölfar nýs
og hærra fasteignamats.
Fleiri hyggjast kaupa
Fleiri hyggja nú á húsnæðiskaup
en áður samkvæmt Væntinga-
vísitölu Gallup fyrir desember. Þetta
bendir til þess að umsvif á íbúða-
markaði verði áfram mikil á næstu
mánuðum. Færri hyggja hins vegar á
bifreiðakaup og utanlandsferðir.
Óreiða vestra
Forstjóri og fjármálastjóri fast-
eignalánarisans Fannie Mae í
Bandaríkjunum voru reknir rétt fyrir
jól. Í septembermánuði var þetta fyr-
irtæki, sem er stærsti veð-
lánaveitandi Bandaríkjanna, sakað
um brot á uppgjörsreglum. Í grein í
New York Times nýlega sagði, að þó
að Fannie Mae njóti ekki beinnar
ábyrgðar alríkisins sé ábyrgðin óbein
og misgjörðirnar geti haft í för með
sér mikinn kostnað, sem lendi á al-
menningi.
Nýtt sorphirðukerfi
Nýtt sorphirðukerfi var tekið í
notkun í Reykjavík um áramótin. Nú
býðst íbúum í sérbýli (rað-, par- og
einbýlishúsum) að fá grænar ösku-
tunnur, sem losaðar eru á tveggja
vikna fresti í stað vikulega eins og
áður hefur verið. Soprhirðugjöld fyrir
grænar tunnur eru helmingi lægri,
4.850. kr. á ári en voru 9.700 kr. fyr-
ir hefðbundnar/svartar tunnur, sem
áfram verða í notkun í fjölbýlishúsum
og í sérbýlum sem ekki óska eftir
nýju tunnunum.
Starfsmenn borgarinnar sjá einnig
um að fækka tunnum hjá þeim, sem
þess óska, bæði í sérbýli og fjölbýli.
Þannig geta íbúar í fjölbýli einnig lagt
sitt af mörkum og sparað í sorphirðu-
gjöldum með því að flokka úrgang og
skila til endurvinnslu.
Breytt orkuverð
Öll orkufyrirtækin breyttu gjald-
skrám fyrir raforku um þessi áramót
og voru breytingarnar bæði til hækk-
unar og lækkunar. Hækkun á rafhit-
un hjá RARIK nemur 15–20% en
heimilisnotkun í þéttbýli hjá RARIK
lækkar um 8% og meira hjá stórnot-
endum.
ÞETTA HELST...
FASTEIGNIR