Morgunblaðið - 04.01.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 04.01.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 F 25 FURUVELLIR 42 - HF. - EINB. Vorum að fá í sölu glæsilegt einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr á góðum stað á Völlum í Hafnarfirði. Hús- ið er 179,8 fm og bílskúrinn 54,8 fm, samtals 234,6 fm. Möguleiki á fimm svefnherbergjum. Húsið skilast fullbúið að utan (klætt með Steni) og rúmlega fokhelt að innan, þ.e. búið að einangra og plasta. Þetta er skemmtilegt hús á jaðarlóð. Verð 23,9 millj. ASPARHVARF - SÉRHÆÐIR - VATNSENDA Nýkomnar í einkasölu glæsilegar efri og neðri hæðir 134,3 fermetrar ásamt stæði í bílageymslu á frábærum útsýnisstað í austurhlíðum Vatns- endahvarfs. Íbúðirnar skiptast í samkvæmt teikn- ingu: Anddyri, gang, gestasnyrtingu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi, tvö barnaher- bergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. FURUVELLIR 12 - HF. - EINB. Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað innst í botnlanga glæsilegt einbýli á einni hæð ásamt millilofti og tvöföldum bílskúr, samtals um 250 fm. Húsið skiptist samkvæmt teikningu í forstofu, gesta- snyrtingu, þvottahús, geymslur, sjón- varpshol, baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, hjónaherbergi, þrjú svefnher- bergi, milliloft þar sem hægt er að útbúa tvö herbergi og tvöfaldan bílskúr. Eignin afhendist fullbúin að utan en fokheld að innan eða lengra komin. Upplýsingar og teikningar á skrifstofu Hraunhamars. FÍFUVELLIR 5 - 11 RAÐHÚS - HF. Nýkomin 4 glæsileg 210 fm raðhús á tveimur hæðum í byggingu. Húsin af- hendast fokheld og fullbúin að utan. Glæsileg hönnun. Frábær staðsetning. Verð frá 19,2-19,9 millj. LINDARHVAMMUR 10 - HF. - EINB. Vorum að fá í sölu þetta skemmtilega hús. Húsið er 212 fm auk 55,5 fm bílskúrs, vel staðsett í suðurhlíðum Hafnarfjarðar með mjög góðu útsýni yfir bæinn og til hafnarinnar. Húsið er mjög vel skipulagt á tveimur hæðum og gert er ráð fyrir að hægt sé að hafa aukaíbúð á 1. hæð ef þess er óskað. Húsið stendur fyrir ofan bersvæði og því engar byggingar beint fyrir neðan. Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga með grófjafnaðri lóð. Hægt er að fá það afhent fyrr ef þess er óskað. KIRKJUBRAUT Nýkomið í einkasölu 152 fm einbýli með innbyggðum bílskúr. Húsið afhendist fullbúið að utan. viðhaldslétt. Vandaður frágangur. Húsið er tilbúið til afhendingar strax. Verð 11 millj. 105562 LYNGHOLT - EFRI SÉRHÆÐ Vorum að fá í sölu þessa skemmtilegu hæð í Keflavík, íbúðin er um 100 fm og nýtist öll mjög vel, 2 svefnherb. rúmgóð stofa og þaðan er utangengt út á svalir. Baðherbergi með sturtu og baði, Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Nýlegt þak og gluggar, nýbúið að klæða húsið með steni. Stutt í alla þjónustu. Góð eign sem vert er að skoða. Verð 9,8 millj. 105846 HEIMSENDI 1 - KÓPAVOGI Nýkomið sérlega gott 14 hesta hús með haughúsi, samtals 180 fm. Sérgerði, hita- túba, endabil. Laust strax. Myndir á mbl.is og hraunhamar.is. SÖRLASKEIÐ 21 - HAFNARFIRÐI Nýtt glæsilegt 12 hesta hús, endi. Afhend- ing strax, fullbúið að utan með sérgerði. Nær tilbúið undir tréverk að innan. Vélmok- að hús. Hitaveita. Frábær staðsetning. Hins vegar er til sölu nýtt 6 hesta hús, miðjubil í sama húsi, afhending strax. HEIMSENDI 8 - KÓPAVOGI 12 básar í nýlegu hesthúsi með gerði, kaffi- stofu, salerni og drenmottum að hluta. Frá- bær staðsetning og aðkoma sérlega góð. Næg bílastæði. Fullbúin eign í sérflokki. Verð 7,5 millj. 106558 RAUÐHELLA - HF. - ATVH. Nýkomið sérlega gott ca 100 fm atvinnuhúsnæði auk ca 35 fm millilofts. Góð lofthæð og innkeyrsludyr. Sérlega góð eign. Afhending strax. Verð 8,9 millj. 67512 FORNUBÚÐIR - VIÐ FISKMARKAÐINN Nýkomið í einkasölu sérlega gott vandað nýlegt atvinnuhúsnæði, 240 fm, auk efri hæðar, ca 140 fm. Inn- keyrsludyr, góð lofthæð, frábær staðsetning við fiskmarkaðinn og smábátahöfninna. Verð 26,8 millj. HVALEYRARBRAUT - HF. Nýkomið gott 187 fermetra atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum. Húsnæðið var innréttað fyrir fisk- vinnslu. Fullbúin eign. Góð staðsetning. Hagstætt verð og kjör. 82972 VESTURVÖR - KÓP. Nýkomið sérlega gott 360 fm atvinnuhúsnæði, auk þess 60 fm gott milliloft (kaffistofa o.fl.). Í húsnæðinu var áður trésmíðaverkstæði. Tvennar innkeyrsludyr, möguleiki á fleirum. Sérlóð. Verð 34,0 millj. 102858 KAPLAHRAUN - HF. Nýkomið í einkasölu verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum, samtals ca 500 fm. Jarðhæð með verslunargluggum og tveimur innkeyrsludyrum baka til. Flísar á gólfum og góð lýsing. Á efri hæð er gert ráð fyrir skrifstofu- og þjónusturými (er í dag innrétt- að sem nokkur herbergi og eldhús). Hæðin er nýlega innréttuð (ónotuð). Vandað parket á gólfum og nýj- ar hurðir. Hentar vel undir skrifstofur og margvíslega þjónustu. BÆJARHRAUN - HF. - TIL LEIGU/SÖLU Nýkomið sérlega gott ca 800 fm atvinnuhúsnæði, sem skiptist þannig: 550 fm lagerpláss með inn- keyrsludyrum og ca 250 fm verslunar/skrifstofupláss. Afhending nk. áramót. Frábær staðsetning og gott auglýsingagildi. SKÚTUVOGUR - ATVH. TIL LEIGU/SÖLU Nýkomið í einkasölu glæsilegt atvinnuhúsnæði, skrifstofu/verslunarhúsnæði, samtals ca 1.000 fm, á þessum vinsæla stað. Eignin er fullinnréttuð á vand- aðan máta. Eign í sérflokki. Möguleiki að selja eign- ina í þremur einingum. Verðtilboð. KAPLAHRAUN - HF. Nýkomið gott 350 fm atvinnuhúsnæði m. innkeyrsludyrum (bakhús). Góð staðsetning. Leigusamningur getur fylgt. Hagstætt verð 19,0 millj. 60457 FJARÐARBÆR - V. FH-TORG - HF. Fjarðarbær við FH-torg, þ.e. Bæjarhraun 2 í Hafnar- firði, 2. hæð til hægri. Glæsilegt skrifstofuhúsnæði til sölu í hornhúsi við Kaplakrika. Sérlega gott og bjart húsn. 168 fm m. rúmgóðum skrifstofum með fjórum sérherbergjum, biðstofu, móttöku, geymslu, snyrtingu, kaffistofu og svölum. Skemmtil. og vand- að lyftuhús vel staðsett með mikið auglýsingagildi og næg bílastæði. Laust strax. Hentar vel sérfræð- ingum sem vilja samnýta aðsöðu. Uppl. gefur Helgi á Hraunhamri, s. 520 7500 eða Árni, s. 567 7521. RAUÐHELLA - HF. Nýkomið í einkasölu mjög gott 105,9 fermetra enda- bil ásamt ca 30 fermetra millilofti vel staðsett við Rauðhellu í Hafnarfirði. Góðar innkeyrsludyr, 4 metr- ar. Góð lofthæð 6,50 í mæni. Góð lóð. Laust strax. Verð 9,0 millj. 87728 ◆ Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólf- efna, þær fyrstu í júlí 2005. ◆ Vandaðar innréttingar og tæki. ◆ Sér inngangur, suðursvalir, séreignar flötur neðri hæða. Stæði í bílageymslu. ◆ Glæsilegt útsýni yfir Elliðavatn, Heið- mörk, að Hengilsvæðinu, Vífilsfelli og Bláfjöllum. ◆ Upplýsingar og teikningar á mbl.is og á skrifstofu Hraunhamars. Óskum öllum farsældar á nýju ári Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fasteigna- sölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem selur eign- ina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsinga- kostnaður skal síðan greiddur mán- aðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókar- vottorði sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fast- eignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vottorð- in fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríkisins og biðja um nýtt brunabótamat.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar. Minnisblað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.