Morgunblaðið - 04.01.2005, Side 26

Morgunblaðið - 04.01.2005, Side 26
26 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ HÉRLENDIS hafa í tvö og hálft ár verið í gildi tvö sett þolhönnunar- staðla. Annað settið byggist á dönsk- um stöðlum og er með íslenskum sérákvæðum. Hitt settið saman- stendur af evrópskum forstöðlum (ENV, Eurocodes) með íslenskum þjóðarskjölum (NAD, National Application Documents) sem skil- greina sérstakar kröfur vegna notk- unar hérlendis. Hönnuðir og/eða framkvæmdaað- ilar hafa frjálst val um hvort staðlasettið er notað við hönnun mannvirkja en verða að halda sig við annað settið. Danir hafa endurskoðað sinn staðal um þol- hönnun timburvirkja fyrir nokkru (DS 413 Norm for trækon- struktioner). Nýr íslenskur staðall ÍST DS 413 Hönnun timburvirkja, hefur nú tekið gildi frá og með 15. desember 2004. Ekki er um nein ís- lensk sérákvæði að ræða við þennan nýja staðal frekar en fyrri útgáfu hans. Með hliðsjón af þessum nýja danska staðli og jafnframt með hlið- sjón af breytingum sem gerðar hafa verið á t.d. finnska þjóðarskjalinu með evrópska forstaðlinum um þol- hönnun timburvirkja (FS ENV 1995-1-1) var ákveðið að endurskoða íslenska þjóðarskjalið við forstaðal- inn um hönnun timburvirkja. Vanda- mál hafa verið erlendis vegna ákvæða í staðlinum um tengingar. Greinarbetri lýsingum á þessum þætti hefur verið bætt inn í nýja þjóðarskjalið sem staðfest hefur ver- ið sem íslenskur staðall og tók hann gildi þann 15. desember 2004. Nýju staðlarnir eru fáanlegir hjá Staðlaráði Íslands sem hefur aðsetur að Laugavegi 178. Hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að hefja þegar notkun þessara nýju staðla þar sem eldri útgáfur þeirra eru fallnar úr gildi. Nánari upplýsingar veitir Haf- steinn Pálsson framkvæmdastjóri Byggingarstaðlaráðs. Hver þjóð semji nýja viðauka Innan Evrópsku staðlasamtak- anna (CEN) er unnið að því að end- urskoða evrópsku forstaðlana um þolhönnun og gefa þá út sem full- gilda staðla (EN). Sú vinna gengur samkvæmt áætlun og verða nýju þolhönnunarstaðlarnir alls 58. Hver þjóð þarf síðan að semja sérstakan þjóðarviðauka (National Annex) með hverjum staðli til þess að skilgreina frekar gildi sem nota ber við hönnun mannvirkja. Ekki er heimilt að blanda saman notkun gömlu for- staðlanna (ENV) og nýju staðlanna (EN). Jafnframt er ekki heimilt að hefja notkun nýju staðlanna fyrr en þjóðarviðaukarnir liggja fyrir og vís- að hefur verið til þeirra í bygging- arreglugerðinni. Staðlar fyrir þolhönnun timburvirkja Höfundur er verkfræðingur á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins og framkvæmdastjóri BSTR. Hafsteinn Pálsson Brýnt er að allir hagsmunaaðilar taki höndum sam- an um vinnu við viðhald og endurskoðun slíkra gagna, segir dr. Hafsteinn Pálsson, og að ný þekk- ing og upplýsingar eigi greiða leið inn í staðla og ýmsar handbækur. Seltjarnarnes — Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu fallegt 240,5 ferm. íbúðarhús við Lambastaðabraut 13 á Seltjarnarnesi. Húsið er á tveimur hæðum og með 25,9 ferm. innbyggðum bílskúr. Húsð skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, þvottahús, geymsla, svefnherbergi og bílskúr auk 2ja herb. íbúðar með sérinngangi. Á efri hæð er hol, gangur, eldhús, baðherbergi, stofa, borðstofa og þrjú svefnher- bergi. Komið er inn í flísalagða forstofu á neðri hæð með góð- um fataskápum og þar er ennfremur flísalögð geymsla með hillum, teppalagt svefnherbergi og þvottahús með sturtu og glugga. Stigi upp á efri hæð er teppalagður, en þar er komið inn í flísalagt hol. Þar er ennfremur rúmgóð og björt, teppalögð stofa en úr henni er útgengt út á suðvestur- svalir. Borðstofa er flísalögð. Eldhúsið er flísalagt og með kirsuberjainnréttingu og borðkrók. Baðherbergi er flísalagt með baðkari og skápar eru undir vaski og á veggjum. Panill er á veggjum. Svefnherbergisgangur er flísalagður, en í enda gangs er tölvurými. Af gangi eru tvö parketlögð barnaherbergi með fataskápum. Hjónaherbergi er parketlagt og með fataskáp. Á jarðhæð er 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Þar er komið inn í flísalagða stofu, en eldhúsið er flísalagt og með kirsuberja- og hvítri eldhúsinnréttingu. Halogen- lýsing er í stofu og eldhúsi. Herbergi er parketlagt og inn af því er fataherbergi. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél á baði. Fyrir framan hús er góður sólpallur. Bílskúrinn er inn- byggður samkv. framansögðu og er með hita, rafmagni og heitu og köldu vatni. Ásett verð er 39,8 millj. kr. Þetta er fallegt hús á tveimur hæðum, 240,5 ferm. að stærð og með 25,9 ferm. innbyggðum bílskúr. Tveggja herb. íbúð með sérinngangi er á neðri hæð. Ásett verð er 39,8 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Miðborg. Lambastaðabraut 13 Fréttir á SMS             ÁLFASKEIÐ Nýkomin í einkasölu mjög falleg og rúmgóð 93 fm, 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli. Íbúð í góðu standi að innan, m.a. endur- nýjað baðherbergi. LAUS FLJÓT- LEGA. Verð kr. 15,4 millj. SLÉTTAHRAUN Nýkomin í einkasölu rúmgóð 91 fm íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli. Rúmgóð herbergi, góð stofa og eldhús með þvottaherbergi í íbúð. Öll sameign ný endurnýjuð. Verð kr. 14,5 millj. HÁHOLT Nýkomin í einkasölu mjög falleg og rúmgóð íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum, góðar inn- réttingar. Mjög rúmgóð stofa, sjón- varpshol, þvottaherbergi í íbúð og þrjú rúmgóð herbergi. Verð kr. 17,8 millj. ARNARHRAUN Í sölu mjög falleg 54 fm 2ja herb. íbúð í litlu fjölbýli miðsvæðis í Hafn- arfirði. Mjög vel skipulögð íbúð, nýtt parket á gólfum. Getur losnað fljótlega. Verð kr. 10,3 millj. ARNARHRAUN 21 Vorum að fá í sölu nýjar íbúðir á jarðhæð, miðsvæðis í Hafnarfirði. Glæsilegar íbúðir sem skilast full- búnar með gólfefnum skv. skilalýs- ingu. Mjög góð staðsetning og gott aðgengi. Mikil lofthæð og vel skipulagðar íbúðir. Verð frá 13,7 - 17,5 millj. Sjón er sögu ríkari! DALSHRAUN Nýtt og stórglæsilegt 5 hæða hús á afar sýnilegum stað í Hafnarfirði. Húsið er alls 5.200 fm með upphit- aðri bílgeymslu. Hver hæð er ca 2.700 fm Allar nánari uppl. eru veitt- ar á skrifstofu Fasteignastofunnar. HRINGBRAUT, HF. - RISÍBÚÐ Nýkomin í einkasölu mjög fín ris- íbúð miðsvæðis í Hafnarf. Góðir kvistir og gott útsýni yfir fjörðinn. Parket og flísar á íbúð. Verð 11,5 millj. EINBÝLI Í SANDGERÐI Höfum fengið í sölu fallegt einbýli á einni hæð í grónu hverfi í Sandgerði. Skilast fullbúið að utan og steinað en fokhelt að innan og frágengin lóð. Plan frágengið með hitalögn- um. Á teikn. er gert ráð fyrir 3 her- bergjum og rúmgóðri stofu. Tilvalið fyrir þá sem vilja búa í kyrrlátu um- hverfi fjarri borgarskarkalanum. Nánari uppl. og teikningar á skrifstofu okkar og á mbl.is HRINGBRAUT Í sölu mjög góð 84 fm íbúð á fystu hæð í fjórbýli á góðum stað í suður- bænum. Íbúð sem býður upp á mikla möguleika. Verð kr. 13,5 millj. KLETTAGATA-AUKAÍBÚÐ Glæsilegt, tvílyft einbýli á frábærum stað, innarlega í lokaðri götu í Vest- urbæ Hafnarfj. Sérlega barnvænt og rólegt umhverfi í hraunjaðrinum. Mjög góð séríbúð á jarðhæð með sérinngangi. Vandaður frágangur. Þetta er hús sem vert er að skoða. Nánari uppl. á skrifstofu okkar. BJARKARGATA, PATREKSFIRÐI Við höfum fengið í sölu rúmgóða neðri sérhæð í tvíbýli á þessum fallega stað á Vestfjörðum. Íbúðin er í góðu standi. Tilvalið til dæmis sem sum- arathvarf í þessari náttúruperlu okkar Íslendinga. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar Óskað er eftir tilboðum í eignina. KRÓKAHRAUN Nýkomin í einkasölu glæsileg 94 fm íbúð á jarðhæð í tvílyftu fjölbýli með sérstæðum 32 fm bílskúr á þess- um vinsæla stað í Hafnarfrði. Nýleg eldhúsinnrétting og góð gólfefni. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. S t a r f s f ó l k F a s t e i g n a s t o f u n n a r ó s k a r v i ð s k i p t a v i n u m s í n u m o g l a n d s m ö n n u m ö l l u m f a r s æ l d a r á n ý j u á r i u m l e i ð o g v i ð þ ö k k u m f y r i r v i ð s k i p t i n á þ v í l i ð n a .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.