Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 32
32 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Það er með ólíkindum hvaðýmislegt, sem við tökumokkur fyrir hendur, verðursvo sjálfsagt að tæpast er
tekið eftir því. Á þessum köldu vetr-
ardögum í upphafi ársins 2005 finnst
öllum sjálfsagt að snjóbræðslukerfi
sé við hvert hús og nánast í öllum
gangstéttum í gömlu Reykjavík, jafn-
vel í heilum göt-
um í nýrri hverf-
um.
En fyrir þrjá-
tíu árum rúmum
var þetta ekki
svona, menn
glenntu upp aug-
un þegar fyrstu
snjóbræðslukerf-
in voru lögð hér-
lendis og því er
ekki úr vegi að
rýna svolítið í söguna, hvernig byrj-
aði þetta allt saman?
Það er orðin hálf öld síðan gerðar
voru fyrstu tilraunir með lögn snjó-
bræðslukerfa hérlendis, þar voru á
ferðinni framtakssamir pípu-
lagningamenn og verkfræðingar. Þá
voru lögð snjóbræðslukerfi í gang-
stíginn frá Lækjargötu upp að
Menntaskólahúsinu og einnig í tröpp-
ur við Austurbæjarskólann á Skóla-
vörðuholti, en þetta var aðeins frum-
raun sem ekki varð til neinnar
framþróunar.
Það er því fróðlegt að kíkja í
sænskt tæknirit því þar er fjallað um
snjóbræðslu í því landi sem fram-
sýnir menn fóru að leggja um 1965
eða fyrir um fjörutíu árum.
Og það er enginn vafi hvar vagga
snjóbræðslunnar í Svíþjóð er, það er í
borginni Västerås, sem er ein af
stærri borgum þar í landi og er inni í
miðju örlítið norðar en höfuðborgin
Stokkhólmur. Í nefndri grein er ekki
aðeins rifjað upp hvernig þetta hófst
heldur einnig hver þróun snjó-
bræðslu hefur orðið í þessari vöggu
og landinu í heild.
Orkuverið og kælivatnið
Árið 1963 gangsettu þeir í Väster-
ås fyrsta orkuverið þar sem þeir
framleiddu gufu með olíukyndingu og
framleiddu síðan rafmagn í gufutúrb-
ínum. Í slíkum orkuverum er nauð-
synlegt að kælivatnið kólni sem mest
og þá fékk gatnamálastjórinn þar í
bæ þá hugmynd að kæla það með því
að láta það renna um plaströr undir
yfirborði gatna og gangstíga. Pólitík-
usar voru til í tuskið því á þessum ár-
um voru Svíar sem ölvaðir af sinni
velgengni og sínu ríkidæmi.
Þetta var á þeim áratug sem fjöl-
margir Íslendingar þyrptust til Sví-
þjóðar í atvinnuleit. Fjölmargir höfn-
uðu í skipasmíðastöðinni stóru í
Malmö, einkum járniðnaðarmenn,
sumir komu aldrei aftur og þar hefur
því orðið til ættbogi Austur-Íslend-
inga svona sem andstæða við þá sem
fóru vestur fyrir meira en öld.
En þeir í Västerås hófust handa,
hálærðir verkfræðingar fóru að
reikna og í Upplands Väsby, einni af
útborgum Stokkhólms, var sett upp
plaströraverksmiðja sem framleiddi
rör í snjóbræðslukerfi og fengu þau
plaströr nafnið Meltaway og var val-
inn appelsínugulur litur. Pólitíkusar í
Västarås voru bjartsýnin uppmáluð,
samþykktu að þar í borg yrðu lögð
snjóbræðslukerfi í öll torg, göngu-
götur og gangstéttir í miðbænum og
það var svo sannarlega hafist handa.
Þegar þetta hafði staðið í rúman
áratug og talsvert verið lagt af snjó-
bræðslukerfum í „vöggu snjóbræðsl-
unnar“ komu ótíðindi hin mestu úr
arabaheimi. Margskonar átök í heim-
inum urðu til þess að olíuverð rauk
upp úr öllu valdi einmitt þegar kæli-
vatn, sem kólna þurfti enn þá meira,
var ekki lengur að fá.
Þá voru menn reyndar farnir að
leggja snjóbræðslukerfi sem fengu
orku sína frá olíukyndingum, en við
þessar gífurlegu verðhækkanir var
grundvellinum kippt undan frekari
snjóbræðslulögnum í Svíþjóð, eða
næstum því. Í nefndri upprifjun kem-
ur fram að það voru hinir gunnreifu
pólitíkusar sem fyrstir kipptu að sér
fjárveitingahendinni. Ekki aðeins
tóku þeir fyrir öll peningaframlög
heldur vildu þeir að snjóbræðslukerf-
um, sem kynt voru með olíu, yrði lok-
að á stundinni og var svo gert víða.
Síðan hafa snjóbræðslukerfi verið í
skötulíki í Svíþjóð þó enn séu þau víð-
feðmust í vöggunni Västerås. Enn
eru þau þó lögð við sjúkrahús, eink-
um slysamóttökur og á öðrum stöð-
um þar sem slík kerfi eru nauðsyn af
öryggisástæðum.
En var þá öll þróun þeirra á snjó-
bræðslu unnin fyrir gýg?
Nei, íslenskir jólasveinar fara víða.
Einn þeirra, segjum Giljagaur, var
kominn inn á gafl hjá þeim sænsku og
segja má að hann hafi stolið barninu
úr vöggunni. Hins vegar var þar ekki
um neinn raunverulegan þjófnað að
ræða, allt var þar gert í góðu sam-
komulagi með samningum og undir-
skriftum.
Og þar með hófst snjóbræðsluöldin
á Íslandi sem ekki sér fyrir endann á
og öllum þykir sjálfsögð. En síðan
hefur mikið þróunarstarf verið unnið
hérlendis því aðlaga þurfti snjó-
bræðslukerfin íslenskum aðstæðum,
sem voru fyrst og fremst þær að nýta
frárennslisvatnið af hitakerfum
landsmanna, sem hvort sem er rann
út í skólpleiðslur, til að hita upp bíla-
stæði og gangstéttir.
Það er skemmtilegt að líta í fyrstu
tæknibókina um snjóbræðslu sem
nefndur Giljagaur samdi 1985. Þar er
ótrúlega margt í fullu gildi, en að
sjálfsögðu þurftu margir að finna upp
sitt eigið hjól og svo er enn.
Giljagaur stal barninu úr vöggunni
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Snjór á hjólum en ekki á torgi, snjóbræðslan slapp við niðurskurðarhnífinn.
Sigurður Grétar
Guðmundsson
MOSFELLSBÆR
Sími 588 5530 - Fax 588 5540 Grétar J. Stephensen
sölufulltrúi
Pétur Pétursson
lögg. fasteignasali
Sigrún Stella Einarsdóttir
lögg. fasteignasali
Netfang: berg@berg.is •Heimasíða: berg.is
Opið virka daga
frá kl. 9-18
Sími 588 5530
Fax 588 5540
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58, www.berg.is
Mjög vel staðsett, 180 fm atvinnuhús-
næði með stórum innkeyrsludyrum.
Mikil lofthæð ca 6,8 m í mæni. Snyrting
með sturtuklefa. Rekstur fyrirtækisins
auk fasteignin selst saman. Hillur, raf-
magnslyftari o.fl. fylgir með. Tjaldvagna-
og fellihýsageymsala auk búslóða-
geymslu. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja
aukabúgrein. V. 15 m. 5583
ESJUMELAR - ATVINNUHÚSNÆÐI
Sjarmerandi 123 fm efri-sérhæð við
Álafosskvos í Mosó. Sérinngangur.
Fjögur svefnh. Stór stofa og sjónvarps-
hol. Eldhús er stórt og bjart með góðri
innréttingu, góðum tækjum og fallegum
flísum. Gott pláss fyrir stóra fjölskyldu.
Hagstætt verð. V. 16,4 m. 5448
BREKKULAND - MOSFELLSBÆ
Á bökkum Rangár Til sölu 31 fm sum-
arbústaður í landi Ægissíðu við Ytri-Ran-
gá. Bústaðurinn stendur á eignarlandi í
mjög fögru umhverfi. Allur húsbúnaður
fylgir með í kaupum. Stutt í alla þjónustu.
V. 4,4 m. 5526
SUMARHÚS
Landið
Egilsbraut - Þorláksbraut Nýkomin í
sölu 86 fm, efri sérhæð auk 30 fm bílskúrs
við Egilsbraut í Þorlákshöfn. Nýir gluggar
og gler. Nýtt þak. Eignin er laus strax. Stór
garður. Rólegt og fallegt umhverfi.
5600
Raðhús
Jakasel - Reykjavík Afar fallegt 201,1
fm parhús auk 22,8 fm bílskúrs á vinsæl-
um stað í Seljahverfinu. Eignin skiptist í
miðhæð og ris með 3 svefnh. auk kjallara-
íbúðar með 3 svefnh. og sérinngangi.
Þetta er einstaklega falleg eign með mikla
möguleika. V. 32,5 m. 5594
2ja herbergja
Grettisgata - 101 Reykjavík Falleg og
nýuppgerð, 42 fm íbúð með sérinngangi í
reisulegu og fallegu húsi í hjarta borgar-
innar. Parket er á stofu og eldhúsi. Ný eld-
húsinnrétting. Baðherbergi með flísum á
gólfi og sturtuklefa. Búið er að endurnýja
glugga, tæki, innréttingar og lagnir í íbúð.
Þetta er hlýleg og falleg íbúð miðbæ borg-
arinnar. V. 8,7 m. 5598
Laugarnesvegur - Reykjavík Mjög fal-
leg 50,7 fm íbúð á jarðhæð í litlu og fal-
legu fjölbýli með stórum sameiginlegum
garði í góðri rækt. Rúmgott svefnherbergi
með nýjum skápum. Baðherbergi er nýtil-
tekið með sturtuklefa. Eldhús með nýrri
innréttingu og eldavél. Björt og góð stofa
með stórum glugga sem hleypir góðri
birtu inn í íbúðina. Tilvalin fyrsta íbúð. V.
9,1 m. 5587
Laufásvegur - 101 Reykjavík Vorum
að fá í sölu nýuppgerða og glæsilega,
86,6 fm, 2ja herb. íbúð á jarðhæð með
sérinngang. Eign í hjarta borgarinnar. Flí-
salagt anddyri. Eikarhurð með frönsku
gleri. Gegnheilt eikarparket í stofu, eld-
húsi, herbergi og geymslu. Ný eldhúsinn-
rétting og góð borðaðstaða. Björt og rúm-
góð stofa. Baðherbergi flísalagt í hólf og
gólf. Baðkar og sturtuklefi. Þetta er topp-
íbúð á fallegum stað rétt ofan við tjörnina.
5584
Sérhæð
Skógarsel Nýkomin í sölu glæsileg,
145,2 fm íbúð auk bílskýlis á jarðhæð
með sérinngangi og sérgarði í þessu fal-
lega húsi við Skógarsel. Íbúðin skilast til
afhendingar mjög fljótlega. Allar innrétt-
ingar komnar nema gólfefni. Vandaður og
smekklegur frágangur að utan sem innan.
Mjög fallegt umhverfi. Gróið hverfi.
5581
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum
gleðilegs árs og friðar. Þökkum liðið ár.
Pétur, Stella og Grétar.
Hjá Berg fasteignasölu eru það löggiltir
fasteignasalar sem koma að öllu söluferlinu
samkvæmt lagaboði.
Kynnið ykkur vel ný lög um fasteignasala
og leitið ráðgjafar þar um. Tryggið ykkur
lögboðna þjónustu og að hagsmunir ykkar
séu tryggðir.
S E
L D
S E
L D