Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Side 2
2
MÁ NUD AGSBLAÐIÐ
Mánudagur 5. nóvember 1951.
Ólafur Hansson, Menntaskélakennari:
V. Fólk undirdjúanna
Menn geta ekki verið lengi
í Grikklandi án þess, að veita
því eftirtekt, að stéttamunur
er þar gífurlegur. Þetta er
hvergi greinilegra en í Pat-
ras. Fáeinir auðmenn eiga
þar alla skapaða hluti, en al-
þýða manna lifir í sárustu ör-
birgð. í Aþenu er fjölmenn
smáborgarastétt, sem hefur
vel til hnífs og skeiðar, en í
Patras er miklu minna af
slíku fólki. Stéttarnismunur
er meiri í Patras en í nokk-
urri annarri borg, sem ég hef
komið í. Stórlaxarnir i Pat-
ras búa við fáeinar götur í
miðbænum. Þarna eru fínar
villur, með stórum skrúðgörð
um umhverfis. Fína fólkið
situr í hægindastólum úti í
göroum, og þjónar eru að
stjana í kringum það. Þetta
fólk gengur í hvítum sumar-
fötum eftir nýjustu tízku, og
það flaggar með auð sínum
með því að ganga með dem-
antshringa á næstum því
hverjum fingri. Mér var sagt,
að flest af þessu fólki ætti
líka sumarbústaði úti á landi,
eða austur á eyjum í Egea-
hafinu. Sunit af því kvað yera
mikinn hluta ársins í Frakk-
landi og Egyptalandi til að
koma peningum sínum í lóg.
En það er ekki nema örlít-
Annan daginn, sem ég var í
Patras, gekk ég upp á kast-
alahæðina, sem gnæfir yfir
bæinn, en þaðan er dásarnleg
útsýn. Upp á hæðina liggja
þrep á ýmsum stöðum, og
verður sums staðar að
ganga nærri 2 hundruð þrep
til að komast upp. En utan
í hlíðum kastalahæðarinnar
er fátækrahverfið í Patras.
Á þessari stuttu gönguför
upp á hæðina sést slíkt hyl-
dýpi mannlegrar eymdar, að
manni hrýs hugur við.
Vistarverur fólksins þarna
í hlíðinni eru ekki á marga
fiska. Sumir búa í örlitlum
kofurn með hálmþaki. Þessir
kofar eru svo lágir, að full
orðinn maður getur ekki stað
ið uppréttur þar inni, og gler-
gluggar sjást þar varla, held-
ur aðeins vindaugu eða reyk-
op. Surns staðar býr fólkið í
hellum, sem eru liöggnir inn
í kalksteininn í hlíðinni.
sumum hellunum virðast búa
margar f jölskyldur með ara-
giúa af börnum. Þessir hellar
eru ekki aðeins mannabústað-
ir, heldur einnig gripahús, því
að hænsni og grindhoáaðir
asnar eru þarna í heilunum
hjá fólkinu. Og kettimir
þarna í fátækrahverfinu. —
Þeir eru ömurleg sjón. Flestir
ið brot af íbúum Patras, sem kettir, sem ég sá þarna, voru
lifir slíku lífi. Margir íbú-
anna hafa rétt aðeins í sig og
á og kannske efni á að fá
ser
eitt ölglas á kvöldin. En
þeir eru líka margir þar, sem
ekki eru svo vel stæðir. Fjöldi
fólks í Patras lifir við sult og
seyru, það er að deyja úr
hungri hægt og bítandi.
Ekki þurfti annað en líta á
hafnarverkamennina í Patras
til að sjá, að hér var mikil
fátækt. Flestir þeirra vom í
gauðrifnum tötrum og marg-
ir berfættir. Þegar þeir tóku
upp matarbitami sinn, voru
það oft aðeins tvær eða þrjár
þurrar brauðsneiðar. Það
voru ekki nema fáeinir, sem
virtust hafa olífuolíu ofan á
brauðið, en hún er algengasta
viðbitið í Grikklandi. I nánd
við höfnina voru einnig grind-
horaðar og tötralegar konur
að tina saman spýtnarusl í eld
'inn. I fylgd með þeim voru
skítug og hálfnakin börn.
Stundum smeygðu þessi börn
sér gegnum rimlana á hafn-
argirðingunni og komu niður
að skipi til að betla. Þau voru
með litlar blikkdósir og báðu
um matarbita í þær. En þetta
var ekki aumasta fólkið. Fólk,
sem enn hefur rænu á því að
betla, er ekki dautt úr öllum
æðum. Eg átti eftir að sjá
miklu hryllilegri eymd en
þetta.
auðsjáanlega að deyja úr
hungri. Þeir voru ekkert
nema beinin og skinnið, og
sumir gátu varla dregizt á-
fram fyrir hor. Þar sem fólk-
ið er að deyja úr hungri, er
ekki von, að mikið sé afgangs
handa köttunum.
Fólkið var allt tötrum
klætt og sumt hálfnakið.
Næstum því hver maður var
berfættur. Þetta getur gengið
að sumarlagi, en í hráslaga á
veturna hlýtur kuldinn að
þjaka þetta fólk. Og hér
kváðu aft vera kalsarigning-
ar á vetrum, þó að sjaldan
snjói. Það var auðséð, að nær
því hver maður þjáðist af
næringarskorti, og sumt fólk-
ið var bersýnilega að deyja
úr hungri. Það var varla
neitt hold neins staðap á því,
það var ekkert nema beinin
og skinnið í bókstaflegri
merkingu. Margt af því var
með ljót sár og kaun í andliti.
Hryllilegast af öllu er að sjá
börn, sem eru að deyja úr
hungri. Þau hafa ekki lengur
neina rænu á að leika sér, en
sitja á hækjum sér og stara
sljólega út í bláinn eða liggja
hálfnakin samankreppt á
hörðum grjótstéttunum. Aug-
un virðast óeðlilega stór, og
það er eins og þau ætli að
springa út úr holdlausum and-
litunum. Kálfa og læri vantar
iarBarhafsIðnda
algerlega á þessi börn, þar er
ekkert nema beinpípur og
skinn. Það er ótrúlegt annað,
en að berklar og aðrir skæðir
sjúltdómar herji óskaplega í
slíkum hverfum.
Svo er að sjá, að í þessu
hverfi ríki algert atvinnu-
leysi. Enginn maður virðist
hafa neitt að gera. Eina at-
hafnasemin, sem ég sá þarna,
var það, að gamlar konur
voru að spinna á frumstæða
handteina fyrir dyrum úti, og
umhverfis þær húktu hópar
af grindhoruðum börnurn.
Sljóleiki var það, sem virt-
ist einkenna þetta fólk fram-
ar öllú öðru. Það var búið að
gefa upp alla von og missa
áhuga á öllu. Það leit ekki
einu sinni upp, þó að það
heyrði talað á framandi
tungu, það virti mann ekki
viðlits. Fólkið var algerlega
sinnulaust, en þetta var eng-
inn glæpalýður, maður gat
gengið eins öruggur um þetta
hverfi og í Austurstræti.
Ekki var þæginaunum fyr-
ir að fara þarna í hverfinu,
fólkið hafði hvorki rafmagn
né vatnsveitu. I miðbænum í
Patras er fullkomið vatns-
veitukerfi, en það nær ekki
til þessa hverfis. Vatnspóst-
ar voru hér og þar, og við þá
voru hópar af horuðum og
tötrum klæddum konum, sem
sumar voru með börn sín í
eftirdragi. Sumar voru að
sækja vatn i krukkur, en aðr
ar að þvo einhverjar druslur
við póstana. Stundum voru
þær að hnakkrífast og steittu
hnefana hver framan í aðra.
Vegna málsins gat ég ekki
talað neitt við þetta fólk, og
mér segir svo hugur, að slík-
um tilraunum liefði verið fá
lega tekið. Eg staðnæmdist
þó á einum stað í fátækra
hverfinu, og þar kom ég á ein
kennilegasta veitingahús, sem
ég hef séð um ævina. Þetta
veitingahús var raunar ekk-
ert nema tré, sem stóð fyrir
utan þrörlegan kofa, þar sem
veitingamaðurinn bjó. X
skugga trésins voru 5 eða 6
borð. Ég fór inn á þetta „veit-
ingahús“ ásamt íslenzkri
konu, sem var farþegi á Brú-
arfossi. Veitingamaðurinn
skildi ekki neitt, þó að hann
væri ávarpaður á ensku og
þýzku, en hann þaut burtu og
fór inn í einn kofann og kom
þaðan með mann, sem talaði
þokkalega ensku, svo að allt
féll í ljúfa löð. Túlkurinn bað
um eina sígarettu að launum
og fékk hana auðvitað. Þeir,
sem sátu þarna undir trénu,
virtust vera eins konar yfir-
stétt í fátækrahverfinu. Sum-
ir þeiiTa voru meira að segja
með skó á fótunum, en slíkt
er hámark allrar velmegunar
á þessum stað. Sá, sem geng-
ur í skóm í Kastalabrekkunni
99
ERRES
u
BÓNVÉLAR og RYKSUGUR
væntanlegar á næstunni.
„ERRES“ bónvéiar eru ódýrustu og
hentugustu heimilisbónvélarnar, sem
völ er á.
„ERRES“ ryksugurnar taka öðrum
ryksugum fram.
Raffækjaverzlun íslands h.f.
Hafnarstræti 10—12. Sími 6439.
VerzL Olympía
er flutt á
Míkið úrval aí allskona? vömm.
(WSq/imtpm
26 — Sími 5136.
NÝKQMNIR
Ford varahlutir
Takmarkaðar birgðir
SVEINN EGILSSON H.F.
Símar 2976 og 3976.
í Patras, er fírm maður og
aristokrat.
Mér finnst endurminningin
um fátækrahverfið í brekk-
unni vera hryllileg martröð.
Það er erfitt að gleyma aug-
um barna, sem eru að verða
hungurmorða. Maður les í
fréttunum, að milljónir
manna deyi úr hungri í Ind-
landi og Kína, og lætur það
eins og vind um eyru þjóta,
en það er ekki lengur unnt,
þegar maður sér slíkt hyldýpi
mannlegra þjáninga með eigin
augum. En þó vaknar jafn-
framt hjá manni þakklæti yf-
ir því að eiga heima í landi,
þar sem engin slík örbirgð
þekkist og þar sem enginn
þjáist vegna hungurs og
klæðleysis.