Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 1
VISIR NU ARIB 54. árg. - Fimmtudagur 31. UÐIÐ í dag er síðasti dagur gamla ársins. Vísir kveður það með mynd af stjörnuljósum. Blaðið þakkar lesendum sínum vináttu °g tryggð á liðnu ári, og óskar öllum farsældar á nýja árinu. Sammngur við USA um kaup á vörum fyrír 95 millj. Miðvikudaginn 30. desember, 1964 voru gerðir tveir samningar á milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og íslands um kaup á bandarískum landbúnaðarvörum. Samningana undirrituðu James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna, og Guð-- mundur 1. Guðmundsson, utanríkis ráðherra. Samningar um kaup á bandarísk um landbúnaðarvörum hafa verið gerðir árlega við Bandaríkjastjórn síðan 1957. Hinir nýju samningar, sem gilda fyrir árið 1965, gera ráð fyrir kaupum á hveit'i, mais, byggi, tóbaki, hrísgrjónum, soyjabauna- og bómullarfræsolíum. Annar samningurinn er að fjár- hæð 39 milljónir króna og hinn að fjárhæð 56 milljónir króna. Gera má ráð fyrir, að 75% af and virði þeirra gangi til lánveitinga vegna innlendra framkvæmda. Endurgreiðslur slíkra lána færu fram á um 20 ára tímabili, f krón- um samkvæmt fyrmefnda samn- ingnum, en í dollurum samkvæmt þeim síðarnefnda. Verkfall stöðvar ekki dansinn á gamlárskvöld Hvort sem samningar takast fyr ir áramót í vinnudeilu starfsfólks veitingahúsa eða ekki verður gleð in og dansinn á gamiárskvöld ekki styttri en venjulega. Verkfalllð, ef af þvi verður, skellur nefnilega ekki á fyrr en að Iokinni vakt á gamlárskvöld, þótt hún verði fram yfir miðnættið. Menn þurfa því ekki að kvíða gamlárskvölds þess vegna. Samningar hafa tekizt milli veit ingahúsaeigenda og annars starfs- fólks en þjóna og hljómlistarmanna I gær hófst sáttafundur kl. 4 síð degis og aftur kl. hálf níu eftir matarhlé. Bar þá enn mikið á milli veitingamanna og þjóna og þó enn meira á milli veitingamanna og hljómlistarmanna og var búizt við að fundurinn stæði fram á nótt. Samið hefur verið um 6.5% hækkun hjá matsveinum og 10% hækkun hjá starfsstúlkum veitinga staða og auk þess var gerð lítils Framhald bls. 5 Almennir útlnnsvextir lækka um 1% Tímabær lækkun vegna aukins jafnvægis í þjóðarbú- skapnum — Gjaldeyrissfaðan batnar um 200 millj. '64 Seðlabankinn tilkynnti í gær, að bankastjórnin hefði að höfðu samráði við bankaráð ákveðið al- menna vaxtabreytingu, sem tæki gildi 1. janúar n.k. Mundu almennir útláns- og innlánsvextir lækka að jafnaði um 1% á ári. Telur bankastjórn Seðlabankans vaxtabreytingar þessar tímabærar með tilliti til hins aukna jafnvægis, sem náðst hefði í þjóðarbúskapnum á því ári, sem nú er að líða. Verður greiðslujöfnuður þjóðarbúsins við útlönd mun hagstæðari á þessu ári en árið 1963, enda mun gjaldeyrisstaðan væntanlega batna um 200 millj. á árinu. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing Seðlabankans um þessi mál: „Bankastjórn Seðlabankans hefur í dag, að höfðu samráði við bankaráð, ákveðið almenna vaxtabreytingu, er tekur gildi 1. janúar n.k. Helztu vaxtabreyt- ingar eru sem hér segir: í fyrsta lagi munu útláns- og innlánsvextir lækka að jafnaði um 1% á ári. Almennir spari- sjóðsvextir verða nú 6% á ári í stað 7% áður, vextir af spari- sjóðsbókum með 6 mánaða upp- sagnarfresti 7% á ári í stað 8% áður og vextir af eins árs bók- um 8% í stað 9%. Samsvarandi breytingar verða á öðrum inn- lánsvöxtum. Almennir útláns- vextir breytast tilsvarandi, þann ig að forvextir af stuttum víxl- um lækka úr 9% í 8%, vextir af framlengingarvíxlum og fast- eignaveðslánum Iækka úr 9V2% í 8%% á ári og vextir af hlaupa reikningsyfirdráttum úr 10% í 9%, sem nú verður skipt í 3% viðskiptagjald og 6% vexti af skuld, eins og hún er mest á hverjum tíu dögum. 1 öðru lagi er með vaxtabreyt- ingunni sérstaklega stefnt að því að bæta vaxtakjör útflutnings- framleiðslunnar. Forvextir af endurkaupanlegum víxlum með veði f útflutningsframleiðslu munu þannig lækka um 1%% Framh. á bls. 5 BÍLL FÝKUR ÚT AF VEGI BLAÐ*Ð ! DAG Drengur lendir und ir bíl og slasast í gær varð umferðarslys á Birki mel rétt við Hringbraut. Þar slas aðist 12 ára drengur, hlaut m. a. áverka á höfuð og var lagður inn í sjúkrahús. Slysið vildi til um kl. hálf fimm síðdegis. Ökumaður b'ifreiðarinnar skýrði lögreglunni svo frá, að drengurinn hefði hlaupið fyrir bíl- inn og hann hafði ekki orðið drengs ins var fyrr en um seinan. Drengurinn, Oddur Örvar Magn ússon, Birkimel 6, dróst nokkurn spöl með bifreiðinn'i og mun hafa lent inn á milli hjólanna og þar lá hann. þegar bíllinn nam staðar. Lögreglan sagð'i að ekki hefðu sézt nein merki þess að hjólin hefðu farið yfir drenginn. Það óhapp vildi til í ofsaveðri sem gekk yfir Akranes í gærdag, að mjólkurbíll, sem var á leið upp úr kaupstaðnum, fauk út af veg- inum og tveir menn. sem í honum voru, bílstjórinn og annar maður til, meiddust báðir talsvert. Þetta atvik vildi t'il skammt fyrir ofan bæ'inn. Bíllinn var yfirbyggður og tók því mikið veður á sig. Auk þess var hann tiltölulega léttur, því hann var aðeins með tóma brúsa. Báðir mennirnir, sem í bflnum voru, méiddust við veltuna. Bíl- stjórinn, Ásmundur Þorláksson, þó minna. Hinn maðurinni Ólafur Elí- asson, var aftur f bílnum að hag- ræða brúsum þegar bíllinn fauk. Hann hlaut skurð á höfði og marð 'ist hingað og þangað. Hvorugan manninn þurfti þó að flytja í sjúkrahús og fóru þeir heim til sín að læknisaðgerð lok'inni. Næsta blað á laugardag Vfsir kemur næst út að morgni laugardagsins 2. janúar. Eru sölubörn blaðsins vinsam- lega beðin að hafa samband við afgreiðsluna milli kl. 10 og 11 f.h. Dagblaðið Vfsir. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.