Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 15
* VÍSIR . Fimmtudagur 31. desember 1964. 75 Bezta SAGA ÚR - D AG LEG A LIFINU ^ Engum datt í hug, að stúlka eins útlits og ég gæti verið einmana, en það var ég. Og nú leið að jólum . . . Hvað mundu jólin færa mér í ár? Loks reif ég mig upp úr þessum hugleiðingum og fór niður í stof- una. Og ég hugsaði á þá leið, að það hlyti að vera ákaflega ömur legt fyrir Svenn, að vera einan í húsinu um jólin með Helga iitla. Og hafði hann nú haft hugsun á því, að kaupa gjafir sem Helgi litli mundi hafa gaman af? Frú Jensen hafði sagt, að gjafirnar væru í skúffu niðri í kjallara, til þess að öruggt væri að Helgi sæi þær ekki fyrir fram. Ég stóðst ekki freist- inguna að fara niður og gá - til þess að komast að raun um hvað Svenn mundi hafa keypt og fór í hendingskasti niður kjallarastigann. - Og hvað skyldi ég nú hafa fund ið í skúffunni? Rafmagnslest, fót- bolta og hnefaleikahanzka. Veslings Heígi, hugsaði ég. Hann var svo ungur og lítill, — ekki gat hann haft neitt gaman af þessu, raf- magnslestinni kannski? — En ég þori að veðja um, að Helgi óskar allt annarra jólagjafa“ hugsaði ég. En hvað vissi ég í rauninni um hvað fjögra ára drengur mundi óska sér í jólagjöf? Allt í einu mundi ég eftir Hönnu. Ég gat hringt til hennar og spurt. Hún átti yngri systkini. Hún hlaut að geta gefið mér góð ráð. Ég hljóp upp jafn hratt og ég hafði komið niður, leitaði að heim ilisfangi hennar og síma ,og hringdi svo til hennar, og til allrar ham- ingju gat hún gefið mér margar gagnlegar bendingar. Að svo búnu hringdi ég til mömmu og bað hana um að gæta Helga meðan ég skryppi í búð. Búðirnar voru opnar lengur en vanalega og ef ég hefði hraðann á gat ég komizt í eina eða tvær. Ég fann sem betur fer það, sem ég leitaði að, og Hanna hafði bent mér á. Ég keypti járnbrautar- lest, eimreið og 3 flutningavagna úr tré, spil með dýramyndum, bangsa og það sem bezt var af öllu — að ég hélt — Örkina hans Nóa með öllum dýrunum og öðru, sem til heyrði. Svo fór ég aftur heim til Helga. Mamma horfði á mig alveg gáttuð, þegar hún sá mig koma með alla bögglana. En svalaði ekki forvitni hennar. Þegar hún var farin tók ég umbúðirnar utan af leikföngunum til þess að sýna Svenn þau, þegar hann kæmi. Ég beið með óþreyju eftir að sjá hver viðbrögð hans yrðu Kannski myndi fjúka í hann og hann líta á þetta sem frekju og framhleypni. Kannski myndi hann sjá og viðurkenna, að hugmyndim ar voru býsna góðar? En vitanlega þekkti ég hann svo lítið, að ég gat ekkert getið mér til um hver viðbrögð hans myndu verða. Um klukkan ellefu heyrði ég, að lykli var stungið í útidyraskrána. Og Svenn kom inn. Hann nam staðar í gættinni og var sem furðu lostinn, er hann sá mig. — Merethe? Hvernig stendur á, að þú ert hérna Það hefur þó ekk- ert komið fyrir Helga? — Nei, hann sefur værum svefni uppi, sagði ég og áhyggju- svipurinn rann af honum. — Ég gerði honum grein fyrir hvers vegna ég var þarna — dóttir frú Jensen hefði veikzt og ég hefði boðizt til að gæta drengsins. — Þetta var fallega gert, sagði hann. Það var heppilegt að þú hafðir ekki ákveðið að fara á stefnu mót með einhverjum aðdáanda. — Það var komið fram á varir mér að svara í hálfkæringi og lát- ast eins og ég hafði jafnan gert áður, en svo sagði ég og var víst ærið niðurlút: — Það var ekkert stefnumót eða neitt ákveðið, því að ég á engan vin. — Það er einkennilegt, eins og þú ert falleg og indæl stúlka, sagði Sverni, og svo kom hann auga á 811 leikföngin og spurði: — Hvað er nú þetta? — Þú mátt ekki reiðast mér. Ég... ég sá það, sem þú hafðir keypt handa Helga litla, en... en ... svo bara hoppaði ég út í þetta. Finnst þér hann ekki fulllftill til þess að geta haft gaman af því, sem þú keyptir handa honum? Svenn tók hvern hlut upp á fæt- ur öðrum og skoðaði hann vand- lega. — Þú hefur h'klega rétt fyrir þér, sagði hann svo og brosti. Ég hef víst enga hugmynd um hvers fjög- urra ára hnokki óskar sér. En hvem :g datztu niður á að kaupa Örkina hans Nóa? Hann hélt áfram án þess að bíða eftir svari: — Hann verður hrifinn af þessu öllu. Vitanlega verðurðu að lofa mér að borga ... — Vertu svo vinsamlegur að lofa mér að gefa honum þetta. Ég hafði svo gaman af að kaupa þetta handa honum. Ég á erfitt með að Iýsa hvernig mér var innanbrjósts þessa stund- ina, en ég held, að hann hafi skilið mig. Hann þakkaði mér fyrir. — Ég hef víst farið dálítið villur vegar varðandi þig, sagði hann feimnislega. Hann var þögull dálitla stund og bætti svo við: — Fyrir nokkru var ég dálítinn tíma með stúlku, en ég komst fljótt að raun um, að hún hugsaði ekki um annað en skemmta sér, en þeg- ar maður hefur verið kvæntur vex maður upp úr að hafa gaman af slíku, nema í góðu hófi. Fyrir mér vakti, að við kynntumst betur, að hún kæmi heim með mér og kynnt- ist drengnum, og kannski, ályktaði ég, — að við gætum öll þrjú notið þess að vera saman, en hún kærði sig ekkert um það. Og ég.,sá, að ‘hún hugsaði um það eitt, að líta vel út og uppskerá alrhenna aðdá- un. Það var eins og mér væri gefið utan undir. Þetta var lýsing á sjálfri mér í reyndinni. Svona var ég þá, hugsaði ég. — Er... eruð þið þá ekki saman lengur? spurði ég og gat víst ekki bælt niður ákefð mína. Svenn hristi höfuðið. — Ég sannfærðist um, að við gátum ekki átt samleið. Að vissu leyti að minnsta kosti var ég of gamall fyrir hana. Ég kann vlst betur að meta að vera heima en fara úr einu boðinu í annað, á gildaskála og slíka staði. Og satt að segja finnst mér stúlka alveg eins aðlaðandi í gallabuxum og I dýrum samkvæmiskjól ... Hann brosti um leið og hann sagði þetta. Mér varð litið á gömlu, slitnu gallabuxurnar mínar. sem ég var I. í fyrsta skipti á ævinni hafði mér gleymzt að hugsa um hvemig ég leit út. Ég hafði málað á mér varirnar og hár mitt var úfið og ég leit víst hræðilega út. Ég hafði áldrei fyrr verið með karlmanni, T A R Z A WARNE7 BYMOWBUZZI AIK BASE'S KAPIO TMAT FOUK VICIOUS eUKIWEW AKE AT LAKGEi SOMEWHEKE IWTHE KRUKlVEtó JUNeLES-ANI7 MAV KETURM TO THE SITE OFTIIEFAKE TRAFIKIS.'F’OST- CAPTAIU TSHULU INSISTS THAT STILL- WEAK. TARZAKI AKIF NURSE WAOMI WEAR SUKIS. svo að ég vissi ekki, að hver lokkur var á sínum stað, og að ég væri í kjól, sem klæddi mig full- komlega. Og þegar ég loks hafði alveg gleymt að halda n.ér til, fékk ég dýrmætustu gullhamra, sem mér hafði nokkurn tíma verið slegnir. Hafði það verið heimskulegt af mér að leggja svona mikla áherzlu á útlit mitt? Ég hafði verið óham- ingjusöm yfir, að piltarnir misstu þegar eftir e'itt samverukvöld allan áhuga á mér. Ályktuðu þeir, að ég væri bara lagleg og vel klædd, en eigingjörn og engum kostum búin. Ég leit dálítið efins á svip á Svenn, sem enn horfði á mig — brosandi. Og svo strauk hann allt í einu kinn mína. — Þú ert ’indæl, sagði hann. Og ég fékk ákafan hjartslátt. Og svo var ekki sagt meira þetta kvöldið okkar 1 milli, en það lagð- ist í mig, að eitthvað furðulegt væri að gerast. Þegar ég var kom 'in af stað og ég leit um öxl, stóð Svenn enn í dyragættinni og veif- aði til mín, og ég næstum sveif heim, fannst mér, þessa stuttu veg alengd frá húsi hans og heim. Dag'inn eftir stakk ég upp á því við pabba og mömmu, að bjóða Svenn og Helga litla heim á að- fangadagskvöld. Þau féllust þegar á það og við áttum öll indælt að- fangadagskvöld. Helgi litli var I sjöunda himn'i yfir gjöfunum, sem ég hafði keypt handa honum, og ég var innilega glöð, því að ég hafði uppgötvað hve mikla gleði það getur veitt manni að gleðja aðra. En ég hafð’i aðrar gildar ástæð ur til þess að vera glöð. Svenn leit þannig á mig, er hann tók upp armband og smeygði á úlnlið minn og bað mig þiggja þessa l'itlu jóla- gjöf, að ég sannfærðist um, að í honurjv hafði 'ég eignazt vin, sem ekki mundi hvárfa ' út? lífi 'iúfnu þegar — kannske aldre'i. Sannast að segja fanrist mér ég geta lesið úr tilliti hans allt, sem ég þráði ... Þremur mánuðum síðar bað Svenn mín. Hann sagði, að allt hefð'i breytzt um jólaleytið — þá hefði hann kom'izt að raun um hvernig „stúlkan 1 næsta húsi“ var I raun og veru, hvern mann hún hafði að geyma. Hann hafði haldið, að ég væri eins og þessar yfirborðslegu, innantómu stúlkur, sem hugsa ekki um neitt nema að skemmta sér — en hann hafði farið villur vegar. Ég reyndi að gera honum skilj- anlegt, að hvað mig snerti hafði kraftaverk gerzt á jólunum. Ég hefði breytzt — 'úr eigingjarnri stúlku í aðra, sem ég vonaði að yrði ástar hans verð. En hann hló að mér, sagðist ekki trúa mér. Hann væri viss um, að ég hefði alltaf verið óeigingjörn og góð I mér. En hvað sem því líður, er mín heitasta ósk, að ég valdi hon- um aldrei vonbrigðum. Sögulok. SH!SHSS®SS:S?R OKILVA PKECAUTION, NUKSE NAOMI! WHILE TSHULU AN7 X ARE ALIVE NOTHING WILL HAKM YOUÍr' Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINXJ og DÓDÓ Laugave? 18 3. hæð flyfta) Simi 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgreiðslustofa Ólafar Björns | dóttur. HATÚNl 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimei 9. simi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR fMarla Guðmuridsdóttir) Laugaveg 13, simi 14656. Nuddstofa á sama stað Dömuhárgreiðsla við allra hæf ] T.1ARNARSTOFAN Tjamargötu ! 1 Vonarstrætls. megin. slmi 14662 Í1 Hárgreiðslustofan Ásgarði 22. Stmi 35610. ASTHILDUR KÆRNESTl GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 V E n y s Grundarstig 2a Sími 21777. Hárgreiðslustofan Tshulu kapteinn krefst þess, að Tarzan, sem enn er veikburða vegna sára sinna og Naomi hjúkrunarkona beri vopn, hann vill grípa til þessara varúðarráð stafana vegna orðsendingar þeirr ar, sem hann heyrði í senditæki Mombuzzis, að fjórir illvfgir vopnaðir þorparar væru á ferð einhversstaðar í frumskóginum ná lægt Dru-ánni og þ\í að þeir kynnu að snúa aftur til verzlun arstöðvarinnar. Um leið og Naomi lætur byssuna á sig, segir hún. — Ef ég verð að nota þennan hlut, vona ég að guð hjálpi mér að hitta manninn, sem ég miða á. T'etta er aðeins varúðarráðstöf- un, Naomi hjúkrunarkona, meðan ég og Tshuju erum á lífi mun ekkert geta® skaðað þig, segir Tarzan. So.vallagötu 72 Simi 18615 iVuV.V.K .v.v.v.v.vv .*.*r S/ENGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængumar. eigum dún- og fiðurheld ver Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstig 3 Sími 18740 V.V.V.V.V.VAV.V.W.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.