Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 8
 VlSIR . Fimmtiidagur 31. desember 1964. Utgetandi: Blaðaútgatan VISIB Ritstióri: Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. a mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.t. Viö áramót Jylting hefur orðið á lífsháttum og afkomu íslenzku i jóðarinnar á síðasta áratug. Sú bylting er ekki sízt því að þakka, að þjóðin hefur á undanfömum árum s íokkið alsköpuð, ef svo má að orði kveða, inn í nýja ekniöld. Orfið og ljárinn eiga nú senn heima á byggða- söfnum og fiskjarins er ieitað og hann fundinn með íbeina rafeindatækni. Ekki sízt einkennir þessi bylt- i ig það ár, sem í aldanna skaut í kvöld gengur. Fyrir ild hennar hefur það verið gjöfulla en öll önnur, sem pp hafa runnið á þessu landi. En tæknin og tækin ein em ekki nóg. Til þess að láta vísindin létta störfin og ; uka hagsæld þjóðarinnar þarf grundvallarmenntun ! ennar mjög að aukast á þessum sviðum. Þess vegna verður það eitt stærsta verkefnið á því ári sem í hönd íer að taka alla æðri menntun þjóðarinnar til gagn- erðrar endurskoðunar, ekki aðeins menntaskólanám- 5 heldur og háskólamenntunina. Hina æðri menntun arf að laga að nýjum tíma og gjörbreyttu þjóðfélagi, rájþví sem áður var. Færi vel á því á nýju ári, að kalla aman þing skólamanna og fulltrúa atvinnuveganna íí þess að marka höfuðlínumar í þessum efnum. /ísindi og tækni eru heldur ekki einhlít til þess að fla hagsæld þjóðarinnar ef þá samheldni og skynsemd kortir, sem er grundvöllur framfaranna. Hér á landi ru stéttirnar sterkari og sundarþykkja meiri en víð- st hvar annars staðar. Ekki þarf nema nokkra golu J þess að þjóðarskútan beri af réttri leið. Þess vegna n- það forsenda sæmilegs mannlífs á þessu landi, að nenn í öllum stjórnmálaflokkum viðurkenni þá stað- eynd að einungis með samvinnu stéttanna tekst að ryggja þá framfarasókn, sem allir æskja. Hvergi í iífunni eru grundvallar staðreyndir efnahagsmála að aín litlu hafðar sem hér á landi. Vel væri, ef því tæk- ist að breyta á hinu nýja ári. Um það lofa heildar samningar síðasta sumars allgóðu. Samt stendur þjóð- in í dag frammi fyrir þeim vanda, að eitt bezta aflaárið ógna verkföll sjómanna afkomu hennar. í vor þarf aítur að ganga að samningaborðinu. Þá veltur á miklu að ekki takist verr til en í sumar. Ríkisvaldið þarf að hafa forgöngu um að launþegar hljóti maklegar hags- hætur og réttláta hlutdeild í aukningu þjóðartekna, án þess að það verði með þeim afleiðingum að enn á ný hrikti í öllum máttarviðum þjóðfélagsins. Því kerfi barf að koma á hér á landi, sem bæði í Bretlandi og rakklandi tíðkast, að kaupgjald hækki átakalaust um íkveðinn hundraðshiuta á ári hverju, en verðlag standi stað. Þá fyrst verður um raunhæfar kjarabætur að æða. 'VIeð þá ósk í huga, að á því ári sem nú gengur í garð, ;iegi skilningur vaxa á því að þjóðin er ekki sundur- vkkir hópar, heldur ein heild, óskar Vísir öllum les- endum sínum, nær og fjær, GLEÐILEGS ÁRS. HAKOTS |^ins og allir vita hefur landiS verið skinnhandritalaust að kalla síðan Arneus var þá á ferðinni og plataði skinn- bótina af móður Jóns Hreggviðssonar á Rein og galt með nóbelsverðlaunasetningunni frægu: „Á hverju lúra ekki vor- ar göfugu kellingar“. Hefur sá leiði skortur verið okkur allt eins mikið mein og sú sívaxandi ofgnótt pappírshandrita, sem allt ætlar að kæfa, svo að jafnvel menningarvitar vorir koma ekki frá sér geislum nema á skakk. Nú hefur hins vegar gerzt sá óvænti atburður, að eitt merkilegt skinn- handrit er komið í leitirnar — þó að ekki væri að því leit- að, og sízt þar sem það fannst ,en það er vélritað á rang- hverfuna á gærufóðri í nælonúlpu, keyptri í verzlun hér í bæ fyrir nokkrum árum, og er fundur þessi talinn furðu- legastur hér á landi síðan Egilsstaðafundurinn. Fer hér á eftir stutt spjall við úlpueigandann, núverandi eiganda handritsins: ég segja þér. Hélt helzt að þetta væri eitthvert bríerí — já, eða einhverjar notkunarreglur, sem dilkskepnan hefði gengið með inn an á skjátunni . . . já, við hverju má ekki búast, þegar þessir meistarar eru komnir í stað hrút- anna? En þegar ég kallaði svo á konuna mína, þá sá hún srax hvað var, hún er sko sjálf alltaf að skrifa skilurðu, síðan við byrjuð- um að koma upp þessum kofa. Hún sagði strax að þetta væri stórmerkilegt. Mér skilsí á manni yðar, að þér fáist við ritstörf, húsfreyja? — Ég mundi segja það. Byrjaði á minni fyrstu bók, þegar við fengum jarðýtuna hérna í grunn inn, en lauk við þá fimmtu, þeg- ar kofinn var orðinn fokheldur og verð, samkv. lauslegri kostnaðará ætlun búin með þá tíundu er allri innréttingu er lokið. Þá eru eftir húsgögnin og he'imilistækin ætli það verði ekki einar fimm bækur — við erum að hugsa um að hafa þetta almennilegt fyrst við fór- um út í það. Það var lán, að þið skylduð ekki fara út í að byggja háhýsi — ég á við — þér sáuð strax að þarna var um merkilegt handrit að ræða? ' i HO - 4 — Já, en þó ekki hve óskaplega merkilegt það var, sérfræðingar fullyrða að það muni vera eina vélritaða skinnhandritið í veröld- inni, hvorki meira né minna. Þetta er sem sagt svonefndur Hákots annáll, sem fróðir menn höfðu að vísu grun um að einhvern tíma hefði verið skráður, en meira vissu þeir ekki . . . ekki fyrr en nú. Þetta var semsagt stutt tal við þau hjóriin, finnendur Hákots- annáls í frumhandriti, að því talið er. Fer hér á eftir dálítið sýnis- horn af þessum merkilega annál, þeim eina í veröldinni, sem fyrir finnst í vélrituðu skinnhandriti og er oss það mikil ánægja, að geta kynnt lesendum vorum efni hans. Jjér hafið átt þessa úlpu lengi, er ekki svo? — Úlpuskrattann, jú, ein fjögur ár. Og aldrei kunnað við hana, skal ég segja þér. Alltaf þessi ekki sen fiðringur og kláði í bakið, ein- mitt þar sem þetta, hvað þeir nú kalla það, var skrifað á holdros- ann. Merkilegt. Svo að þér vissuð þá af þessu, þó að þér hefðuð elcki hugmynd um það? — Hræddur um það, lagsm. Hef alltaf verið næmur fyrir öllu dul- rænu og verið fljótur að finna á mér. Og svo núna, þegar gekk í kuldann. og ég fór varla úr úlpu- fjandanum, þá fór þetta svoleiðis í taugarnar, að mér datt í hug að fara að skoða innan í fóðrið, hvur déskotinn gæt'i hafa komizt þar á milli laga — afturgenginn minkur eða rukkunarseðill frá gjaldheimt- unni , Einmitt það, já. Og hvernig varð yður svo við, þegar þér sá- uð með hvað þér genguð þarna á bakinu? — Eiginlega engan veginn, skal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.