Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmtudagur 31. desember 1964. 7 Ar oroa TjatS heíur margt merkilegt ver- ið á seyði 1 heiminum á þessu ári sem nú er að kveðja, stórfréttirnar hafa ekk'i látið á sér standa nú frekar en fyrri árin. Það gerðist meira að segja nú annað árið í röð, að einn af mestu og voldugustu mönn- um heimssíns hvarf af sviðinu með sviplegum hætti. 1 fyrra var það Kennedy sem féll fyrir morðingja kúlu. Til þess atburðar hugsaði allur heim urinn með ósegjanlegri skelfingu og trega. Nú á þessu ári var komin röðin að hinu stórveldinu Sovétríkjunum. Þar féll Nikita Krúsjeff ekki fyrir morðingja hendi heldur fyrir svikráðum sinna beztu vina og skjólstæð- inga og enginn tregað'i hann. Það er að vísu sagt, að hann lifi enn, en þá er hann líka lif- andi grafinn og falinn fyr'ir um- heiminum einhversstaðar í kast- ala eða kot'i. Kannski stafar það af svo sviplegum örlögum í æðstu valdastöðum, að umheimurinn er í dag líkast því sem í ein- hverju upplausnarástand'i. Eða er þetta bara eðlileg þróun. ☆ Tjað var sagt að jólin hefðu að þessu sinni verið þau friðsömustu á þessari öld, hvar vetna nema kannski í Vietnam og á Singapore-sundi hefði ríkt friður. En það er sama, þrátt fyrir það verður það ekki dul'ið, að allstaðar er undirliggjandi e'inhver órói. Lítum bara á Bandaríkin sem þó eru talin styrkasta stoðin í heiminum, hvem’ig þar sýður undir niðri, svertingjaróstumar víðsvegar um landið, sérstaklega í svert- ingjahverfum stórborganna, sem hafa orðið hvítum vegfarendum hættulegt lokað land. Eða suður f Argentínu þar sem múgæsinga mönnum nefur tek'izt að æsa verkalýðinn upp, svo hann krefst þess með hópgöngum og róstum að fá aftur yfir sig fasistíska einvaldsstjórn Perons. Austur í Rússland'i var óánægjan með lof orðasvik Krúsjeffs orðin svo mikil, að auðvelt var að steypa honum. Fyrir nokkrum árum var hann mjög v'insæll með rússnesku þjóðinni, en svo mis tókst honum að sjá þjóð ^sinni fyr'ir brauði og fyrir bragðið sauð allt í óánægju. Og svo síðast en ekki sízt ástandið suður í Afríku. Það veldur okkur vissulega áhyggj- um og hneykslun. Það má heita að hinn'i ytri sjálfstæðisbaráttu Afríku sé nú lokið. Öll álfan að kalla, ef Suður-Afríku og portú- gölsku nýlendunum er sleppt er nú orðin skipt niður í ótal sjálf stæð rík'i. Og þá kemur að þeim vandanum sem er meiri, hinni innri sjálfstæðisbaráttu. Nú dug ar ekki lengur að kenna ný- lenduherrunum gömlu um allt, nú er að reyna að fara að fást sjálfur við vandamálin. En á því vill að sjálfsögðu verða misbrest ur víða, að gamlir sjálfstæðis- æsingamenn séu reiðubúnir að bera sína ábyrgð sjálfir. Er vís- ast að hin mesta ógnaröld og vandræði kom'i upp í sumum þessara ríkja. Slíks eru auðvitað mörg dæmi ofan úr sjálfri hinni menntuðu Evrópu, að ábyrgðar leysi og æsingur rík'i, hvað þá meðal hinna frumstæðu og alls- Iausu þjóða svörtu álfunnar. Nýlenduherrarnir hafa ekki alltaf sáð góðu sæð'i meðal þess ara undirokuðu þjóða. Vist hafa kristniboðar og læknar unnið ó- metanleg líknar og uppeldis- störf, en Við hlið þeirra var svip an jafnan reidd. Okkur hvítu mönnunum ferst því ekki að hneykslast yfir atburðunum í StanleyviIIe. Þeir voru hryll'ileg- ir, en þeir eru uppskera útsæðis haturs'ins. ☆ ^ árinu 1964 hefur líka borið mikið á upplausn í gömlum samtökum og bandalögum. Atl- antshafsbandalagið hefur t. d. orðið illa út'i vegan sundrungar og áhugaleysis. En nú er eins og þetta geri ekk'i svo mikið til I>að er eins og Rusk utanrikis- ráðherra sagði í París, eftir að hann hafð'i gefizt upp fyrir de GauIIe: „Við erum nú orðnir svo sterkir að við höfum vel efni á því að vera ósammála". Þetta er staðreynd. Bæð'i eru Bandaríkin ein orðin svo sterk, að ekkert annað stórveldi í heim 'inum, ekki einu sinni Sovétrík- in hafa hemaðarlegt bolmagn gegn þeim, — og svo kemur og hitt, að fjandmennirnir í austr'i eru orðnir veikari en áður. Það ríkir líka upplausn í þeirra liði. Það er ekki nóg með ósam- lyndi milli Rússa og Kfnverja, heldur hitt líka, að t.d. Pólverj- ar, Tékkar og sérstaklega þó Rúmenar hafa verið mikið státn ari en áður og ekki þótzt nauð- beygðir að hlýða fyr'irmælum frá Moskvu ☆ A standið virtist heldur ekki sérlega vænlegt í samstarfi Evrópuþjóða, sem svo mjög fög- ur orð höfðu þó fall'ið um að miðaði að sameiningu álfunnar. Á miðju ári var kom’ið svo, að ríksstjómir Þýzkalands og Frakklands töluðust ekki við. Það var talað um að Efnahags- bandalagið væri að leysast upp og síðla á árinu hótuðu Frakk- ar að segja sig úr þvf. F.n allt lagaðist þetta þó og leystist beí ur en á horfðist. Þann 15. desem ber náð'ist mjög mikilvægt sam- komulag um kornverzlunina í Efnahagsbandalaginu, sem talið er að muni nú hafa þá þýðingu, að héðan f frá verði ekk'i hægt að rjúfa eininguna, hvað sem á gengur. Eftir það ætla menn jafnvel, að það verði ekki einu sinni grundvöllur fyrir veruleg- um pólitískum ágre'iningi milli þessara tveggja landa, hvort sem hægri sinnaðar eða vinstri sinnaðar ríklsstjórnir sitja þar haldið sé þannig uppi skipu- lögðu hungri, þegar maturinn er til í he'iminum. ☆ Stærsta frétt ársins var hrapallegt fall litla, digra, sköllótta manns- ins í Kreml. við völd, verða þær héðan I frá að miða við það að efna- hagskerfi landanna er sameigin legt og óaðskiljanlegt. Þannig segja menn að það muni jafn- vel ekki hafa ne'ina verulega breytingu f för með sér, þó Jafn aðarmenn vinni kosningarnar í Þýzkalandi á næsta ári. Allt muni samt halda áfram sinn gang. urs lands. Árið sem nú er að líða er "bezta ár f efnalegu- og framleiðslutilliti í allr'i sögu Bandaríkjanna. Og þó er talið víst að næsta ár verði ennþá betra. Þá verða Vissulega öll met slegin. Þó er ekki um neina offramleiðslu að ræða eins og stundum áður, því að f hinu kap'italíska kerfi Banda- ríkjanna er framförum og fram jgg held sem sagt"að árið 1964 verði fyrst og fremst í end urminningu okkar ár óróleik- ans. Þessi óró'i kemur í raun- inni ekki lengur fram sem nein sterk byltingarstefna, kommún- isminn er búinn sem stefna. Óróaseggirnir stofna til rósta án þess að vita hvað þeir vilja, annað en að sýna mótþróa s'inn á einhvern hátt í verki gegn yfirvöldum og gegn því sem hefur verið ríkjandi. Þessi und- irstraumur virðist liggja undir kosningaúrslitum og stjómar- skiptum f Bretlandi, tapi Jafn- aðarmannaflokkanna í Dan- mörku og Svíþjóð, fylgistap'i- Kristilega flokksins í Þýzka- landi, sem margir telja að mun'i leiða til valdatöku Jafnaðár- manna þar í land|, þetta sama kemur einriig fram í furðulegri fylgisaukningu kommúnista á Italíu og það er vaxandi urgur he'imafyrir í Frakldandi vegna rótgróinna valda de Gaulles. Þetta kemur jafnvel fram í um- róti innan kaþólsku kirkjunnar. Á kirkjuþing'i hennar reyndust siðbótamenn f miklum meiri- hluta og þe'im tókst m. a. að fá í gegn þá mikilvægu breyt- ingu, að messur í kaþólskri trú skyldu ekki lerigur haldnar á latínu, heldur á heimamáll hverr ar þjóðar. Síðan ætluðu þessi siðbótaöfl að fara að byita öllu til í kaþólsku kirkjunni og brá ☆ leiðslu jafnóðum velt út til al- mennings. jyjikinn hluta ársins geisaði auk svertingjaróstanna mikill æsingur f Bandaríkjunum yfir framboði öfgamannsins Goldwaters í forsetakosningun- um þar. Öfgafuglar af hans teg und eru þekktir í evrópskum stjórnmálum, en komast sjáldan langt áfram, nema áður fyrr á tímum neyðar og vandræða. Menn vissu ekki fyrirfram, hvað langt Goldwater kæmist. Hann var svo óvenjulegt fyr’irbæri í bándarískum stjórnmálum að ekki var gott að segja hverju hann fengi áorkað með töfra- valdi nýtízku áróðurstækja eins og sjónvarps. En Goldwater reyndist hlutverkinu ekki vax- inn. stefnumál hans reyndust æsingakennd og ruglingsleg. Honum reyndist auðveldara að æsa menn á mót'i sér en að ávinna sér traust. Hinn ábyrgi stjórnarflokkur demokratarnir voru sameinaðir, þegar sleppt er æs'ingamönnunum í Suðurrfkjun um og forustumaður og fram- bjóðandi flokksins var fullkom lega fær um að mæta öfgaseggn um með viðeigandí svörum og rökum. Þannig hvarf Goldwater- hættan. Og nú er útl'itið vissulega bjart í Bandarikjunum. Ekki af því að Johnson forseti sé neinn afburða rnaður, sem leiði per- sónulega gullöld yfir land’ið. En þjóðin er nú farin að njóta á- vaxtanna af þeim mestu tækni- legu framförum, sem þekkjast í iðnað'i og atvinnuvegum nokk- ☆ práfanum sem þó var áður fylgj and'i umbótum, þá svo f brún, að hann beitti neitunarvaldi sínu og stöðvaði þetta allt. Tjó er það á e'inu sviði, sem offramleiðslan er stöðugt vandamál í Bandaríkjunum og það er f landbúnað'inum. Það er hlálegt og furðulegt að land- búnaður Sovétríkjanna skuli vera á svo hörmulegu stigi að nálgast hungursneyð, en vestan hafs eru menn f vandræðum með uppskeruna, hvað hún er mikil og fyll’ir öll forðabúr, þrátt fyrir æ me'iri takmarkanir á leyfilegri stærð ræktaðs lands. Þessum takmörkunum svara bændur bara jafnóðum með auknum vfsindalegum aðferðum og notkun áburðar. Verst er þó, að á sama tíma ríkir raunveru- leg hungursneyð um mikinn hluta heims'ins. Meirihluti mann kynsins fær ekki nægilega nær- ingu. Þær radd'ir verða því æ háværari, að nú verði að grfpa f' taumana og nota þessar gífur- legu matarbirgðir til að uppræta hungrið í fátækum Iöndum. Bandaríkjamenn hafa að vísu gefið .„at um allan heim, en þó í takmörkuðum mæli, þar sem menn óttast að ótakmarkaðgr korngjafir þeirra geji - váld'ið miklum erfiðleikum í landbún- aði hinna eihstöku ríkja. Hann geti ekki staðizt samkeppni við erlendar matargjafir. Að vfsu er þetta v'iðkvæmt vandamál, en svona má það ekki lengur til ganga. Það er óþolandi að ☆ jgg veit ekk'i vel hvem ég myndi kjósa mann ársins á þessu óróa- og mótspyrnuári. Er það kannski Johnson for- seti, eða de Gaulle, eða áróð- ursmaður'inn Páll páfi, eða litlu austrænu pokaprestarnir Kosy- gin og Bresnév, sem geta ekki einu sinni loftað skónum hans Krúsjeffs fil að berja honum f borðið, eða er það karlinn Mao, sem Gylfi fór að heim- sækja ætli hann hafi ekk'i nóg að gera með sínar 600 milljónir tómra diska, eða er það Wilson sem stjórnar Bretaveldi, sem þó er ekki orðið neitt veldi, með 4 atkvæða mun, eða er það hann U Thant, sem virðist nú þurfa að eyða öllum tíma sfnum í að framlengja milljarðavfxlana fyrir skuldum Sameinuðu þjóðanna. Nei, ég held, að enginn þess- ara sé maður ársins. Ætli það sé ekkj bezt áð velja 'heldur og krýnaJ,til--þeifrar tignar einhvern bftilinn og þá líklega helzt hans hátign Ringo Starr, sem var að missa hálskirtlana. Er hann og félagar hans ekk'i einmitt táknið fyrir þetta rðtlausa, ábyrgðar- lausa ár. Já það hefur verið „a hard days night“. Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.