Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 31. desember 1964. Þórólfur — Framhald af bls. 16. Leikurinn, sem Þórólfur tal aði um í upphafi, er raunar hans stærsti leikur til þessa, leikur sem er orðin „tradisjón" «1 svo má segja í Skotlandi. ÍÆíSnr Glasgow Rangers og d»s«ow Celtic í 1. deildar keppnlnni er þannig á hverju ári um áramótin og mótast mjög af því. Þannig þykja áhorfend- urnir, sem alltaf snarfylla á- horfendastæðin og sæti vallar- ins, oft nokkuð áberandi ölvað lr og vígglaðir. Hefur'það verið venjan að eftir leiki. sem þessa hefur áhorfendum lostið saman o«! Iögreglan átt fullt í fangi r- að ráða niðurlögum slags r-' ' ina. Ahángendur þeirra, r • lotið hafa í lægra haldi 1' gjarnan kastað ýmsu laus legu inn á Ieikvanginn, bjórdós um, viskíflöskum og öðru Iaus legu. Þannig getur andrúmsloft ið orðið í heimi atvinnumann- anna í knattspyrnu. — Hvemig Iikar þér vistin hjá Rangers? — O, minnstu ekki á það, mað ur. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þvf hvað ég ér ánægður með félagið. Það er andinn, sem er yfir félaginu, sem er svo góður. Strákarnir héma vom aliir orðnir félagar mínir á fyrstu æfingu. — Hvemig líður dagurinn hjá atvinnumanni hjá Rangers? — Við æfum frá 10-12 á morgnana alla virka daga. Eftir æfingu förum við saman nokkr ir og fáum okkur að borða á matstað þar skammt frá. Það emm við ógiftu mennirnir f lið- inu, sem höldum hópinn, ég, Proven bakvörður, Johnson út herjinn mín megin og McKinn on miðvörður. Eftir matinn hef ég nægan tfma til að hyggja að ýmsu, lesa blöðin, bæði skozku blöðin og þau íslenzku. Þú mátt skila því til ykkar manna að það sé alltof mikið af auglýs- ingum í blaðinu. IÍTVARP — Framh. af bls. 11 Föstudagur 1. janúar Nýársdagur 10.45 Klukknahringing — Blás- araseptett leikur nýárs- sálma. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Sigur björn Einarsson predikar. Séra Óskar J. Þorláksson þjónar fyrir altari. Organ leikari dr. Páll ísólfsson 12.15 Hádegisútvarp 13.00 Ávarp forseta íslands (út varpað frá Bessastöðum) — Þjóðsöngurinn. 14.00 Messa í kirkju Óháða safn aðarins. Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Kjartan Sigurjónsson 15.15 Kaffitíminn 16.00 Vfr. — Nýárstónleikar: Ní- unda hljómkviða Beethov ens. 17.30 Barnatími: Helga og Hulda Valtýsdætur 18.45 „Rfs íslands fáni“: Ættjarð arlög sungin og leikin. 19.30 Fréttir 20.00 Einsöngur og tvísöngur í út varpssal. 20.20 „Alefling andans“: Ræða Tómasar Guðmundssonar við lok listahátíðar 19. júní sl. 20.40 Frá liðnu ári: Samfelld dag skrá úr fréttum og fréttaauk um. Tryggvi Gíslason tekur til atriðin og tengir þau. 21.30 Klukkur landsins: Nýárs- hringing. 22.00 Veðurfregnir 22.05 Dans.l<jo 24.00 Dagskrárlok. — Hvernig liðu jólin þín, Þórólfur? — Það varð mér til mikilla vonbrigða, að leikurinn skyldi ekki geta farið fram eins og til stóð á annan jóladag gegn Kilmarnock. Ég hlakkaði mikið til þeirrar viðureignar. Nú lítur út fyrir að ekki geti orðið af leiknum fyrr en í Iok keppnis- tímabilsins. — Búizt þið við að geta náð toppnum eftir svo lélega byrj- un? — Já, við gerum okkur vonir um það. Við erum 7 stigum á eftir efsta liðinu, en höfum leik ið einum leik færra. Næstu leik ir okkar og þar á meðal leikur inn við Celtic hafa mikið að segja hvað þetta varðar. Celtic er núna einu stigi á undan okkur en vinnum við þann leik höf um við unnið okkur upp um eitt sæti ennþá. — Hefurðu hitt félaga þína úr St. Mirren? — Já, ég hef hitt þá og gera þeir óspart grín að mér og segja að eftir að ég hætti hafi St. Mirren ekki tapað nema ein um af fjórum leikjum. En ég bendi á á móti að ég hafi ekki tapað einum einasta leik ennþá, sagði Þórólfur. ★ Sóknarpresturinn á Tjörn í Vatnsnesi í A.-Húnavatnssýslu er mikill aðdáandi Celtic-liðsins og raunar er hann einnig mikill vinur þeirra í Rangers, þekkir framkvæmdastjóra beggja félag anna, sem voru með honum á skóla í Skotlandi. Þessi prestur er sr. Robert Jack, kunnur maður hér á landi. Við röbbuð- um við hann í gær og sagði hann að búast rnætti við mjög snörpum leik á nýársdag að venju. Hann sagði, að þessi.Ieika ur væri þýðingarmikill fyrir báða aðila, þar eð þeir bejðust báðir um eitt af efstu sætunum og jafnvel sigur í keppninni. Sr. Jack sá leik Celtic og Rangers í fyrra á Parkhead, velli Celtic- manna. Það var mjög harður leikur. Celtic-menn gengu við hlið Rangers-manna inn á völl inn en á áhorfendastæðunum var fjölmennt. Svo fór eftir harða baráttu að Rangers, gest irnir, unnu með 1:0 og urðu Celtic-menn afar fúlir, þ.e. á- horfendurnir, leikmenn stilla sig yfirleitt betur. Einn mann vissi Robert um, sem lét þetta bitna mjög á konu sinni og hrakyrti hana á alla Iund. Annað sem mótar baráttu Celtic og Rangers er það, að Celtic-menn eru ka- þólskrpr trúar, en Rangers- m'enn eru runnir undan rifjum hreyfingar, sem myndaðist um Vilhjáim frá Óraníu og var gegn páfavaldinu. Enn logar í þess um glæðum og stundum hefur soðið upp úr. Þórólfur bað Vísi að lokum fyrir beztu nýárskveðjur til allra vina sinna og kunningja á íslandi. — jbp. ¥extir lækka — Framh ar t>ls 1 og verða nú 5%% á ári. Vextir af 2. veðréttar lánum út á sömu afurðir munu lækka um 2% úr 10% í 8%, ef síik lán eru 1 hlaupareikningsformi. Breyting heimiluð I þriðja lagi eru gerðar nokkr- ar breytingar í þvi skyni að auka nokkuð sveigjanleik vaxta- kerfisins og auka tækifæri bank anna til aðhalds, ef um vanskil er að ræða. í þessu skyni verði bönkunum gefið svigrúm til að brsyta víxilvöxtum um allt að y2%, ef tryggjngar og lengd lánstíma gefur tilefni til. Jafn- framt verði þeim heimilað að taka allt að 1% vexti á mánuði af afborgunarlánum og hlaupa- reikningslánum, sem komast 1 vanskil. Lagaheimild skortir hins vegar til að taka slíka van- skilavexti af víxlum, en Seðla- bankinn hefur leitað eftir því við ríkisstjórnina, að slíkrar lagaheimildar verði aflað svo fljótt sem verða má, og verður breyting á þeim vöxtum að bíða þess tíma. Bankastjórn Seðlabankans hef ur talið þær vaxtabreytingar, sem nú hafa verið raktar, tfma- bærar með tilliti til hins aukna jafnvægis sem náðst hefur í þjóðarbúskapnum á því ári, sem nú er að lfða. Þótt endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir, er ljóst, að raunverulegur greiðslu- jöfnuður þjóðarbúsins við út- lönd hefur orðið mun hagstæð- ari á þessu ári en árið 1963, enda mun gjaldeyrisstaðan vænt ■ anlega batna um a. m. k. 200 millj. kr. á árinu. Jafnframt hef- ur betra jafnvægi náðst í verð- lags- og kaupgjaldsmálum síð- ustu sex mánuði en um langt skeið undanfarið, og er það að verulegu leyti að þakka því sam komulagi f launamálum, sem gert var í júní s.l. Þrátt fyrr það, sem áunnizt hefur að undanförnu,' er banka- stjórn Seðlabanka.ns þeirrar skoðunar, að enn sé veruleg hætta á nýrrj verðþenslu. Það er því full þörf, að haldið verði áfram þeirri stefnu aðhalds í peningamálum, sem fylgt hefur verið að undanförnu, að reynt verði eftir föngum að draga úr útgjöldum ríkis- og sveitarfé- laga. Seðlabankinn mun því leggja áherzlu á, að útlána- stefna bankanna breytist ekki og þeir bankar, sem verr hafa ' 's'táöKCbæfí "'stoðu sína gagn- , vgrt-j S.e|lpbankanum. Hækkun vanskilavaxta og fleiri breyting- ar, sem nú hafa verið gerðar 'á vaxtakerfinu, eru til þess ætl- aðar, að bankarnir geti haft meira vald á útlánum sfnum en oft hefur orðið reyndin á að undanförnu. Eitt erfiðasta vandamálið, sem nú er við að glíma f efnahagS- málum, eru áhrifin af hinum vaxandi framleiðslukostnaði út- flutningsatvinnuveganna. Það hefur því verið lögð á það megin áherzla, að sú vaxtabreyting, sem nú hefur verið ákveðin, komi þessum atvinnuvegum sér- staklega til góða. Verðtrygging í tilefni þessarar vaxtabreyt- ingar er rétt að leggja áherzlu á það, hve náið samband hlýtur ætíð að vera á milli þróunar verðlagsins annars vegar og þess, hvaða vextir séu eðlilegir og réttlátir. Háir vextir eru á verðhækkunartímum nauðsyn- legir til þess að tryggja eigend- um sparifjár hæfilegan afrakst- ur af eign sinni, svo að eðlileg fjármagnsmyndun geti átt sér stað f þjóðfélaginu. Það byggist því fyrst og fremst á því, hvort takast muni að halda verðlagi sæmilega stöðugu á næstunni, hvort hægt verður að halda þeim vöxtum, sem nú hafa verið ákveðnir eða lækka þá enn frek- ar. Hinn hagstæði árangur, sem meira jafnvægi f launa- og verð- lagsmálum hefur þegar haft í för með sér, ætti að hvetja alla aðila til þess að sameinast um áfram hald þeirrar stefnu. Um leið og þessar breytingar eru gerðar á vöxtum banka og sparisjóða, hefur bankastjórn Seðlabankans talið æskilegt, að gerðar yrðu frekari ráðstafanir til þess að verðtrygging í pen- ingasamningum verði tekin upp í framtíðinni í ríkari mæli en hingað til. Með verðtryggingu má iækka vexti á lánum til langs tíma verulega, eins og þeg ar hefur verið gert á húsnæðis- lánum, en jafnframt er verð- trygging mikilvægur grundvöll- ur aukins sparnaðar til langs tíma, eins og sála verðtryggðra spariskírteina nú að undanförnu sýnir. Bankastjórnin hefur því beint þeirri beiðni til ríkisstjórn- arinnar, að undirbúin verði al- menn löggjöf, er skapi grundvöll notkunar verðtryggingarákvæða í peningasamningum, eftir því sem heilbrigt væri talið á hverj- um tíma og undir traustu eftir- liti“. « Verkfall — Framhald af bls. 1 háttar tilhliðrun með orlof. Blaðið hefur frétt, að hljómlistar menn krefjist um 100% kauphækk unar auk nokkurra annarra kjara- bóta. Kröfur þjóna munu eki bein ast fyrst og fremst að kauphækk- un heldur að ýmsum framkvæmda atriðum í sambandi við starfið. Vilja þeir láta hækka þjónustu- gjald úr 15% í minnst 20% og einnig viija þeir fá frjálsari hendur í sambandi við reikningshald. Þá munu þeir vilja takmörkun á fjölda nýrra þjónanema. Sfrandskip Framhald af bls. 16. höfnina og að hafa dráttartaugar úr landi. Meðan Björgun var að koma tækj um sínum norður til Raufarhafnar var unnið af kappi að því að þétta Susanna. Voru hreinsuð út fjögur stór björg, sem höfðu gert göt á botninn og var eitt þeirra 7—8 tonn. Þá tókst að þétta skipið með miklu sementi, sem hafnsögubát- urinn flutti út í 1skipið.».Voru*Lest- arnar síðan þurrkaðar og var þá allt sk'ipið þfiSHt utáfi-~rtáfikarnir. Smurning skipsvélarinnar var síð- an færð í lag svo að hægt væri að láta vélina vinna með dráttartækj unum, en hún er þúsund hestafla. Að þessu unnu kafarar, einkum Jóhann Gautur frá Akureyri, en hann varð fyrir vír og fótbrotnaði meðan á þessu stóð, og var hann fluttur til Akureyrar. Kristinn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar, stjórnar aðgerðum. Var togað í skipið tvö kvöld í röð og gekk það samtals um sex metra, en taugarnar slitnuðu síðara kvöld ið. Þriðja kvöldið brast svo óveðrið á eins og fyrr segir. Björgun var þá tilbúin með mjög öflug drátt- artæki og skipið hafði þá lítið sem ekkert gefið sig eftir vistina á Kotflúðinni, en nú er allt aftur í óvissu um björgun. Bílalesfir — Framh. at bls 16 frá Vegagerðinni send bilunum til aðstoðar. Vegagerð ríkisins tjáði Vísi í gær, að allir vegir frá Reykjavík væru nú ófærir. Fréttamaður og ljósmyndari frá Vísi fóru til móts við bíla- lestina þar sem hún var; teppt við Hólmsá. Klukkan var um 1.30 þegar v’ið lögðum upp frá Reykjavik á rússneskri jeppa- bifreið frá Bílaleigunni Bíllinn, en und’ir stýri var starfsmaður fyrirtækisins, Steingr. Erlends- son. Strax og komið var upp fyrir Elliðaárbrekkuna, skóf m’ik ið yfir veginn og oft á tíðum var mjög erfitt að gre’ina hann. Lögbergsstrætisvagninn og flest allir minni bílar fóru ekk’i lengra en að Selási, en strax við Rauða vatn voru farnir að myndast smá skaflar á veg’inum. Við Baldurshaga ókum við fram á jeppabifreið, sem sat föst í snjó skafli og verið var að reyna að ná upp. Færðin fór smátt og smátt að þyngjast, og móts Við Fögrubrekku var erfiður - SHJ&-, skafl, sem tveir bílar stóða fatst i ir í. Nokkru seinna læggSí. í brekkunum við Jaðarssega- mót’in var vegurinn alveg öfeer, enda voru skaflamir þaryfMeBí eins til tveggja metra djöpfcr. Komst jepp’inn þvf ekki lengra og tókum við því þann kostinn að ganga á eftir jarðýtH frá Vegagerðinni, sem var á leið frá Reykjavík t’il móts við bil- ana, þar sem þeir höfðu teppzt á veginum milli Geitháls og Hólmsárbrúar. Vegurinn var á köflum alveg auður, eða þar sem snjó’inn skóf.yfir. Sðluskál inn við Geitháis var likastur snjóhúsi, við framhlið skálans var mannhæðarhár snjóskafl, en mokað hafðl verið frá dyrunum fyrir þá fáu gesti, sem komu þangað. Jarðýtan var nú komin að bílalestinni og tekin til við að ryðja burt stórum snjóskafli, sem var aðal farartálmi hinna kraftm’iklu flutninga- og áætlun arbíla. Eftir að ýtan hafði stungið sér í gegnum skaflinn, brauzt fyrstur í gegn stór og kraftmikill tankbíll frá Mjólkur- bú’i Flóamanna, sem Óskar Böðvarsson ók. Á eftir honum fór flutningabíll frá sama fyrir- tæki og síðan yfirbyggður vöru bíll með mjólk, einn’ig frá Mjólk urbúi Flóamanna. Síðan kom hver bíllinn á fætur öðrum og ekki leið löng stund þar til 11 bílar höfðu kom’izt yfir þessa torfæru. Nokkrum klukkustund- um áður hafði bílalest brotizt þarna yfir skaflinn, en eftir það fennti aftur illa í hjólförin og vegurinn lokaðist. Við tókum okkur far með Bjarna Nikulássyni, sem ók Bed ford vörubíl og var á le’ið með mjólk til Reykjavíkur. Bjarni hefur ekið f 34 ár og kallsr ekki allt „ömmu sína“. — Nei, maður tekur þetta nú ekki nærri sér. þó maður þurfi að bíða svolitla stund, eða spóla í skafli, segir hann rólegur, og bætir síðan við: i— Maður má bara ekki gleyma að taka ein- hvern matarbita með sér. — Hvernig var færð’in? — Færðin sjálf er ekki svo slæm, Það eru t. d. ekki miklir skaflar á veginum nema neðst í Þrengslunum og svo hér fyrir neðan Hólmsárbrúna. Híns veg- ar fengum við alveg blindhríð, svo ekki sást mikið af veginum. Háir snjóskaflar voru á nokkr um stöðum á veg’inum frá Geit- hálsi og niður að Jaðarsvega- mótunum, svo bílalestin ók út af þjóðveginum og fór snjólétta vetrarbraut niður að Fögru- brekku og þar aftur upp á þjóð veginn. Eftir það var vegurinn greiðfær fyrir þessa stóru bíla. Áður en við stigum út úr bílnum hjá Bjarna, spurðum við hann, hvort hann myndi nú ekki hvíla s’ig í höfuðborginni í nótt. — Ne’i ég fer austur þegar búið er að losa bílinn og það býst ég við að flestir geri, sem eru í þessari bílalest, minnssa kosti við sem erum frá Mjólk- urbúinu. Það kemur í vana að aka þetta og í gær fór ég tvær ferðir. — Nú segir Vegagerðin að vegurinn sé ófær. — Já, það má vera, en ég býst við að komast heim á þessu ári, svaraði hann jafnró- Iega og ók áfram. Sáttafundur í gærkvöldi klukkan hálf níu hófst ann... sáttafundurinn í vinnudeilu sjómanna c • útvegs- manna og var búizt við, að hann mundi standa fram eftir. Verk- fall hefur verið boðað frá og með 1. ianúar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.