Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 31.12.1964, Blaðsíða 6
 ■ DANSAÐ DÁTT Á JÓLABALU í LÍDÓ fengu sér hressmgu mn á milli dansanna. Tvö lítil pör komu fram og sýndu dans. Gengið kringum jólatréð. Kapparnir tveir hafa keypt sér ís 1 sameinmgu, en hvermg á að skipta — vandinn er leystur, annar borðar með skeið en hinn sýgur með rörum. desember 1964. Jólaböllin standa nú sem hæst, á hverjum degi safnast saman ungir herrar og litlar dömur til þess að dansa í kring um jólatréð. Fyrir stuttu var eitt jólaballið í Lídó, þar voru nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars komnir til þess að skemmta sér. Þegar Myndsjáin kom á vett vang var glaumur og gleði og krakkarnir, sem voru á aldrinum tíu ellefu og tólf ára virtust skemmta sér hið bezta. Sungin voru göngulög og ekki má gleyma jólasálmunum. Svo var staðnæmst um stund og hlýddu aliir á er sagt var frá tilgangi jólanna og boðskap þeim, sem þau flytja. Mikinn fögnuð vakti það þeg ar jólasveinninn Leppalúði, Grýla kona hans og Langbrók dóttir þeirra komu fram og skemmtu. Þau dönsuðu þarna ýmsa dansa, en ekk! er vist að allir hafi áttað sig á cha cha cha dansinum þeirra, enda ekki von að nýjustu samkvæmisdansamir séu mikið iðkaðir i heimkynn- um þeirra. Svo var dansað og aftur dans að, unz skemmtuninni lauk, en inn á milli þurfti að kæla sig og fá smávegis hressingu, en vist er um það, að það hafa verið glöð og ánægð börn, sem fóru heim að afloknu vel heppn uðu jólaballi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.