Morgunblaðið - 24.01.2005, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.01.2005, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 3 STEFÁN Þórðarson hefur samið við sænska knatt- spyrnuliðið Norrköping og mun Skagamaðurinn leika með liðinu næstu þrjú árin. Stefán sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér lit- ist vel á nýja félagið og þar á bæ væri stefnan sett á að kom- ast efstu deild á ný. „Ég er spenntur að fá tækifæri hjá þessu liði og eftir að hafa skoðað aðstæður hjá félaginu þá líst mér enn betur á klúbb- inn. Ég á eftir að ganga frá ýmsum málum hér heima áður en við flytjum út en það mun gerast í samkomulagi við Norrköping,“ sagði Stefán. Hann var samningslaus um s.l. áramót en hann lék með ÍA s.l. tvö ár eftir að hafa leikið sem atvinnumaður hjá Stoke City á Englandi en Stefán hefur einn- ig leikið með Uerdingen í Þýskalandi, Kongsvinger og Brann í Noregi. Hann hóf feril sinn sem atvinnumaður í Sví- þjóð með Öster. Það gæti farið svo að Norr- köping léki í efstu deild strax á næsta ári en sænska knatt- spyrnusambandið úrskurðaði á dögunum að Örebro fengi ekki keppnisleyfi í efstu deild vegna fjárhagsörðugleika. Fékk Assyriska sæti Örebro, en forsvarsmenn Örebro hafa kært úrskurð knattspyrnu- sambandsins. Málið verður til lykta leitt á allra næstu vikum og ein lausnin sem viðruð hef- ur verið er að fjölga liðum í efstu deild og yrði Norrköping þá eitt þeirra sem færu upp. Stefán Þór Þórðarson samdi við Norrköping Stefán Þórðarson SILJA Úlfarsdóttir hlaupakona úr FH tryggði sér um helgina þátttökurétt á Evrópumeist- aramótinu innanhúss sem haldið verður í Madrid á Spáni 4.-6. mars. Silja var í eldlínunni um helgina þegar hún keppti á móti í Clemson í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Silja varð í fimmta sæti í 60 metra grindahlaupi þar sem hún hljóp á 8,67 sek. sem er næstbesti tími hennar í greininni. Í 400 metra metra hlaupinu náði Silja lág- markinu fyrir EM. Silja náði sínum besta ár- angri og hljóp vegalengdina á 54,17 sek. en lág- markið fyrir Evrópumótið er 54,29 sek. Silja varð fjórða í hlaupinu. Skömmu eftir 400 metra hlaupið keppti hún í 200 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 24,89 sek. og varð níunda. Silja var svo í boðhlaupssveit Clemson há- skólans sem varð í þriðja sæti á 54,22 sek- úndum. Silja náði lág- marki fyrir EM ÞEIR voru margir sem ekki leist á blikuna þegar Túnis hafði betur í kapp- hlaupi við Þjóðverja um að halda heimsmeist- aramótið í handknattleik árið 2005. Undirritaður var þar á meðal, en skilj- anlega breytti það engu um niðurstöðuna. Nú er keppnin hafin og sé tekið mið af fyrstu reynslu þá verður ekki annað séð en að Túnisbúar ætli að standa með heiðri og sóma að keppninni þótt eflaust verði ekki um það deilt að Þjóðverjar hefðu haldið hana með glæsi- brag einnig, enda hefur Mekka handknattleiksins verið þar um nokkurt skeið. Þegar litið er á þann metnað sem Tún- isbúar hafa lagt í keppn- ina þá verður undirritaður að við- urkenna að fáfræði og e.t.v. fordómar hafi orðið til þess að honum þótti einkennileg sú ráð- stöfun handknattleiksmanna að fara með keppnina til Túnis. Verði framkvæmd keppninnar með þeim hætti sem handknattleiksmenn og fjölmiðlamenn hafa orðið vitni að á fyrstu dögunum er ljóst að ekki var ástæða til að vantreysta Tún- isbúum. Allt skipulag til þessa hef- ur staðist í stórum dráttum. Mótt- tökur hafa verið einkar hlýjar og svo virðist vera sem þau fjölmörgu atriði sem að þátttakendum keppninnar snúa, hvert svo sem hlutverk þeirra er, séu heima- menn með á hreinu, þeir standa í stykkinu á öllum sviðum, þótt á stundum séu hlutirnir ekki gerðir í einum logandi kvelli. Keppnishallir voru allar klárar í stórum dráttum nokkru fyrir mót- ið, þótt hafi ýmislegt verið klárað á síðustu klukkustundunum, svo sem að koma sjónvarps- og út- varpsmönnum í samband heim, stilla upp auglýsingum og þess háttar. Þetta er ólíkt því sem m.a. var í Portúgal fyrir tveimur árum þar sem enn var jafnvel verið að mála veggi og draga rafmagn í hús rétt áður en flautað var til leiks. Nei, Túnismenn virðast gera hvað þeir geta til að vera með allt sitt á þurru þótt auðvitað geti þeir sem neikvæðastir eru alltaf fundið eitthvað til að gera athugasemdir við og gera grín að. Minnumst þess einnig að mörg smiðshöggin voru rekin á síðustu klukkustund- unum á Íslandi þegar HM fór fram fyrir tíu árum. Þeir sem hafa komið hingað til Túnis til að verða vitni að „katastrófu“ og segja handknattleiksáhugamönnum hví- lík firra það hafi verið að úthluta Túnis HM í handknattleik verða eflaust fyrir vonbrigðum. Það er fyrsta skynjun undirritaðs að hér bendi ekkert til annars en að allt verði með þokkalegum sóma þótt finna megi hér erlenda blaðamenn sem telji að þegar dæmið verði gert upp í mótslok þá verði hægt að telja að mótið hafi verið „ka- tastrófa“. Miða þeir þá við reynslu sína af fyrri mótum í Túnis, s.s. af Miðjarðarhafsleikunum fyrir fjór- um árum þar sem margt fór úr böndum og versnaði bara þegar á leið mótið. Það var greinilegt strax við komuna á Kartagóflugvöll á föstu- dagskvöldið að Túnisbúar eru staðráðnir í sýna að landið sé ekki neitt kotríki sem ekki er hægt að trúa fyrir alþjóðlegum íþrótta- viðburði. Allt var njörvað niður í skipulag sem virtist ganga eftir í hvívetna, enginn asi var á mönn- um, heldur var skipulega unnið við að taka á móti gestum með bros á vor, brosi sem alls ekki var neitt falsbros, heldur stóð það fyrir traust. Allt var gert til þess að allir þeir sem að keppninni koma frá út- löndum fengju strax á til- finninguna að þeir væri að koma í alvöruna, Túnis væri til að taka á móti þátttakendum og gestum heimsmeistaramótsins. Svör við margvíslegum spurningum gesta voru á reiðum höndum og mönn- um ekki vísað frá Her- ódesi til Pílatusar eins og á stundum vill brenna við á mótum sem þessum. Af reynslu fyrstu dag- anna hér í Túnisborg þá er fyllsta ástæða til þess að halda að keppnin verði skemmtileg, spennandi, en ekki síður þokkalega skipulögð þannig að ekkert á að vera því til fyrirstöðu að heima- menn geti gengið hnarreistir frá borði í mótslok hvernig svo sem þeim gengur í leiknum í leiknum sjálfum. Túnis hefur sóst eftir að halda HM 2010 í knattspyrnu og hanga áminningar um það víða á veggj- um hér í landi. Takist þeim að hreppa það hnoss er óhætt að segja að HM í handknattleik sé góð generalprufa fyrir þá, góð auglýsing sem ætti ekki að letja neinn þann sem hefur atkvæð- isrétt á þingi FIFA til að líta framhjá þeim kosti að láta draum Túnis um að verða fyrst Afr- íkuríkja til að halda HM í knatt- spyrnu verða að veruleika. Ef Túnismenn treysta sér sjálfir í verkið þá eru þeir örugglega bet- ur undir það búnir að takast á við risaverkefni en flest önnur ríki Afríku. Ívar Benediktsson í Túnisborg. Túnisbúar voru klárir í slaginn iben@mbl.is TÚNISBRÉF irstrika hversu ánægður ég er með hversu líkamlega menn eru vel á sig komnir, þannig tókst okkur að keyra yfir Tékkana á lokakaflan- um án þess að þeir fengju rönd við reist. En það er hæpið að við get- um endurtekið leikinn, að minnsta kosti getum við ekki stólað á það og því verðum við að fara í næsta leik af krafti og áræði frá fyrstu mínútu, leikurinn í dag á að vera okkur lærdómur fyrir alla þá leiki sem við eigum eftir að spila hér á mótinu. Við fengum blóð á tenn- urnar í þessum leik.“ Næst leikur íslenska landsliðið við Slóvena á þriðjudaginn og strax árdegis í dag hefst undirbún- ingur fyrir þann leik. „Það verður svipaður leikur þar sem spilað verður upp á allt og ekkert. Sá sem tapar honum verður í erfiðri stöðu og gæti þurft að sætta sig við að fara heim að riðlakeppninni lokinni. Þetta segi ég vegna þess að Rússar eru ennþá óskrifað blað. Við verðum að gera okkur grein fyrir mikilvægi sigurs þegar geng- ið verður inn á völlinn til þess að leika við Slóvena. Þá þýðir ekkert elsku mamma,“ sagði Viggó Sig- urðsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.