Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 4
HM Í HANDKNATTLEIK
4 B MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞETTA var alveg magnað, eitt
það magnaðasta sem ég hef lent
í lengi. Að mínu mati var það
Birkir Ívar sem vann þetta stig
fyrir okkur. Hann átti frábæra
innkomu, varði vel og við feng-
um hraðaupphlaup í kjölfarið.
Það gerði gæfumuninn,“ sagði
Dagur Sigurðsson, fyrirliði ís-
lenska liðsins, nokkuð kátur en
aðallega létt í leikslok.
„Vörnin hjá okkur í fyrri hálf-
leik og framan af þeim síðari
var alveg hræðileg. Það var
sama hvaða vörn við reyndum,
og við reyndum mest allt, það
gekk ekkert. Þetta var alveg
hræðilegt. Við fengum tuttugu
mörk á okkur í fyrri hálfleik og
svo tíu fyrsta korterið í þeim
síðari og þetta var skelfilegt.“
Er þetta það sem koma skal?
„Nei, ég ætla rétt að vona
ekki. Ég ætla rétt að vona að við
getum tekið það góða með okk-
ur úr þessum leik og byrjað fyrr
að spila eins og menn. Ég veit
ekki hvort það var eitthvert
stress í strákunum, en við þessir
leikreyndu hefðum altént átt að
geta leikið eins og menn framan
af leiknum. En þegar vörnin er
jafn hræðileg og í kvöld þá ger-
ist ekkert, engin hraðaupphlaup
og á móti gera þeir auðveld
mörk á okkur og við dröbbumst
niður í ekki neitt.“
Mér fannst hægri vængurinn
sækja mikið inn á miðjuna í
sókninni, en það gekk ekki
nægilega vel.
„Já, þeir spila 4-2 vörn og
voru frammi á miðjuna og Óla
og þá lendir skyttan vinstra
megin dálítið í því að vera einn
og geta lítið sent boltann. Í lok
leiksins kom meiri hreyfing hjá
mönnum án bolta og Arnór átti
fínan leik, var virkilega ógn-
andi,“ sagði Dagur.
„Alveg
magnað“
Morgunblaðið/RAX
Vignir Svavarsson og
Ólafur Stefánsson voru
þreyttir í leikslok.
VÖRNIN var alveg ferleg í 45
mínútur en um leið og við fórum
að ganga út í skytturnar og
stöðva línusendingarnar frá
þeim þá gekk þetta upp hjá okk-
ur. Við fengum hraðaupp-
hlaupin og gátum keyrt á þá af
fullum krafti,“ sagði Vignir
Svavarsson, línumaður og varn-
arjaxl, eftir leikinn.
„Það var einhver hræðileg
deyfð yfir þessu hjá okkur fram-
an af en við gáfumst ekki upp
þrátt fyrir þessi ósköp. Síðan
kom frábær kafli hjá okkur þar
sem við náðum að spila eins og
við gerum best og nú verðum
við að læra af þessu og byrja að-
eins fyrr í næsta leik! Það var
langt frá því að vera bjart yfir
þessu í hálfleik og í raun versn-
aði það í upphafi þess síðari, en
við sýndum mikinn styrk að ná
að snúa þessu upp í jafntefli og
það er betra að fá eitt stig en
ekkert. Það er mun þægilegra
að sætta sig við þetta en tap,“
sagði Vignir.
„Eitt betra
en ekki
neitt“
Síðan breyttum við um varnar-aðferð, að ég held í fjórða sinn
í leiknum, þá fór Birkir [Ívar Guð-
mundsson] að verja
um leið og þessi
varnaraðferð gekk
vel. Þegar þetta
gerðist þá gekk
hvert hraðaupphlaupið á fætur
öðru upp hjá okkur enda eru þau
alveg rosalega góð, síðan höfðu
Tékkarnir ekki vit á því að klippa
mig út úr hraðupphlaupunum í síð-
ari hálfleik eins og þeir gerðu í
þeim fyrri, það er nú þeirra vanda-
mál. Þannig að ég náði oft að gefa á
Gauja [Guðjón Val Sigurðsson] og
við skoruðum hvert markið á fætur
öðru, þá gerðust hlutirnir hratt.
Það er ekki slæmt að vita til þess
að við eigum svona leikkafla í okk-
ur,“ sagði Ólafur sem oft átti hreint
stórkostlegar sendingar yfir völl-
inn þveran og endilangan, hárfínar
og beint í hendur samherja sinna.
„Já, þetta er þarna ennþá og er
gamalt og gott. Ég reikna með að
bjóða upp á þær áfram í mótinu ef
ég hef tækifæri til þess,“ sagði
Ólafur og brosti þegar hann var
spurður út í æfingarnar á bak við
þessar löngu og hnitmiðuðu send-
ingar sem fengu alltof fáa áhorf-
endur leiksins til að rísa úr sætum
og klappa honum lof í lofa fyrir,
hvað eftir annað.
„Við megum hins vegar alls ekki
gleyma þessum langa slæma kafla í
leiknum, af honum verðum við að
læra. Þá klikkaði allt í vörninni illi-
lega um leið og við vorum í vand-
ræðum í sókninni, segja má að við
höfum verið í „massavandræðum“ í
sókninni allan leikinn gegn 4/2 vörn
Tékka. Þetta stig sem við unnum
vannst fyrst og fremst á hraðaupp-
hlaupum. Svo má segja að menn
hafi hreyft sig aðeins meira í sókn-
inni, fjórir gegn fjórum varnar-
mönnum, þá batnaði sóknarleikur-
inn aðeins, en fjórir sóknarmenn
gegn fjórum varnarmönnum á að
vera veisla fyrir sóknarmennina, en
því miður þá var það ekki raunin
hjá okkur og en verður það vonandi
næst þegar þessi staða kemur upp.
Ég reikna samt ekki með að önn-
ur lið leiki svona vörn eins og Tékk-
ar því hún er þeirra sérgrein, það
ráða ekki aðrir við að leika hana,“
sagði Ólafur sem lauk lofsorði á
frammistöðu ungu mannanna í lið-
inu. „Strákarnir voru góðir og ég
var ánægður með Birki, hann varði
vel eftir að hann kom inn á,“ sagði
Ólafur Stefánsson, sem rauf 1000
marka múrinn í landsleik, nokkuð
sem Kristján Arason hefur einn af-
rekað áður.
Ólafur Stefánsson tryggði Íslandi
jafntefli gegn Tékkum og hann hefur
skorað yfir 1.000 mörk í landsleikjum
!!""#
$
%
$%
"
%%
"
&
'"
%$
( )
!"#
$
%&##
$# %#
%#
%# &#$
#
'#
&#&
'%#'"
'$#'
'%#'%
'
%
&
$
"
!
"!
#$!
#"!
# !
#%!
#$!
%!
##!
#%!
#"!
!
!
& !
!
!
!
!
!
"
*
)
#
$%
&!'
('%
)!
*
(
) (+
,-! ,.
/
,.0
1$
(
2
! &
0
!'
* !
*
3!!
"
"'
$'
&%
&'&
$
&$
%
'
4
"
3+
%
56%!!
! !
"
Höfðu
ekki vit
á að
klippa
mig út
„VIÐ vorum bara í skítnum lengst af, það er ekkert flóknara en
það,“ sagði Ólafur Stefánsson eftir jafntefli við Tékka í gær þegar
leitað var skýringa hjá honum á þeim gríðarlega mun sem var á leik
íslenska liðsins fyrstu 45 mínúturnar annarsvegar og hins vegar
síðasta stundarfjórðunginn.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Túnis