Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 6

Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 6
HM Í HANDKNATTLEIK 6 B MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ GRÍÐARLEG öryggisgæsla er á hótelum allra keppnisliðanna og hafa menn aldrei kynnst öðru eins á heimsmeistaramóti í handknatt- leik. Öryggisverðir eru í tugavís á vakt á hverju hóteli og fylgjast með hverju skrefi fólks. Alllur farangur og yfirhafnir verða að fara í gegnum tæki þar sem leitað er að vopnum auk þess sem hver sá sem kemur inn á hótel verður að fara í gegnum vopnaleitarhlið. Gildir þá einu hvort um kepp- endur eða gesti er að ræða. Eng- inn leikmaður má fara út af hót- elinu, einn eða í hópi með öðrum, ef farið er út af hóteli þá verður allir hópurinn að fara saman og þá undir eftirliti vopnaðra varða. Á laugardag fór íslenska lands- liðið í gönguferð á strönd nærri hótelinu. Vopnaður vörður gekk á undan hópnum með talstöð og síð- an voru hópar varða hvor til sinn- ar handar leikmönnum sem gengu í röð á ströndinni. „Það var alveg hreint ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðs- þjálfari um gæsluna sem hefur komið íslenska liðinu í opna skjöldu. Ekki þarf að taka fram að í hvert sinn sem landsliðið fer á æf- ingu eða keppni þá fylgja fimm til sex vopnaðir lögreglumenn hópn- um á vélhjólum. Fyllsta öryggi alls staðar HEIMSMEISTARARNIR frá Kró- atíu eru eftir á blaði hjá veðbönk- um í Þýskalandi yfir líklegustu sigurvegara á heimsmeist- aramótinu í Túnis. Frakkar eru í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Íslendingum er spáð 11. sæti á mótinu. Hér er listinn hjá veðbönkunum: Króatía.................................. 3,75 Frakkland ............................ 4,00 Spánn .................................... 6,00 Rússland ............................... 7,00 Danmörk .............................. 8,00 Svíþjóð .................................. 8,00 Þýskaland............................. 9,00 Slóvenía .............................. 12,00 Serbía/Svartfjallaland ..... 17,00 Noregur.............................. 31,00 Ísland .................................. 34,00 Egyptaland ........................ 51,00 Túnis ................................... 67,00 Tékkland ............................ 75,00 Grikkland ........................... 75,00 Argentína......................... 101,00 Brasilía ............................. 201,00 Japan ................................ 301,00 Alsír .................................. 501,00 Angóla .............................. 751,00 Ástralía........................... 1001,00 Kanada ........................... 1001,00 Kúveit ............................. 1001,00 Katar............................... 1001,00 Flestir veðja á Króata SÉRFRÆÐINGAR og blaðamenn sænska dagblaðsins Aftonbladet spá því að íslenska landsliðið eigi 70% möguleika á að komast í milliriðla á heimsmeistaramótinu í Túnis. En að mati þeirra eru að- eins 10% líkur á því að íslenska liðið vinni til verðlauna á mótinu. Svíarnir segja að handknatt- leikur sé þjóðaríþrótt Íslendinga og eitt af sex efstu sætum keppn- innar sé markmiðið. Liðið sé skip- að mörgum ungum leikmönnum sem leika sem atvinnumenn í Þýskalandi og framtíðin sé björt hjá þessu liði. Ólafur Stefánsson er sagður vera ein besta örvhenta skytta veraldar. Svíarnir telja að markverðir íslenska liðsins séu veikasti hlekkur liðsins. Fjarvera Sigfúss Sigurðssonar mun veikja liðið verulega að mati sænsku sér- fræðinganna og að auki megi lið- ið vart við því að missa leikmann á borð við Jaliesky Garcia. Aðeins 10% líkur á íslensk- um verð- launum Þetta gengur bara upp með vinnuog áræðni, gefast aldrei upp, saxa smátt og smátt niður forskotið og brjóta Tékkana niður, svona gerist þetta. Við sýndum alveg gríðarlegan „karakter“ en hvað gerist nákvæmlega þegar svona viðsnúningur verður á leik veit ég ekki fyrir víst, ekkert frekar en hvað er að gerast þegar allt gengur í mót eins og gerði lengst af leiknum,“ sagði Róbert þegar hann var spurður hvaða skýringu hann hefði á þeim viðsnúningi sem varð á leiknum. „Það bara smellur allt skyndilega saman. Menn leggja hart að sér, æfa mikið og leggja sig fram. Stundum gengur ekkert upp en síðan er bara eins og eitthvað ger- ist og hlutirnir smella saman. Nú fengum við að sjá báðar útgáfur og með smáheppni í lokin þá hefðum við unnið leikinn, það mátti engu muna,“ sagði Róbert. „Það verður mun auð- veldara að fara í háttinn í kvöld eftir að hafa náð jafntefli heldur en það hefði verið ef við hefðum verið rass- skelltir. Síðan tekur undirbúningur- inn við vegna leiksins við Slóvena strax í fyrramálið þegar við vöknum. En lokakaflinn lýsir því vonandi hvernig við erum sem hópur, innan vallar sem utan.“ Róbert fékk ekki úr miklu að moða á línunni lengst af leiknum og skoraði t.d. aðeins eitt mark í fyrri hálfleik sem ekki þykir mikið á hans mælikvarða, en síðari hálfleik var hann mun meira í spilinu eftir að Tékkar drógu sig aðeins afar á völlinn í vörninni. „Á 45 mínútum náðum við aldrei að leika eins og við ætluðum, lentum í því að boltinn fékk ekki að ganga sem skyldi, létum brjóta alltof mikið á okkur, en þegar öllu er á botninn hvolft þá gerðum við 34 mörk og það er alveg viðun- andi,“ sagði Róbert og bætti við. „Þó ég skori ekki tíu mörk í hverjum leik þá skiptir það ekki máli, svo fremi sem aðrir skora í staðinn,“ sagði Ró- bert Gunnarsson. Róbert Gunnarsson sagði að landsliðið hefði sýnt mikinn „karakter“ gegn Tékkum Stundum smellur allt skyndilega saman „VIÐ misstum sem betur fer aldrei móðinn, en þetta var hreint ótrúlegt,“ sagði glottandi línumaður íslenska landsliðs- ins,“ Róbert Gunnarsson, þegar hann gekk af leikvelli eftir hinn magnaða lokakafla þar sem hann og samherjarnir tryggðu sér annað stigið gegn Tékkum, 34:34, í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu. Morgunblaðið/RAX Róbert Gunnarsson, línumaðurinn sterki, sækir að marki Tékka á heimsmeistaramótinu í gær. (  ' "( ./0123045/637 7+"' !!! !888 !  !  + ! 9 " !- !! !! 9 ' %  9 !   1  8   ': - 9 - !;  8< 88  8< 88 7- :  ( !! !- ! 9  =!!     ': - ; 1     9   ': - ;  8< 88  8< 88 7- :  1  "   9   ': - ;  8< 88  8< 88 > :!                     .720 310-/ 1:;-3 +313 -31-3 (!?%) "( *+ %  ( "" ! == 0   .  0   !9  $  ! ': 3  7- /2<134=66727 >  "?"   "  @ ?/0 #""    " (       " ; 3  >  ?  7- :  @- !  7A!  (!.+ B !  !  #-+ C !  D "  7- * !  .! #  (+6$. (=% # .  , =   4  ! 2E  !  ( : F(+ '$ >  G?= !  1 ! H  7- :  !(' I !(  +2112/2<13/ =  %A  " ", !  "      B   " 7- :  +   $ - ;  <  <  <  ': - ; 1< 1< 1<  ': - ;  <  <  < > :! + 22  $ - ; J< J< J<  ': - ; D< D< D<  ': - ; J< J< J<  ,#-   Ívar Benediktsson skrifar frá Túnis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.