Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 9
HM Í HANDKNATTLEIK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 9
DAGBLAÐIÐ La Presse, sem
kemur út í Túnis, sagði frá mótinu
síðustu dagana og í gær var grein um
leik Íslands og Tékklands og taldi
blaðamaðurinn sem greinina skrifaði
að það væri stærsti leikur dagsins.
Sagði hann Íslendinga sigurstrang-
legri og byggði þá skoðun sína á því
að Tékkar hefðu ekki verið á eins
mörgum stórmótum og Íslendingar
hin síðari ár.
ATHYGLISVERT er að þá tvo
daga sem Morgunblaðið hefur verið
á staðnum hafa myndir af forseta
Túnis, hinum 69 ára gamla Zine el
Abidine Ben Ali verið á forsíðu
blaðsins. Raunar eru myndir af hon-
um út um allt í Túnis og oftar en ekki
sama myndin sem greinilega er send
víða, enda forsetinn í viðhafnarbún-
ingi. Í blaðinu í gær voru þrjár af sex
forsíðufréttum blaðsins um forset-
ann.
EINARI Erni Jónssyni og Birki
Ívari Guðmundssyni var vel fagnað
þegar þeir komu inn í íþróttasalinn í
gær. Leikur Tékka og Íslendinga
var fyrsti leikur dagsins og voru þeir
fyrstir inn í salinn og fögnuðu áhorf-
endur, sem reyndar voru ekki mjög
margir, vel.
ÓLAFUR Stefánsson kom hins
vegar síðastur úr búningsherberg-
inu fyrir leikinn í gær. Hann kom
raunar ekki út fyrr en í annarri til-
raun ef svo má segja. Allir leikmenn
liðsins hituðu létt upp um klukku-
stund fyrir leik, en Ólafur kom ekki
út á gólfið. Hann gerði það hins veg-
ar þegar liðið kom inn í sal þremur
stundarfjórðungum fyrir leik – og þá
síðastur.
HASSAN Musapha, forseti IHF,
alþjóðahandknattleikssambandsins,
segir að vel hafi gengið að selja miða
á HM að þessu sinni og að 7.000 mið-
ar hafi verið seldir fyrirfram á Int-
ernetinu. Hann sagði á blaðamanna-
fundi í gær að nýtt met hefði verið
slegið við sölu á HM til sjónvarps-
stöðva því 47 stöðvar hefðu keypt
efni frá mótinu.
EFTIRLITSMAÐUR á leiknum í
gær var Ahl frá Bandaríkjunum, sá
hinn sami og steypti Kjartani Stein-
bach af stóli formanns dómaranefnd-
ar IHF.
ÍSLENSKA landsliðið sneri öfugt,
eða altént öðru vísi en það tékkneska
undir þjóðsöngvum landanna. Sjón-
varpið var ekki með nægilega langar
snúrur til að fara fram fyrir íslensku
leikmennina og mynda þá undir
þjóðsöngnum.
EINAR Örn Jónsson, hornamaður
hjá Wallau-Massenheim, var eini ís-
lenski leikmaðurinn sem ekki kom
við sögu í leiknum í gær, sat á bekkn-
um allan tímann.
ÞJÓÐVERJAR lögðu Egypta í D-
riðli heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik en leikurinn var
mjög harður og léku bæði lið fast í
vörn. Þjóðverjar sigruðu í leiknum,
28:25, en staðan var 24:24 er sjö
mínútur voru eftir af leiknum.
Þjóðverjar mæta til leiks með
mikið breytt lið frá því í und-
anförnum stórmótum en hið unga
lið Þjóðverja stóð í ströngu er
Egyptar komust inní leikinn með
því að jafna 19:19, en staðan var
19:15 um tíma í síðari hálfleik.
Torsten Jansen var markahæstur
í liði Þjóðverja með 6 mörk og
Frank von Behren skoraði 4 mörk.
Þjóðverjar
lögðu
Egypta
mjög gott og keyrði liðið af fullum
krafti alveg þar til flautað var til
leiksloka en Tékkar virtust inn-
stæðulausir í lokin – þreyttir.
Markverðirnir íslensku voru góðir
í leiknum, Roland framan af fyrri
hálfleik og Birkir Ívar á lokakafl-
anum. Ólafur átti fínan leik, Markús
Máni var mjög ógnandi og Arnór
kom mjög ferskur til leiks, ógnaði
vel í sókninni og stóð vörnina vel
sem fremsti maður. Guðjón Valur
var misjafn, en þakkaði fyrir tæki-
færið í lokin því Viggó Sigurðsson
þjálfari var búinn að kalla á Loga
Geirsson til að setja hann í stöðu
Guðjóns Vals. Til þess kom ekki því
Guðjón Valur svaraði með stórleik
síðustu mínúturnar auk þess sem
baráttugleði hans og jákvæðni smit-
aði út frá sér.
Vonandi læra íslensku leikmenn-
irnir af þessum leik. Á móti sem
þessu gengur auðvitað ekki til
lengdar að leika vel í korter en illa í
þrjá stundarfjórðunga. Það dugði til
eins stigs í gær en ósennilegt er að
önnur lið gefi færi á slíku. Fram-
undan er mikilvægur leikur við
Slóveníu, leikur sem verður helst að
vinna þar sem baráttan í riðlinum
stendur á milli Slóvena, Rússa,
Tékka og Íslendinga en þrjú lið
komast áfram í milliriðla.
Til að leggja Slóvena og Rússa
verður íslenska vörnin að hefja leik
fyrr en í gær. Það var ekki fyrr en
fjórða afbrigði hennar var reynt að
hlutirnir fóru að ganga. Það var bú-
ið að reyna allt og snjallt hjá Viggó
að gera stöðugt breytingar þegar
illa gekk.
Morgunblaðið/RAX
Ólafur Stefánsson sýndi geysilegt öryggi þegar hann stóð á vítalínunni fyrir framan markvörð Tékka og stutt var til leiksloka.
Ólafur er hér búinn að vippa knettinum yfir markvörð Tékka og skora jöfnunarmarkið, 34:34.
r