Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 11

Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 11
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 11 FRAMTÍÐ Craig Bellamy hjá enska úrvalsdeildarliðinu er óljós en hann hefur enn og aftur lent í útistöðum við knattspyrnustjórann Graeme Souness. Á föstudaginn funduðu þeir með stjórnarfor- manni félagsins eftir að Bellamy og Souness höfðu rifist á æfingu félagsins fyrr um daginn. Welski landsliðsmaðurinn var ekki í leikmannahóp Newcastle í gær er liðið tapaði 1:0 gegn Arsen- al á útivelli. En hann var ekki meiddur og segir Souness að ágreiningur hafi komið upp á milli þeirra tveggja. „Málið verður leyst hjá félaginu en Bellamy er ekki sáttur við þá stöðu sem hann þarf stundum að leika í liðinu. En hann hefur sýnt vanþóknun sína með þeim hætti að félagið varð að grípa inní og var því ekki með í leiknum gegn Ars- enal. Á föstudaginn gekk hann af æfingu og sagðist vera meiddur, á laugardag var hann frískur á ný og sagðist geta leikið. Við erum að reyna að búa til lið sem vinnur vel saman og ég hef ekki áhuga á leikmönnum sem leggja sig ekki fram í þeim verkefnum sem við förum saman í,“ sagði Souness í gær. Bellamy hefur iðulega verið til vandræða hjá Newcastle og for- veri Souness, Bobby Robson, sagði að Bellamy gæti tekið upp á því að rífast við sjálfan sig. Allt upp í háaloft á ný hjá Souness og Bellamy FÓLK  BARCELONA komst á sigurbraut að nýju í spænsku 1. deildinni þegar liðið hafði betur gegn Racing Sant- ander, 3:1, á heimavelli. Samuel Eto skoraði fyrsta marki, sitt 15. á leiktíð- inni, brasilíski snillingurinn Ronald- inho kom Börsungum í 2:0 með glæsi- marki og Deco skoraði þriðja markið.  BRASILÍUMAÐURINN Ailton, framherji Schalke, fór illa með gömlu félaga sína í Werder Bremen þegar liðið áttust við í toppslag þýsku 1. deildarinnar um helgina. Ailton skor- aði sigurmarkið á 67. mínútu. Með sigrinum komst Schalke upp að hlið Bayern í efsta sæti deildarinnar. Lið- in hafa 37 stig en Werder Bremen, meistarar síðasta árs, er nánast úr leik í baráttunni um titilinn en Brim- arbúar hafa 28 stig.  BAYER Leverkusen telur sig enn eiga von um að komast í Evrópu- keppnina á næstu leiktíð en liðið sigr- aði Hannover 3:0 í gær. Leverkusen er nú í 6. sæti deildarinnar og á enn von um að komast í Meistaradeild- arsæti. Paul Freier skoraði tvívegis í gær og búlgarski landsliðsmaðurinn Dimitar Berbatov bætti við einu marki.  HERTHA Berlín missti af tækifæri til þess að komast í fjórða sæti deild- arinnar, en liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Bochum. Þórður Guðjónsson var ekki í leikmannahóp Bochum sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir þeim liðum sem eru ekki í fallsæti. Þórður hefur ítrekað óskað eftir því að komast frá Bochum en forsvarsmenn félagsins hafa ekki tekið ákvörðun um hvort ís- lenski landsliðsmaðurinn fái að semja við annað félag áður en leikmanna- markaðurinn lokar í Evrópu í lok jan- úar.  INTER gerði enn eitt jafnteflið í ítölsku 1. deildinni þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Verona á San Síró í Mílanó. Það stefndi í fyrsta ósigur Inter manna á leiktíðinni en sjö mín- útum fyrir leikslok tókst Obafemi Martins að jafna metin og hann tryggði þar með Inter 14. jafnteflið í 20 leikjum.  VALENCIA er alls ekki líklegt til þess að verja titilinn í spænsku knatt- spyrnunni eftir 3:1 tap gegn Villa- real. Juan Roman Riquelme skoraði þrennu fyrir Villareal en þetta var fyrsta tap Valencia í s.l. 11 leikjum. Liðið er nú 12 stigum á eftir Barce- lona sem vann Racing Santander á laugardag.  PATRICK Vieira leikmaður Ars- enal segir við Sunday Times að hann hafi hug á því að enda feril sinn hjá Arsenal. „Ég er 28 ára og eins og staðan er í dag þá sé ég ekkert annað en að ég endi feril minn hjá Arsenal,“ sagði Viera. En s.l. sumar fékk hann tilboð frá Real Madrid sem hann íhugaði alvarlega að taka. En hann á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum við Arsenal. Steve Clarke aðstoðarmaður JoseMourhino knattspyrnustjóra Chelsea segir hinsvegar að margt geti farið úrskeiðis á lokakafla móts- ins og hálfrar aldar bið stuðnings- manna félagsins sé ekki enn lokið – meistaratitillinn sé ekki í þeirra hönd- um enn sem komið er. Sigurinn gegn Portsmouth var sjö- undi leikurinn sem Chelsea leikur án þess að fá á sig mark „Við eigum að sjálfsögðu skilið að vera í efsta sæti deildarinnar en við gerum okkur grein fyrir því að það eru margar hindranir framundann. Við munum ekki alltaf ná að skora 3 mörk og halda hreinu eins og í þess- um leik. En eitt er víst, að náum við að vinna 11 leiki til viðbótar getum við farið að fagna meistaratitlinum – á meðan við gerum það geta önnur lið lítið gert til þess að saxa á forskotið sem við höf- um. Það má segja að úrslitin í leik Chelsea gegn Portsmouth hafi verið ráðin að loknum fyrri hálfleik og síð- ari hálfleikur var aðeins formsatriði. Jose Mourinho knattspyrnustjóri liðsins leyfði sér að skipta út öllum þremur framherjum liðsins og hefur hann eflaust verið með hugann við leikinn gegn Manchester United á miðvikudaginn. Eiður Smári Guð- johnsen kom inná sem varamaður á 65. mínútu fyrir Didier Drogba. Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben fór á kostum í leiknum og var maðurinn á bak við flestar sóknir Chelsea en hann lagði upp fyrsta markið og skoraði sjálfur annað mark liðsins. „Arjen Robben var rafmagnaður í fyrri hálfleik. Það eru til fljótir leik- menn og það eru til tæknilega góðir leikmenn en það er náðargáfa að hafa þessa tvo kosti sameinaða í einum leikmanni. Það er erfitt að stöðva leik- mann sem getur farið framhjá varn- armönnum á þessum hraða, en hann er enn ungur og á enn margt ólært.“ Reuters Arjen Robben fagnar marki sínu gegn Portsmouth, en hann átti einnig stóran þátt í hinum tveimur mörkum Chelsea í sigurleiknum á Stamford Bridge, 3:0. Robben er hollenskur landsliðsmaður. „Robben er ein- stakur“ ÞAÐ virðist fátt geta komið í veg fyrir að Chelsea hampi enska meistaratitlinum en liðið lagði Portsmouth að velli á laug- ardag, 3:0, þar sem Dider Drogba skoraði tvívegis og Arj- en Robben eitt mark. Leikur Chelsea virtist ganga sem vel smurð vél þar sem vörn liðsins gaf ekki færi á sér og skæðir framherjar liðsins sáu um að skora mörkin þrjú sem skildu á milli að þessu sinni. Rafael Benítez knattspyrnustjóriLiverpool trúði vart sínum eig- in augum er staðan var 2:0 eftir að- eins 22 mínútur en David Prutton og Peter Crouch skoruðu mörkin. Redknapp lék með 5 leikmenn á miðjunni, tók enga áhættu, og leik- menn Liverpool höfðu engin svör gegn spræku liði Southampton. Að- eins fimm dögum eftir að hafa fallið úr keppni í ensku bikarkeppninni gegn Burnley. „Við þurfum að laga okkur að þeim aðstæðum sem við búum við. Kevin Phillips er meiddur og ég valdi þann kostinn að leika með einn framherja og Crouch leikur mun betur en margur heldur. Hann er vanmetinn leikmaður að mínu mati. Að auki erum við í vandræðum með meiðsli, Nigel Quashie samdi við okkur á sunnudegi, en hann var meiddur á fimmtudegi vegna áverka á hné. Það er góður andi í liðinu, strákurinn minn Jamie sá að mestu um það sem þurfti að segja í bún- ingsherberginu. Hann sá síðan um að dekka Steven Gerrard í leiknum og ég tel að Gerrard sé einn af bestu leikmönnum deildarinnar. En hann sást lítið í þessum leik.“ Benítez viðurkenndi að hann hefði tekið áhættu með því að velja Gerrard í liðið sem var lítillega meiddur og æfði ekkert fyrir leik- inn. „Það er alltaf erfitt að fá á sig tvö mörk í upphafi leiks eins og við gerðum í þessum leik. Þeir lögðust í vörn eftir það og tíminn vann með þeim. En ég tel að við getum unnið næsta leik okkar, það eru 15 leikir eftir og við eigum enn möguleika á að þoka okkur upp töfluna. Sem betur fer er stutt í næsta leik og við höfum ekki tíma til þess að vera velta okkur mikið upp úr því sem gerðist í þessum leik,“ sagði Ben- ítez. „STRÁKARNIR börðust fyrir lífi sínu í þessum leik,“ sagði Harry Redknapp knattspyrnustjóri Southampton eftir að lið hans hafði lagt Liverpool að velli, 2:0, en þetta var fyrsti sigur liðsins frá því hann tók við sem knattspyrnustjóri – en Southampton hafði ekki sigrað í síðustu 10 leikjum í deildinni. Hrakfarir „Rauða hersins“ halda áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.