Morgunblaðið - 24.01.2005, Síða 12
ÍÞRÓTTIR
12 B MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÍVAR Ingimarsson bjargaði stigi fyrir
Reading þegar liðið gerði 1:1 jafntefli
á heimavelli gegn Ipswich, toppliðinu í
ensku 1. deildinni í knattspyrnu, þegar
liðin áttust við á heimavelli Reading.
Ívar jafnaði metin með einni af síðustu
spyrnum leiksins því nokkrum and-
artökum eftir markið var leikurinn
flautaður af. Mínútu áður hafði Ips-
wich komist yfir svo segja má að mikil
dramatík hafi átt sér stað á lokakafla
leiksins.
Ívar lék að vanda allan leikinn í vörn
Reading og fékk mjög góða dóma fyrir
frammistöðu sína. Þetta var fjórða
mark hans á skömmum tíma fyrir
Reading en Ívar var hetja liðsins á
dögunum þegar hann jafnaði metin
með glæsilegu marki í bikarleik gegn
Reading og tryggði þar með liðinu
annan leik sem vannst.
Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan
og Brynjar Björn Gunnarsson lék að-
eins síðustu 25 mínútur leiksins. Ray
Lewington, stjóri Watford, lék sama
leikinn og hann gerði í bikarleiknum
gegn Fulham í síðustu viku. Hann
ákvað að spara lykilmenn sína og láta
þá safna kröftum fyrir leikinn á móti
Liverpool á morgun en það er síðari
undanúrslitaleikur liðanna í deildabik-
arkeppninni. Watford á ágæta mögu-
leika á að komast í úrslit því Liverpool
marði 1:0 sigur á Anfield og er langt
frá því að vera sannfærandi þessa dag-
ana.
Bjarni Guðjónsson lék allan leikinn
fyrir Plymouth sem varð að sætta sig
við tap á heimavelli gegn Preston.
Gylfi Einarsson sat á vara-
mannabekk Leeds United sem lagði
Stoke á Britannia, 1:0. Sigurmarkið
var sjálfsmark frá varnarmanninum
Wayne Thomas.
leikinn fyrir Leicester sem vann góðan
2:0 sigur á Gillingham á heimavelli. Jó-
hannes átti góðan leik á miðjunni og
hrósaði Craig Levein, knattspyrnu-
stjóri Leicester, honum sérstaklega.
Heiðar Helguson fékk að hvíla í liði
Watford sem gerði 2:2 jafntefli gegn
Wigan. Heiðar tók ekki þátt í leiknum
Ívar Ingimarsson aftur hetja Reading
Ívar Ingimarsson
LENNY Wilkens sagði upp störfum sem þjálfari NBA-liðsins
New York Knicks á laugardag en Wilkens er 67 ára gamall og
einn sigursælasti þjálfari NBA frá upphafi. Hann hóf að þjálfa í
deildinni árið 1969 er hann var leikmaður og þjálfari Seattle
Supersonics en undir hans stjórn vann liðið NBA-deildina.
„Þetta var erfið ákvörðun enda vildi ég taka þátt í því að
koma liðinu í hóp þeirra bestu á ný. En þetta þetta er rétti tím-
inn fyrir mig að hætta með liðið,“ sagði Wilkens en liðið hefur
tapað 9 leikjum af síðustu 10 í deildinni. Herb Williams aðstoð-
arþjálfari liðsins mun taka við liðinu út leiktíðina en Isiah
Thomas forseti félagsins segir að Wilkens hafi ekki verið rek-
inn frá félaginu. En Wilkens hefur þjálfað í 32 ár, sigrað í 1.332
leikjum og tapað 1.155 leikjum sem þjálfari Seattle, Portland,
Cleveland, Atlanta, Toronto og New York. Hann vann NBA-
titilinn árið 1979 með Supersonics og var þjálfari bandaríska
landsliðsins árið 1996 er liðið varð Ólympíumeistari.
Hann mun fá um 620 millj. kr. frá New York á næstu tveimur
árum en Thomas vonast til þess að Wilkens muni starfa hjá fé-
laginu áfram sem ráðgjafi.
Wilkens hættur
með Knicks
Á þessu ári er það í fyrsta sinnsem við spilum í efstu deild
og í fyrsta sinn sem við komumst í
bikarúrslit. Við vor-
um fyrir tveimur
árum í annarri
deild, þannig það er
allt fyrst og nýtt
fyrir okkur núna. Fyrir Fjölnis-
menn er þetta ótrúlega gaman og
góð tilfinning. Ég hef einu sinni
áður tekið þátt í bikarúrslitum og
það á eftir að vera gaman að fylgja
strákunum í gegnum þetta aftur,“
sagði Benedikt Guðmundsson,
þjálfari Fjölnis, við Morgunblaðið
eftir leikinn. ,,Þetta verður dýr-
mæt lífsreynsla fyrir þessa ungu
stráka að taka þátt í þessum leik
sem er einn stærsti einstaki leik-
urinn í körfuboltanum á hverju ári
en það er ekkert víst að menn
komist þetta langt aftur og því um
að gera að njóta þess. Í sjálfu sér
er það ákveðinn sigur að komast í
úrslitin og menn hér í Hveragerði
þekkja þessa tilfinningu að taka
þátt í svona leik á sínu fyrsta ári.
En fyrst við erum komnir í leikinn,
ætlum við líka alla leið,“ sagði
Benedikt.
Ekki spurning um hæfileika
Benedikt sagði leikinn hafa ver-
ið nákvæmlega eins og hann átti
von á. „Hamar/Selfoss spilaði vel
en við vorum seigari í lokin. Þeir
eru með góðar skyttur og svo
Marvin sem er þannig leikmaður,
sem flest lið vilja hafa innan sinna
raða. Hamar/Selfoss hefur flest
þau vopn sem gott lið þarf að hafa
og ég er mjög ánægður með að
hafa unnið þá hér í Hveragerði.
Þeir eru oft vanmetnir en það bara
má ekki, annars lenda menn í
vandræðum á móti þeim. Hvað
okkur varðar er ég ánægðastur
með að vera með svona reynslu-
laust lið í höndunum en við klár-
uðum samt leikinn á móti eins
reynslumiklu liði og Hamarsliðið
er. Þetta er oft ekki spurning um
hæfileika, heldur að geta klárað
leikina. Sovic var mjög góður í
fyrri hálfleik hjá okkur og þegar
Baily lenti í villuvandræðum hjá
heimamönnum, komst Flake meira
inn í leikinn og Ivey kláraði hann
síðan fyrir okkur. Þá var Flake að
taka fráköstin fyrir okkur í vörn-
inni og þeir sem komu inn á af
bekknum skiluðu sínu hlutverki
vel.“
Rosalega svekkjandi
Marvin Valdimarsson, einn besti
maður Hamars/Selfoss í leiknum,
var að vonum vonsvikinn með úr-
slitin. „Þetta er rosalega svekkj-
andi en við áttum von á jöfnum
leik og heimavöllurinn átti að vera
okkar styrkur. Ivey og Flake sáu
til þess að við kæmumst ekki
lengra og þá sérstaklega Ivey sem
var mjög góður í leiknum, við náð-
um bara ekki að stoppa þá tvo. Þá
hittu Fjölnismenn úr mikilvægum
og oft á tíðum erfiðum skotum og
það skildi liðin að. Við komumst þó
þetta langt og það er viss árangur
að ná inn í fjögurra liða úrslit.
Fjölnir er með hörku lið og það
sýnir staðan í deildinni okkur,“
sagði Marvin eftir leikinn.
Hamar/Selfoss byrjaði betur í
leiknum og það virtist sem nokk-
urs stress gætti hjá gestunum.
Sovic sá þó til þess að Fjölnir væri
yfir í lok fyrsta leikhluta, 25:26, en
hann gerði 20 stig á þessum kafla,
þar af þrjár þriggja stiga kröfur.
Fjölnismenn náðu mest um 10
stiga forskoti í leiknum en Hamar
var þó aldrei langt undan og
minnkaði muninn óðum niður í 2
til 6 stig. Í þriðja leikhluta fóru
villuvandræði að herja á heima-
menn, en Baily var þá t.d. kominn
með 4 villur þegar 8 mínútur voru
eftir af leikhlutanum. Þá komst
Flake í gang hjá gestunum og fór
að raða niður stigunum. Þegar 6
mínútur voru eftir af fjórða leik-
hluta komst Hamar/Selfoss yfir í
leiknum, 94:93. Jeb Ivey tók þá til
sinna ráða og skaut sínum mönn-
um leið inn í úrslitin.
Hjá Hamri/Selfossi var Damon
Baily stigahæstur með 32 stig,
hann tók 7 fráköst og stal bolt-
anum 8 sinnum. Marvin Valdi-
marsson var með 28 stig, tók 4 frá-
köst og var með 3 stoðsendingar.
Chris Woods skoraði 19 stig, tók 3
fráköst og var með 5 stoðsend-
ingar.
Hjá Fjölni var Jeb Ivey með 32
stig, tók 3 fráköst og var með 11
stoðsendingar, Darrel Flake skor-
aði 30 stig og tók 12 fráköst. Nem-
enja Sovic var með 30 stig og tók 5
fráköst.
Fjölnismenn leika í bikarúrslitum í körfuknattleik í fyrsta sinn
„Dýrmæt lífsreynsla fyrir
þessa ungu stráka“
FJÖLNIR tryggði sér sæti í úr-
slitaleik bikarkeppni KKÍ og
Lýsingar í fyrsta sinn í sögu
félagsins, er liðið lagði Ham-
ar/Selfoss í Hveragerði á
laugardaginn, 110:100. Fjölnir
hafði undirtökin mestan part
leiksins, en heimamenn voru
þó aldrei langt undan. Í hálf-
leik var staðan 49:52. Jeb Ivey
fór á kostum í liði gestanna
ásamt Darrel Flake og hjá
heimamönnum voru það Mar-
vin Valdimarsson og Damon
Baily sem fóru fyrir sínum
mönnum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Darrel Flake fór á kostum með Fjölnismönnum þegar þeir
tryggðu sér sigur á Hamri/Selfossi.
Helgi
Valberg
skrifar
GRINDAVÍK leikur til úrslita í
bikarkeppni kvenna í körfuknatt-
leik en Suðurnesjaliðið sótti
Laugdæli
heim á
Laugarvatn
í undan-
úrslitum á
laugardag.
Leikurinn
endaði með
stórsigri
Grindavíkur
sem er í
næst efsta
sæti 1.
deildar en
Laugdælir
eru í 2.
deild. Alls
skoruðu
Grindvík-
ingar 82 stig
í leiknum en
heimaliðið skoraði 23 stig, 59
stiga munur.
Grindavík hefur ekki leikið til
úrslita í bikarkeppni kvenna í 11
ár en árið 1994 komst liðið í
fyrsta sinn í úrslit. Þar lék
Grindavík gegn Keflavík en
Keflavík hafði betur, 56:53.
Grindavík mætir sigurliðinu úr
viðureign Hauka og Keflavíkur
sem átti að fara fram í gær.
Leiknum var frestað vegna veik-
inda leikmanna, en slík frestun
hefur ekki átt sér stað frá árinu
1998 er leik KFÍ og Keflavíkur
var frestað í úrvalsdeild karla
vegna veikinda leikmanna KFÍ.
Grindavík
með yfir-
burði á
Laugarvatni
Erla Reynis-
dóttir, lands-
liðskona úr
Grindavík.
MÓTANEFND KKÍ ákvað að
fresta undanúrslitaleik Keflavíkur
og Hauka í bikarkeppni KKÍ þar
sem margir leikmenn úr liði Ís-
landsmeistara Keflavíkur eru veikir
af flensunni skæðu sem herjar
grimmt á landsmenn þessa dagana.
Sex fastamenn úr Keflavíkurlið-
inu voru rúmfastir á laugardaginn
vegna flensunnar og sóttu forráða-
menn Suðurnesjaliðsins um frestun
af þeim sökum. Mótanefndin varð
við þessari beiðni enda er í reglu-
gerð KKÍ um mót að hægt sé að
sækja um frestun í tilfellum sem
þessum.
Nýr leiktími hefur ekki verið
ákveðinn en mótanefndin mun
væntalega taka ákvörðun um það í
dag.
Frestað
vegna
flens-
unnar